Dagbjört stendur við færsluna sem hún eyddi Rafn Ágúst Ragnarsson skrifar 14. október 2024 18:52 Dagbjört segist standa við færsluna. Vísir/Vilhelm Dagbjört Hákonardóttir, þingmaður Samfylkingarinnar, segist standa við það sem hún sagði í færslu sem hún eyddi af samfélagsmiðlum um helgina. Hún segir þau hörðu viðbrögð sem færslan fékk einkennast af misskilningi og fréttaflutning af henni misvísandi. Dagbjört Hákonardóttir birti færslu á laugardaginn síðasta þar sem hún gerði athugasemd við ummæli Svandísar Svavarsdóttur, innviðaráðherra og formann Vinstri grænna. Ummæli ráðherrans voru á þann veg að það væri mennska fólgin í þeirri ákvörðun Guðmundar Inga Guðbrandssonar, félags- og vinnumarkaðsráðherra, að hringja í Sigríði Björk Guðjónsdóttur ríkislögreglustjóra í því skyni að stöðva tilvonandi brottvísun Yazans Tamimi sem nú hefur hlotið alþjóðlega vernd á Íslandi. Færslan hafi eingöngu snúið að ummælum Svandísar Í færslunni segir Dagbjört það varhugavert að Svandís skuli setja það í jákvætt samhengi að ráðherra stígi inn í einstök mál út frá pólitískum þrýstingi. Hún líkir afskiptum Guðmundar Inga við Lekamálið, Ásmundarsalsmálið og söluna á hluta ríkisins í Íslandsbanka og segir málin eiga það öll sameiginlegt að ráðherrar hafi haft óeðlileg afskipti af stjórnsýslunni. Í samtali við fréttastofu áréttar Dagbjört að færslan hafi aðeins og einungis snúið að ummælum Svandísar og afskiptum félags- og vinnumarkaðsráðherra og engan veginn að máli Yazans Tamimi. „Ég er umfram allt mjög glöð yfir því að Yazan búi hér og hafi fengið fyrirsjáanleika í sitt líf. Ummælin snerust alls ekki að því,“ segir Dagbjört. Stendur við færsluna Hún segist standa við ummæli sín en segir að hún hafi fundið sig knúna til að eyða færslunni. „Það er ágætt að horfa til þess að ummælin sem voru látin þarna falla voru í fullkomnu ósamræmi við innihald og í staðinn fyrir að fara að svara hverjum og einum ákvað ég að best væri að láta kyrrt liggja. Ég tók mér dagskrárvald þarna,“ segir Dagbjört. Alþingiskosningar 2024 Alþingi Mál Yazans Samfylkingin Hælisleitendur Vinstri græn Lögreglan Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Mest lesið Fannst lifandi í kistu í líkbrennslu Erlent Ítalski baróninn lagði landeigendur Innlent Óttast hópuppsögn sem samsvarar sextán þúsund höfuðborgarbúum Innlent Lögmaður í haldi grunaður um skipulagða brotastarfsemi Innlent Upplifa sig líkt og strandaglópa innan eigin hverfis Innlent Barnaverndarmál vekur umræður um óhefðbundinn lífstíl Erlent Noti heimilistæki, millifærslur og Alexu til að áreita og beita ofbeldi Innlent Helsti styrkleiki Íslands sé orðinn að veikleika og landið „freistandi skotmark“ Innlent Þriðji framkvæmdastjórinn frá valdatöku Guðrúnar ráðinn Innlent Stórhættuleg eiturlyf flæða til landsins í sögulegu magni Innlent Fleiri fréttir Deilur barna leiddu til tilraunar til manndráps Þrjú göt fundust í sjókví í Reyðarfirði Ekið á barn á Ísafirði Reisa minnismerki um síðutogaraútgerð á Akureyri Treystir á að Norðurál borgi Lögmaður í haldi grunaður um skipulagða brotastarfsemi Þriðji framkvæmdastjórinn frá valdatöku Guðrúnar ráðinn Helsti styrkleiki Íslands sé orðinn að veikleika og landið „freistandi skotmark“ Afhjúpi hættuleg viðhorf til íslenskra fjölmiðla Vonbrigði með Norðurál og aðför að fjölmiðlafrelsi Ítalski baróninn lagði landeigendur Sendi yfirvöldum undirskriftir vegna Fjarðarheiðarganga Noti heimilistæki, millifærslur og Alexu til að áreita og beita ofbeldi Þúsundir barna á „alræmdum“ biðlistum í brotnu kerfi Upplifa sig líkt og strandaglópa innan eigin hverfis Óttast hópuppsögn sem samsvarar sextán þúsund höfuðborgarbúum Dæmi um að íslenskir áhrifavaldar mæli með fæðingu án aðstoðar Sjúkrahúsið geti ekki sinnt lögbundinni skyldu Lögreglan fylgdist með grunnskólum Stórhættuleg eiturlyf flæða til landsins í sögulegu magni Innflutningur á stórhættulegu efni eykst og gremja vegna bílastæða Símtalið hafi verið ábyrgðarlaust og óraunhæft Vilja koma á fót nýrri stofnun fyrir fólk sem þarf að sæta öryggisráðstöfunum Reistu vörðu til minningar um Sigurð Kristófer við slysstað Svakalegur lax á Snæfellsnesi „Við verðum að hafa þetta betur niðurnjörvað“ Pétur hættur sem forstjóri Reykjalundar Furðar sig á kröfu Fjölmiðlanefndar: „Ég er bara lobbíisti eigin skoðana“ Allir bílarnir ónýtir og mildi að ekki fór verr Æ fleiri falla fyrir svikum úr enn fleiri áttum Sjá meira
Dagbjört Hákonardóttir birti færslu á laugardaginn síðasta þar sem hún gerði athugasemd við ummæli Svandísar Svavarsdóttur, innviðaráðherra og formann Vinstri grænna. Ummæli ráðherrans voru á þann veg að það væri mennska fólgin í þeirri ákvörðun Guðmundar Inga Guðbrandssonar, félags- og vinnumarkaðsráðherra, að hringja í Sigríði Björk Guðjónsdóttur ríkislögreglustjóra í því skyni að stöðva tilvonandi brottvísun Yazans Tamimi sem nú hefur hlotið alþjóðlega vernd á Íslandi. Færslan hafi eingöngu snúið að ummælum Svandísar Í færslunni segir Dagbjört það varhugavert að Svandís skuli setja það í jákvætt samhengi að ráðherra stígi inn í einstök mál út frá pólitískum þrýstingi. Hún líkir afskiptum Guðmundar Inga við Lekamálið, Ásmundarsalsmálið og söluna á hluta ríkisins í Íslandsbanka og segir málin eiga það öll sameiginlegt að ráðherrar hafi haft óeðlileg afskipti af stjórnsýslunni. Í samtali við fréttastofu áréttar Dagbjört að færslan hafi aðeins og einungis snúið að ummælum Svandísar og afskiptum félags- og vinnumarkaðsráðherra og engan veginn að máli Yazans Tamimi. „Ég er umfram allt mjög glöð yfir því að Yazan búi hér og hafi fengið fyrirsjáanleika í sitt líf. Ummælin snerust alls ekki að því,“ segir Dagbjört. Stendur við færsluna Hún segist standa við ummæli sín en segir að hún hafi fundið sig knúna til að eyða færslunni. „Það er ágætt að horfa til þess að ummælin sem voru látin þarna falla voru í fullkomnu ósamræmi við innihald og í staðinn fyrir að fara að svara hverjum og einum ákvað ég að best væri að láta kyrrt liggja. Ég tók mér dagskrárvald þarna,“ segir Dagbjört.
Alþingiskosningar 2024 Alþingi Mál Yazans Samfylkingin Hælisleitendur Vinstri græn Lögreglan Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Mest lesið Fannst lifandi í kistu í líkbrennslu Erlent Ítalski baróninn lagði landeigendur Innlent Óttast hópuppsögn sem samsvarar sextán þúsund höfuðborgarbúum Innlent Lögmaður í haldi grunaður um skipulagða brotastarfsemi Innlent Upplifa sig líkt og strandaglópa innan eigin hverfis Innlent Barnaverndarmál vekur umræður um óhefðbundinn lífstíl Erlent Noti heimilistæki, millifærslur og Alexu til að áreita og beita ofbeldi Innlent Helsti styrkleiki Íslands sé orðinn að veikleika og landið „freistandi skotmark“ Innlent Þriðji framkvæmdastjórinn frá valdatöku Guðrúnar ráðinn Innlent Stórhættuleg eiturlyf flæða til landsins í sögulegu magni Innlent Fleiri fréttir Deilur barna leiddu til tilraunar til manndráps Þrjú göt fundust í sjókví í Reyðarfirði Ekið á barn á Ísafirði Reisa minnismerki um síðutogaraútgerð á Akureyri Treystir á að Norðurál borgi Lögmaður í haldi grunaður um skipulagða brotastarfsemi Þriðji framkvæmdastjórinn frá valdatöku Guðrúnar ráðinn Helsti styrkleiki Íslands sé orðinn að veikleika og landið „freistandi skotmark“ Afhjúpi hættuleg viðhorf til íslenskra fjölmiðla Vonbrigði með Norðurál og aðför að fjölmiðlafrelsi Ítalski baróninn lagði landeigendur Sendi yfirvöldum undirskriftir vegna Fjarðarheiðarganga Noti heimilistæki, millifærslur og Alexu til að áreita og beita ofbeldi Þúsundir barna á „alræmdum“ biðlistum í brotnu kerfi Upplifa sig líkt og strandaglópa innan eigin hverfis Óttast hópuppsögn sem samsvarar sextán þúsund höfuðborgarbúum Dæmi um að íslenskir áhrifavaldar mæli með fæðingu án aðstoðar Sjúkrahúsið geti ekki sinnt lögbundinni skyldu Lögreglan fylgdist með grunnskólum Stórhættuleg eiturlyf flæða til landsins í sögulegu magni Innflutningur á stórhættulegu efni eykst og gremja vegna bílastæða Símtalið hafi verið ábyrgðarlaust og óraunhæft Vilja koma á fót nýrri stofnun fyrir fólk sem þarf að sæta öryggisráðstöfunum Reistu vörðu til minningar um Sigurð Kristófer við slysstað Svakalegur lax á Snæfellsnesi „Við verðum að hafa þetta betur niðurnjörvað“ Pétur hættur sem forstjóri Reykjalundar Furðar sig á kröfu Fjölmiðlanefndar: „Ég er bara lobbíisti eigin skoðana“ Allir bílarnir ónýtir og mildi að ekki fór verr Æ fleiri falla fyrir svikum úr enn fleiri áttum Sjá meira