Opna Grindavík öllum eftir helgi Kjartan Kjartansson skrifar 16. október 2024 13:44 Frá framkvæmdum í Grindavík í sumar. Holrými undir bænum voru kortlögð og fyllt var upp í sprungur. Vísir/Arnar Aðgangur að Grindavík verður hindranalaus frá og með mánudagsmorgni samkvæmt ákvörðun framkvæmdanefndar um málefni bæjarins sem kynnt var í dag. Lokað verður aftur ef hættu- eða neyðarstigi verður aftur lýst yfir. Grindavík hefur verið lokuð öðrum en viðbragðsaðilum, íbúum bæjarins, starfsmönnum Grindavíkurbæjar, fyrirtækja, verktökum og þeim sem þurfa að aðstoða íbúa frá því í nóvember í fyrra. Öllum hindrunum verður nú aflétt klukkan 6:00 mánudaginn 21. október. Opið verður þar til hættustigi kann að verða lýst yfir aftur vegna eldgosa eða jarðhræringa. Áfram verður eftirlit með umferð til og frá bænum en það fer fram með rafrænum hætti. Það var sagt gert í öryggisskyni ef til rýmingar bæjarins kæmi á upplýsingarfundi Grindavíkurnefndarinnar í dag. Íbúar og gestir dvelja á hættusvæðinu á eigin ábyrgð. Nefndin vísar til þess að bærinn sé á óvissustigi, lægsta almannavarnastigi og að stór hluti bæjarsins sé alveg óraskaður. Framkvæmdir hafa átt sér stað í sumar til þess að kortleggja hættuleg svæði, fylla upp í sprungur og gera við götur og gangstéttir. Bærinn sé öruggari fyrir vikið. Einstökum svæðum innan bæjarmarkanna gæti verið lokað fyrir umferð ef nauðsyn þykir. Fólk haldi sig á götunum Tilangurinn með opnuninni er sagður að standa vörð um bæinn og verðmæta atvinnustarfsemi. Of snemmt sé hins vegar að segja til um framtíð bæjarins til lengri tíma litið. Nefndin segist telja að opnuni renni styrkari stoðum undir atvinnulífið í Grindavík. Aukið aðgengi tryggi þó ekki að öll fyrirtæki geti opnað starfsemi aftur. Aðstæður eru sagðar geta breyst hratt enda sé jarðhræringunum á Reykjanesi hvergi nærri lokið. Því geti reynst nauðsynlegt að rýma bæinn og nágrenni með skömmum fyrirvara og loka aftur. Lýsi ríkislögreglustjóri yfir hættu- eða neyðarstigi verði aðgangastýringu að Grindavík breytt með tilliti til þess og bærinn rýmdur og honum lokað eftir aðstæðum. Viðbragðsaðilar og vettvangsstjórn verða áfram starfandi með óbreyttum hætti. Á meðal öryggisráðstafana sem gripið er til er fólk hvatt til þess að halda sig við götur bæjarins og forðast að fara út á lóðir og önnur opin svæði. Skiltum verður komið upp við vegi inn í Grindavík þar sem kemur fram að bærinn sé hættusvæði. Þá verða flóttaleiðir út úr Grindavík merktar sérstaklega. Skipuleggjendur ferða eru hvattir til að kanna sér vel aðstæður, akstursleiðir fyrir hópbifreiðar, öryggisráðstafanir og flóttaleiðir. Ekki stendur til að hefja starf í skólum, leikskólum eða frístundastarf í Grindavík. Lögreglustjórinn á Suðurnesjum hefur ítrekað að Grindavík sé ekki staður fyrir barnafólk eða börn að leik. Árni Þór Sigurðsson, formaður framkvæmdanefndarinnar, sagði að börn ættu ekki að vera eftirlitslaus í Grindavík. Grindavík Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Mest lesið Grét og sagði líf sitt búið eftir að hafa stungið þrjá Innlent Þáttur hinna mannanna rannsakaður í þaula Innlent Nefndir þingsins að taka á sig mynd Innlent Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar komið til saksóknara Innlent Hlaup hafið úr Grímsvötnum Innlent Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Innlent Utankjörfundaratkvæði dagaði uppi á bæjarskrifstofum Kópavogs Innlent Heldur því fram að Efling sé hið raunverulega „gervistéttarfélag“ Innlent Hnjúkaþeyrinn sem knýr áfram eldana mannskæðu í Los Angeles Erlent Deilan í algjörum hnút Innlent Fleiri fréttir Sigurjón lenti fyrir bíl: „Þetta er alveg lygilegt“ Viðvarandi verkefni að finna jafnvægi milli íhalds og frjálslyndis Hafa hirt tugi hræja í höfuðborginni og fleiri kettir sendir í sýnatöku Alþingi kemur að öllum líkindum saman eftir hálfan mánuð Sakborningur í Sólheimajökulsmáli ákærður fyrir tilraun til manndráps Týnd atkvæði séu ekki einsdæmi Hræin sem hrannast upp, eldar magnast og bassaleit Heimilisköttum haldið inni og hundaeigendur á varðbergi Með eitt og hálft kíló falið innvortis Landsfundi ekki frestað Hlaup hafið úr Grímsvötnum Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar komið til saksóknara Jón Magnús og Guðríður Lára til aðstoðar Ölmu Þáttur hinna mannanna rannsakaður í þaula Deilan í algjörum hnút Rúntað um borgina í leit að holum Telur ljóst að fundinum skuli ekki frestað „Ég man ekki eftir álíka faraldri“ Fjöldi tilkynninga vegna fuglaflensu Skúr varð eldi að bráð Grét og sagði líf sitt búið eftir að hafa stungið þrjá Heldur því fram að Efling sé hið raunverulega „gervistéttarfélag“ Metfjöldi útkalla þyrlusveitar Gæslunnar Vill leggja fram nýja rammaáætlun á hverju þingi út kjörtímabilið Utankjörfundaratkvæði dagaði uppi á bæjarskrifstofum Kópavogs Einelti, óvelkomnir og öskur í heimahúsi Tjón varð á yfir 20 bifreiðum vegna hola í höfuðborginni Nefndir þingsins að taka á sig mynd Kom Kolaportinu fyrir horn og leitar nú langtímalausna Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Sjá meira
Grindavík hefur verið lokuð öðrum en viðbragðsaðilum, íbúum bæjarins, starfsmönnum Grindavíkurbæjar, fyrirtækja, verktökum og þeim sem þurfa að aðstoða íbúa frá því í nóvember í fyrra. Öllum hindrunum verður nú aflétt klukkan 6:00 mánudaginn 21. október. Opið verður þar til hættustigi kann að verða lýst yfir aftur vegna eldgosa eða jarðhræringa. Áfram verður eftirlit með umferð til og frá bænum en það fer fram með rafrænum hætti. Það var sagt gert í öryggisskyni ef til rýmingar bæjarins kæmi á upplýsingarfundi Grindavíkurnefndarinnar í dag. Íbúar og gestir dvelja á hættusvæðinu á eigin ábyrgð. Nefndin vísar til þess að bærinn sé á óvissustigi, lægsta almannavarnastigi og að stór hluti bæjarsins sé alveg óraskaður. Framkvæmdir hafa átt sér stað í sumar til þess að kortleggja hættuleg svæði, fylla upp í sprungur og gera við götur og gangstéttir. Bærinn sé öruggari fyrir vikið. Einstökum svæðum innan bæjarmarkanna gæti verið lokað fyrir umferð ef nauðsyn þykir. Fólk haldi sig á götunum Tilangurinn með opnuninni er sagður að standa vörð um bæinn og verðmæta atvinnustarfsemi. Of snemmt sé hins vegar að segja til um framtíð bæjarins til lengri tíma litið. Nefndin segist telja að opnuni renni styrkari stoðum undir atvinnulífið í Grindavík. Aukið aðgengi tryggi þó ekki að öll fyrirtæki geti opnað starfsemi aftur. Aðstæður eru sagðar geta breyst hratt enda sé jarðhræringunum á Reykjanesi hvergi nærri lokið. Því geti reynst nauðsynlegt að rýma bæinn og nágrenni með skömmum fyrirvara og loka aftur. Lýsi ríkislögreglustjóri yfir hættu- eða neyðarstigi verði aðgangastýringu að Grindavík breytt með tilliti til þess og bærinn rýmdur og honum lokað eftir aðstæðum. Viðbragðsaðilar og vettvangsstjórn verða áfram starfandi með óbreyttum hætti. Á meðal öryggisráðstafana sem gripið er til er fólk hvatt til þess að halda sig við götur bæjarins og forðast að fara út á lóðir og önnur opin svæði. Skiltum verður komið upp við vegi inn í Grindavík þar sem kemur fram að bærinn sé hættusvæði. Þá verða flóttaleiðir út úr Grindavík merktar sérstaklega. Skipuleggjendur ferða eru hvattir til að kanna sér vel aðstæður, akstursleiðir fyrir hópbifreiðar, öryggisráðstafanir og flóttaleiðir. Ekki stendur til að hefja starf í skólum, leikskólum eða frístundastarf í Grindavík. Lögreglustjórinn á Suðurnesjum hefur ítrekað að Grindavík sé ekki staður fyrir barnafólk eða börn að leik. Árni Þór Sigurðsson, formaður framkvæmdanefndarinnar, sagði að börn ættu ekki að vera eftirlitslaus í Grindavík.
Grindavík Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Mest lesið Grét og sagði líf sitt búið eftir að hafa stungið þrjá Innlent Þáttur hinna mannanna rannsakaður í þaula Innlent Nefndir þingsins að taka á sig mynd Innlent Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar komið til saksóknara Innlent Hlaup hafið úr Grímsvötnum Innlent Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Innlent Utankjörfundaratkvæði dagaði uppi á bæjarskrifstofum Kópavogs Innlent Heldur því fram að Efling sé hið raunverulega „gervistéttarfélag“ Innlent Hnjúkaþeyrinn sem knýr áfram eldana mannskæðu í Los Angeles Erlent Deilan í algjörum hnút Innlent Fleiri fréttir Sigurjón lenti fyrir bíl: „Þetta er alveg lygilegt“ Viðvarandi verkefni að finna jafnvægi milli íhalds og frjálslyndis Hafa hirt tugi hræja í höfuðborginni og fleiri kettir sendir í sýnatöku Alþingi kemur að öllum líkindum saman eftir hálfan mánuð Sakborningur í Sólheimajökulsmáli ákærður fyrir tilraun til manndráps Týnd atkvæði séu ekki einsdæmi Hræin sem hrannast upp, eldar magnast og bassaleit Heimilisköttum haldið inni og hundaeigendur á varðbergi Með eitt og hálft kíló falið innvortis Landsfundi ekki frestað Hlaup hafið úr Grímsvötnum Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar komið til saksóknara Jón Magnús og Guðríður Lára til aðstoðar Ölmu Þáttur hinna mannanna rannsakaður í þaula Deilan í algjörum hnút Rúntað um borgina í leit að holum Telur ljóst að fundinum skuli ekki frestað „Ég man ekki eftir álíka faraldri“ Fjöldi tilkynninga vegna fuglaflensu Skúr varð eldi að bráð Grét og sagði líf sitt búið eftir að hafa stungið þrjá Heldur því fram að Efling sé hið raunverulega „gervistéttarfélag“ Metfjöldi útkalla þyrlusveitar Gæslunnar Vill leggja fram nýja rammaáætlun á hverju þingi út kjörtímabilið Utankjörfundaratkvæði dagaði uppi á bæjarskrifstofum Kópavogs Einelti, óvelkomnir og öskur í heimahúsi Tjón varð á yfir 20 bifreiðum vegna hola í höfuðborginni Nefndir þingsins að taka á sig mynd Kom Kolaportinu fyrir horn og leitar nú langtímalausna Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Sjá meira