Mótmælendur unnu spellvirki á utanríkisráðuneytinu Kjartan Kjartansson skrifar 15. október 2024 11:56 Inngangur utanríkisráðuneytisins var útataður í málningu og mótmælaspjöld voru skilin þar eftir á mótmælum stuðningsfólks Palestínu í morgun. Vísir/Vilhelm Málningu var slett á inngang og stétt fyrir utan utanríkisráðuneytið við Austurbakka á mótmælum Félagsins Íslands-Palestínu í morgun. Einn mótmælandi var handtekinn fyrir að fara ekki að fyrirmælum lögreglu. Boðað var til skyndimótmæla fyrir utan ráðuneytið á Facebook-síðu Félagsins Íslands-Palestínu í gær. Þar kom fram að krafist yrði þess að stjórnmálasambandi yrði slitið við Ísrael og að Ísland setti viðskiptaþvinganir á landið vegna ástandsins á Gasa. Ægir Þór Eysteinsson, upplýsingafulltrúi utanríkisráðuneytisins, staðfestir að mótmæli hafi átt sér stað við ráðuneytið um klukkan níu í morgun. Hann vísaði á lögregluna um frekari upplýsingar. „Það kom hópur þarna að utanríkisráðuneytinu og henti einhverjum rauðum lit á húsið, væntanlega matarlit,“ segir Kristján Helgi Þráinsson, aðstoðaryfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu. Mótmælendur með palestínska fána fryir utan utanríkisráðuneytið á Austurbakkanum í Reykjavík í morgun, þriðjudaginn 15. október 2024.Vísir/Vilhelm Mótmælandinn sem var handtekinn hafði klifrað upp á þakkant og neitaði að hlýða lögreglumönnum á vettvangi. Kristján Helgi segir aðlögreglumenn hafi klifrað upp og sótt hann. Mótmælandinn var svo fluttur á lögreglustöð. Enginn var handtekinn vegna eignarspjallanna á ráðuneytinu. Kristján Helgi segir það til skoðunar hjá lögreglunni sem þurfi nú að leggjast yfir upptökur úr öryggismyndavélum. Lögreglumenn við utanríkisráðuneytið þar sem mótmælendur skvettu málningu á inngang, rúður og stétt í morgun.Vísir/Vilhelm Fréttin hefur verið uppfærð. Utanríkismál Lögreglumál Átök í Ísrael og Palestínu Félagasamtök Reykjavík Mest lesið Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Innlent Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Innlent Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík Innlent Kort af staðsetningu gossprungunnar Innlent Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Erlent Hraun rann yfir Grindavíkurveg Innlent Magnaðar myndir sýna Grindavíkurveg undir hrauni Innlent Barnabarnið hélt að gosið væri grín þegar afi reyndi að koma honum á lappir Innlent Fleiri fréttir „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Komust langt að gosinu því það gleymdist að loka veginum Nýsköpun eða „rándýr aðgangur“?: 300.000 króna heilskimun aftur á boðstólnum Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Káfaði á konu á salerni skemmtistaðar Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík „Ekki rólegur með hraunið ofan á“ Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Varar við sprengjum á svæðinu við gosstöðvarnar Glóðvolg könnun og hraun rennur enn á ný Gandri fær grænt ljós Magnaðar myndir sýna Grindavíkurveg undir hrauni Loftslagsáætlun Íslands sögð ómarkviss og bjartsýn úr hófi fram Borgarísjaki en enginn björn Svartsengi keyrt á varaafli Hraun náð Njarðvíkuræð Verði að koma í ljós hvort fergjun Njarðvíkuræðar heldur Hraun rann yfir Grindavíkurveg Miðlarnir úti í heimi ekki eins áhugasamir og fyrir ári Barnabarnið hélt að gosið væri grín þegar afi reyndi að koma honum á lappir Kort af staðsetningu gossprungunnar Áttu ekki von á eldgosi í nóvember Rýming í Bláa lóninu og Grindavík gengur vel Stukku út í glugga og biðu eftir eldgosinu Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Tæp tíu þúsund hafa kosið utan kjörfundar Vilja samræmdar reglur um símafrí í skólum Um 150 manns munu fá vinnu við smíði nýrrar Ölfusárbrúar Fyrrverandi forseti furðar sig á taktík kennara Hafnar því að honum hafi verið vísað út Sjá meira
Boðað var til skyndimótmæla fyrir utan ráðuneytið á Facebook-síðu Félagsins Íslands-Palestínu í gær. Þar kom fram að krafist yrði þess að stjórnmálasambandi yrði slitið við Ísrael og að Ísland setti viðskiptaþvinganir á landið vegna ástandsins á Gasa. Ægir Þór Eysteinsson, upplýsingafulltrúi utanríkisráðuneytisins, staðfestir að mótmæli hafi átt sér stað við ráðuneytið um klukkan níu í morgun. Hann vísaði á lögregluna um frekari upplýsingar. „Það kom hópur þarna að utanríkisráðuneytinu og henti einhverjum rauðum lit á húsið, væntanlega matarlit,“ segir Kristján Helgi Þráinsson, aðstoðaryfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu. Mótmælendur með palestínska fána fryir utan utanríkisráðuneytið á Austurbakkanum í Reykjavík í morgun, þriðjudaginn 15. október 2024.Vísir/Vilhelm Mótmælandinn sem var handtekinn hafði klifrað upp á þakkant og neitaði að hlýða lögreglumönnum á vettvangi. Kristján Helgi segir aðlögreglumenn hafi klifrað upp og sótt hann. Mótmælandinn var svo fluttur á lögreglustöð. Enginn var handtekinn vegna eignarspjallanna á ráðuneytinu. Kristján Helgi segir það til skoðunar hjá lögreglunni sem þurfi nú að leggjast yfir upptökur úr öryggismyndavélum. Lögreglumenn við utanríkisráðuneytið þar sem mótmælendur skvettu málningu á inngang, rúður og stétt í morgun.Vísir/Vilhelm Fréttin hefur verið uppfærð.
Utanríkismál Lögreglumál Átök í Ísrael og Palestínu Félagasamtök Reykjavík Mest lesið Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Innlent Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Innlent Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík Innlent Kort af staðsetningu gossprungunnar Innlent Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Erlent Hraun rann yfir Grindavíkurveg Innlent Magnaðar myndir sýna Grindavíkurveg undir hrauni Innlent Barnabarnið hélt að gosið væri grín þegar afi reyndi að koma honum á lappir Innlent Fleiri fréttir „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Komust langt að gosinu því það gleymdist að loka veginum Nýsköpun eða „rándýr aðgangur“?: 300.000 króna heilskimun aftur á boðstólnum Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Káfaði á konu á salerni skemmtistaðar Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík „Ekki rólegur með hraunið ofan á“ Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Varar við sprengjum á svæðinu við gosstöðvarnar Glóðvolg könnun og hraun rennur enn á ný Gandri fær grænt ljós Magnaðar myndir sýna Grindavíkurveg undir hrauni Loftslagsáætlun Íslands sögð ómarkviss og bjartsýn úr hófi fram Borgarísjaki en enginn björn Svartsengi keyrt á varaafli Hraun náð Njarðvíkuræð Verði að koma í ljós hvort fergjun Njarðvíkuræðar heldur Hraun rann yfir Grindavíkurveg Miðlarnir úti í heimi ekki eins áhugasamir og fyrir ári Barnabarnið hélt að gosið væri grín þegar afi reyndi að koma honum á lappir Kort af staðsetningu gossprungunnar Áttu ekki von á eldgosi í nóvember Rýming í Bláa lóninu og Grindavík gengur vel Stukku út í glugga og biðu eftir eldgosinu Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Tæp tíu þúsund hafa kosið utan kjörfundar Vilja samræmdar reglur um símafrí í skólum Um 150 manns munu fá vinnu við smíði nýrrar Ölfusárbrúar Fyrrverandi forseti furðar sig á taktík kennara Hafnar því að honum hafi verið vísað út Sjá meira