Krabbameinsrannsóknir á Íslandi Sigurdís Haraldsdóttir, Sigríður Gunnarsdóttir og Stefán Þ. Sigurðsson skrifa 14. október 2024 08:02 Gera má ráð fyrir að um þriðjungur Íslendinga greinist með krabbamein einhvern tímann á lífsleiðinni. Um árabil hefur október verið helgaður árvekniátaki til að vekja athygli á krabbameinum hjá konum og verðum við því áþreifanlega vör við umræðu um krabbamein þessa dagana og ekki að ástæðulausu. Þeim sem greinast með krabbamein á Íslandi fer fjölgandi ár frá ári, fyrst og fremst vegna hækkandi meðalaldurs þjóðarinnar og fjölgun íbúa, en einnig að einhverju marki vegna aukinnar áhættu. Fyrirséð er að þessi fjölgun krabbameinstilvika muni halda áfram á komandi árum sem kallar á markvissar aðgerðir svo unnt verði að veita þeim sem á þurfa að halda nauðsynlega þjónustu. Rannsóknasetur-Krabbameinsskrár Krabbameinsfélagsins heldur utan um Krabbameinsskrá Íslands þar sem skráð eru öll krabbamein sem greind hafa verið á Íslandi frá árinu 1954. Nýlega hafa verið uppfærðar tölur yfir fjölda þeirra sem greinast með krabbamein, nýgengi og algengi sem byggja á gögnum frá árunum 2019-2023. Birt eru fimm ára meðaltöl til að draga úr tilviljanakenndum sveiflum sem eru algengar vegna þess hversu fáir Íslendingar eru. Einnig hefur verið birt spá um fjölgun nýrra krabbameinstilfella og algengi krabbameina til ársins 2040. Með nýgengi er átti við hversu margir greinast með krabbamein á ári miðað við íbúafjölda og algengi segir til um er hversu margir séu á lífi sem einhvern tíma hafa greinst með krabbamein. Á árunum 2019-2023 greindust að meðaltali 1988 einstaklingar með krabbamein á ári á Íslandi, 1017 karlar og 971 kona. Til samanburðar var 1853 árlegur fjöldi krabbameinstilfella á árnum 2018-2022. Þetta er fjölgun um að meðaltali 135 einstaklinga á ári. Þegar leiðrétt er fyrir mannfjölda og aldri þá er nýgengi hins vegar lítið breytt sem bendir til þess að áhætta hvers einstaklings á að greinast með krabbamein hafi lítið breyst. Þrátt fyrir að krabbamein séu annað algengasta dánarmein Íslendinga þá lifa margir eftir að hafa greinst, ýmist læknaðir eða með sjúkdóm sem meðhöndlaður er til lengri tíma. Í árslok 2023 voru 18.419 einstaklingar á lífi á Íslandi sem hafa fengið eða eru með krabbamein, samanborið við 17.493 í lok árs 2022. Rannsóknasetur-Krabbameinsskrá hefur einnig nýverið unnið spá um fjölda þeirra sem munu greinast með krabbamein árið 2040 og fjölda einstaklinga á lífi sem fengið hafa krabbamein. Spáð er 57% fjölgun nýrra krabbameinstilfella til ársins 2040 borið saman við árslok 2022 og fjölgar þá nýgreiningum úr 1853 í 2903 á ári. Þetta er umtalsvert meiri hlutfallsleg aukning en á hinum Norðurlöndunum og skýrist fyrst og fremst af því hversu fjölmennar kynslóðirnar sem fæddust á árunum eftir stríð voru á Íslandi í samanburði við nágrannalöndin. Því er einnig spáð að samtímis fjölgi þeim sem lifi eftir að hafa greinst með krabbamein um 54%, fari úr 17.493 í 27.348. Þetta skýrist meðal annars af árangri í greiningu og meðferð krabbameina. Evrópusambandið hefur einsett sér að 90% allra þegna EES hafi aðgang að vottaðri Krabbameinsmiðstöð (e. Cancer center) árið 2030. Þegar er hafinn undirbúningur að vottun slíkrar miðstöðvar hér á landi að frumkvæði Landspítala. Eitt af hlutverkum slíkrar miðstöðvar er að gæta þess að sjúklingar hafi aðgang að bestu mögulegu meðferðum á hverjum tíma, menntun heilbrigðisstarfsfólks og nema í heilbrigðisvísindum sé með því besta sem gerist og að öflugar grunn- og klínískar rannsóknir á krabbameinum séu stundaðar. Nýverið hefur verið bent á að dregið hefur úr fjármagni sem fer í opinbera samkeppnissjóði vísinda á Íslandi og er það miður. Fjárfestingar í samkeppnissjóðum skila sér margfalt tilbaka til samfélagsins. Á Landspítala fer einungis um 0.7% af heildarfjármagni spítalans í vísindastarf. Vísindastefna Landspítala 2019-2024 gerði ráð fyrir því að 3% af veltu Landspítala færi í vísindastarf en þessi aukning hefur ekki gengið eftir. Sambærileg háskólasjúkrahús á Norðurlöndunum setja um 3% heildarfjármagns í innviði fyrir vísindastarfsemi og í Bandaríkjunum er þetta hlutfall allt að 12-13%. Mikilvægt er að hafa öfluga innviði og fjármagn til að geta stundað rannsóknir. Mannauður er einnig nauðsynlegur og mikilvægt að geta laðað að vísindamenn, bæði í grunnrannsóknir og klínískar rannsóknir, til að byggja upp öfluga rannsóknarhópa og geta tekið þátt í alþjóðlegu samstarfi og sótt í evrópska samkeppnissjóði. Sérstakur heilbrigðisvísindasjóður sem stendur til að koma á væri einnig mikilvægur akkur í því að efla heilbrigðisvísindarannsóknir. Nauðsynlegt er að halda áfram skráningu og rannsóknum á krabbameinum og fjallað verður um það á málþingi ætlað almenningi á Líf og heilbrigðisvísindaráðstefnu Háskóla Ísland þriðjudaginn 15.október á milli 11.15 og 12.30 á Hilton Hotel. Sigríður Gunnarsdóttir. Forstöðumaður Rannsóknaseturs-Krabbameinsskrár hjá Krabbameinsfélagi Íslands og Prófessor við HÍ og LSH. Sigurdís Haraldsdóttir. Krabbameinslæknir, yfirlæknir á LSH, dósent við HÍ. Stefán Þ. Sigurðsson. Prófessor við Læknadeild HÍ. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Krabbamein Mest lesið Hvers vegna var Úlfar rekinn? Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Að apa eða skapa Rósa Dögg Ægisdóttir Skoðun Um styttingu vinnuvikunnar í leikskólum Reykjavíkurborgar, ákall um leiðréttingu Anna Margrét Ólafsdóttir,Hafdís Svansdóttir,Jónína Einarsdóttir Skoðun Ríkisstjórnin ræðst gegn ferðaþjónustu bænda Lilja Rannveig Sigurgeirsdóttir Skoðun Gangast við mistökum Júlíus Birgir Jóhannsson Skoðun Að reyna að „tímasetja“ markaðinn - er það góð strategía? Baldvin Ingi Sigurðsson Skoðun Eru forsætisráðherra og ríkisstjórn hrædd við vilja fólksins; lýðræðið? Ole Anton Bieltvedt Skoðun Lífsnauðsynlegt aðgengi Bryndís Haraldsdóttir Skoðun Að vilja meira og meira, meira í dag en í gær Harpa Fönn Sigurjónsdóttir Skoðun Kallað eftir málefnalegri umræðu um kröfur um íslenskukunnáttu Eiríkur Rögnvaldsson Skoðun Skoðun Skoðun Að vilja meira og meira, meira í dag en í gær Harpa Fönn Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Sjálfboðaliðinn er hornsteinninn Hannes S. Jónsson skrifar Skoðun Kallað eftir málefnalegri umræðu um kröfur um íslenskukunnáttu Eiríkur Rögnvaldsson skrifar Skoðun Gangast við mistökum Júlíus Birgir Jóhannsson skrifar Skoðun Um styttingu vinnuvikunnar í leikskólum Reykjavíkurborgar, ákall um leiðréttingu Anna Margrét Ólafsdóttir,Hafdís Svansdóttir,Jónína Einarsdóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin ræðst gegn ferðaþjónustu bænda Lilja Rannveig Sigurgeirsdóttir skrifar Skoðun Að apa eða skapa Rósa Dögg Ægisdóttir skrifar Skoðun Að reyna að „tímasetja“ markaðinn - er það góð strategía? Baldvin Ingi Sigurðsson skrifar Skoðun Lífsnauðsynlegt aðgengi Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hvers vegna var Úlfar rekinn? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Eru forsætisráðherra og ríkisstjórn hrædd við vilja fólksins; lýðræðið? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Þegar við ætluðum að hitta Farage - Á Ísland að ganga í ESB? Sveinn Ólafsson skrifar Skoðun Sama steypan Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Ofbeldi gagnvart eldra fólki Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Að taka ekki mark á sjálfum sér Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Betri borg Alexandra Briem skrifar Skoðun Að eiga sæti við borðið Grímur Grímsson skrifar Skoðun Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Íþróttir eru lykilinn Willum Þór Þórsson skrifar Skoðun Framtíð safna í ferðaþjónustu Guðrún D. Whitehead skrifar Skoðun Munu Ísraelsmenn sprengja bifreið páfa í loft upp? Einar Baldvin Árnason skrifar Skoðun Að skapa framtíð úr fortíð Anna Hildur Hildibrandsdóttir skrifar Skoðun Tími til umbóta í byggingareftirliti Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Stærð er ekki mæld í sentimetrum Sigmar Guðmundsson skrifar Skoðun Áður en íslenskan leysist upp Gamithra Marga skrifar Skoðun Lögfræðingurinn sem gleymdi tilgangi laga Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Þétting byggðar – nokkur mistök gjaldfella ekki stefnuna Samúel Torfi Pétursson skrifar Skoðun Breyta lífum til hins betra eða dvelja áfram í hýðum síns vetra? Tómas Ellert Tómasson skrifar Skoðun Hverjum þjónar nýsköpunin? Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Heilbrigðisráðherra og stjórn VIRK hafa brugðist okkur Eden Frost Kjartansbur skrifar Sjá meira
Gera má ráð fyrir að um þriðjungur Íslendinga greinist með krabbamein einhvern tímann á lífsleiðinni. Um árabil hefur október verið helgaður árvekniátaki til að vekja athygli á krabbameinum hjá konum og verðum við því áþreifanlega vör við umræðu um krabbamein þessa dagana og ekki að ástæðulausu. Þeim sem greinast með krabbamein á Íslandi fer fjölgandi ár frá ári, fyrst og fremst vegna hækkandi meðalaldurs þjóðarinnar og fjölgun íbúa, en einnig að einhverju marki vegna aukinnar áhættu. Fyrirséð er að þessi fjölgun krabbameinstilvika muni halda áfram á komandi árum sem kallar á markvissar aðgerðir svo unnt verði að veita þeim sem á þurfa að halda nauðsynlega þjónustu. Rannsóknasetur-Krabbameinsskrár Krabbameinsfélagsins heldur utan um Krabbameinsskrá Íslands þar sem skráð eru öll krabbamein sem greind hafa verið á Íslandi frá árinu 1954. Nýlega hafa verið uppfærðar tölur yfir fjölda þeirra sem greinast með krabbamein, nýgengi og algengi sem byggja á gögnum frá árunum 2019-2023. Birt eru fimm ára meðaltöl til að draga úr tilviljanakenndum sveiflum sem eru algengar vegna þess hversu fáir Íslendingar eru. Einnig hefur verið birt spá um fjölgun nýrra krabbameinstilfella og algengi krabbameina til ársins 2040. Með nýgengi er átti við hversu margir greinast með krabbamein á ári miðað við íbúafjölda og algengi segir til um er hversu margir séu á lífi sem einhvern tíma hafa greinst með krabbamein. Á árunum 2019-2023 greindust að meðaltali 1988 einstaklingar með krabbamein á ári á Íslandi, 1017 karlar og 971 kona. Til samanburðar var 1853 árlegur fjöldi krabbameinstilfella á árnum 2018-2022. Þetta er fjölgun um að meðaltali 135 einstaklinga á ári. Þegar leiðrétt er fyrir mannfjölda og aldri þá er nýgengi hins vegar lítið breytt sem bendir til þess að áhætta hvers einstaklings á að greinast með krabbamein hafi lítið breyst. Þrátt fyrir að krabbamein séu annað algengasta dánarmein Íslendinga þá lifa margir eftir að hafa greinst, ýmist læknaðir eða með sjúkdóm sem meðhöndlaður er til lengri tíma. Í árslok 2023 voru 18.419 einstaklingar á lífi á Íslandi sem hafa fengið eða eru með krabbamein, samanborið við 17.493 í lok árs 2022. Rannsóknasetur-Krabbameinsskrá hefur einnig nýverið unnið spá um fjölda þeirra sem munu greinast með krabbamein árið 2040 og fjölda einstaklinga á lífi sem fengið hafa krabbamein. Spáð er 57% fjölgun nýrra krabbameinstilfella til ársins 2040 borið saman við árslok 2022 og fjölgar þá nýgreiningum úr 1853 í 2903 á ári. Þetta er umtalsvert meiri hlutfallsleg aukning en á hinum Norðurlöndunum og skýrist fyrst og fremst af því hversu fjölmennar kynslóðirnar sem fæddust á árunum eftir stríð voru á Íslandi í samanburði við nágrannalöndin. Því er einnig spáð að samtímis fjölgi þeim sem lifi eftir að hafa greinst með krabbamein um 54%, fari úr 17.493 í 27.348. Þetta skýrist meðal annars af árangri í greiningu og meðferð krabbameina. Evrópusambandið hefur einsett sér að 90% allra þegna EES hafi aðgang að vottaðri Krabbameinsmiðstöð (e. Cancer center) árið 2030. Þegar er hafinn undirbúningur að vottun slíkrar miðstöðvar hér á landi að frumkvæði Landspítala. Eitt af hlutverkum slíkrar miðstöðvar er að gæta þess að sjúklingar hafi aðgang að bestu mögulegu meðferðum á hverjum tíma, menntun heilbrigðisstarfsfólks og nema í heilbrigðisvísindum sé með því besta sem gerist og að öflugar grunn- og klínískar rannsóknir á krabbameinum séu stundaðar. Nýverið hefur verið bent á að dregið hefur úr fjármagni sem fer í opinbera samkeppnissjóði vísinda á Íslandi og er það miður. Fjárfestingar í samkeppnissjóðum skila sér margfalt tilbaka til samfélagsins. Á Landspítala fer einungis um 0.7% af heildarfjármagni spítalans í vísindastarf. Vísindastefna Landspítala 2019-2024 gerði ráð fyrir því að 3% af veltu Landspítala færi í vísindastarf en þessi aukning hefur ekki gengið eftir. Sambærileg háskólasjúkrahús á Norðurlöndunum setja um 3% heildarfjármagns í innviði fyrir vísindastarfsemi og í Bandaríkjunum er þetta hlutfall allt að 12-13%. Mikilvægt er að hafa öfluga innviði og fjármagn til að geta stundað rannsóknir. Mannauður er einnig nauðsynlegur og mikilvægt að geta laðað að vísindamenn, bæði í grunnrannsóknir og klínískar rannsóknir, til að byggja upp öfluga rannsóknarhópa og geta tekið þátt í alþjóðlegu samstarfi og sótt í evrópska samkeppnissjóði. Sérstakur heilbrigðisvísindasjóður sem stendur til að koma á væri einnig mikilvægur akkur í því að efla heilbrigðisvísindarannsóknir. Nauðsynlegt er að halda áfram skráningu og rannsóknum á krabbameinum og fjallað verður um það á málþingi ætlað almenningi á Líf og heilbrigðisvísindaráðstefnu Háskóla Ísland þriðjudaginn 15.október á milli 11.15 og 12.30 á Hilton Hotel. Sigríður Gunnarsdóttir. Forstöðumaður Rannsóknaseturs-Krabbameinsskrár hjá Krabbameinsfélagi Íslands og Prófessor við HÍ og LSH. Sigurdís Haraldsdóttir. Krabbameinslæknir, yfirlæknir á LSH, dósent við HÍ. Stefán Þ. Sigurðsson. Prófessor við Læknadeild HÍ.
Um styttingu vinnuvikunnar í leikskólum Reykjavíkurborgar, ákall um leiðréttingu Anna Margrét Ólafsdóttir,Hafdís Svansdóttir,Jónína Einarsdóttir Skoðun
Eru forsætisráðherra og ríkisstjórn hrædd við vilja fólksins; lýðræðið? Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Skoðun Kallað eftir málefnalegri umræðu um kröfur um íslenskukunnáttu Eiríkur Rögnvaldsson skrifar
Skoðun Um styttingu vinnuvikunnar í leikskólum Reykjavíkurborgar, ákall um leiðréttingu Anna Margrét Ólafsdóttir,Hafdís Svansdóttir,Jónína Einarsdóttir skrifar
Skoðun Eru forsætisráðherra og ríkisstjórn hrædd við vilja fólksins; lýðræðið? Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Breyta lífum til hins betra eða dvelja áfram í hýðum síns vetra? Tómas Ellert Tómasson skrifar
Um styttingu vinnuvikunnar í leikskólum Reykjavíkurborgar, ákall um leiðréttingu Anna Margrét Ólafsdóttir,Hafdís Svansdóttir,Jónína Einarsdóttir Skoðun
Eru forsætisráðherra og ríkisstjórn hrædd við vilja fólksins; lýðræðið? Ole Anton Bieltvedt Skoðun