Minnihlutastjórn tekur væntanlega við völdum á morgun Heimir Már Pétursson skrifar 16. október 2024 21:11 Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar frá í apríl verður leyst frá völdum ríkisráðsfundi á morgun. Vísir/Vilhelm Allt útlit er fyrir að tveggja flokka minnihluta starfsstjórn Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks taki við völdum á ríkisráðsfundi á Bessastöðum á morgun. Þar með lýkur stjórnartíð ríkisstjórnar Bjarna Benediktssonar sem skipuð var í apríl, og eftir atvikum tveggja daga stjórn starfsstjórnar undir hans forsæti. Síðasti ríkisstjórnarfundur stjórnar Bjarna frá í apríl fór fram í dag og eftir atvikum fyrsti og síðasti fundur starfsstjórnar Bjarna sem skipuð var í gær. Þar staðfestu Svandís Svavarsdóttir innviðaráðherra, Guðmundur Ingi Guðbrandsson félags- og vinnumarkaðsráðherra og Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir matvælaráðherra, að þau hefðu ákveðið að segja af sér ráðherraembættum. Svarað í véfréttastíl Þessi afstaða ráðherranna og þingflokks Vinstri grænna hefur verið ljós frá því áður en Bjarni Benediktsson baðst lausnar fyrir sig og ráðuneyti sitt á fundi með Höllu Tómasdóttur forseta Íslands á Bessastöðum í gær. Engu að síður voru þau munstruð í starfsstjórn fráfarandi ríkisstjórnar Sjálfstæðisflokks, Framsóknarflokks og Vinstri grænna sem var með drjúgan meirihluta 38 þingmanna. Svandís og Bjarni að loknum eina ríkisstjórnarfundi starfstjórnarinnarVísir/Vilhelm Bæði forsetinn og forsætisráðherra svöruðu í véfréttastíl þegar þau voru spurð á Bessastöðum í gær hvort Vinstri græn ætluðu að vera með í starfsstjórninni. Ekki var haldinn ríkisráðsfundur strax eftir að Bjarni óskaði lausnar og áður en starfsstjórnin var skipuð til að staðfesta þingstyrk væntanlegrar stjórnar. Það hafði heldur ekki verið rætt í ríkisstjórn fyrr en í dag. Hér sést á dagskrá ríkisstjórnar í dag 16. október að tillaga um þingrof og lausnarbeiðni forsætisráðherra var á dagskrá fundarins. Það er daginn eftir að forsætisráðherra óskaði eftir bæði þingrofi og lausn frá embætti.stjórnarráðið Þessi staðreynd mun koma fram á ríkisráðsfundi sem boðaður hefur verið á Bessastöðum klukkan 18 á morgun. Þá mun ríkisstjórnin/starfsstjórnin missa átta þingmenn og eftir sitja þrjátíu þingmenn Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks í leifunum af fyrri ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar. Boðað hefur verið til ríkisráðsfundar klukkan sex annað kvöld.Vísir/Vilhelm Óvissa um afgreiðslu fjárlaga Miðað við atburðarás síðustu þriggja sólarhringa bendir allt til að forseti Íslands muni á öðrum ríkisráðsfundi strax að loknum hinum fyrri, biðja Bjarna að sitja sem forsætisráðherra í minnihlutastjórn ráðherra Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks fram að kosningum. Kosningum sem forseti Íslands hefur þegar staðfest með samþykki þingrofstillögu Bjarna frá í gær að fari fram hinn 30. nóvember. Minnihlutastjórnin getur ákveðið að gera fjárlagafrumvarpið og ef til vill fleiri mál fyrri ríkisstjórnar Bjarna Benediktssonar að sínum og freistað þess að fá þau afgreidd fyrir kosningar. Nú þarf ríkisstjórnin hins vegar að semja um afgreiðslu allra mála á þinginu, þótt Bjarni hafi sagt í gær að hann tryði því ekki að þingmenn (VG) sem stóðu að baki þessum frumvörpum fyrir þremur dögum ætli nú að snúast gegn þeim. Og kannski verður það niðurstaðan. Halla Tómasdóttir forseti Íslands varð bæði við þingrofsbeiðni Bjarna Benediktssonar og lausnarbeiðni hans í gær.Vísir/Vilhelm Þingfundir í kosningabaráttu Allir sem fylgjast með stjórnmálum vita hins vegar að fjárlagafrumvarp í stjórnarsamstarfi tveggja til fleiri flokka byggir á mörgum málamiðlunum. Það ættu þingmenn fyrrverandi stjórnarflokka að vita manna best eftir sjö ára samstarf mjög ólíkra flokka. Nú þegar kosningabaráttan er komin á fulla ferð má því telja líklegt að allir flokkar á Alþingi vilji með einhverjum hætti setja mark sitt á fjárlagafrumvarpið til að undirstrika stefnumál sín. En kannski liggur flokkunum svo á að yfirgefa þingstörfin fyrir kosningabaráttuna að þeir hleypa fjárlagafrumvarpinu umræðulítið í gegn og sitja hjá í atkvæðagreiðslum. Sigurður Ingi Jóhansson fjármálaráðherra mun einnig taka við innviðaráðuneytinu.Vísir/Vilhelm Það á því eftir að koma í ljós hvort minnihlutastjórnin sem tekur væntanlega við á morgun eigi eftir að sigla lygnan sjó eða hvort tekist verði á um fjárlagafrumvarpið. Svo gæti farið að ekkert samkomulag náist um það á þeim vikum sem eru fram að kosningum og það bíði nýs þings að loknum kosningum að koma saman fjárlögum fyrir næsta ár. Ekki skal þó útlokað að Sjálfstæðisflokki og Framsóknarflokki takist að auka þingstyrk sinn með annað hvort innkomu tveggja eða fleiri þingmanna í stjórnina til að ná meirihluta á Alþingi. Stjórnarflokkarnir gætu einnig samið um að einhver flokkur eða flokkar og jafnvel bara tveir þingmenn verji stjórnina falli og /eða styðji afgreiðslu fjárlagafrumvarps fyrir kosningar. Fréttin var uppfærð kl. 23:00 og aftur 17. október kl 08:02 og kl 11:45. Fréttaskýringar Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Alþingi Sjálfstæðisflokkurinn Framsóknarflokkurinn Vinstri græn Alþingiskosningar 2024 Mest lesið Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Erlent Raunvirði íbúða lækkar á ný Innlent Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Innlent „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Innlent Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Innlent Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ Innlent Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Innlent Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Innlent Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Innlent Biðla til fólks að taka vel á móti sölumönnum þó svikahrappar séu á ferð Innlent Fleiri fréttir Raunvirði íbúða lækkar á ný Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Biðla til fólks að taka vel á móti sölumönnum þó svikahrappar séu á ferð Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Bókun 35 fór hnökralaust í gegnum fyrstu umræðu en gæti reynt á í næstu Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Tjáir sig um brottvísun Kourani og tekist á um Jimmy Kimmel Tóku fyrstu skóflustungu að næsta áfanga miðbæjarins á Selfossi „Ýtnir og frekir“ útlendingar þykjist heyrnarlausir til að svíkja af fólki fé BSRB fordæmir áform ríkisstjórnar um að skerða réttindi starfsfólks Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Hafnir landsins þurfa hátt í hundrað milljarða næstu fimmtán árin Harma áform stjórnvalda sem heimila hækkun gjalda Innan við helmingur segist trúaður Guðjón Ragnar skipaður skólameistari „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Inga á móti neitunarvaldi sveitarfélaga „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Kjósa um sameiningu sveitarfélaganna í lok nóvember og desember Gísli Marteinn „alls ekki“ á leið í framboð Vilja að átján ára fái að kaupa áfengi Ráðherra boðar stórtækar breytingar og Viðskiptaráð vill finna olíu Hafnar kröfu um ógildingu ákvörðunar Skipulagsstofnunar Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Stefnir í að forystan verði óbreytt Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Sjá meira
Síðasti ríkisstjórnarfundur stjórnar Bjarna frá í apríl fór fram í dag og eftir atvikum fyrsti og síðasti fundur starfsstjórnar Bjarna sem skipuð var í gær. Þar staðfestu Svandís Svavarsdóttir innviðaráðherra, Guðmundur Ingi Guðbrandsson félags- og vinnumarkaðsráðherra og Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir matvælaráðherra, að þau hefðu ákveðið að segja af sér ráðherraembættum. Svarað í véfréttastíl Þessi afstaða ráðherranna og þingflokks Vinstri grænna hefur verið ljós frá því áður en Bjarni Benediktsson baðst lausnar fyrir sig og ráðuneyti sitt á fundi með Höllu Tómasdóttur forseta Íslands á Bessastöðum í gær. Engu að síður voru þau munstruð í starfsstjórn fráfarandi ríkisstjórnar Sjálfstæðisflokks, Framsóknarflokks og Vinstri grænna sem var með drjúgan meirihluta 38 þingmanna. Svandís og Bjarni að loknum eina ríkisstjórnarfundi starfstjórnarinnarVísir/Vilhelm Bæði forsetinn og forsætisráðherra svöruðu í véfréttastíl þegar þau voru spurð á Bessastöðum í gær hvort Vinstri græn ætluðu að vera með í starfsstjórninni. Ekki var haldinn ríkisráðsfundur strax eftir að Bjarni óskaði lausnar og áður en starfsstjórnin var skipuð til að staðfesta þingstyrk væntanlegrar stjórnar. Það hafði heldur ekki verið rætt í ríkisstjórn fyrr en í dag. Hér sést á dagskrá ríkisstjórnar í dag 16. október að tillaga um þingrof og lausnarbeiðni forsætisráðherra var á dagskrá fundarins. Það er daginn eftir að forsætisráðherra óskaði eftir bæði þingrofi og lausn frá embætti.stjórnarráðið Þessi staðreynd mun koma fram á ríkisráðsfundi sem boðaður hefur verið á Bessastöðum klukkan 18 á morgun. Þá mun ríkisstjórnin/starfsstjórnin missa átta þingmenn og eftir sitja þrjátíu þingmenn Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks í leifunum af fyrri ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar. Boðað hefur verið til ríkisráðsfundar klukkan sex annað kvöld.Vísir/Vilhelm Óvissa um afgreiðslu fjárlaga Miðað við atburðarás síðustu þriggja sólarhringa bendir allt til að forseti Íslands muni á öðrum ríkisráðsfundi strax að loknum hinum fyrri, biðja Bjarna að sitja sem forsætisráðherra í minnihlutastjórn ráðherra Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks fram að kosningum. Kosningum sem forseti Íslands hefur þegar staðfest með samþykki þingrofstillögu Bjarna frá í gær að fari fram hinn 30. nóvember. Minnihlutastjórnin getur ákveðið að gera fjárlagafrumvarpið og ef til vill fleiri mál fyrri ríkisstjórnar Bjarna Benediktssonar að sínum og freistað þess að fá þau afgreidd fyrir kosningar. Nú þarf ríkisstjórnin hins vegar að semja um afgreiðslu allra mála á þinginu, þótt Bjarni hafi sagt í gær að hann tryði því ekki að þingmenn (VG) sem stóðu að baki þessum frumvörpum fyrir þremur dögum ætli nú að snúast gegn þeim. Og kannski verður það niðurstaðan. Halla Tómasdóttir forseti Íslands varð bæði við þingrofsbeiðni Bjarna Benediktssonar og lausnarbeiðni hans í gær.Vísir/Vilhelm Þingfundir í kosningabaráttu Allir sem fylgjast með stjórnmálum vita hins vegar að fjárlagafrumvarp í stjórnarsamstarfi tveggja til fleiri flokka byggir á mörgum málamiðlunum. Það ættu þingmenn fyrrverandi stjórnarflokka að vita manna best eftir sjö ára samstarf mjög ólíkra flokka. Nú þegar kosningabaráttan er komin á fulla ferð má því telja líklegt að allir flokkar á Alþingi vilji með einhverjum hætti setja mark sitt á fjárlagafrumvarpið til að undirstrika stefnumál sín. En kannski liggur flokkunum svo á að yfirgefa þingstörfin fyrir kosningabaráttuna að þeir hleypa fjárlagafrumvarpinu umræðulítið í gegn og sitja hjá í atkvæðagreiðslum. Sigurður Ingi Jóhansson fjármálaráðherra mun einnig taka við innviðaráðuneytinu.Vísir/Vilhelm Það á því eftir að koma í ljós hvort minnihlutastjórnin sem tekur væntanlega við á morgun eigi eftir að sigla lygnan sjó eða hvort tekist verði á um fjárlagafrumvarpið. Svo gæti farið að ekkert samkomulag náist um það á þeim vikum sem eru fram að kosningum og það bíði nýs þings að loknum kosningum að koma saman fjárlögum fyrir næsta ár. Ekki skal þó útlokað að Sjálfstæðisflokki og Framsóknarflokki takist að auka þingstyrk sinn með annað hvort innkomu tveggja eða fleiri þingmanna í stjórnina til að ná meirihluta á Alþingi. Stjórnarflokkarnir gætu einnig samið um að einhver flokkur eða flokkar og jafnvel bara tveir þingmenn verji stjórnina falli og /eða styðji afgreiðslu fjárlagafrumvarps fyrir kosningar. Fréttin var uppfærð kl. 23:00 og aftur 17. október kl 08:02 og kl 11:45.
Fréttaskýringar Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Alþingi Sjálfstæðisflokkurinn Framsóknarflokkurinn Vinstri græn Alþingiskosningar 2024 Mest lesið Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Erlent Raunvirði íbúða lækkar á ný Innlent Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Innlent „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Innlent Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Innlent Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ Innlent Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Innlent Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Innlent Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Innlent Biðla til fólks að taka vel á móti sölumönnum þó svikahrappar séu á ferð Innlent Fleiri fréttir Raunvirði íbúða lækkar á ný Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Biðla til fólks að taka vel á móti sölumönnum þó svikahrappar séu á ferð Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Bókun 35 fór hnökralaust í gegnum fyrstu umræðu en gæti reynt á í næstu Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Tjáir sig um brottvísun Kourani og tekist á um Jimmy Kimmel Tóku fyrstu skóflustungu að næsta áfanga miðbæjarins á Selfossi „Ýtnir og frekir“ útlendingar þykjist heyrnarlausir til að svíkja af fólki fé BSRB fordæmir áform ríkisstjórnar um að skerða réttindi starfsfólks Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Hafnir landsins þurfa hátt í hundrað milljarða næstu fimmtán árin Harma áform stjórnvalda sem heimila hækkun gjalda Innan við helmingur segist trúaður Guðjón Ragnar skipaður skólameistari „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Inga á móti neitunarvaldi sveitarfélaga „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Kjósa um sameiningu sveitarfélaganna í lok nóvember og desember Gísli Marteinn „alls ekki“ á leið í framboð Vilja að átján ára fái að kaupa áfengi Ráðherra boðar stórtækar breytingar og Viðskiptaráð vill finna olíu Hafnar kröfu um ógildingu ákvörðunar Skipulagsstofnunar Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Stefnir í að forystan verði óbreytt Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Sjá meira