Enginn þingfundur í dag og óvissa um framhaldið Elín Margrét Böðvarsdóttir og Gunnar Reynir Valþórsson skrifa 15. október 2024 08:02 Birgir Ármannsson, forseti Alþingis. Vísir/Vilhelm Þingfundur verður ekki á Alþingi í dag eins og gert hafði verið ráð fyrir og segir Birgir Ármannsson forseti Alþingis að það sé eðlilegt miðað við þær aðstæður sem nú eru uppi. Bjarni Benediktsson forsætisráðherra hefur nú ákveðið að biðjast lausnar fyrir sig og sitt ráðuneyti. Samkvæmt starfsáætlun Alþingis hefði þingfundur átt að fara fram í dag. Birgir mun halda á fund Höllu Tómasdóttur forseta Íslands núna klukkan níu þar sem hann mun ræða við forseta um stöðu mála. Í framhaldi af því má búast við að Bjarni fari aftur á fund forseta til að biðjast lausnar. Halla mun væntanlega síðan síðar í dag eða á morgun greina frá því hverjum hún felur að gegna forsætisráðherraembættinu. Svandís Svavarsdóttir formaður Vinstri grænna lýsti því yfir í gærkvöldi að henni hugnist ekki að sitja í ríkisstjórn undir forsæti Sjálfstæðisflokksins, en sæi fyrir sér að Sigurður Ingi Jóhannsson formaður Framsóknarflokksins gæti leitt starfsstjórn fram að kosningum. Telja má líklegt að forseti fari þá leið en það er þó ekki öruggt. Forsetinn gæti einnig falið Bjarna að leiða slíka stjórn. Samkvæmt starfsáætlun var gert ráð fyrir þingfundum í dag, á morgun og á fimmtudaginn. Samkvæmt þeim upplýsingum sem nú fyrir liggja á vef Alþingis er stefnt að óundirbúnum fyrirspurnatíma í þinginu klukkan 10:30 á fimmtudaginn, 17. október, þar sem fyrir svörum eiga að sitja forsætisráðherra, innviðaráðherra, félags- og vinnumarkaðsráðherra, umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra, menningar- og viðskiptaráðherra, háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra og dómsmálaráðherra. Ætla má að það muni skýrast á næstunni hvert framhald þingstarfa verður í ljósi þeirrar stöðu sem nú er uppi. Alþingi Alþingiskosningar 2024 Tengdar fréttir Þórdís gæti boðið sig fram í Kraganum Mögulegt er að Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, varaformaður Sjálfstæðisflokksins, bjóði sig fram í Suðvesturkjördæmi í yfirvofandi kosningum. Hún segist íhuga það alvarlega. 15. október 2024 08:40 Arndís Anna hyggst ekki bjóða sig fram aftur Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir, þingmaður Pírata, hyggst ekki bjóða sig fram í komandi Alþingiskosningum. Hún segist þó ekki vera hætt að vinna með Pírötum. 14. október 2024 23:08 Sér Sigurð Inga alveg fyrir sér sem forsætisráðherra Svandís Svavarsdóttir, formaður Vinstri grænna, telur að Bjarni Benediktsson ætti að biðjast lausnar fyrir sig og ráðuneyti sitt, enda hafi hann og Sjálfstæðisflokkurinn gefist upp á verkefninu og yfirgefið ríkisstjórnina. Hún geti vel séð fyrir sér starfsstjórn Framsóknarflokks og Vinstri grænna fram að kosningum undir forsæti Sigurðar Inga Jóhannssonar formanns Framsóknarflokksins. 14. október 2024 19:25 Mest lesið Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Innlent Slóvakar vilja hýsa friðarviðræður Rússlands og Úkraínu Erlent Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Innlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent Fleiri fréttir Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Sjá meira
Birgir mun halda á fund Höllu Tómasdóttur forseta Íslands núna klukkan níu þar sem hann mun ræða við forseta um stöðu mála. Í framhaldi af því má búast við að Bjarni fari aftur á fund forseta til að biðjast lausnar. Halla mun væntanlega síðan síðar í dag eða á morgun greina frá því hverjum hún felur að gegna forsætisráðherraembættinu. Svandís Svavarsdóttir formaður Vinstri grænna lýsti því yfir í gærkvöldi að henni hugnist ekki að sitja í ríkisstjórn undir forsæti Sjálfstæðisflokksins, en sæi fyrir sér að Sigurður Ingi Jóhannsson formaður Framsóknarflokksins gæti leitt starfsstjórn fram að kosningum. Telja má líklegt að forseti fari þá leið en það er þó ekki öruggt. Forsetinn gæti einnig falið Bjarna að leiða slíka stjórn. Samkvæmt starfsáætlun var gert ráð fyrir þingfundum í dag, á morgun og á fimmtudaginn. Samkvæmt þeim upplýsingum sem nú fyrir liggja á vef Alþingis er stefnt að óundirbúnum fyrirspurnatíma í þinginu klukkan 10:30 á fimmtudaginn, 17. október, þar sem fyrir svörum eiga að sitja forsætisráðherra, innviðaráðherra, félags- og vinnumarkaðsráðherra, umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra, menningar- og viðskiptaráðherra, háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra og dómsmálaráðherra. Ætla má að það muni skýrast á næstunni hvert framhald þingstarfa verður í ljósi þeirrar stöðu sem nú er uppi.
Alþingi Alþingiskosningar 2024 Tengdar fréttir Þórdís gæti boðið sig fram í Kraganum Mögulegt er að Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, varaformaður Sjálfstæðisflokksins, bjóði sig fram í Suðvesturkjördæmi í yfirvofandi kosningum. Hún segist íhuga það alvarlega. 15. október 2024 08:40 Arndís Anna hyggst ekki bjóða sig fram aftur Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir, þingmaður Pírata, hyggst ekki bjóða sig fram í komandi Alþingiskosningum. Hún segist þó ekki vera hætt að vinna með Pírötum. 14. október 2024 23:08 Sér Sigurð Inga alveg fyrir sér sem forsætisráðherra Svandís Svavarsdóttir, formaður Vinstri grænna, telur að Bjarni Benediktsson ætti að biðjast lausnar fyrir sig og ráðuneyti sitt, enda hafi hann og Sjálfstæðisflokkurinn gefist upp á verkefninu og yfirgefið ríkisstjórnina. Hún geti vel séð fyrir sér starfsstjórn Framsóknarflokks og Vinstri grænna fram að kosningum undir forsæti Sigurðar Inga Jóhannssonar formanns Framsóknarflokksins. 14. október 2024 19:25 Mest lesið Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Innlent Slóvakar vilja hýsa friðarviðræður Rússlands og Úkraínu Erlent Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Innlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent Fleiri fréttir Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Sjá meira
Þórdís gæti boðið sig fram í Kraganum Mögulegt er að Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, varaformaður Sjálfstæðisflokksins, bjóði sig fram í Suðvesturkjördæmi í yfirvofandi kosningum. Hún segist íhuga það alvarlega. 15. október 2024 08:40
Arndís Anna hyggst ekki bjóða sig fram aftur Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir, þingmaður Pírata, hyggst ekki bjóða sig fram í komandi Alþingiskosningum. Hún segist þó ekki vera hætt að vinna með Pírötum. 14. október 2024 23:08
Sér Sigurð Inga alveg fyrir sér sem forsætisráðherra Svandís Svavarsdóttir, formaður Vinstri grænna, telur að Bjarni Benediktsson ætti að biðjast lausnar fyrir sig og ráðuneyti sitt, enda hafi hann og Sjálfstæðisflokkurinn gefist upp á verkefninu og yfirgefið ríkisstjórnina. Hún geti vel séð fyrir sér starfsstjórn Framsóknarflokks og Vinstri grænna fram að kosningum undir forsæti Sigurðar Inga Jóhannssonar formanns Framsóknarflokksins. 14. október 2024 19:25