Innlent

G. Sig­ríður vill annað sætið í Norð­vestur

Árni Sæberg skrifar
G. Sigríður var í fimmta sæti á listanum í síðustu kosningum.
G. Sigríður var í fimmta sæti á listanum í síðustu kosningum. G. Sigríður Ágústsdóttir

G. Sigríður Ágústsdóttir hefur tilkynnt að hún hafi ákveðið að gefa kost á sér í annað sæti á lista Sjálfstæðisflokksins í Norðvesturkjördæmi fyrir komandi alþingiskosningar. Hún er fædd og uppalin á Bíldudal og býr í dag í Reykjavík.

„Ég brenn fyrir heilbrigðismálefnum og vil stuðla að sterku og öflugu atvinnulífi um landið allt. Sterkt og fjölbreytt atvinnulíf er að sjálfsögðu forsenda þess að við getum byggt upp sterka innviði og bætt samfélagið okkar. Verðmætasköpun spilar stóran þátt í því og bættar samgöngur er lykilatriði í uppbyggingu og atvinnurekstri,“ segir G. Sigríður í fréttatilkynningu.

Áskoranir fyrir komandi kjörtímabil séu fjölmargar og krefjandi. Það þurfi að sækja fram með festu og sterkri sókn á áframhaldandi atvinnuuppbyggingu. Fyrst þá sé hægt að styrkja innviði og tryggja íbúum öryggi í heimabyggð.

„Áfram gakk stelpa, hefði pabbi sagt. Og með það í vegnesti reima ég á mig gaddaskóna.“




Fleiri fréttir

Sjá meira


×