Vill annað sætið í öðru Reykjavíkurkjördæmanna Atli Ísleifsson skrifar 16. október 2024 07:44 Katrín Sigríður Júlíu Steingrímsdóttir. Steingrímur Árnason Katrín Sigríður Júlíu Steingrímsdóttir, varaþingmaður Viðreisnar, sækist eftir öðru sætinu á lista Viðreisnar í öðru Reykjavíkurkjördæmanna í komandi þingkosningum sem fram fara 30. nóvember næstkomandi. Katrín Sigríður greindi frá þessu á Facebook í gærkvöldi og segir að Viðreisnarfólk í Reykjavík muni í dag taka ákvörðun um hvernig raðað skuli í efstu sæti á lista fyrir komandi kosningar. „Sama hvaða leið verður fyrir valinu þá ætla ég að gefa kost á mér í 2. sæti á lista Viðreisnar í öðru hvoru Reykjavíkurkjördæminu,“ segir Katrín Sigríður sem er nú varaþingmaður Viðreisnar í Reykjavíkurkjördæmi norður og tók um tíma sæti á þingi í mars síðastliðinn. Hún skipaði þriðja sætið á lista flokksins í kosningunum 2021. „Frá síðustu kosningum hef ég gegnt embætti varaþingmanns Viðreisnar í Reykjavík norður og á þeim tíma sem ég sat þingi tókst mér að koma okkar málum í alla helstu fjölmiðla landsins þegar ég lagði fram frumvarp um dánaraðstoð. Almenningur í landinu kallar eftir afdráttarlausri afstöðu, skýrri sýn á málefnin og raunverulegum lausnum sem hægt er að ráðast í strax. Þingmenn eru í þjónustu við almenning og þurfa að hlusta á það sem raunverulega er sagt og kallað eftir. Sérhagsmunir og pólitískir leikir verða að víkja. Mín grunngildi eru frjálslyndi, mannúð, heiðarleiki og ekkert kjaftæði. Frjálslynt vald byggir á þeirri forsendu að almenningi sé treystandi fyrir sjálfum sér og að einstaklingar og fyrirtæki geti tekið eigin ákvarðanir. Alþingismenn eiga að móta þá framtíð sem þeim er treyst fyrir með löggjafarvaldinu en sú framtíðarsýn á ekki að byggjast á boðum og bönnum heldur tækifærum. Stjórnsýsla á ekki að vera íþyngjandi og tímafrekt bákn sem býður upp á fáar og takmarkaðar hreyfingar heldur á hún að vera það sem gerir fólki og fyrirtækjum kleift að vaxa á eigin forsendum. Þau atriði sem ég set í forgrunn og tel mest aðkallandi eru: Efnahagsmál Málefni barna og fjölskyldna Geðheilbrigðismál Hér duga engin vettlingatök. Listar þurfa að liggja fyrir Landskjörstjórn fyrir lok mánaðar og við þurfum að vera tilbúin. Við þurfum fólk á lista sem þorir að taka afdráttarlausa afstöðu í málefnum sem brenna á almenningi í landinu. Við þurfum fólk með skýr markmið, sem getur unnið hratt og vel og náð árangri. Ég er tilbúin,“ segir Katrín Sigríður í tilkynningunni. Alþingiskosningar 2024 Viðreisn Reykjavíkurkjördæmi norður Mest lesið Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina Innlent Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Innlent Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Innlent Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Innlent Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Erlent Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Innlent Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Innlent „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Innlent Áfengisneysla „Evrópumeistara í unglingadrykkju“ dregst saman Erlent Bandarískir erindrekar hótuðu evrópskum kollegum sínum Erlent Fleiri fréttir Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Lögreglumenn ákærðir fyrir uppflettingar og hlerun Sækja slasaðan sjómann djúpt austur af landinu Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Óvænt stólaskipti skyggðu ekki á Bandaríkjareisuna Ákærður fyrir að birta fjölda nektarmynda af fyrrverandi Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Georgíumaður hafi kvænst Letta til þess að fá dvalarleyfi Eldur í bíl á Hellisheiði Líklegra að það gjósi nær áramótum Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Vélfag kvartar til ESA og ræður kanónu „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Álftin fæli bændur frá kornrækt Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Húsnæðismálin í brennidepli og Alvotech lækkar á mörkuðum Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Viðreisn stillir upp á lista í Mosfellsbæ Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra tekur upp nýtt nafn Foreldrar langveikra barna einangruð og endi jafnvel sem öryrkjar Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Tvö pör handtekin og afskipti höfð af tvímenningum Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Moskítóflugan lifði kuldakastið af „Þorsti í auglýsingafé er talsverður hjá Ríkisútvarpinu“ Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Sjá meira
Katrín Sigríður greindi frá þessu á Facebook í gærkvöldi og segir að Viðreisnarfólk í Reykjavík muni í dag taka ákvörðun um hvernig raðað skuli í efstu sæti á lista fyrir komandi kosningar. „Sama hvaða leið verður fyrir valinu þá ætla ég að gefa kost á mér í 2. sæti á lista Viðreisnar í öðru hvoru Reykjavíkurkjördæminu,“ segir Katrín Sigríður sem er nú varaþingmaður Viðreisnar í Reykjavíkurkjördæmi norður og tók um tíma sæti á þingi í mars síðastliðinn. Hún skipaði þriðja sætið á lista flokksins í kosningunum 2021. „Frá síðustu kosningum hef ég gegnt embætti varaþingmanns Viðreisnar í Reykjavík norður og á þeim tíma sem ég sat þingi tókst mér að koma okkar málum í alla helstu fjölmiðla landsins þegar ég lagði fram frumvarp um dánaraðstoð. Almenningur í landinu kallar eftir afdráttarlausri afstöðu, skýrri sýn á málefnin og raunverulegum lausnum sem hægt er að ráðast í strax. Þingmenn eru í þjónustu við almenning og þurfa að hlusta á það sem raunverulega er sagt og kallað eftir. Sérhagsmunir og pólitískir leikir verða að víkja. Mín grunngildi eru frjálslyndi, mannúð, heiðarleiki og ekkert kjaftæði. Frjálslynt vald byggir á þeirri forsendu að almenningi sé treystandi fyrir sjálfum sér og að einstaklingar og fyrirtæki geti tekið eigin ákvarðanir. Alþingismenn eiga að móta þá framtíð sem þeim er treyst fyrir með löggjafarvaldinu en sú framtíðarsýn á ekki að byggjast á boðum og bönnum heldur tækifærum. Stjórnsýsla á ekki að vera íþyngjandi og tímafrekt bákn sem býður upp á fáar og takmarkaðar hreyfingar heldur á hún að vera það sem gerir fólki og fyrirtækjum kleift að vaxa á eigin forsendum. Þau atriði sem ég set í forgrunn og tel mest aðkallandi eru: Efnahagsmál Málefni barna og fjölskyldna Geðheilbrigðismál Hér duga engin vettlingatök. Listar þurfa að liggja fyrir Landskjörstjórn fyrir lok mánaðar og við þurfum að vera tilbúin. Við þurfum fólk á lista sem þorir að taka afdráttarlausa afstöðu í málefnum sem brenna á almenningi í landinu. Við þurfum fólk með skýr markmið, sem getur unnið hratt og vel og náð árangri. Ég er tilbúin,“ segir Katrín Sigríður í tilkynningunni.
Alþingiskosningar 2024 Viðreisn Reykjavíkurkjördæmi norður Mest lesið Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina Innlent Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Innlent Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Innlent Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Innlent Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Erlent Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Innlent Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Innlent „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Innlent Áfengisneysla „Evrópumeistara í unglingadrykkju“ dregst saman Erlent Bandarískir erindrekar hótuðu evrópskum kollegum sínum Erlent Fleiri fréttir Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Lögreglumenn ákærðir fyrir uppflettingar og hlerun Sækja slasaðan sjómann djúpt austur af landinu Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Óvænt stólaskipti skyggðu ekki á Bandaríkjareisuna Ákærður fyrir að birta fjölda nektarmynda af fyrrverandi Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Georgíumaður hafi kvænst Letta til þess að fá dvalarleyfi Eldur í bíl á Hellisheiði Líklegra að það gjósi nær áramótum Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Vélfag kvartar til ESA og ræður kanónu „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Álftin fæli bændur frá kornrækt Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Húsnæðismálin í brennidepli og Alvotech lækkar á mörkuðum Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Viðreisn stillir upp á lista í Mosfellsbæ Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra tekur upp nýtt nafn Foreldrar langveikra barna einangruð og endi jafnvel sem öryrkjar Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Tvö pör handtekin og afskipti höfð af tvímenningum Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Moskítóflugan lifði kuldakastið af „Þorsti í auglýsingafé er talsverður hjá Ríkisútvarpinu“ Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Sjá meira