Sagður ekki munu ráðast gegn olíu- né kjarnorkuinnviðum Hólmfríður Gísladóttir skrifar 15. október 2024 12:10 Netanyahu er sagður hafa mildast í afstöðu sinni til refsiaðgerða gegn Íran. AP/Pamela Smith Heimildarmenn Washington Post innan bandaríska stjórnkerfisins segja Benjamin Netanyahu, forsætisráðherra Ísrael, hafa greint Joe Biden Bandaríkjaforseta frá því í samtali þeirra á dögunum að hann hefði í hyggju að ráðast gegn hernaðarskotmörkum í Íran til að hefna fyrir árásir Írana á Ísrael. Samtal leiðtoganna er sagt hafa bent til þess að afstaða Netanyahu til fyrirhugaðra refsiaðgerða gegn Íran hafi mildast og hann hafi ekki lengur í hyggju að ráðast gegn olíu- eða kjarnorkuinnviðum. Biden hafði áður sagt að Bandaríkin myndu ekki styðja árás á kjarnorkuinnviði Íran og er sagður hafa tekið ákvörðunina um að senda Ísraelum THAAD loftvarnakerfi eftir samtalið við Netanyahu en breytt afstaða síðarnefnda er sögð hafa verið nokkur léttir fyrir stjórnvöld í Washington. Áhyggjur voru uppi um áhrif árása á olíuinnviði Íran á olíuverð í heiminum og þá hefði árás á kjarnorkuinnviði að öllum líkindum orðið forleikur að allsherjarstríði á svæðinu. Samkvæmt heimildarmönnum Washington Post mun Ísrael ráðast í aðgerðir gegn Íran áður en gengið verður til kosninga vestanhafs 5. nóvember næstkomandi. Haft er eftir Zohar Palti, fyrrverandi yfirmanni hjá Mossad, að Netanyahu þurfi að taka tillit til bæði krafa Bandaríkjamanna um hófsöm viðbrögð og kröfum heima fyrir um afdráttarlaust svar við árás Íran. „Íranir hafa tapað allri þeirri sjálfstjórn sem þeir sýndu,“ segir Palti. „Ísrael getur ekki barist án vopna frá Bandaríkjunum. En það er Ísrael sem er að taka áhættuna og veit hvernig á að ganga í verkið.“ Hér má finna ítarlega umfjöllun Washington Post. Bandaríkin Ísrael Átök í Ísrael og Palestínu Hernaður Íran Mest lesið Kvikugangur frá Krýsuvík gæti náð inn í Heiðmörk Innlent Lýsa eftir Svövu Lydiu Innlent Belgískum prins synjað um félagslegar bætur Erlent Tíðir Esjufarar hryggir vegna örlaga Steins Innlent Segist afhjúpa sannleikann í „tengdamömmumálinu“ Innlent Stjórnarandstaðan gekk á dyr: Tekist á um þingskjalið í beinni Innlent Björguðu dreng úr gjótu Innlent Kominn tími til að rapparar og áhrifavaldar axli ábyrgð Innlent Aflýstu blaðamannafundi skyndilega Erlent Mikilvægur fundur með Íran framundan Erlent Fleiri fréttir Belgískum prins synjað um félagslegar bætur Mikilvægur fundur með Íran framundan Aflýstu blaðamannafundi skyndilega Eini eftirlifandinn lýsir pyntingum og barsmíðum ísraelskra hermanna Kanye stal Ku Klux Klan-myndinni úr Aftenposten Þrjú látin: Heyrðu öskur þegar hringt var í neyðarlínu Ísraelsher viðurkennir rangfærslur eftir birtingu myndefnis Þúsundir mótmæltu Trump á 1.200 mótmælum Vill tollalaus viðskipti við Evrópu „Þetta verður ekki auðvelt“ Handtekinn fyrir að fara á forboðna eyju „En það sem ég var aldrei, var nauðgari“ Tollahækkanir Trump taka gildi TikTok hólpið í bili Rak sex eftir fund með umdeildum samsæringi Russell Brand ákærður fyrir nauðganir og kynferðisbrot Sendi Dönum tóninn Saka Pútín um að draga lappirnar Rannsaka dráp á sjúkraliðum en neita að þeir hafi verið teknir af lífi Forseti Suður-Kóreu leystur frá embætti Rannsaka góðgerðarsamtök sem Harrý stofnaði Grunaður um að verða mæðgum að bana Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Draga sig úr Alþjóðasakamáladómstólnum fyrir heimsókn Netanjahú Kvarta sáran yfir vopnakaupum Evrópu Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Fjölga flugmóðurskipum og herþotum í Mið-Austurlöndum Skoða kostnaðinn við yfirtöku Grænlands Loka síðasta kolaorkuveri Finnlands Sjá meira
Samtal leiðtoganna er sagt hafa bent til þess að afstaða Netanyahu til fyrirhugaðra refsiaðgerða gegn Íran hafi mildast og hann hafi ekki lengur í hyggju að ráðast gegn olíu- eða kjarnorkuinnviðum. Biden hafði áður sagt að Bandaríkin myndu ekki styðja árás á kjarnorkuinnviði Íran og er sagður hafa tekið ákvörðunina um að senda Ísraelum THAAD loftvarnakerfi eftir samtalið við Netanyahu en breytt afstaða síðarnefnda er sögð hafa verið nokkur léttir fyrir stjórnvöld í Washington. Áhyggjur voru uppi um áhrif árása á olíuinnviði Íran á olíuverð í heiminum og þá hefði árás á kjarnorkuinnviði að öllum líkindum orðið forleikur að allsherjarstríði á svæðinu. Samkvæmt heimildarmönnum Washington Post mun Ísrael ráðast í aðgerðir gegn Íran áður en gengið verður til kosninga vestanhafs 5. nóvember næstkomandi. Haft er eftir Zohar Palti, fyrrverandi yfirmanni hjá Mossad, að Netanyahu þurfi að taka tillit til bæði krafa Bandaríkjamanna um hófsöm viðbrögð og kröfum heima fyrir um afdráttarlaust svar við árás Íran. „Íranir hafa tapað allri þeirri sjálfstjórn sem þeir sýndu,“ segir Palti. „Ísrael getur ekki barist án vopna frá Bandaríkjunum. En það er Ísrael sem er að taka áhættuna og veit hvernig á að ganga í verkið.“ Hér má finna ítarlega umfjöllun Washington Post.
Bandaríkin Ísrael Átök í Ísrael og Palestínu Hernaður Íran Mest lesið Kvikugangur frá Krýsuvík gæti náð inn í Heiðmörk Innlent Lýsa eftir Svövu Lydiu Innlent Belgískum prins synjað um félagslegar bætur Erlent Tíðir Esjufarar hryggir vegna örlaga Steins Innlent Segist afhjúpa sannleikann í „tengdamömmumálinu“ Innlent Stjórnarandstaðan gekk á dyr: Tekist á um þingskjalið í beinni Innlent Björguðu dreng úr gjótu Innlent Kominn tími til að rapparar og áhrifavaldar axli ábyrgð Innlent Aflýstu blaðamannafundi skyndilega Erlent Mikilvægur fundur með Íran framundan Erlent Fleiri fréttir Belgískum prins synjað um félagslegar bætur Mikilvægur fundur með Íran framundan Aflýstu blaðamannafundi skyndilega Eini eftirlifandinn lýsir pyntingum og barsmíðum ísraelskra hermanna Kanye stal Ku Klux Klan-myndinni úr Aftenposten Þrjú látin: Heyrðu öskur þegar hringt var í neyðarlínu Ísraelsher viðurkennir rangfærslur eftir birtingu myndefnis Þúsundir mótmæltu Trump á 1.200 mótmælum Vill tollalaus viðskipti við Evrópu „Þetta verður ekki auðvelt“ Handtekinn fyrir að fara á forboðna eyju „En það sem ég var aldrei, var nauðgari“ Tollahækkanir Trump taka gildi TikTok hólpið í bili Rak sex eftir fund með umdeildum samsæringi Russell Brand ákærður fyrir nauðganir og kynferðisbrot Sendi Dönum tóninn Saka Pútín um að draga lappirnar Rannsaka dráp á sjúkraliðum en neita að þeir hafi verið teknir af lífi Forseti Suður-Kóreu leystur frá embætti Rannsaka góðgerðarsamtök sem Harrý stofnaði Grunaður um að verða mæðgum að bana Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Draga sig úr Alþjóðasakamáladómstólnum fyrir heimsókn Netanjahú Kvarta sáran yfir vopnakaupum Evrópu Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Fjölga flugmóðurskipum og herþotum í Mið-Austurlöndum Skoða kostnaðinn við yfirtöku Grænlands Loka síðasta kolaorkuveri Finnlands Sjá meira