Þegar pólitík hindrar framför Hjörtur Sveinsson skrifar 18. október 2024 08:03 - Uppbygging íþróttamannvirkja í Hveragerði Það fór ekki fram hjá mörgum er Hamarshöllin í Hveragerði skemmdist og fauk í óveðri í febrúar 2022. Endurreisn hallarinnar og þeirrar aðstöðu sem hún bauð upp á varð að kosningamáli í sveitarstjórnarkosningunum næsta vor. Flokkar Okkar Hveragerðis og Frjálsra með Famsókn unnu þar meirihluta og skákuðu Sjálfstæðisflokknum sem hafði ríkt í sextán ár á undan. Sjálfstæðisflokksfólk vildi endurreisa uppblásið hús á nýjan leik en ekki hinir tveir, sem tryggðu sér meirihluta sæta bæjarstjórnar. Atburðarrásin sem svo fylgdi eftir kosningar og meðför nýs meirihluta á verkefninu að endurreisa Hamarshöllina var ekkert annað en skrípaleikur og eftir að meirihlutinn hætti án nokkurs fyrirvara óbundnum samningsviðræðum við þá verktaka sem buðu í verkið hefur hver vitleysishugmyndin á fætur annarri komið fram. Allt í kringum þann sirkus væri efni í kennslubók um hvernig persónulegur vilji og pólitísk þvermóðska getur skaðað heil samfélög. Hugsanlega skrifa ég um það furðumál og blekkingaleik síðar. Nú er svo komið að ráðist hefur verið í byggingu gervigrasvallar, sem hvorki íþróttafélagið Hamar né knattspyrnudeild þess óskaði eftir. Vissulega mun sá völlur nýtast iðkendum vel, líkt og flestar viðbætur hefðu gert enda deildin, ásamt öðrum deildum Hamars, á hrakhólum varðandi aðstöðu. Þá stefnir meirihlutinn á að byggja nýjan íþróttasal við núverandi íþróttahús við Skólamörk og er það ástæða þess að ég rita þessa grein. Viðbygging við íþróttahúsið er ekki ný hugmynd. Það var t.a.m. eitt af stærstu kosningaloforðum A-lista Framsóknar, Samfylkingar, VG og óháðra í sveitarstjórnarkosningunum vorið 2010 þar sem núverandi oddviti Framsóknar fór einna fremst í flokki fyrir þeirri hugmynd. A-listinn beið afhroð í kosningunum árið 2010 og fengu tvo fulltrúa kjörna gegn fimm frá Sjálfstæðisflokknum, sem svo reisti loftbornu Hamarshöllina. Vandamálið við loftborna húsið er að innan þess er ekki hægt að bjóða upp á löglega keppnisaðstöðu fyrir margar deildir Hamars, þó húsið gæti vissulega nýst til æfinga, líkt og það gerði þau tíu ár sem það stóð. Ég vil taka það fram að ég fagna allri uppbyggingu íþróttamannvirkja, að því gefnu að slíkar framkvæmdir nýtist sem flestum, á sem fjölbreyttastan hátt og að hægt sé að stækka svæðið í takt við þarfir stækkandi bæjarfélags og aukinna umsvifa íþróttafélagsins. Þar stendur hnífurinn í kúnni. Verði af þeirri viðbyggingu sem meirihlutinn stefnir nú að, og hefur auglýst breytingar á deiliskipulagi til að geta framkvæmt, verður sú bygging algjört skipulagsslys sem heftir framþróun íþróttafélagsins ár og áratugi fram í tímann. Hvernig svo meirihlutinn telur sig hafa efni á gervigrasvelli fyrir yfir 400 milljónir og viðbyggðum íþróttasal fyrir 800-1.000 milljónir en ekki fjölnota Hamarshöll sem hefði líklega kostað um 1.000 til 1.100 milljónir er sérkennilegur útreikningur en þó ekki efni þessa pistils. Staðsetning fyrirhugaðrar viðbyggingar íþróttahússins, sem er áætlað að verði um 15.000-18.000 rúmmetrar að stærð, er líklega sú allra versta sem hægt er að hugsa sér. Ekki nóg með að húsið eigi að vera í einum þéttbyggðasta og elsta kjarna bæjarins þá þrengir það alla aðkomu að t.d. heilsugæslunni, félagsaðstöðu eldri borgara, aðgengi að hverasvæðinu, að rekstraraðilum í kring og gerir aðkomu að Reykjadal, hvar búist er við um 700.000 gestum árlega, enn þrengri en nú er því eina leiðin upp í dalinn sem ekki liggur í gegnum íbúðahverfi fer í gegnum gamla miðbæinn, við svæðið sem á að byggja. Þá er ótalin hættan sem getur skapast er stærri viðburðir eru haldnir, komi til þess að sjúkrabílar þurfi að sækja sjúka eða slasaða á dvalarheimilið, hjúkrunarheimilið eða jafnvel útivistarfólk upp í Reykjadal. Þá eru ótalin bílastæðamálin. Fyrirhuguð viðbygging mun taka yfir tæplega helming núverandi bílastæða við íþróttahúsið og þó bæjarfulltrúar hafi legið yfir óskýrum loftmyndum af Google Earth til að tína til bílastæði, m.a. við kirkjuna, og sumir aðilar í bæjarpólitíkinni jafnvel haft hugmyndir um að taka land af skrúðgarðinum undir bílastæði, þá jafnar það bara út þann bílastæðafjölda sem tapast. Þegar aðstaðan er tvöfölduð er væntanlega gert ráð fyrir auknum fjölda iðkenda, aðstandenda og áhorfenda á svæðið, en engin viðbótarbílastæði eru ráðgerð til samræmis við slíkt. Það vita flestir að ein helsta fjáröflunarleið íþróttafélaga er mótahald. Hvernig halda bæjarfulltrúar að svæðið verði umhorfs þegar deildir Hamars komast á fullt skrið og mótahald líklega að jafnaði a.m.k. tvisvar sinnum í mánuði? Það þarf ekki annað en að mæta á leik hjá körfuknattleiksdeildinni og blakdeildinni til að sjá að nú þegar er svæðið sprungið, hvað þá þegar Hengill Ultra hlaupið er haldið. En að því sem ég vildi benda á með þessum skrifum. Nýr gervigrasvöllur og nýr íþróttasalur bæta litlu sem engu við þá aðstöðu sem íþróttafélagið hafði í Hamarshöllinni, þetta er því sem næst á pari. Að vísu verður engin inniaðstaða fyrir golfklúbbinn og eldri borgarar hafa ekki lengur upphitað göngu- og æfingasvæði yfir vetramánuðina en á móti fá inniíþróttadeildir Hamars keppnisaðstöðu sem mikil þörf er á. Aðstaðan verður því alveg ágæt með tilkomu gervigrasvallar og nýs íþróttasalar. Vandamálið er staðsetningin og það er risastórt vandamál. Þar sem nýtt hús verður því sem næst fullnýtt um leið og það verður tekið í notkun þá er mjög mikilvægt að huga að framtíðinni og hvernig hægt er að stækka og bæta aðstöðuna samhliða framtíðar fjölgun íbúa Hveragerðis og um leið fjögunar iðkenda Hamars. Það er ekkert pláss til að stækka viðbygginguna sem stefnt er að á því svæði sem hún á að vera. Hvað þýðir það? Jú, samkvæmt miðgildi mannfjöldaspár, eins og það var kynnt á fundi um aðalskipulag Hveragerðis þriðjudaginn 24. september, þá skilar 2,5% árleg fjölgun íbúa um 1.000 fleiri íbúum í Hveragerði á næstu 10 árum, það gerir að meðaltali um 100 íbúa á ári. Iðkendafjöldi Hamars er í dag á bilinu 20-25% af heildarfjölda íbúa Hveragerðis, fyrir utan iðkendur Hamarssports. Eftir sjö ár, m.v. spár, hafa því bæst við um 700 íbúar í Hveragerði og líklega um 140-150 iðkendur hjá Hamri m.v. sama hlutfall iðkenda og er nú. Þá verður aðstaðan sem nú á að byggja sprungin og ekki pláss fyrir fleiri iðkendur. Þá þarf að byggja nýja íþróttahöll fyrir aðrar 1.000 milljónir, í bæjarfélagi sem í sögulegu samhengi hefur ekki haft eins miklar tekjur og bæjarfélög af svipaðri stærð. En þó svo væri þá er stefna núverandi meirihluta, og reyndar minnihluta að vissu leyti einnig, afskaplega óvönduð meðför fjármuna Hvergerðinga. Það er til staðar svæði hvar mannvirki og starfsemi geta stækkað samhliða auknum íbúa- iðkendafjölda, upp í Reykjadal þar sem gamla Hamarshöllin stóð. Þetta er eina svæðið innan Hveragerðis sem vit er að byggja nýjan íþróttasal á. Þar er í gildi skipulag fyrir slíka starfsemi og grunnur sem áður var undir Hamarshöllinni. Staðsetning nýs keppnishúss upp í dal myndi því ekki tefja uppbyggingu heldur þvert á móti væri hægt að flýta henni nokkuð því þá þarf ekki að auglýsa og fara í gegnum breytingu á deiliskipulagi á lóð grunnskólans. Það þarf ekki að byggja yfir allan grunn gömlu Hamarshallarinnar, það er vel hægt að byggja yfir fjölnota gólfið og fara yfir á flötinn þar sem gervigras hallarinnar er svo hægt sé að hafa búnings- og áhorfendaaðstöðu, því knattspyrnudeildin er að fá gervigrasvöll þar við hliðina. Þá er hægt með mun minni kostnaði að stækka og bæta við íþróttahús þar til framtíðar, tvisvar, þrisvar og jafnvel fjórum sinnum, eftir því sem bærinn stækkar og íbúum og iðkendum Hamars fjölgar. Þó svo ekki yrði byggt á grunni gömlu Hamarshallarinnar, ef vera skyldi að reist yrði annað uppblásið hús til að brúa tímabundið bil í framtíðinni, þá er svæðið samt nægjanlega stórt til að vaxa í takt við þarfir framtíðarinnar. Það er klárt mál að það verður ekki byggður nýr skóli í nýju íbúðahverfi næstu 15-20 ár og því er allt tal um að íþróttahús framtíðarinnar komi í nýju hverfi þvættingur. Nýr skóli og nýtt skólaíþróttahús mun þurfa en það er engin forsenda fyrir slíku fyrr en u.þ.b. 2.500 til 3.000 íbúar hafa bæst við bæinn, þ.e. tæp tvöföldun þess sem er nú. Póltískar ákvarðanir, líkt og fulltrúi Okkar Hveragerðis hafði orð á að væri ástæða þess að byggt skyldi við gamla íþróttahúsið, eiga ekki að stýra för í svona stórum málum er varða framtíðarhag bæjarbúa og íþróttafélagsins. Hér þarf að horfa til framtíðar og hvernig takmarkaðir fjármunir muni nýtast sem allra best, fyrir sem flesta. Ég skora á alla bæjarfulltrúa Hveragerðis að láta af hugmyndinni um að byggja nýjan sal við gamla íþróttahúsið og byggja nýtt æfinga- og keppnishús á íþróttasvæði Hamars, inn í miðri af einni fallegustu útivistarperlum landsins, Reykjadal. Tölurnar ljúga ekki, viðbyggingin við Skólamörk er slæm í alla staði og einstaklega léleg nýting á takmörkuðum fjármunum bæjarins. Haldið áfram uppbyggingu heilstæðs íþróttasvæðis upp í Reykjadal svo íbúar og iðkendur framtíðarinnar geti notið góðs af til næstu áratuga. Ekki flytja vandamálið á íbúa Hveragerðis og iðkendur Hamars eftir sjö ár og senda þeim reikning upp á yfir 1.000 milljónir í viðbót við það sem stefnt er að byggja nú. Innviðaskuldin sem Okkar Hveragerði hamraði á í kosningunum breytist þá bara í yfirdrátt á einstaklega óhagstæðum vöxtum. Ég skora á Hamarsfólk og Hvergerðinga að mótmæla breytingu á deiliskipulagi við skólamörk fyrir 25. október inn á: https://skipulagsgatt.is/issues/2024/1079 Við ykkur öll í bæjarstjórn vil ég segja að lokum; ekki láta jákvæða uppbyggingu í dag hafa neikvæð áhrif á vöxt til framtíðar. Höfundur er félagsmaður Hamars frá stofnun og f.v. stjórnarmaður í framkvæmdarstjórn. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hveragerði Hamar Mest lesið Menntun fyrir Hans Vögg Þuríður Magnúsína Björnsdóttir Skoðun Kæri Grímur Grímsson – sakamaður gengur laus? Árni Guðmundsson Skoðun Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson Skoðun Þegar Samtök verslunar og þjónustu vita betur Erna Bjarnadóttir Skoðun Þegar Trölli stal atkvæðum Eyjólfur Ingvi Bjarnason Skoðun Dæmalaus málflutningur Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Forréttindablinda strákanna í Viðskiptaráði Sonja Ýr Þorbergsdóttir Skoðun Svar við hótunum Eflingar Sigurður G. Guðjónsson Skoðun Þorpið Alina Vilhjálmsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Menntun fyrir Hans Vögg Þuríður Magnúsína Björnsdóttir skrifar Skoðun Þegar Samtök verslunar og þjónustu vita betur Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Dans verkalýðsleiðtoga í kringum gullkálfinn Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Jól í sól versus jóla í dimmu Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi samgöngusáttmála fyrir Vestfirði Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir,Unnar Hermannsson,Halldór Halldórsson skrifar Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson skrifar Skoðun Kæri Grímur Grímsson – sakamaður gengur laus? Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Er janúar leiðinlegasti mánuður ársins? Dagbjört Harðardóttir skrifar Skoðun Svar við hótunum Eflingar Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson skrifar Skoðun Manni verður kalt ef maður pissar í skóinn sinn Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Skautun eða tvíhyggja? Þóra Pétursdóttir skrifar Skoðun Egóið er í hégómanum Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Dæmalaus málflutningur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Grýtt eða greið leið? Þröstur Sæmundsson skrifar Skoðun Tímalína hörmulegra limlestinga og kvalafulls dauðastríðs háþróaðrar lífveru Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Hugleiðing um listamannalaun III Þórhallur Guðmundsson skrifar Skoðun Dæmalaust mál Sigursteinn Másson skrifar Skoðun „Stórfelldir og siðlausir fjármagnsflutningar“ - Áskorun á Ole Anton Bieltvedt Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Tjáningarfrelsið, ábyrgð og Snorri Másson Bjarndís Helga Tómasdóttir ,Kári Garðarsson skrifar Skoðun Þegar Trölli stal atkvæðum Eyjólfur Ingvi Bjarnason skrifar Skoðun Forréttindablinda strákanna í Viðskiptaráði Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Tækifæri gervigreindar í menntun Páll Ásgeir Torfason skrifar Skoðun Sjálfstæð hugsun á tímum gervigreindar Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Framtíð menntunar er í einkarekstri Unnar Þór Sæmundsson skrifar Skoðun Er lítil samkeppni á fjármálamarkaði? Gústaf Steingrímsson skrifar Skoðun Þorpið Alina Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Hvað er friður? Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Skoðun Af hverju er ekki búið að tryggja raforkuöryggi almennings? Hjálmar Helgi Rögnvaldsson skrifar Skoðun Kennarar: hvernig höldum við þeim við efnið? Davíð Már Sigurðsson skrifar Sjá meira
- Uppbygging íþróttamannvirkja í Hveragerði Það fór ekki fram hjá mörgum er Hamarshöllin í Hveragerði skemmdist og fauk í óveðri í febrúar 2022. Endurreisn hallarinnar og þeirrar aðstöðu sem hún bauð upp á varð að kosningamáli í sveitarstjórnarkosningunum næsta vor. Flokkar Okkar Hveragerðis og Frjálsra með Famsókn unnu þar meirihluta og skákuðu Sjálfstæðisflokknum sem hafði ríkt í sextán ár á undan. Sjálfstæðisflokksfólk vildi endurreisa uppblásið hús á nýjan leik en ekki hinir tveir, sem tryggðu sér meirihluta sæta bæjarstjórnar. Atburðarrásin sem svo fylgdi eftir kosningar og meðför nýs meirihluta á verkefninu að endurreisa Hamarshöllina var ekkert annað en skrípaleikur og eftir að meirihlutinn hætti án nokkurs fyrirvara óbundnum samningsviðræðum við þá verktaka sem buðu í verkið hefur hver vitleysishugmyndin á fætur annarri komið fram. Allt í kringum þann sirkus væri efni í kennslubók um hvernig persónulegur vilji og pólitísk þvermóðska getur skaðað heil samfélög. Hugsanlega skrifa ég um það furðumál og blekkingaleik síðar. Nú er svo komið að ráðist hefur verið í byggingu gervigrasvallar, sem hvorki íþróttafélagið Hamar né knattspyrnudeild þess óskaði eftir. Vissulega mun sá völlur nýtast iðkendum vel, líkt og flestar viðbætur hefðu gert enda deildin, ásamt öðrum deildum Hamars, á hrakhólum varðandi aðstöðu. Þá stefnir meirihlutinn á að byggja nýjan íþróttasal við núverandi íþróttahús við Skólamörk og er það ástæða þess að ég rita þessa grein. Viðbygging við íþróttahúsið er ekki ný hugmynd. Það var t.a.m. eitt af stærstu kosningaloforðum A-lista Framsóknar, Samfylkingar, VG og óháðra í sveitarstjórnarkosningunum vorið 2010 þar sem núverandi oddviti Framsóknar fór einna fremst í flokki fyrir þeirri hugmynd. A-listinn beið afhroð í kosningunum árið 2010 og fengu tvo fulltrúa kjörna gegn fimm frá Sjálfstæðisflokknum, sem svo reisti loftbornu Hamarshöllina. Vandamálið við loftborna húsið er að innan þess er ekki hægt að bjóða upp á löglega keppnisaðstöðu fyrir margar deildir Hamars, þó húsið gæti vissulega nýst til æfinga, líkt og það gerði þau tíu ár sem það stóð. Ég vil taka það fram að ég fagna allri uppbyggingu íþróttamannvirkja, að því gefnu að slíkar framkvæmdir nýtist sem flestum, á sem fjölbreyttastan hátt og að hægt sé að stækka svæðið í takt við þarfir stækkandi bæjarfélags og aukinna umsvifa íþróttafélagsins. Þar stendur hnífurinn í kúnni. Verði af þeirri viðbyggingu sem meirihlutinn stefnir nú að, og hefur auglýst breytingar á deiliskipulagi til að geta framkvæmt, verður sú bygging algjört skipulagsslys sem heftir framþróun íþróttafélagsins ár og áratugi fram í tímann. Hvernig svo meirihlutinn telur sig hafa efni á gervigrasvelli fyrir yfir 400 milljónir og viðbyggðum íþróttasal fyrir 800-1.000 milljónir en ekki fjölnota Hamarshöll sem hefði líklega kostað um 1.000 til 1.100 milljónir er sérkennilegur útreikningur en þó ekki efni þessa pistils. Staðsetning fyrirhugaðrar viðbyggingar íþróttahússins, sem er áætlað að verði um 15.000-18.000 rúmmetrar að stærð, er líklega sú allra versta sem hægt er að hugsa sér. Ekki nóg með að húsið eigi að vera í einum þéttbyggðasta og elsta kjarna bæjarins þá þrengir það alla aðkomu að t.d. heilsugæslunni, félagsaðstöðu eldri borgara, aðgengi að hverasvæðinu, að rekstraraðilum í kring og gerir aðkomu að Reykjadal, hvar búist er við um 700.000 gestum árlega, enn þrengri en nú er því eina leiðin upp í dalinn sem ekki liggur í gegnum íbúðahverfi fer í gegnum gamla miðbæinn, við svæðið sem á að byggja. Þá er ótalin hættan sem getur skapast er stærri viðburðir eru haldnir, komi til þess að sjúkrabílar þurfi að sækja sjúka eða slasaða á dvalarheimilið, hjúkrunarheimilið eða jafnvel útivistarfólk upp í Reykjadal. Þá eru ótalin bílastæðamálin. Fyrirhuguð viðbygging mun taka yfir tæplega helming núverandi bílastæða við íþróttahúsið og þó bæjarfulltrúar hafi legið yfir óskýrum loftmyndum af Google Earth til að tína til bílastæði, m.a. við kirkjuna, og sumir aðilar í bæjarpólitíkinni jafnvel haft hugmyndir um að taka land af skrúðgarðinum undir bílastæði, þá jafnar það bara út þann bílastæðafjölda sem tapast. Þegar aðstaðan er tvöfölduð er væntanlega gert ráð fyrir auknum fjölda iðkenda, aðstandenda og áhorfenda á svæðið, en engin viðbótarbílastæði eru ráðgerð til samræmis við slíkt. Það vita flestir að ein helsta fjáröflunarleið íþróttafélaga er mótahald. Hvernig halda bæjarfulltrúar að svæðið verði umhorfs þegar deildir Hamars komast á fullt skrið og mótahald líklega að jafnaði a.m.k. tvisvar sinnum í mánuði? Það þarf ekki annað en að mæta á leik hjá körfuknattleiksdeildinni og blakdeildinni til að sjá að nú þegar er svæðið sprungið, hvað þá þegar Hengill Ultra hlaupið er haldið. En að því sem ég vildi benda á með þessum skrifum. Nýr gervigrasvöllur og nýr íþróttasalur bæta litlu sem engu við þá aðstöðu sem íþróttafélagið hafði í Hamarshöllinni, þetta er því sem næst á pari. Að vísu verður engin inniaðstaða fyrir golfklúbbinn og eldri borgarar hafa ekki lengur upphitað göngu- og æfingasvæði yfir vetramánuðina en á móti fá inniíþróttadeildir Hamars keppnisaðstöðu sem mikil þörf er á. Aðstaðan verður því alveg ágæt með tilkomu gervigrasvallar og nýs íþróttasalar. Vandamálið er staðsetningin og það er risastórt vandamál. Þar sem nýtt hús verður því sem næst fullnýtt um leið og það verður tekið í notkun þá er mjög mikilvægt að huga að framtíðinni og hvernig hægt er að stækka og bæta aðstöðuna samhliða framtíðar fjölgun íbúa Hveragerðis og um leið fjögunar iðkenda Hamars. Það er ekkert pláss til að stækka viðbygginguna sem stefnt er að á því svæði sem hún á að vera. Hvað þýðir það? Jú, samkvæmt miðgildi mannfjöldaspár, eins og það var kynnt á fundi um aðalskipulag Hveragerðis þriðjudaginn 24. september, þá skilar 2,5% árleg fjölgun íbúa um 1.000 fleiri íbúum í Hveragerði á næstu 10 árum, það gerir að meðaltali um 100 íbúa á ári. Iðkendafjöldi Hamars er í dag á bilinu 20-25% af heildarfjölda íbúa Hveragerðis, fyrir utan iðkendur Hamarssports. Eftir sjö ár, m.v. spár, hafa því bæst við um 700 íbúar í Hveragerði og líklega um 140-150 iðkendur hjá Hamri m.v. sama hlutfall iðkenda og er nú. Þá verður aðstaðan sem nú á að byggja sprungin og ekki pláss fyrir fleiri iðkendur. Þá þarf að byggja nýja íþróttahöll fyrir aðrar 1.000 milljónir, í bæjarfélagi sem í sögulegu samhengi hefur ekki haft eins miklar tekjur og bæjarfélög af svipaðri stærð. En þó svo væri þá er stefna núverandi meirihluta, og reyndar minnihluta að vissu leyti einnig, afskaplega óvönduð meðför fjármuna Hvergerðinga. Það er til staðar svæði hvar mannvirki og starfsemi geta stækkað samhliða auknum íbúa- iðkendafjölda, upp í Reykjadal þar sem gamla Hamarshöllin stóð. Þetta er eina svæðið innan Hveragerðis sem vit er að byggja nýjan íþróttasal á. Þar er í gildi skipulag fyrir slíka starfsemi og grunnur sem áður var undir Hamarshöllinni. Staðsetning nýs keppnishúss upp í dal myndi því ekki tefja uppbyggingu heldur þvert á móti væri hægt að flýta henni nokkuð því þá þarf ekki að auglýsa og fara í gegnum breytingu á deiliskipulagi á lóð grunnskólans. Það þarf ekki að byggja yfir allan grunn gömlu Hamarshallarinnar, það er vel hægt að byggja yfir fjölnota gólfið og fara yfir á flötinn þar sem gervigras hallarinnar er svo hægt sé að hafa búnings- og áhorfendaaðstöðu, því knattspyrnudeildin er að fá gervigrasvöll þar við hliðina. Þá er hægt með mun minni kostnaði að stækka og bæta við íþróttahús þar til framtíðar, tvisvar, þrisvar og jafnvel fjórum sinnum, eftir því sem bærinn stækkar og íbúum og iðkendum Hamars fjölgar. Þó svo ekki yrði byggt á grunni gömlu Hamarshallarinnar, ef vera skyldi að reist yrði annað uppblásið hús til að brúa tímabundið bil í framtíðinni, þá er svæðið samt nægjanlega stórt til að vaxa í takt við þarfir framtíðarinnar. Það er klárt mál að það verður ekki byggður nýr skóli í nýju íbúðahverfi næstu 15-20 ár og því er allt tal um að íþróttahús framtíðarinnar komi í nýju hverfi þvættingur. Nýr skóli og nýtt skólaíþróttahús mun þurfa en það er engin forsenda fyrir slíku fyrr en u.þ.b. 2.500 til 3.000 íbúar hafa bæst við bæinn, þ.e. tæp tvöföldun þess sem er nú. Póltískar ákvarðanir, líkt og fulltrúi Okkar Hveragerðis hafði orð á að væri ástæða þess að byggt skyldi við gamla íþróttahúsið, eiga ekki að stýra för í svona stórum málum er varða framtíðarhag bæjarbúa og íþróttafélagsins. Hér þarf að horfa til framtíðar og hvernig takmarkaðir fjármunir muni nýtast sem allra best, fyrir sem flesta. Ég skora á alla bæjarfulltrúa Hveragerðis að láta af hugmyndinni um að byggja nýjan sal við gamla íþróttahúsið og byggja nýtt æfinga- og keppnishús á íþróttasvæði Hamars, inn í miðri af einni fallegustu útivistarperlum landsins, Reykjadal. Tölurnar ljúga ekki, viðbyggingin við Skólamörk er slæm í alla staði og einstaklega léleg nýting á takmörkuðum fjármunum bæjarins. Haldið áfram uppbyggingu heilstæðs íþróttasvæðis upp í Reykjadal svo íbúar og iðkendur framtíðarinnar geti notið góðs af til næstu áratuga. Ekki flytja vandamálið á íbúa Hveragerðis og iðkendur Hamars eftir sjö ár og senda þeim reikning upp á yfir 1.000 milljónir í viðbót við það sem stefnt er að byggja nú. Innviðaskuldin sem Okkar Hveragerði hamraði á í kosningunum breytist þá bara í yfirdrátt á einstaklega óhagstæðum vöxtum. Ég skora á Hamarsfólk og Hvergerðinga að mótmæla breytingu á deiliskipulagi við skólamörk fyrir 25. október inn á: https://skipulagsgatt.is/issues/2024/1079 Við ykkur öll í bæjarstjórn vil ég segja að lokum; ekki láta jákvæða uppbyggingu í dag hafa neikvæð áhrif á vöxt til framtíðar. Höfundur er félagsmaður Hamars frá stofnun og f.v. stjórnarmaður í framkvæmdarstjórn.
Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson Skoðun
Skoðun Mikilvægi samgöngusáttmála fyrir Vestfirði Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir,Unnar Hermannsson,Halldór Halldórsson skrifar
Skoðun Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson skrifar
Skoðun Tímalína hörmulegra limlestinga og kvalafulls dauðastríðs háþróaðrar lífveru Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun „Stórfelldir og siðlausir fjármagnsflutningar“ - Áskorun á Ole Anton Bieltvedt Hjalti Þórisson skrifar
Skoðun Tjáningarfrelsið, ábyrgð og Snorri Másson Bjarndís Helga Tómasdóttir ,Kári Garðarsson skrifar
Skoðun Af hverju er ekki búið að tryggja raforkuöryggi almennings? Hjálmar Helgi Rögnvaldsson skrifar
Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson Skoðun