Húsnæðismarkaðurinn: Leiðin frá öryggi til græðgi Yngvi Ómar Sighvatsson skrifar 15. október 2024 15:00 Hér er lítil, stutt saga (en samt risastór) um þróun fasteignamarkaðarins hér á landi frá aldamótum. Saga um markaðsöfl sem sleppt var lausum inn á fasteignamarkaðinn, skref fyrir skref, og hvernig markaðurinn hefur síðan verið bæði lagfærður og jafnvel "lög"færður á þann hátt sem hentar fjárfestum umfram almenningi. Samhliða þessari þróun hefur öryggisneti þjóðarinnar smám saman verið velt yfir á lögmál fjármálamarkaðarins, sem hefur farið fram úr sér í græðgi, þannig að nú þarf ríkissjóður að niðurgreiða bæði leigu og kaup á fasteignum. Þessi þróun, sem hófst við aldamótin, hefur verið sniðin að þörfum nýfrjálshyggjunnar, með stuðningi valda flokka sem hafa verið við völd að mestu frá þeim tíma og greinilega gleymdu að nýfrjálshyggjan virkar ekki hér sem annars staðar, eða var þetta með ráðum gert ? Hér eru helstu skrefin: Rétt fyrir aldamót: Lög sem fólu Hagstofunni það verkefni að ákvarða hækkun leiguverðs í tengslum við neysluvísitölu voru afnumin. Um aldamótin 2000: Verkamannabústaðakerfið aflagt. Félagslegt húsnæði, sem var öryggisnet fyrir fjölda fjölskyldna, var um 11% af heildar húsnæði á þessum tíma. 2003: Lögum um lóðasölu sveitarfélaga breytt. Heimilt varð að selja lóðir til tekjuöflunar og til hæstbjóðanda, sem var fráhvarf frá þeirri stefnu að lóðir væru réttindi borgaranna til að byggja sér heimili. Þetta hefur leitt til þess að lóðaverð er nú yfir 20% af kostnaði við kaup á íbúðum, en var áður um 3-4%. Í aðdraganda hrunsins (2000-2008): Innkoma 90% fasteignalána jók eftirspurn gríðarlega á húsnæðismarkaði og bjó til aukinn þrýsting á verðmyndun. Í kjölfar hrunsins (eftir 2008): Þúsundir fjölskyldna misstu heimili sín, sem ásamt eignum varnarliðsins voru notaðar til að stofna stór leigufélög. Þetta hafði gríðarleg áhrif á þróun verðs á fasteignamarkaði. 2010: Þéttingarstefnan formlega tekin upp í Reykjavík. Áhersla lögð á að nýta betur land innan borgarmarkanna til að mæta íbúafjölgun, á kostnað nýrra byggingarsvæða í útjaðri borgarinnar, sem leiddi af sér mun dýrari íbúðir og uppbyggingu alfarið á forsendum fjárfesta, langt frá þörfum borgarbúa. 2016: Þáverandi stjórn Samtaka leigjenda sendi erindi til Samkeppniseftirlitsins þar sem varað var við misnotkun á húsnæðismarkaði. Leigufélögin höfðu þá hafið uppkaup á húsnæði gagngert til þess að hækka fasteignaverð, sem var síðan notað til að réttlæta sífellt hærra leiguverð. 2022: Staðan á félagslegu húsnæði, öryggisneti fátækasta fólksins okkar, var komin í 3.7% úr 11% á einu kynslóðarbili. 2024: Síðasti þéttingarreitur borgarinnar skipulagður. Í borginni eru til íbúðir til sölu sem ekki seljast því þær eru einfaldlega of dýrar, enda byggðar á sem dýrastan máta, á dýrasta stað, með öllum hugsanlegum gjöldum. Alls ekki byggt samkvæmt þörfum, heldur eftir þörfum markaðarins, sem vill selja sem dýrastar íbúðir. Hafa ber eftirfarandi í huga: Um aldamót voru lægstu laun skattfrjáls og fjöldi íbúða í boði á eðlilegu verði. Sem dæmi þá er hægt að fara inn á tímarit.is og sjá fjöldann allan af tveggja herbergja íbúðum frá þeim tíma auglýstar til sölu á 4-6 milljónir króna. Við sjáum ekki slíkar íbúðir undir 50 milljónum í dag, oftast á bilinu 60 til 70 milljónir. Lágmarkslaun um aldamót voru um 110.000 krónur, þótt þau hafi ekki verið lögfest, en tillaga um að festa þau í 112.000 krónur var lögð fram á Alþingi þá. Í dag eru lágmarkslaun um 380.000 krónur. Þarna sér hver maður að gríðarleg gliðnun hefur átt sér stað á þróun launa og fasteignaverðs, auk þess sem um 70.000 krónur dragast nú frá lágmarkslaunum í skatta sem gerir samanburðinn enn verri. Svo er það umhugsunarefni hvernig sumum fjárfestum er hyglað umfram aðra. Það er ef þú fjárfestir í leiguhúsnæði þá ekki bara ertu skattfrjáls (leigjandinn borgar skattana), heldur færðu líka niðurgreiðslu frá ríkinu í formi leigubóta sem um helmingur venjulegs fólks á leigumarkaði fær til að niðurgreiða allt of háa leigu, sama i hvaða samhengi það leiguverð er skoðað. Niðurstaða: Það ætti að liggja ljóst fyrir eftir þessa þróunarsögu græðgi og yfirgangs á fasteignamarkaði að fjárfestum er ekki treystandi fyrir grunnþörfum almennings. Þvert á móti. Má spyrja sig hvort almenningur sé ekki bara að átta sig á þessu? Að það sé stór hluti ástæðu þess að þeir 2 flokkar sem langmesta ábyrgð bera á ástandinu eru varla svipur hjá sjón miðað við fyrri frægðar daga. Höfundur er félagi í leigjenda samtökunum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Leigumarkaður Húsnæðismál Mest lesið Halldór 08.02.2025 Halldór Kæra vinkona Margrét Pála María Ösp Ómarsdóttir,Tinna Björg Kristinsdóttir Skoðun Þurfa kennarar full laun? Elín Erna Steinarsdóttir Skoðun Menntun í gíslingu hrímþursa Þorsteinn Gunnarsson Skoðun Gerræðisleg og hjartalaus leyfisveiting, sem stöðva verður! Ole Anton Bieltvedt Skoðun Fagmenntun er réttur barna en ekki lúxus Bentína Þórðardóttir,Ingibjörg Jónasdóttir,Júlía Guðbrandsdóttir,Sigríður Sigurjónsdóttir Skoðun Flugöryggi á Reykjavíkurflugvelli Helga Þórðardóttir Skoðun Svar til Höllu – Varasjóður VR Þorsteinn Skúli Sveinsson Skoðun Töframáttur menntunar og tilbreytingarlaust töðumaul peningatómhyggjunnar Geir Sigurðsson Skoðun Dýrkeypt skiptimynt! María Védís Ólafsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Töframáttur menntunar og tilbreytingarlaust töðumaul peningatómhyggjunnar Geir Sigurðsson skrifar Skoðun Feilspor kjarasamninga og jákvæð styrking launaafsláttar Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Flugöryggi á Reykjavíkurflugvelli Helga Þórðardóttir skrifar Skoðun Kerecis og innviðauppbygging Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Svar til Höllu – Varasjóður VR Þorsteinn Skúli Sveinsson skrifar Skoðun Sjálfsögð krafa um upplýsingar um slit kjaraviðræðna Ragnar Sigurðsson skrifar Skoðun Fagmenntun er réttur barna en ekki lúxus Bentína Þórðardóttir,Ingibjörg Jónasdóttir,Júlía Guðbrandsdóttir,Sigríður Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Kristið fólk er ekki betra en annað fólk Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Þurfa kennarar full laun? Elín Erna Steinarsdóttir skrifar Skoðun Lýðræðið kostar Hákon Gunnarsson skrifar Skoðun Opið bréf til stjórnar Leikfélags Reykjavíkur Margrét Tryggvadóttir skrifar Skoðun Dýrkeypt skiptimynt! María Védís Ólafsdóttir skrifar Skoðun Reykjalundur í 80 ár Pétur Magnússon skrifar Skoðun Ráðningarvernd samrýmist grunnstoðum lýðræðisins Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Gerræðisleg og hjartalaus leyfisveiting, sem stöðva verður! Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Hugleiðingar leikskólakennara í verkfalli Elín Gíslína Steindórsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til þingmanna frá húsmóður í Vesturbænum Margrét Kristín Blöndal skrifar Skoðun Opið bréf til kennara og stjórnenda allra framhaldsskóla Klara Nótt Egilson skrifar Skoðun Kæra vinkona Margrét Pála María Ösp Ómarsdóttir,Tinna Björg Kristinsdóttir skrifar Skoðun Sjúkraflug í vondri stöðu - hvenær verður brugðist við? Sif Huld Albertsdóttir skrifar Skoðun Fangelsi Framsóknarflokksins Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Menntun í gíslingu hrímþursa Þorsteinn Gunnarsson skrifar Skoðun Viltu vinna með framtíðinni? Helga Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Færum fanga úr fortíðinni Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Getur hver sem er sinnt besta starfi í heimi? Sveinlaug Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hugleiðing um listamannalaun IV Þórhallur Guðmundsson skrifar Skoðun Styðjum Áslaugu Örnu – sameinumst um grunngildin Hópur Sjálfstæðismanna skrifar Skoðun Sjálfbærni íslenskra fyrirtækja er ekki lengur valkostur Ísabella Ósk Másdóttir,Guðni Þór Þórsson,Arent Orri J. Claessen skrifar Skoðun Minnihlutavernd í fjöleignarhúsum Sigurður Orri Hafþórsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin þarf aðhald Svandís Svavarsdóttir skrifar Sjá meira
Hér er lítil, stutt saga (en samt risastór) um þróun fasteignamarkaðarins hér á landi frá aldamótum. Saga um markaðsöfl sem sleppt var lausum inn á fasteignamarkaðinn, skref fyrir skref, og hvernig markaðurinn hefur síðan verið bæði lagfærður og jafnvel "lög"færður á þann hátt sem hentar fjárfestum umfram almenningi. Samhliða þessari þróun hefur öryggisneti þjóðarinnar smám saman verið velt yfir á lögmál fjármálamarkaðarins, sem hefur farið fram úr sér í græðgi, þannig að nú þarf ríkissjóður að niðurgreiða bæði leigu og kaup á fasteignum. Þessi þróun, sem hófst við aldamótin, hefur verið sniðin að þörfum nýfrjálshyggjunnar, með stuðningi valda flokka sem hafa verið við völd að mestu frá þeim tíma og greinilega gleymdu að nýfrjálshyggjan virkar ekki hér sem annars staðar, eða var þetta með ráðum gert ? Hér eru helstu skrefin: Rétt fyrir aldamót: Lög sem fólu Hagstofunni það verkefni að ákvarða hækkun leiguverðs í tengslum við neysluvísitölu voru afnumin. Um aldamótin 2000: Verkamannabústaðakerfið aflagt. Félagslegt húsnæði, sem var öryggisnet fyrir fjölda fjölskyldna, var um 11% af heildar húsnæði á þessum tíma. 2003: Lögum um lóðasölu sveitarfélaga breytt. Heimilt varð að selja lóðir til tekjuöflunar og til hæstbjóðanda, sem var fráhvarf frá þeirri stefnu að lóðir væru réttindi borgaranna til að byggja sér heimili. Þetta hefur leitt til þess að lóðaverð er nú yfir 20% af kostnaði við kaup á íbúðum, en var áður um 3-4%. Í aðdraganda hrunsins (2000-2008): Innkoma 90% fasteignalána jók eftirspurn gríðarlega á húsnæðismarkaði og bjó til aukinn þrýsting á verðmyndun. Í kjölfar hrunsins (eftir 2008): Þúsundir fjölskyldna misstu heimili sín, sem ásamt eignum varnarliðsins voru notaðar til að stofna stór leigufélög. Þetta hafði gríðarleg áhrif á þróun verðs á fasteignamarkaði. 2010: Þéttingarstefnan formlega tekin upp í Reykjavík. Áhersla lögð á að nýta betur land innan borgarmarkanna til að mæta íbúafjölgun, á kostnað nýrra byggingarsvæða í útjaðri borgarinnar, sem leiddi af sér mun dýrari íbúðir og uppbyggingu alfarið á forsendum fjárfesta, langt frá þörfum borgarbúa. 2016: Þáverandi stjórn Samtaka leigjenda sendi erindi til Samkeppniseftirlitsins þar sem varað var við misnotkun á húsnæðismarkaði. Leigufélögin höfðu þá hafið uppkaup á húsnæði gagngert til þess að hækka fasteignaverð, sem var síðan notað til að réttlæta sífellt hærra leiguverð. 2022: Staðan á félagslegu húsnæði, öryggisneti fátækasta fólksins okkar, var komin í 3.7% úr 11% á einu kynslóðarbili. 2024: Síðasti þéttingarreitur borgarinnar skipulagður. Í borginni eru til íbúðir til sölu sem ekki seljast því þær eru einfaldlega of dýrar, enda byggðar á sem dýrastan máta, á dýrasta stað, með öllum hugsanlegum gjöldum. Alls ekki byggt samkvæmt þörfum, heldur eftir þörfum markaðarins, sem vill selja sem dýrastar íbúðir. Hafa ber eftirfarandi í huga: Um aldamót voru lægstu laun skattfrjáls og fjöldi íbúða í boði á eðlilegu verði. Sem dæmi þá er hægt að fara inn á tímarit.is og sjá fjöldann allan af tveggja herbergja íbúðum frá þeim tíma auglýstar til sölu á 4-6 milljónir króna. Við sjáum ekki slíkar íbúðir undir 50 milljónum í dag, oftast á bilinu 60 til 70 milljónir. Lágmarkslaun um aldamót voru um 110.000 krónur, þótt þau hafi ekki verið lögfest, en tillaga um að festa þau í 112.000 krónur var lögð fram á Alþingi þá. Í dag eru lágmarkslaun um 380.000 krónur. Þarna sér hver maður að gríðarleg gliðnun hefur átt sér stað á þróun launa og fasteignaverðs, auk þess sem um 70.000 krónur dragast nú frá lágmarkslaunum í skatta sem gerir samanburðinn enn verri. Svo er það umhugsunarefni hvernig sumum fjárfestum er hyglað umfram aðra. Það er ef þú fjárfestir í leiguhúsnæði þá ekki bara ertu skattfrjáls (leigjandinn borgar skattana), heldur færðu líka niðurgreiðslu frá ríkinu í formi leigubóta sem um helmingur venjulegs fólks á leigumarkaði fær til að niðurgreiða allt of háa leigu, sama i hvaða samhengi það leiguverð er skoðað. Niðurstaða: Það ætti að liggja ljóst fyrir eftir þessa þróunarsögu græðgi og yfirgangs á fasteignamarkaði að fjárfestum er ekki treystandi fyrir grunnþörfum almennings. Þvert á móti. Má spyrja sig hvort almenningur sé ekki bara að átta sig á þessu? Að það sé stór hluti ástæðu þess að þeir 2 flokkar sem langmesta ábyrgð bera á ástandinu eru varla svipur hjá sjón miðað við fyrri frægðar daga. Höfundur er félagi í leigjenda samtökunum.
Fagmenntun er réttur barna en ekki lúxus Bentína Þórðardóttir,Ingibjörg Jónasdóttir,Júlía Guðbrandsdóttir,Sigríður Sigurjónsdóttir Skoðun
Skoðun Töframáttur menntunar og tilbreytingarlaust töðumaul peningatómhyggjunnar Geir Sigurðsson skrifar
Skoðun Fagmenntun er réttur barna en ekki lúxus Bentína Þórðardóttir,Ingibjörg Jónasdóttir,Júlía Guðbrandsdóttir,Sigríður Sigurjónsdóttir skrifar
Skoðun Sjálfbærni íslenskra fyrirtækja er ekki lengur valkostur Ísabella Ósk Másdóttir,Guðni Þór Þórsson,Arent Orri J. Claessen skrifar
Fagmenntun er réttur barna en ekki lúxus Bentína Þórðardóttir,Ingibjörg Jónasdóttir,Júlía Guðbrandsdóttir,Sigríður Sigurjónsdóttir Skoðun