Innlent

Kveiktu á lög­reglu­ljósum fyrir öku­mann sem skipti um dekk

Kjartan Kjartansson skrifar
Skyggni var langt frá því að vera ágætt í morgunumferðinni í höfuðborginni í morgun, 16. október 2024.
Skyggni var langt frá því að vera ágætt í morgunumferðinni í höfuðborginni í morgun, 16. október 2024. Vísir/Vilhelm

Þykk þoka sem takmarkar skyggni hefur legið yfir höfuðborginni í morgun. Lögreglumenn kveiktu á bláum ljósum til þess að verja ökumann sem skipti um dekk á bíl sínum í slæmu skyggni.

Í dagbók lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu sem birt var snemma í morgun kemur fram að tilkynnt hefði verið um hættulega staðsetta bifreið í póstnúmeri 110 sem nær meðal annars yfir Grafarvog og Árbæ. Þar reyndist vera ökumaður að skipta um dekk á bíl sínum.

Slæm færð og lélegt skyggni er sagt hafa verið á vettvangi og mikil og hröð umferð. Töluverð hætta hafi því skapast. Lögreglan tendraði því blá ljós á lögreglubíl til þess að gæta öryggis ökumannsins.

Annars staðar ökumaður gripinn á 140 kílómetra hraða á klukkustund þar sem hámarkshraði var sextíu. Hann var kærður fyrir of hraðan akstur og sviptur ökuréttindum til bráðabirgða. Hann má einnig eiga von á sekt fyrir ofsaaksturinn.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×