Starfsstjórn með nýjum forsætisráðherra „bara einhver furðukenning“ Jón Þór Stefánsson skrifar 14. október 2024 21:06 Bjarni Benediktsson mætti á fund forseta á Bessastöðum í morgun. Vísir/Vilhelm Bjarni Benediktsson forsætisráðherra segist ætla að biðjast lausnar úr embætti, en segir það hafa legið fyrir frá því að hann tilkynnti um að hann óski eftir þingrofi á sunnudag. Honum finnist eðlilegast að mynda starfsstjórn með stuttan forgangslista sem geti komið mikilvægum málum, líkt og fjárlögum, í gegn sem fyrst. Þetta kom fram í Kastljósi á Rúv í kvöld. Þar fjallaði Bjarni einnig um hugtakið „starfsstjórn“ sem honum hefur þótt vera mistúlkað að einhverju leiti í umræðunni undanfarna daga. Það gerði hann í kjölfar þess að Svandís Svavarsdóttir, formaður Vinstri grænna, talaði um að mynda starfsstjórn undir forystu Sigurðar Inga Jóhannssonar, formanns Framsóknar. „Það kemur á óvart að heyra þetta frá svona reyndum stjórnmálamanni [Svandísi] að það eigi að skipa starfsstjórn með öðrum forsætisráðherra. Starfsstjórn er ríkisstjórn sem hefur beðist lausnar og er beðin um að sitja áfram fram í kosningar. Það er starfsstjórn,“ sagði Bjarni „Ef menn vilja nýja ríkisstjórn með nýjum forsætisráðherra og öðrum ráðherrum þá mynda menn nýja ríkisstjórn.“ Hann bætti við að ný ríkisstjórn geti bæði verið meirihlutastjórn eða minnihlutastjórn. Hann sagði að tíma allra yrði betur borgið ef komið yrði á starfsstjórn. Þá væri hægt að koma á mikilvægum málum í gegn fyrir kosningar. „En ef einn þátttakandi í stjórnarsamstarfinu vill ekki sitja í starfssjórn undir þinni forystu?“ spurði Bergsteinn Sigurðsson, stjórnandi þáttarins. „Það væri sögulegt,“ svaraði Bjarni. „Eftir að ég biðst lausnar. Þá er komin yfirlýsing um það að það sé ekki lengur meirihlutastjórn starfandi. Það er ekki meirihlutasamkomulag. Þannig að ráðherrar eru eingöngu að starfa í starfsstjórn og gegna sínum starfsskildum sem ráðherrar, ekki á grundvelli að þeir sitji þar á grundvelli meirihlutastuðnings þingsins.“ Bjarni sagði að hugmynd Svandísar um starfsstjórn með nýjum forssætisráðherra væri „bara einhver furðukenning“ sem hann hefði aldrei heyrt um áður. „Þetta er bara einhver misskilningur því miður.“ Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Alþingiskosningar 2024 Sjálfstæðisflokkurinn Vinstri græn Framsóknarflokkurinn Alþingi Mest lesið Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina Innlent Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Innlent Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Innlent Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Innlent Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Erlent Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Innlent Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Innlent „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Innlent Áfengisneysla „Evrópumeistara í unglingadrykkju“ dregst saman Erlent Bandarískir erindrekar hótuðu evrópskum kollegum sínum Erlent Fleiri fréttir Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Lögreglumenn ákærðir fyrir uppflettingar og hlerun Sækja slasaðan sjómann djúpt austur af landinu Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Óvænt stólaskipti skyggðu ekki á Bandaríkjareisuna Ákærður fyrir að birta fjölda nektarmynda af fyrrverandi Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Georgíumaður hafi kvænst Letta til þess að fá dvalarleyfi Eldur í bíl á Hellisheiði Líklegra að það gjósi nær áramótum Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Vélfag kvartar til ESA og ræður kanónu „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Álftin fæli bændur frá kornrækt Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Húsnæðismálin í brennidepli og Alvotech lækkar á mörkuðum Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Viðreisn stillir upp á lista í Mosfellsbæ Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra tekur upp nýtt nafn Foreldrar langveikra barna einangruð og endi jafnvel sem öryrkjar Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Tvö pör handtekin og afskipti höfð af tvímenningum Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Moskítóflugan lifði kuldakastið af „Þorsti í auglýsingafé er talsverður hjá Ríkisútvarpinu“ Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Sjá meira
Þetta kom fram í Kastljósi á Rúv í kvöld. Þar fjallaði Bjarni einnig um hugtakið „starfsstjórn“ sem honum hefur þótt vera mistúlkað að einhverju leiti í umræðunni undanfarna daga. Það gerði hann í kjölfar þess að Svandís Svavarsdóttir, formaður Vinstri grænna, talaði um að mynda starfsstjórn undir forystu Sigurðar Inga Jóhannssonar, formanns Framsóknar. „Það kemur á óvart að heyra þetta frá svona reyndum stjórnmálamanni [Svandísi] að það eigi að skipa starfsstjórn með öðrum forsætisráðherra. Starfsstjórn er ríkisstjórn sem hefur beðist lausnar og er beðin um að sitja áfram fram í kosningar. Það er starfsstjórn,“ sagði Bjarni „Ef menn vilja nýja ríkisstjórn með nýjum forsætisráðherra og öðrum ráðherrum þá mynda menn nýja ríkisstjórn.“ Hann bætti við að ný ríkisstjórn geti bæði verið meirihlutastjórn eða minnihlutastjórn. Hann sagði að tíma allra yrði betur borgið ef komið yrði á starfsstjórn. Þá væri hægt að koma á mikilvægum málum í gegn fyrir kosningar. „En ef einn þátttakandi í stjórnarsamstarfinu vill ekki sitja í starfssjórn undir þinni forystu?“ spurði Bergsteinn Sigurðsson, stjórnandi þáttarins. „Það væri sögulegt,“ svaraði Bjarni. „Eftir að ég biðst lausnar. Þá er komin yfirlýsing um það að það sé ekki lengur meirihlutastjórn starfandi. Það er ekki meirihlutasamkomulag. Þannig að ráðherrar eru eingöngu að starfa í starfsstjórn og gegna sínum starfsskildum sem ráðherrar, ekki á grundvelli að þeir sitji þar á grundvelli meirihlutastuðnings þingsins.“ Bjarni sagði að hugmynd Svandísar um starfsstjórn með nýjum forssætisráðherra væri „bara einhver furðukenning“ sem hann hefði aldrei heyrt um áður. „Þetta er bara einhver misskilningur því miður.“
Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Alþingiskosningar 2024 Sjálfstæðisflokkurinn Vinstri græn Framsóknarflokkurinn Alþingi Mest lesið Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina Innlent Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Innlent Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Innlent Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Innlent Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Erlent Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Innlent Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Innlent „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Innlent Áfengisneysla „Evrópumeistara í unglingadrykkju“ dregst saman Erlent Bandarískir erindrekar hótuðu evrópskum kollegum sínum Erlent Fleiri fréttir Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Lögreglumenn ákærðir fyrir uppflettingar og hlerun Sækja slasaðan sjómann djúpt austur af landinu Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Óvænt stólaskipti skyggðu ekki á Bandaríkjareisuna Ákærður fyrir að birta fjölda nektarmynda af fyrrverandi Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Georgíumaður hafi kvænst Letta til þess að fá dvalarleyfi Eldur í bíl á Hellisheiði Líklegra að það gjósi nær áramótum Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Vélfag kvartar til ESA og ræður kanónu „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Álftin fæli bændur frá kornrækt Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Húsnæðismálin í brennidepli og Alvotech lækkar á mörkuðum Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Viðreisn stillir upp á lista í Mosfellsbæ Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra tekur upp nýtt nafn Foreldrar langveikra barna einangruð og endi jafnvel sem öryrkjar Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Tvö pör handtekin og afskipti höfð af tvímenningum Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Moskítóflugan lifði kuldakastið af „Þorsti í auglýsingafé er talsverður hjá Ríkisútvarpinu“ Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Sjá meira