Fimm börn á leið til Kólumbíu sem séu öll í forsjá foreldra Lovísa Arnardóttir skrifar 15. október 2024 13:22 Sigríður Björk Guðjónsdóttir er ríkislögreglustjóri. Embætti hennar sér um að fylgja þeim úr landi sem hafa fengið endanlega synjun um vernd. Vísir/Vilhelm Embætti ríkislögreglustjóra vísar því á bug að 16 ára drengur sem flytja á til Kólumbíu í dag með föður sínum sé ekki í hans forsjá. Alls á í dag að vísa átta einstaklingum úr landi frá Kólumbíu sem hafa fengið endanlega synjun um alþjóðlega vernd. Í þeim hópi eru fimm börn sem eru öll, samkvæmt skriflegu svari ríkislögreglustjóra, í forsjá foreldra sinna. Í svari ríkislögreglustjóra kemur einnig fram að föður og tveimur börnum hans hafi verið gert að halda sig á ákveðnu svæði í Bæjarhrauni. Í útlendingalögum sé heimild til þess að þvinga fólk til að halda sig á ákveðnu svæði til að tryggja framkvæmd ákvörðunar. Í Bæjarhrauni dvelja einstaklingar sem hafa fengið endanlega synjun og á að vísa úr landi. Fyrr í dag var fjallað um mál hins 16 ára Oscar Andres Florez Bocanegra sem kom til landsins fyrir tveimur árum. Lögmaður hans sagði faðir hans hafa afsalað sér forsjá fyrr í mánuðinum. Þá hefur faðir hans einnig verið kærður fyrir ofbeldi gegn Oscari. Sjá einnig: Vísað úr landi með föður sem hafi afsalað sér forsjá Lögmaður Oscars, Vilhjálmur H. Vilhjálmsson, hefur óskað þess að brottvísuninni verði frestað og að kærunefnd taki mál hans aftur fyrir og aðskilji umsókn hans um vernd frá umsókn föður hans. Í bréfi Vilhjálms til ríkislögreglustjóra, umdæmaráðs barnaverndar og kærunefndarinnar, sem sent var í gær, er þess óskað að málið sé tekið aftur upp og brottvísun frestað. „Um er að ræða barn og Barnavernd Hafnarfjarðar fer með forsjá,“ segir bréfinu og að faðir hans hafi beitt hann miklu ofbeldi. Þar kemur einnig fram að barnavernd hafi ekki samþykkt brottvísunina og þannig feli hún í sér brot á ákvæði útlendingalaga sem fjallað um að bestu hagsmunir barnsins skuli hafðir að leiðarljósi við ákvörðun stjórnvald. Þar er einnig fjallað um fylgdarlaus börn. Umsókninni hafnað í fyrra „Hún felur í sér að barnið sem nú er eitt og fylgdarlaust yrði flutt án þess að nokkur tæki við forsjá þess,“ segir í bréfi Vilhjálms. Oscar, til vinstri á myndinni, er eitt þeirra barna sem flytja á til Kólumbíu í dag. Með honum á myndinni er Sonja Magnúsdóttir en hann hefur dvalið hjá henni og manni hennar frá því í maí.Aðsend Það teljist brot á Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna, stjórnarskránni og mannréttindasáttmála Evrópu. Báðir þessir alþjóðasamningar hafa verið lögfestir á Íslandi. Útlendingastofnun úrskurðaði í ágúst í fyrra um umsókn hans og fjölskyldu hans um hæli á Íslandi og hafnaði henni. Kærunefnd útlendingamála staðfesti þá niðurstöðu í nóvember í fyrra og kvað svo upp úrskurð í janúar þar sem beiðni um frestun réttaráhrifa var hafnað. Í umsókninni var saman fjallað um Oscar, systur hans og föður hans. Systir hans fór aftur heim í sjálfviljugri brottför og er ein í Kólumbíu. Flóttafólk á Íslandi Kólumbía Hælisleitendur Ofbeldi gegn börnum Börn og uppeldi Réttindi barna Mál Oscars frá Kólumbíu Tengdar fréttir „Það má berja barn á Íslandi ef það er ekki með íslenska kennitölu“ Lögregla sótti dreng frá Kólumbíu, Oscar Andres Florez Bocanegra, inn á salerni Flensborgar í gær og til stendur að flytja hann og föður hans úr landi í dag. 15. október 2024 06:31 Mest lesið Rabbíni drepinn í árásinni Erlent Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Erlent Tíu drepnir í skotárás á gyðingahátíð Erlent Segir Kristrúnu verja „lögbrot“ samráðherra síns Innlent Mikið myrkur þegar ekið var á konu á rafhlaupahjóli Innlent Skýrsla ráðherra svari ekki mikilvægum spurningum um brúun bilsins Innlent Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Innlent Tveir látnir eftir skotárás í háskóla Erlent Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Innlent Grunaðir um að skipuleggja hryðjuverk á jólamarkaði Erlent Fleiri fréttir Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Ekkert því til fyrirstöðu að Ísland taki þátt í drónakaupum Ekkert ákveðið varðandi framboð: „Ég er í tveimur flokkum“ Hálka þegar bíll valt í Biskupstungum Mikið myrkur þegar ekið var á konu á rafhlaupahjóli 270 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Ástandið á bráðamóttökunni sýni viðkæmni kerfisins Segir Kristrúnu verja „lögbrot“ samráðherra síns Hryðjuverkaárás í Ástralíu og ástand í heilbrigðiskerfinu Sanna segir frá nýju framboði Dyraverðir handteknir vegna líkamsárásar Skýrsla ráðherra svari ekki mikilvægum spurningum um brúun bilsins Aðstæður bágbornar á spítalanum til að mæta svo miklu álagi Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Bjarnveig Birta og Stein Olav sigurvegarar forprófkjörs „Ég fæddist inn í pólitískan líkama“ Eldur í íbúð við Snorrabraut Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Sjúklingar ekki lengur í bílageymslu bráðamóttökunnar Sameiningu Dalabyggðar og Húnaþings vestra hafnað Píratar vilja ganga til viðræðna um sameiginlegt framboð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Bæjarskrifstofur fluttar: „Þetta húsnæði er barn síns tíma“ Óttast að fólk sleppi að kaupa lyf vegna minni greiðsluþátttöku Munu reyna að fá nýju virkjunarleyfi hnekkt Vara fólk við póstum og skilaboðum frá Grundarheimilunum Vara við póstum frá Grund og „jafnréttisþreyta“ Stuðningsyfirlýsing Össurar eins og koss dauðans Fjárlög, skattar og skipti á dánarbúum á laugardagsþingi Þau fái heiðurslaun listamanna Sjá meira
Í þeim hópi eru fimm börn sem eru öll, samkvæmt skriflegu svari ríkislögreglustjóra, í forsjá foreldra sinna. Í svari ríkislögreglustjóra kemur einnig fram að föður og tveimur börnum hans hafi verið gert að halda sig á ákveðnu svæði í Bæjarhrauni. Í útlendingalögum sé heimild til þess að þvinga fólk til að halda sig á ákveðnu svæði til að tryggja framkvæmd ákvörðunar. Í Bæjarhrauni dvelja einstaklingar sem hafa fengið endanlega synjun og á að vísa úr landi. Fyrr í dag var fjallað um mál hins 16 ára Oscar Andres Florez Bocanegra sem kom til landsins fyrir tveimur árum. Lögmaður hans sagði faðir hans hafa afsalað sér forsjá fyrr í mánuðinum. Þá hefur faðir hans einnig verið kærður fyrir ofbeldi gegn Oscari. Sjá einnig: Vísað úr landi með föður sem hafi afsalað sér forsjá Lögmaður Oscars, Vilhjálmur H. Vilhjálmsson, hefur óskað þess að brottvísuninni verði frestað og að kærunefnd taki mál hans aftur fyrir og aðskilji umsókn hans um vernd frá umsókn föður hans. Í bréfi Vilhjálms til ríkislögreglustjóra, umdæmaráðs barnaverndar og kærunefndarinnar, sem sent var í gær, er þess óskað að málið sé tekið aftur upp og brottvísun frestað. „Um er að ræða barn og Barnavernd Hafnarfjarðar fer með forsjá,“ segir bréfinu og að faðir hans hafi beitt hann miklu ofbeldi. Þar kemur einnig fram að barnavernd hafi ekki samþykkt brottvísunina og þannig feli hún í sér brot á ákvæði útlendingalaga sem fjallað um að bestu hagsmunir barnsins skuli hafðir að leiðarljósi við ákvörðun stjórnvald. Þar er einnig fjallað um fylgdarlaus börn. Umsókninni hafnað í fyrra „Hún felur í sér að barnið sem nú er eitt og fylgdarlaust yrði flutt án þess að nokkur tæki við forsjá þess,“ segir í bréfi Vilhjálms. Oscar, til vinstri á myndinni, er eitt þeirra barna sem flytja á til Kólumbíu í dag. Með honum á myndinni er Sonja Magnúsdóttir en hann hefur dvalið hjá henni og manni hennar frá því í maí.Aðsend Það teljist brot á Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna, stjórnarskránni og mannréttindasáttmála Evrópu. Báðir þessir alþjóðasamningar hafa verið lögfestir á Íslandi. Útlendingastofnun úrskurðaði í ágúst í fyrra um umsókn hans og fjölskyldu hans um hæli á Íslandi og hafnaði henni. Kærunefnd útlendingamála staðfesti þá niðurstöðu í nóvember í fyrra og kvað svo upp úrskurð í janúar þar sem beiðni um frestun réttaráhrifa var hafnað. Í umsókninni var saman fjallað um Oscar, systur hans og föður hans. Systir hans fór aftur heim í sjálfviljugri brottför og er ein í Kólumbíu.
Flóttafólk á Íslandi Kólumbía Hælisleitendur Ofbeldi gegn börnum Börn og uppeldi Réttindi barna Mál Oscars frá Kólumbíu Tengdar fréttir „Það má berja barn á Íslandi ef það er ekki með íslenska kennitölu“ Lögregla sótti dreng frá Kólumbíu, Oscar Andres Florez Bocanegra, inn á salerni Flensborgar í gær og til stendur að flytja hann og föður hans úr landi í dag. 15. október 2024 06:31 Mest lesið Rabbíni drepinn í árásinni Erlent Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Erlent Tíu drepnir í skotárás á gyðingahátíð Erlent Segir Kristrúnu verja „lögbrot“ samráðherra síns Innlent Mikið myrkur þegar ekið var á konu á rafhlaupahjóli Innlent Skýrsla ráðherra svari ekki mikilvægum spurningum um brúun bilsins Innlent Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Innlent Tveir látnir eftir skotárás í háskóla Erlent Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Innlent Grunaðir um að skipuleggja hryðjuverk á jólamarkaði Erlent Fleiri fréttir Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Ekkert því til fyrirstöðu að Ísland taki þátt í drónakaupum Ekkert ákveðið varðandi framboð: „Ég er í tveimur flokkum“ Hálka þegar bíll valt í Biskupstungum Mikið myrkur þegar ekið var á konu á rafhlaupahjóli 270 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Ástandið á bráðamóttökunni sýni viðkæmni kerfisins Segir Kristrúnu verja „lögbrot“ samráðherra síns Hryðjuverkaárás í Ástralíu og ástand í heilbrigðiskerfinu Sanna segir frá nýju framboði Dyraverðir handteknir vegna líkamsárásar Skýrsla ráðherra svari ekki mikilvægum spurningum um brúun bilsins Aðstæður bágbornar á spítalanum til að mæta svo miklu álagi Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Bjarnveig Birta og Stein Olav sigurvegarar forprófkjörs „Ég fæddist inn í pólitískan líkama“ Eldur í íbúð við Snorrabraut Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Sjúklingar ekki lengur í bílageymslu bráðamóttökunnar Sameiningu Dalabyggðar og Húnaþings vestra hafnað Píratar vilja ganga til viðræðna um sameiginlegt framboð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Bæjarskrifstofur fluttar: „Þetta húsnæði er barn síns tíma“ Óttast að fólk sleppi að kaupa lyf vegna minni greiðsluþátttöku Munu reyna að fá nýju virkjunarleyfi hnekkt Vara fólk við póstum og skilaboðum frá Grundarheimilunum Vara við póstum frá Grund og „jafnréttisþreyta“ Stuðningsyfirlýsing Össurar eins og koss dauðans Fjárlög, skattar og skipti á dánarbúum á laugardagsþingi Þau fái heiðurslaun listamanna Sjá meira
„Það má berja barn á Íslandi ef það er ekki með íslenska kennitölu“ Lögregla sótti dreng frá Kólumbíu, Oscar Andres Florez Bocanegra, inn á salerni Flensborgar í gær og til stendur að flytja hann og föður hans úr landi í dag. 15. október 2024 06:31