Innlent

Boðar Bjarna á sinn fund klukkan fjögur

Kjartan Kjartansson skrifar
Bjarni Benediktsson og Halla Tómasdóttir á Bessastöðum þegar Bjarni óskaði eftir heimild til að rjúfa þing í gær.
Bjarni Benediktsson og Halla Tómasdóttir á Bessastöðum þegar Bjarni óskaði eftir heimild til að rjúfa þing í gær. Vísir/Vilhelm

Halla Tómasdóttir, forseti, fundar með Bjarna Benediktssyni, forsætisráðherra, á Bessastöðum klukkan 16:00 í dag. Þetta kemur fram í tilkynningu frá forsetaembættinu.

Eftir að Bjarni óskaði eftir leyfi til að rjúfa þing í gær boðaði Halla að hún ætlaði að ræða við formenn hinna stjórnmálaflokkanna á Alþingi áður en hún gerði grein fyrir afstöðu sinni síðar í vikunni. Bjarni hefur síðan boðað að hann ætli að óska lausnar fyrir sig og ráðuneyti sitt.

Töluverð óvissa hefur skapast um framhaldið. Bjarni sagðist í gær gera ráð fyrir að ríkisstjórnin sæti áfram fram að kosningum í lok nóvember til þess að ganga frá fjárlögum og öðrum málum þeim tengdum. 

Svandís Svavarsdóttir, formaður Vinstri grænna, lýsti sig hins vegar andsnúna því að sitja áfram í starfsstjórn undir forystu Bjarna en sagðist geta hugsað sér að fá Sigurð Inga Jóhannsson, formann Framsóknarflokksins, til þess að leiða starfsstjórn.

Fréttin verður uppfærð.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×