Um er að ræða 80 fermetra með sérinngangi sem skiptist í forstofu, eldhús, stofu, borðstofu, tvö svefnherbergi og baðherbergi.
Eignin er í eigu hjónanna, Ólafar Sigþórsdóttur vöruhönnuðar og Vals Hreggviðssonar myndlistamanns, sem hafa innréttað heimilið á afar heillandi máta.
Eldhúsið er stúkað af, búið fallegri L-laga innréttingu í mosagrænum lit, og notalegum borðkrók.
Stofa og borðstofa er samliggjandi í opnu og vbjörtu rými með aukinni lofthæð og frönskum gluggum. Á veggjum má sjá fjöldann allan af listaverkum sem gefur heimilinu mikinn karakter.
Nánari upplýsingar á fasteignavef Vísis.




