Handbolti

Allt jafnt á Ás­völlum

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Tandri Már Konráðsson sá til þess að Stjarnan náði í stig í Hafnafirði.
Tandri Már Konráðsson sá til þess að Stjarnan náði í stig í Hafnafirði. Vísir/Diego

Haukar og Stjarnan gerðu jafntefli í Olís-deild karla í handbolta. Hvorugu liðinu tókst að skora sigurmarkið en staðan var jöfn 20-20 þegar rúmlega tvær mínútur voru til leiksloka, reyndust það lokatölur.

Leikurinn var í járnum frá því hann var flautaður á og mörkin létu svo sannarlega standa á sér. Staðan var 10-10 í hálfleik og því við hæfi að lokatölur væru 20-20.

Sigurður Snær Sigurjónsson var markahæstur í liði Hauka með fjögur mörk. Í markinu varði Aron Rafn Eðvarðsson sex skot og Vilius Rasimas varði fjögur.

Tandri Már Konráðsson var markahæstur í liði Stjörnunnar með átta mörk á meðan Adam Thorstensen og Sigurður Dan Óskarsson vörðu samtals níu skot í markinu.

Haukar eru nú í 4. sæti með 8 stig að loknum 8 leikjum. Stjarnan er í 7. sæti með 7 stig að loknum 7 leikjum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×