Kosningafundur breyttist í undarlegt diskótek Samúel Karl Ólason skrifar 15. október 2024 11:40 Donald Trump, dansandi á sviði í gær. AP/Alex Brandon Kosningafundur Donalds Trump, fyrrverandi forseta Bandaríkjanna, í Pennsylvaníu í gær breyttist í einhverskonar diskótek eftir að huga þurfti að tveimur áhorfendum í salnum. Í stað þess að svara spurningum úr sal, eins og til stóð, lét Trump spila tónlist í tæpar fjörutíu mínútur á meðan hann stóð á sviðinu og vaggaði sér. Fundurinn var haldinn í úthverfi Philadelpiu og var Kristi Noem, ríkisstjóri Suður-Dakóta, með Trump á sviði. Eftir að kosningafundurinn hafði staðið yfir í um hálftíma þurfti að gera pásu þegar sjúkraliðar þurftu að hlúa að áhorfenda í salnum. Skömmu síðar þurfti að stöðva fundinn aftur vegna annars atviks í salnum þar sem hlúa þurfti að áhorfenda. Þegar hlúa þurfti að fyrsta áhorendanum lét Trump starfsmenn sína spila lagið Ave Maria og í seinna skiptið bað hann um sama lag en í flutning Luciano Pavarotti. Í frétt New York Times segir að eftir að Noem tilkynnti að búið væri að hlúa að seinni áhorfandanum hafi Trump ætlað að byrja að svara spurningum á nýjan leik en hætt við. „Ekki fleiri spurningar. Við skulum bara hlusta á tónlist. Gerum þetta að tónverki. Hver í helvítinu vill heyra spurningar?“ spurði Trump. Við það kallaði hann eftir því að tónlistin yrði spiluð á nýjan leik og þannig væri hægt að binda enda á fundinn og bað hann um að lagið YMCA með Village People yrði spilað. Það er lag sem Trump spilar iðulega þegar hann lýkur ræðum sínum en þegar laginu lauk virtist Trump hissa. „Það er enginn að fara. Hvað er að gerast?“ Tónlistin hélt áfram og á meðan stóð Trump áfram á sviðinu og vaggaði sér, í meira en hálftíma, á meðan lög eins og Nothing Compares 2 U, Hallelujah og November Rain voru spiluð. Á meðan á þessu stóð gengu margir af stuðningsmönnum Trumps úr salnum. Að endingu gekk aðstoðarmaður Trumps á sviðið og rétti honum blað. Trump skoðaði blaðið um stund, veifaði út í sal og gekk af sviðinu. Áhugasamir geta horft á kosningafundinn í gær í spilaranum hér að neðan. Hann byrjar þegar Trump lýsti því yfir að hann ætlaði ekki að svara fleiri spurningum. Bandaríkin Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2024 Tengdar fréttir Harris situr fyrir svörum hjá Fox News á morgun Kamala Harris, varaforseti Bandaríkjanna og forsetaefni Demókrata, hefur samþykkt að veita Fox News viðtal, sem tekið verður á morgun og sýnt um kvöldið. 15. október 2024 07:04 Leggur til að beita hernum gegn andstæðingum sínum Donald Trump, fyrrverandi forseti Bandaríkjanna, segist mögulega vilja siga þjóðvarðliði ríkisins eða bandaríska hernum, gegn „innri óvinum“. Fólki sem hann lýsti um helgina sem „öfga-, vinstri geðsjúklingum“ en slíka orðræðu hefur hann ítrekað notað um pólitíska andstæðinga sína. 14. október 2024 14:01 Ekki grunaður um að hafa ætlað að drepa Trump Manninum sem var handtekinn á kosningafundi Donalds Trump í Kalíforníu um helgina hefur nú verið sleppt úr haldi gegn tryggingu. 14. október 2024 08:55 Birtu gögn um heilsu Harris og sjúkrasögu hennar Framboð Kamölu Harris birti í dag skýrslu um heilsu varaforsetans og forsetaframbjóðandans þar sem niðurstaðan er sú að hún sé bæði líkamlega og andlega fær um að sinna forsetaembættinu. 12. október 2024 21:23 Mest lesið Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Innlent Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Innlent Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Innlent Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Innlent Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Innlent Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Innlent Barni bjargað frá drukknun í Dalslaug Innlent Skrifin séu ekki til komin vegna framboðs í borginni Innlent Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Innlent Álag réttlæti ekki mistökin sem voru gerð Innlent Fleiri fréttir „Samlokumaðurinn“ sýknaður Féll í yfirlið í skrifstofu Trumps Segjast hafa fundið vopn frá Hamas fyrir hryðjuverk í Evrópu Rannsaka hakakrossa sem voru málaðir með blóði úr manni Pútín sagður beina kúgunartækjum sínum að eigin stuðningsmönnum Flugumferðarstjórar að bugast og dregið úr ferðum innanlands Belgar kalla saman þjóðaröryggisráð vegna drónaflugs við flugvelli Tala látinna hækkar á Filippseyjum Óttast að María sé að stela athyglinni frá Jesú á samfélagsmiðlum Tortryggnir í garð tolla Trumps Plata hermenn í hjónaband og hirða svo bæturnar Hver er Zohran Mamdani og hvað vill hann? Banna samtök íslamista og gerðu húsleit hjá fleiri Evrópuríki ná saman um verulega útþynnt loftslagsmarkmið Stofnar Facebook hóp fyrir hatur gegn sjálfum sér Sjö látnir eftir flugslysið í Kentucky Tugir látnir eftir fellibyl á Filippseyjum „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Féll til jarðar rétt eftir flugtak Fundu 1,7 tonn af kókaíni í kafbát á miðju Atlantshafi Náðu myndum af háhyrningum að velta hvítháfum og éta úr þeim lifrina Fer fram og til baka með SNAP Dick Cheney, einn arkítekta Íraksstríðsins, er látinn Með meðvitund fastur í rústunum en lést á leið á sjúkrahús Hyggjast banna klám sem sýnir kyrkingar Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Ætlar ekki að láta „óða“ Demókrata kúga sig Ódæðin í Súdan mögulega glæpir gegn mannkyninu Handtekin fyrir að leka myndbandi af misþyrmingu á fanga Myndar stjórn með fjarhægriflokkum Sjá meira
Fundurinn var haldinn í úthverfi Philadelpiu og var Kristi Noem, ríkisstjóri Suður-Dakóta, með Trump á sviði. Eftir að kosningafundurinn hafði staðið yfir í um hálftíma þurfti að gera pásu þegar sjúkraliðar þurftu að hlúa að áhorfenda í salnum. Skömmu síðar þurfti að stöðva fundinn aftur vegna annars atviks í salnum þar sem hlúa þurfti að áhorfenda. Þegar hlúa þurfti að fyrsta áhorendanum lét Trump starfsmenn sína spila lagið Ave Maria og í seinna skiptið bað hann um sama lag en í flutning Luciano Pavarotti. Í frétt New York Times segir að eftir að Noem tilkynnti að búið væri að hlúa að seinni áhorfandanum hafi Trump ætlað að byrja að svara spurningum á nýjan leik en hætt við. „Ekki fleiri spurningar. Við skulum bara hlusta á tónlist. Gerum þetta að tónverki. Hver í helvítinu vill heyra spurningar?“ spurði Trump. Við það kallaði hann eftir því að tónlistin yrði spiluð á nýjan leik og þannig væri hægt að binda enda á fundinn og bað hann um að lagið YMCA með Village People yrði spilað. Það er lag sem Trump spilar iðulega þegar hann lýkur ræðum sínum en þegar laginu lauk virtist Trump hissa. „Það er enginn að fara. Hvað er að gerast?“ Tónlistin hélt áfram og á meðan stóð Trump áfram á sviðinu og vaggaði sér, í meira en hálftíma, á meðan lög eins og Nothing Compares 2 U, Hallelujah og November Rain voru spiluð. Á meðan á þessu stóð gengu margir af stuðningsmönnum Trumps úr salnum. Að endingu gekk aðstoðarmaður Trumps á sviðið og rétti honum blað. Trump skoðaði blaðið um stund, veifaði út í sal og gekk af sviðinu. Áhugasamir geta horft á kosningafundinn í gær í spilaranum hér að neðan. Hann byrjar þegar Trump lýsti því yfir að hann ætlaði ekki að svara fleiri spurningum.
Bandaríkin Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2024 Tengdar fréttir Harris situr fyrir svörum hjá Fox News á morgun Kamala Harris, varaforseti Bandaríkjanna og forsetaefni Demókrata, hefur samþykkt að veita Fox News viðtal, sem tekið verður á morgun og sýnt um kvöldið. 15. október 2024 07:04 Leggur til að beita hernum gegn andstæðingum sínum Donald Trump, fyrrverandi forseti Bandaríkjanna, segist mögulega vilja siga þjóðvarðliði ríkisins eða bandaríska hernum, gegn „innri óvinum“. Fólki sem hann lýsti um helgina sem „öfga-, vinstri geðsjúklingum“ en slíka orðræðu hefur hann ítrekað notað um pólitíska andstæðinga sína. 14. október 2024 14:01 Ekki grunaður um að hafa ætlað að drepa Trump Manninum sem var handtekinn á kosningafundi Donalds Trump í Kalíforníu um helgina hefur nú verið sleppt úr haldi gegn tryggingu. 14. október 2024 08:55 Birtu gögn um heilsu Harris og sjúkrasögu hennar Framboð Kamölu Harris birti í dag skýrslu um heilsu varaforsetans og forsetaframbjóðandans þar sem niðurstaðan er sú að hún sé bæði líkamlega og andlega fær um að sinna forsetaembættinu. 12. október 2024 21:23 Mest lesið Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Innlent Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Innlent Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Innlent Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Innlent Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Innlent Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Innlent Barni bjargað frá drukknun í Dalslaug Innlent Skrifin séu ekki til komin vegna framboðs í borginni Innlent Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Innlent Álag réttlæti ekki mistökin sem voru gerð Innlent Fleiri fréttir „Samlokumaðurinn“ sýknaður Féll í yfirlið í skrifstofu Trumps Segjast hafa fundið vopn frá Hamas fyrir hryðjuverk í Evrópu Rannsaka hakakrossa sem voru málaðir með blóði úr manni Pútín sagður beina kúgunartækjum sínum að eigin stuðningsmönnum Flugumferðarstjórar að bugast og dregið úr ferðum innanlands Belgar kalla saman þjóðaröryggisráð vegna drónaflugs við flugvelli Tala látinna hækkar á Filippseyjum Óttast að María sé að stela athyglinni frá Jesú á samfélagsmiðlum Tortryggnir í garð tolla Trumps Plata hermenn í hjónaband og hirða svo bæturnar Hver er Zohran Mamdani og hvað vill hann? Banna samtök íslamista og gerðu húsleit hjá fleiri Evrópuríki ná saman um verulega útþynnt loftslagsmarkmið Stofnar Facebook hóp fyrir hatur gegn sjálfum sér Sjö látnir eftir flugslysið í Kentucky Tugir látnir eftir fellibyl á Filippseyjum „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Féll til jarðar rétt eftir flugtak Fundu 1,7 tonn af kókaíni í kafbát á miðju Atlantshafi Náðu myndum af háhyrningum að velta hvítháfum og éta úr þeim lifrina Fer fram og til baka með SNAP Dick Cheney, einn arkítekta Íraksstríðsins, er látinn Með meðvitund fastur í rústunum en lést á leið á sjúkrahús Hyggjast banna klám sem sýnir kyrkingar Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Ætlar ekki að láta „óða“ Demókrata kúga sig Ódæðin í Súdan mögulega glæpir gegn mannkyninu Handtekin fyrir að leka myndbandi af misþyrmingu á fanga Myndar stjórn með fjarhægriflokkum Sjá meira
Harris situr fyrir svörum hjá Fox News á morgun Kamala Harris, varaforseti Bandaríkjanna og forsetaefni Demókrata, hefur samþykkt að veita Fox News viðtal, sem tekið verður á morgun og sýnt um kvöldið. 15. október 2024 07:04
Leggur til að beita hernum gegn andstæðingum sínum Donald Trump, fyrrverandi forseti Bandaríkjanna, segist mögulega vilja siga þjóðvarðliði ríkisins eða bandaríska hernum, gegn „innri óvinum“. Fólki sem hann lýsti um helgina sem „öfga-, vinstri geðsjúklingum“ en slíka orðræðu hefur hann ítrekað notað um pólitíska andstæðinga sína. 14. október 2024 14:01
Ekki grunaður um að hafa ætlað að drepa Trump Manninum sem var handtekinn á kosningafundi Donalds Trump í Kalíforníu um helgina hefur nú verið sleppt úr haldi gegn tryggingu. 14. október 2024 08:55
Birtu gögn um heilsu Harris og sjúkrasögu hennar Framboð Kamölu Harris birti í dag skýrslu um heilsu varaforsetans og forsetaframbjóðandans þar sem niðurstaðan er sú að hún sé bæði líkamlega og andlega fær um að sinna forsetaembættinu. 12. október 2024 21:23