Verður fortíðin framtíðin sem við viljum ekki? Anna Lára Steindal skrifar 16. október 2024 15:31 Þróun og framfarir í tækni hafa aldrei verið hraðari eða haft meiri áhrif á samfélagið en nú. Mikilvægt er að huga að þörfum fatlaðs fólks, ekki síst fólks með þroskahömlun og skyldar fatlanir og hvernig réttindi þess eru tryggð og þörfum þess mætt við þessr hröðu og miklu breytingar. Til þess að efna til umræðu um mannréttindi fatlaðs fólks og tækni rekur Þroskahjálp verkefni, sem styrkt er af félags- og vinnumarkaðsráðuneytinu, undir yfirskriftinni Verður fortíðin framtíðin sem við viljum ekki? Ábyrgðin á því að tæknin sé aðgengileg öllum og leiði ekki til mismununar er ávallt í höndum stjórnvalda, tæknigeirans og þeirra sem nota lausnirnar. Sú ábyrgð felur í sér að tækni má aldrei verða tæki sem leiðir til mismununar og jaðarsetningar. Til að lágmarka hættuna á því að það gerist er nauðsynlegt að stjórnvöld og tæknigeirinn vinni náið með fötluðu fólki og hagsmunasamtökum sem koma fram fyrir þess hönds, sem þekkja þær áskornir sem vinna þarf með. Þannig aukast líkur til þess að lausninar séu og verði í samræmi við mannréttindalegar skulbindingar sem leiða m.a. af samningi Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks. Undanfarin misseri hefur staðið yfir umfangsmikil vinna stjórnvalda, sem leidd er af félags- og vinnumarkaðsráðuneyti, við gerð og framkvæmd landsáætlunar um innleiðingu samnings Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks. Kjarninn í þeirri vinnu er sú grundvallarforsenda samningsins að fötlun er eðlilegu hluti af mannlegum margbreytileika og mismunun á grundvelli fötlunar er aldrei réttlætanleg. Fötlun verður til í samspili skerðinga og hindrana í umhverfinu sem ekki gerir ráð fyrir fjölbreytileika. Markmiðið er því að aðlaga umhverfið í víðum skilningi að fjölbreyttum þörfum, en ekki að aðlaga fólk að einsleitu umhverfi. Landsáætlun, sem er mjög metnaðarfull og unnin í víðtæku samráði stjórnvalda og hagsmunasamtaka, er m.a. viðurkenning á þeirri staðreynda að þrátt fyrir að samningur SÞ um réttindi fatlaðs fólks hafi verið fullgiltur á Íslandi árið 2016 og sé í lögfestingarferli er þekking á honum í stjórnkerfinu og samfélaginu almennt of lítill og sama máli gegnir um þá hugmyndafræði sem hann grundvallst á. Afleiðing er sú að enn er fötluðu fólki mismunað á mörgum sviðum og mikið vantar upp á inngildingu og jöfn tækifæri til þátttöku. Þetta er sérlega áberandi þegar tækni er annars vegar. Hugmyndafræði og ákvæði í samningi Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks getur og ætti að nýtast sem grunnviðmið til að meta bæði áhættu og tækifæri sem skapast með aukinn notkun stafrænnar tækni, máltækni og gervigreindar. Mikilvægasta verkfærið við innleiðingu samningsins, og þá um leið landsáætlunar, er aukin þekking á réttindum og hagsmunum fatlaðs fólks og aukin þátttaka þess á öllum sviðum samfélagsins. Það er á ábyrgð samfélagsins alls að fatlað fólk njóti sömu réttinda og tækifæra og aðrir. Inngilding er birtingarmynd þess að fatlað fólk njóti jafnréttis í reynd en gera verður sérlega ríka kröfu til stjórnvalda um að virða mannréttindi fatlaðs fólks í hvítvetna í öllum verkefnum sínum. Laugardaginn 19. október næst komandi efnir Þroskahjálp til málþings um tækni og fatlað fólk til að ræða tengsl tækni við mannréttindi og aðgengi. Hver ber ábyrgð á því þegar fatlað fólk verður af grundvallarþjónustu vegna þess að tækni er óaðgengileg? Hverju breytir samtal og samstarf um þróun tækni fyrir fatlað fólk? Hvernig tengist stefnumótun í málefnum fatlaðs fólks verkefnum stjórnvalda á sviði t.d. máltækni og gervigreindar? Þetta og fleira verður til umræðu og öll eru hjartanlega velkomin. Nánari upplýsingar má nálgast á vef Þroskahjálpar. Anna Lára Steindal, framkvæmdastjóri Þroskahjálpar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Málefni fatlaðs fólks Mest lesið Lygin um flóttamenn á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Viljum við stjórnarandstöðu sem þvælist ekki fyrir? Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Héraðsvötnin eru hjartsláttur fjarðarins Rakel Hinriksdóttir Skoðun Mismunun skýrir aukningu erlendra fanga Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Varst þú að kaupa gallaða fasteign? Sara Bryndís Þórsdóttir Skoðun Ef eitthvað væri að marka Bjarna Gunnar Smári Egilsson Skoðun Á að hita upp allan Faxaflóann? Eiríkur Hjálmarsson Skoðun Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir Skoðun „Glæpir“ Íslendinga Árni Davíðsson Skoðun Hlúum að persónumiðaðri nálgun í öldrunarþjónustu Margrét Guðnadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Tilgáta um brjálsemi þjóðarleiðtoga Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Blóðbað í Súdan: Framtíðarannáll? Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Sparnaðartillögur á kostnað atvinnulausra Finnbjörn A Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Atvinnustefna þarf líka að fjalla um rótgrónar atvinnugreinar Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Á að hita upp allan Faxaflóann? Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Á tímamótum: Sameinuðu þjóðirnar í 80 ár Vala Karen Viðarsdóttir,Védís Ólafsdóttir skrifar Skoðun Borgar sig að vanmeta menntun? Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Samfylkingin hækkar gjöld á háskólanema Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Aðgerðaáætlun í menntamálum ekki markviss Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Hermína Gunnþórsdóttir skrifar Skoðun Héraðsvötnin eru hjartsláttur fjarðarins Rakel Hinriksdóttir skrifar Skoðun Lygin um flóttamenn á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Mismunun skýrir aukningu erlendra fanga Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Farsæld barna í fyrirrúmi Bragi Bjarnason skrifar Skoðun Hlúum að persónumiðaðri nálgun í öldrunarþjónustu Margrét Guðnadóttir skrifar Skoðun Viljum við stjórnarandstöðu sem þvælist ekki fyrir? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Skólar hafa stigið skrefið með góðum árangri Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Varst þú að kaupa gallaða fasteign? Sara Bryndís Þórsdóttir skrifar Skoðun Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir skrifar Skoðun „Glæpir“ Íslendinga Árni Davíðsson skrifar Skoðun Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson skrifar Skoðun Fleiri átök = verri útkoma í lestri? Birgir Hrafn Birgisson skrifar Skoðun Biðin sem (enn) veikir og tekur Guðlaugur Eyjólfsson skrifar Skoðun Stafrænt netöryggisbelti Hrannar Ásgrímsson skrifar Skoðun Hvert stefnir ráðherra? Aðalsteinn Árni Baldursson skrifar Skoðun Free tuition Colin Fisher skrifar Skoðun Þegar fólkið okkar langar að deyja Sigurborg Sveinsdóttir,Svava Arnardóttir skrifar Skoðun Why protest works Adam Daniel Fishwick skrifar Skoðun Í senn minning og ákvörðun um framtíð Elliði Vignisson skrifar Skoðun Reynslunni ríkari eftir fjárhagsleg áföll síðustu ára Njáll Trausti Friðbertsson skrifar Skoðun Ríkisstjórn lobbýistanna Jón Ferdínand Estherarson skrifar Sjá meira
Þróun og framfarir í tækni hafa aldrei verið hraðari eða haft meiri áhrif á samfélagið en nú. Mikilvægt er að huga að þörfum fatlaðs fólks, ekki síst fólks með þroskahömlun og skyldar fatlanir og hvernig réttindi þess eru tryggð og þörfum þess mætt við þessr hröðu og miklu breytingar. Til þess að efna til umræðu um mannréttindi fatlaðs fólks og tækni rekur Þroskahjálp verkefni, sem styrkt er af félags- og vinnumarkaðsráðuneytinu, undir yfirskriftinni Verður fortíðin framtíðin sem við viljum ekki? Ábyrgðin á því að tæknin sé aðgengileg öllum og leiði ekki til mismununar er ávallt í höndum stjórnvalda, tæknigeirans og þeirra sem nota lausnirnar. Sú ábyrgð felur í sér að tækni má aldrei verða tæki sem leiðir til mismununar og jaðarsetningar. Til að lágmarka hættuna á því að það gerist er nauðsynlegt að stjórnvöld og tæknigeirinn vinni náið með fötluðu fólki og hagsmunasamtökum sem koma fram fyrir þess hönds, sem þekkja þær áskornir sem vinna þarf með. Þannig aukast líkur til þess að lausninar séu og verði í samræmi við mannréttindalegar skulbindingar sem leiða m.a. af samningi Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks. Undanfarin misseri hefur staðið yfir umfangsmikil vinna stjórnvalda, sem leidd er af félags- og vinnumarkaðsráðuneyti, við gerð og framkvæmd landsáætlunar um innleiðingu samnings Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks. Kjarninn í þeirri vinnu er sú grundvallarforsenda samningsins að fötlun er eðlilegu hluti af mannlegum margbreytileika og mismunun á grundvelli fötlunar er aldrei réttlætanleg. Fötlun verður til í samspili skerðinga og hindrana í umhverfinu sem ekki gerir ráð fyrir fjölbreytileika. Markmiðið er því að aðlaga umhverfið í víðum skilningi að fjölbreyttum þörfum, en ekki að aðlaga fólk að einsleitu umhverfi. Landsáætlun, sem er mjög metnaðarfull og unnin í víðtæku samráði stjórnvalda og hagsmunasamtaka, er m.a. viðurkenning á þeirri staðreynda að þrátt fyrir að samningur SÞ um réttindi fatlaðs fólks hafi verið fullgiltur á Íslandi árið 2016 og sé í lögfestingarferli er þekking á honum í stjórnkerfinu og samfélaginu almennt of lítill og sama máli gegnir um þá hugmyndafræði sem hann grundvallst á. Afleiðing er sú að enn er fötluðu fólki mismunað á mörgum sviðum og mikið vantar upp á inngildingu og jöfn tækifæri til þátttöku. Þetta er sérlega áberandi þegar tækni er annars vegar. Hugmyndafræði og ákvæði í samningi Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks getur og ætti að nýtast sem grunnviðmið til að meta bæði áhættu og tækifæri sem skapast með aukinn notkun stafrænnar tækni, máltækni og gervigreindar. Mikilvægasta verkfærið við innleiðingu samningsins, og þá um leið landsáætlunar, er aukin þekking á réttindum og hagsmunum fatlaðs fólks og aukin þátttaka þess á öllum sviðum samfélagsins. Það er á ábyrgð samfélagsins alls að fatlað fólk njóti sömu réttinda og tækifæra og aðrir. Inngilding er birtingarmynd þess að fatlað fólk njóti jafnréttis í reynd en gera verður sérlega ríka kröfu til stjórnvalda um að virða mannréttindi fatlaðs fólks í hvítvetna í öllum verkefnum sínum. Laugardaginn 19. október næst komandi efnir Þroskahjálp til málþings um tækni og fatlað fólk til að ræða tengsl tækni við mannréttindi og aðgengi. Hver ber ábyrgð á því þegar fatlað fólk verður af grundvallarþjónustu vegna þess að tækni er óaðgengileg? Hverju breytir samtal og samstarf um þróun tækni fyrir fatlað fólk? Hvernig tengist stefnumótun í málefnum fatlaðs fólks verkefnum stjórnvalda á sviði t.d. máltækni og gervigreindar? Þetta og fleira verður til umræðu og öll eru hjartanlega velkomin. Nánari upplýsingar má nálgast á vef Þroskahjálpar. Anna Lára Steindal, framkvæmdastjóri Þroskahjálpar.
Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir Skoðun
Skoðun Sparnaðartillögur á kostnað atvinnulausra Finnbjörn A Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar
Skoðun Atvinnustefna þarf líka að fjalla um rótgrónar atvinnugreinar Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar
Skoðun Aðgerðaáætlun í menntamálum ekki markviss Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Hermína Gunnþórsdóttir skrifar
Skoðun Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir skrifar
Skoðun Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson skrifar
Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir Skoðun