Þórdís vill sæti Jóns í kjördæmi formannsins Vésteinn Örn Pétursson skrifar 16. október 2024 15:20 Þórdís Kolbrún, varaformaður Sjálfstæðisflokksins, skiptir um kjördæmi, og býður sig fram í sama kjördæmi og formaðurinn. Vísir/vilhelm Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, varaformaður Sjálfstæðisflokksins og utanríkisráðherra, hyggst gefa kost á sér í Suðvesturkjördæmi. Hún leiddi lista flokks síns í Norðvesturkjördæmi í síðustu þingkosningum. Þórdís greinir frá þessari breytingu sinni á Instagram. View this post on Instagram A post shared by Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadottir (@thordiskolbrun) Jón Gunnarsson var í 2. sæti á lista flokksins í Suðvesturkjördæmi í Alþingiskosningunum, en Bjarni Benediktsson, forsætisráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins, leiddi listann, líkt og hann hefur gert allar götur frá árinu 2009. Ákvörðun tekin að vel ígrunduðu máli Í færslu sinni segir Þórdís stolt og þakklát fyrir það traust og þann stuðning sem félagar hennar í Norðvesturkjördæmi hafa sýnt henni undanfarin ár. „Þar hóf ég störf fyrir flokkinn fyrir 18 árum síðan. Það hefur verið sannkallaður heiður að leiða flokkinn í kjördæminu. Nú er komið að nýjum kafla. Ákvörðunin var ekki endilega augljós, en hún er tekin að ígrunduðu máli,“ segir Þórdís í færslunni. Kraftarnir nýtist best í Kraganum Þórdís nefnir í færslunni að hún hafi búið í áratug í Suðvesturkjördæmi, og alið börn sín upp í Kópavogi ásamt eiginmanni sínum. Þar gangi börn þeirra í skóla, stundi íþróttir og eigi vini. Fjölskyldunni líði vel „í þessu frábæra bæjarfélagi sem Sjálfstæðisfólk hefur haldið vel utan um og byggt upp.“ „Við þær aðstæður sem nú eru uppi lít ég beinlínis á það sem hlutverk og skyldu mína sem varaformaður að líta til þess hvar ég vinn stefnu Sjálfstæðisflokksins mest fylgi. Ég trúi því að mínir kraftar muni nýtast Sjálfstæðisflokknum best í þessu stærsta kjördæmi landsins.“ Með þessu segist Þórdís gefa Sjálfstæðisfólki í kjördæminu skýran valkost til framtíðar. „Það er svo í þeirra höndum að stilla upp sterkum lista. Ég er klár í verkefnið.“ Jón ræddi mögulega tilfærslu Þórdísar Kolbrúnar við Vísi í gær. „Ég hef tilkynnt kjördæmisráði um það að ég gefi kost á mér áfram og hef tilkynnt það formanni Sjálfstæðisflokksins. Þannig það liggur bara fyrir og svo kemur bara í ljós hvernig þetta verður,“ sagði Jón. Fréttin hefur verið uppfærð. Sjálfstæðisflokkurinn Alþingiskosningar 2024 Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Suðvesturkjördæmi Norðausturkjördæmi Mest lesið „Ég lít það alvarlegum augum og ekki heppilegt í þessu samhengi“ Innlent Krefja þurfi flokkana um endurgreiðslu þó að það þýði gjaldþrot Innlent Svona var framboðsfundur Guðrúnar Hafsteins Innlent Einar geti ekki gert ráð fyrir því að vera áfram borgarstjóri Innlent Flokkur fólksins myndar ekki meirihluta með Sjálfstæðisflokki Innlent „Þetta snýst ekki um einhvern helvítis flugvöll“ Innlent Misbýður orðbragð um flugvöllinn Innlent Guðrún fram til formanns: „Við þurfum að finna aftur okkar kjarna“ Innlent Framsókn nær andanum þökk sé óvæntri ákvörðun Innlent „Einar er bara að hugsa um sjálfan sig og engan annan“ Innlent Fleiri fréttir Guðrún býður sig fram sem sameinandi afl Líst vel á samstarf með Flokki fólksins „Sjálfstæðisflokkur og Framsókn ráða ekki ferðinni“ Flokkur fólksins myndar ekki meirihluta með Sjálfstæðisflokki Framsókn nær andanum þökk sé óvæntri ákvörðun Kapphlaup um myndun nýs meirihluta í borginni og formannsslagur Segja ekki ákall eftir hægri öflum í Reykjavík Ekki formlegar viðræður og samstarf með Sjálfstæðisflokki umdeilt innan flokksins Krefja þurfi flokkana um endurgreiðslu þó að það þýði gjaldþrot Guðrún fram til formanns: „Við þurfum að finna aftur okkar kjarna“ Einar geti ekki gert ráð fyrir því að vera áfram borgarstjóri Líst illa á að vinna með Sjálfstæðisflokki sem hafi sýnt „hatur og heift“ Svona var framboðsfundur Guðrúnar Hafsteins „Ég lít það alvarlegum augum og ekki heppilegt í þessu samhengi“ „Einar er bara að hugsa um sjálfan sig og engan annan“ Viðbrögð við meirihlutaslitum, flugbraut lokað og ummæli þingmanns Búið að loka flugbrautinni vegna trjágróðurs: Vonar að ekki komi upp alvarleg atvik Ákvörðun Einars eins og þruma úr heiðskíru lofti Misbýður orðbragð um flugvöllinn Starfsmaður skemmtistaðar grunaður um líkamsárás Heidelberg skoðar nú Húsavík Formlegar viðræður hafnar Landsréttur skipar Héraðsdómi að taka Kiðjabergsmálið til meðferðar „Þetta snýst ekki um einhvern helvítis flugvöll“ Framsókn hafi ekki átt annarra kosta völ Var vel meðvitaður um ákvörðun Einars Vísa alfarið á Einar sem hafi fullt umboð Segir galið að byggja íbúðir svo nálægt flugbrautum Hefur boðið nýjum meirihluta til viðræðna Ekkert breyst nema fylgi flokkanna Sjá meira
Þórdís greinir frá þessari breytingu sinni á Instagram. View this post on Instagram A post shared by Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadottir (@thordiskolbrun) Jón Gunnarsson var í 2. sæti á lista flokksins í Suðvesturkjördæmi í Alþingiskosningunum, en Bjarni Benediktsson, forsætisráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins, leiddi listann, líkt og hann hefur gert allar götur frá árinu 2009. Ákvörðun tekin að vel ígrunduðu máli Í færslu sinni segir Þórdís stolt og þakklát fyrir það traust og þann stuðning sem félagar hennar í Norðvesturkjördæmi hafa sýnt henni undanfarin ár. „Þar hóf ég störf fyrir flokkinn fyrir 18 árum síðan. Það hefur verið sannkallaður heiður að leiða flokkinn í kjördæminu. Nú er komið að nýjum kafla. Ákvörðunin var ekki endilega augljós, en hún er tekin að ígrunduðu máli,“ segir Þórdís í færslunni. Kraftarnir nýtist best í Kraganum Þórdís nefnir í færslunni að hún hafi búið í áratug í Suðvesturkjördæmi, og alið börn sín upp í Kópavogi ásamt eiginmanni sínum. Þar gangi börn þeirra í skóla, stundi íþróttir og eigi vini. Fjölskyldunni líði vel „í þessu frábæra bæjarfélagi sem Sjálfstæðisfólk hefur haldið vel utan um og byggt upp.“ „Við þær aðstæður sem nú eru uppi lít ég beinlínis á það sem hlutverk og skyldu mína sem varaformaður að líta til þess hvar ég vinn stefnu Sjálfstæðisflokksins mest fylgi. Ég trúi því að mínir kraftar muni nýtast Sjálfstæðisflokknum best í þessu stærsta kjördæmi landsins.“ Með þessu segist Þórdís gefa Sjálfstæðisfólki í kjördæminu skýran valkost til framtíðar. „Það er svo í þeirra höndum að stilla upp sterkum lista. Ég er klár í verkefnið.“ Jón ræddi mögulega tilfærslu Þórdísar Kolbrúnar við Vísi í gær. „Ég hef tilkynnt kjördæmisráði um það að ég gefi kost á mér áfram og hef tilkynnt það formanni Sjálfstæðisflokksins. Þannig það liggur bara fyrir og svo kemur bara í ljós hvernig þetta verður,“ sagði Jón. Fréttin hefur verið uppfærð.
Sjálfstæðisflokkurinn Alþingiskosningar 2024 Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Suðvesturkjördæmi Norðausturkjördæmi Mest lesið „Ég lít það alvarlegum augum og ekki heppilegt í þessu samhengi“ Innlent Krefja þurfi flokkana um endurgreiðslu þó að það þýði gjaldþrot Innlent Svona var framboðsfundur Guðrúnar Hafsteins Innlent Einar geti ekki gert ráð fyrir því að vera áfram borgarstjóri Innlent Flokkur fólksins myndar ekki meirihluta með Sjálfstæðisflokki Innlent „Þetta snýst ekki um einhvern helvítis flugvöll“ Innlent Misbýður orðbragð um flugvöllinn Innlent Guðrún fram til formanns: „Við þurfum að finna aftur okkar kjarna“ Innlent Framsókn nær andanum þökk sé óvæntri ákvörðun Innlent „Einar er bara að hugsa um sjálfan sig og engan annan“ Innlent Fleiri fréttir Guðrún býður sig fram sem sameinandi afl Líst vel á samstarf með Flokki fólksins „Sjálfstæðisflokkur og Framsókn ráða ekki ferðinni“ Flokkur fólksins myndar ekki meirihluta með Sjálfstæðisflokki Framsókn nær andanum þökk sé óvæntri ákvörðun Kapphlaup um myndun nýs meirihluta í borginni og formannsslagur Segja ekki ákall eftir hægri öflum í Reykjavík Ekki formlegar viðræður og samstarf með Sjálfstæðisflokki umdeilt innan flokksins Krefja þurfi flokkana um endurgreiðslu þó að það þýði gjaldþrot Guðrún fram til formanns: „Við þurfum að finna aftur okkar kjarna“ Einar geti ekki gert ráð fyrir því að vera áfram borgarstjóri Líst illa á að vinna með Sjálfstæðisflokki sem hafi sýnt „hatur og heift“ Svona var framboðsfundur Guðrúnar Hafsteins „Ég lít það alvarlegum augum og ekki heppilegt í þessu samhengi“ „Einar er bara að hugsa um sjálfan sig og engan annan“ Viðbrögð við meirihlutaslitum, flugbraut lokað og ummæli þingmanns Búið að loka flugbrautinni vegna trjágróðurs: Vonar að ekki komi upp alvarleg atvik Ákvörðun Einars eins og þruma úr heiðskíru lofti Misbýður orðbragð um flugvöllinn Starfsmaður skemmtistaðar grunaður um líkamsárás Heidelberg skoðar nú Húsavík Formlegar viðræður hafnar Landsréttur skipar Héraðsdómi að taka Kiðjabergsmálið til meðferðar „Þetta snýst ekki um einhvern helvítis flugvöll“ Framsókn hafi ekki átt annarra kosta völ Var vel meðvitaður um ákvörðun Einars Vísa alfarið á Einar sem hafi fullt umboð Segir galið að byggja íbúðir svo nálægt flugbrautum Hefur boðið nýjum meirihluta til viðræðna Ekkert breyst nema fylgi flokkanna Sjá meira