„Svívirðileg móðgun við kennara“ Árni Sæberg skrifar 14. október 2024 11:08 Kennarar eru ekki sáttir með Einar Þorsteinsson borgarstjóra. Vísir/Vilhelm Kennarar í Reykjavík gera alvarlegar athugasemdir við þau ummæli sem Einar Þorsteinsson borgarstjóri lét falla á fjármálaráðstefnu Sambands íslenskra sveitarfélaga í liðinni viku. Þetta kemur fram í yfirlýsingu sameiginlegs fundar trúnaðarmanna og stjórna Kennarafélags Reykjavíkur og 1. deildar Félags leikskólakennara, haldinn var í gær. Tilefnið eru orð Einars um kennara og kjarabaráttu þeirra á ráðstefnunni. „Mér finnst einhvern veginn öll tölfræði, til dæmis bara um skólana okkar, benda til þess að við séum að gera eitthvað algerlega vitlaust. Að kennararnir séu að biðja um það að fá að vera minna með börnum, en eru samt veikari en nokkru sinni fyrr. Kenna minna og með fleiri undirbúningstíma,“ sagði Einar. Hann sagði kennara vera að semja sig frá kennsluskyldu og annarri viðveru. Undirbúningstímum þeirra fjölgi og það kosti borgina verulegar fjárhæðir, þar sem á móti þurfi að greiða fyrir afleysingar. Svívirðileg móðgun Í yfirlýsingunni segir að kennurum í Reykjavík finnist borgarstjóri hafa vegið að starfsheiðri sínum. Orð hans lýsi algjöru skilningsleysi á kennarastarfinu, þar sem hann fullyrði að kennarar semji sig frá kennsluskyldu, vinnuskyldu og annarri viðveru. „Að halda því fram að kennarar sækist eftir minni samveru með börnum er svívirðileg móðgun við kennara sem hafa menntað sig til þess að starfa með börnum. Það sem gerir ummæli hans sérstaklega ámælisverð er að hann er æðsti yfirmaður kennara í Reykjavík.“ Orðum fylgi ábyrgð Borgarstjóri velti upp þeirri hugleiðingu hvort sveitarfélögin séu að fá rétta vinnuframlagið fyrir þá þjónustu sem þau þurfi lögum samkvæmt að veita. Hann segi jafnframt að kennarar séu veikari en nokkru sinni fyrr, kenni minna og hafi aukinn undirbúningstíma. Þessi orð borgarstjóra séu alvarleg og sett fram án nokkurs rökstuðnings. „Orðum fylgir ábyrgð og með því að tala á þennan hátt til kennara á opinberum vettvangi samþykkir borgarstjóri virðingarleysi í garð kennara.“ Kennaraverkfall 2024 Framsóknarflokkurinn Borgarstjórn Kjaramál Stéttarfélög Reykjavík Grunnskólar Tengdar fréttir Kraumar í kennurum vegna ummæla Einars Kennarastéttin er æf út í borgarstjóra eftir ummæli hans á ráðstefnu um helgina. Grunnskólakennari spyr sig hvort sveitarfélögin ráði við rekstur grunnskólanna ef aðrir yfirmenn deila skoðunum borgarstjóra. 13. október 2024 13:20 Mest lesið Björk styður æskuvinkonu sína sem sætir svívirðingum Innlent Magga Stína handtekin í nótt af Ísraelsher Innlent Bein útsending: Mótmæla handtöku Möggu Stínu Innlent Langþreyttur á TikTok áreiti og rasískum orðsendingum skólakrakka Innlent Óheppileg „læk“ Reykjavíkurborgar: „Okkur þykir þetta miður“ Innlent Hefur áhyggjur af unga fólkinu Innlent Dularfull brotlending nærri Area 51 Erlent Átján sagt upp í Seljahlíð Innlent Keyrt á vegfaranda í Skeifunni Innlent Takmörk á því hversu langt Ísraelar geti farið til að verja hafnbann Innlent Fleiri fréttir Útlendingastofnun: Ekkert bendi til ómannúðlegrar meðferðar í Króatíu Hitnar undir feldi Lilju Játaði að hafa stolið tugum milljóna úr dánarbúi móður sinnar Játaði áralangt kynferðisofbeldi gegn stjúpdóttur sinni Bein útsending: Mótmæla handtöku Möggu Stínu Fékk aðsvif og missti bílinn yfir á annan vegarhelming Hefur áhyggjur af unga fólkinu Ungir Sjálfstæðismenn vilja stöðva hælisveitingar Sér fram á margar klukkustundir í fullkominni óvissu Takmörk á því hversu langt Ísraelar geti farið til að verja hafnbann Keyrt á vegfaranda í Skeifunni Óheppileg „læk“ Reykjavíkurborgar: „Okkur þykir þetta miður“ Hafa rætt við ísraelsk stjórnvöld og sett fram kröfur vegna Margrétar Björk styður æskuvinkonu sína sem sætir svívirðingum „Minnir á saltveðrið mikla“ Magga Stína tekin höndum og gular viðvaranir í kortunum Stúlkan komin í leitirnar Bændum verulega brugðið vegna breytinga á búvörulögum Ákærður fyrir stunguárás á Seltjarnarnesi Magga Stína handtekin í nótt af Ísraelsher Átján sagt upp í Seljahlíð Fyrri degi heimsóknar lauk með kvöldverði í forsetahöllinni Sást blóðugur fyrir utan fjölbýlishús Langþreyttur á TikTok áreiti og rasískum orðsendingum skólakrakka „Það er sárt að þurfa að horfa á eftir þeim“ Ekki hlutverk stjórnarandstöðunnar að halda uppi stemmingu Segir réttast að ráðherra dragi drögin í heild sinni til baka Spyr hvort aflífa þurfi sig vegna mjaðmaskipta Þungt símtal bónda í Skagafirði Lögregla lýsir eftir fimmtán ára stúlku Sjá meira
Þetta kemur fram í yfirlýsingu sameiginlegs fundar trúnaðarmanna og stjórna Kennarafélags Reykjavíkur og 1. deildar Félags leikskólakennara, haldinn var í gær. Tilefnið eru orð Einars um kennara og kjarabaráttu þeirra á ráðstefnunni. „Mér finnst einhvern veginn öll tölfræði, til dæmis bara um skólana okkar, benda til þess að við séum að gera eitthvað algerlega vitlaust. Að kennararnir séu að biðja um það að fá að vera minna með börnum, en eru samt veikari en nokkru sinni fyrr. Kenna minna og með fleiri undirbúningstíma,“ sagði Einar. Hann sagði kennara vera að semja sig frá kennsluskyldu og annarri viðveru. Undirbúningstímum þeirra fjölgi og það kosti borgina verulegar fjárhæðir, þar sem á móti þurfi að greiða fyrir afleysingar. Svívirðileg móðgun Í yfirlýsingunni segir að kennurum í Reykjavík finnist borgarstjóri hafa vegið að starfsheiðri sínum. Orð hans lýsi algjöru skilningsleysi á kennarastarfinu, þar sem hann fullyrði að kennarar semji sig frá kennsluskyldu, vinnuskyldu og annarri viðveru. „Að halda því fram að kennarar sækist eftir minni samveru með börnum er svívirðileg móðgun við kennara sem hafa menntað sig til þess að starfa með börnum. Það sem gerir ummæli hans sérstaklega ámælisverð er að hann er æðsti yfirmaður kennara í Reykjavík.“ Orðum fylgi ábyrgð Borgarstjóri velti upp þeirri hugleiðingu hvort sveitarfélögin séu að fá rétta vinnuframlagið fyrir þá þjónustu sem þau þurfi lögum samkvæmt að veita. Hann segi jafnframt að kennarar séu veikari en nokkru sinni fyrr, kenni minna og hafi aukinn undirbúningstíma. Þessi orð borgarstjóra séu alvarleg og sett fram án nokkurs rökstuðnings. „Orðum fylgir ábyrgð og með því að tala á þennan hátt til kennara á opinberum vettvangi samþykkir borgarstjóri virðingarleysi í garð kennara.“
Kennaraverkfall 2024 Framsóknarflokkurinn Borgarstjórn Kjaramál Stéttarfélög Reykjavík Grunnskólar Tengdar fréttir Kraumar í kennurum vegna ummæla Einars Kennarastéttin er æf út í borgarstjóra eftir ummæli hans á ráðstefnu um helgina. Grunnskólakennari spyr sig hvort sveitarfélögin ráði við rekstur grunnskólanna ef aðrir yfirmenn deila skoðunum borgarstjóra. 13. október 2024 13:20 Mest lesið Björk styður æskuvinkonu sína sem sætir svívirðingum Innlent Magga Stína handtekin í nótt af Ísraelsher Innlent Bein útsending: Mótmæla handtöku Möggu Stínu Innlent Langþreyttur á TikTok áreiti og rasískum orðsendingum skólakrakka Innlent Óheppileg „læk“ Reykjavíkurborgar: „Okkur þykir þetta miður“ Innlent Hefur áhyggjur af unga fólkinu Innlent Dularfull brotlending nærri Area 51 Erlent Átján sagt upp í Seljahlíð Innlent Keyrt á vegfaranda í Skeifunni Innlent Takmörk á því hversu langt Ísraelar geti farið til að verja hafnbann Innlent Fleiri fréttir Útlendingastofnun: Ekkert bendi til ómannúðlegrar meðferðar í Króatíu Hitnar undir feldi Lilju Játaði að hafa stolið tugum milljóna úr dánarbúi móður sinnar Játaði áralangt kynferðisofbeldi gegn stjúpdóttur sinni Bein útsending: Mótmæla handtöku Möggu Stínu Fékk aðsvif og missti bílinn yfir á annan vegarhelming Hefur áhyggjur af unga fólkinu Ungir Sjálfstæðismenn vilja stöðva hælisveitingar Sér fram á margar klukkustundir í fullkominni óvissu Takmörk á því hversu langt Ísraelar geti farið til að verja hafnbann Keyrt á vegfaranda í Skeifunni Óheppileg „læk“ Reykjavíkurborgar: „Okkur þykir þetta miður“ Hafa rætt við ísraelsk stjórnvöld og sett fram kröfur vegna Margrétar Björk styður æskuvinkonu sína sem sætir svívirðingum „Minnir á saltveðrið mikla“ Magga Stína tekin höndum og gular viðvaranir í kortunum Stúlkan komin í leitirnar Bændum verulega brugðið vegna breytinga á búvörulögum Ákærður fyrir stunguárás á Seltjarnarnesi Magga Stína handtekin í nótt af Ísraelsher Átján sagt upp í Seljahlíð Fyrri degi heimsóknar lauk með kvöldverði í forsetahöllinni Sást blóðugur fyrir utan fjölbýlishús Langþreyttur á TikTok áreiti og rasískum orðsendingum skólakrakka „Það er sárt að þurfa að horfa á eftir þeim“ Ekki hlutverk stjórnarandstöðunnar að halda uppi stemmingu Segir réttast að ráðherra dragi drögin í heild sinni til baka Spyr hvort aflífa þurfi sig vegna mjaðmaskipta Þungt símtal bónda í Skagafirði Lögregla lýsir eftir fimmtán ára stúlku Sjá meira
Kraumar í kennurum vegna ummæla Einars Kennarastéttin er æf út í borgarstjóra eftir ummæli hans á ráðstefnu um helgina. Grunnskólakennari spyr sig hvort sveitarfélögin ráði við rekstur grunnskólanna ef aðrir yfirmenn deila skoðunum borgarstjóra. 13. október 2024 13:20