Innlent

Jón Magnús gefur kost á sér

Árni Sæberg skrifar
Jón Magnús Kristjánsson var yfirlæknir bráðalækninga á Landspítala þangað til í ársbyrjun 2021.
Jón Magnús Kristjánsson var yfirlæknir bráðalækninga á Landspítala þangað til í ársbyrjun 2021. Vísir/Egill

Jón Magnús Kristjánsson, fyrrverandi yfirlæknir bráðalækninga á Landspítalanum, mun óska eftir þriðja til fjórða sæti á lista Samfylkingarinnar í öðru hvoru Reykjavíkurkjördæminu.

Þetta staðfestir Jón Magnús í samtali við Vísi. Hann segir að síðdegis í dag verði uppstillingarnefnd skipuð og þá muni hann setja nafn sitt í hattinn. Hann hafi rætt við forystufólk í Samfylkingunni um heilbrigðismál.

Það eru einmitt heilbrigðis- og velferðarmálin sem eru ástæða þess að Jón Magnús vill sæti á lista og Alþingi í framhaldinu.

Hann hafi undanfarin fimmtán ár barist fyrir úrbótum í heilbrigðiskerfinu og hann vilji halda þeirra baráttu áfram inni á Alþingi. 

„Þetta er framhald af því, mig langar að vinna áfram fyrir notendur heilbrigðiskerfisins. Nú er ég búinn að reyna á mörgum mismunandi stöðum en á endanum snýst þetta um forgangsröðun og fjármögnun.“




Fleiri fréttir

Sjá meira


×