Bjarni hafi ákveðið „að henda inn handklæðinu” Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 13. október 2024 19:48 Sigurður Ingi Jóhannsson, formaður Framsóknarflokksins. Vísir/Einar Sigurður Ingi Jóhannsson, fjármálaráðherra og formaður Framsóknarflokksins, segir ákvörðun forsætisráðherra um að óska eftir þingrofi og boða kosningar hafa komið nokkuð á óvart. Sjálfstæðisflokkurinn hafi „kastað inn handklæðinu“ þótt hann telji sjálfur að stjórnarflokkarnir hefðu getað náð saman um mikilvæg mál til að halda áfram samstarfi. Þetta sagði Sigurður Ingi í kvöldfréttum Rúv. „Ég get svo sem tekið undir með Svandísi að það að þetta gerist í dag eftir ágætan fund okkar í gær kom svolítið á óvart. En mitt mat hefur verið það hingað til að það sé alveg hægt að ná saman,” sagði Sigurður Ingi í fréttum Rúv. Þá vitnaði hann í yfirlýsingu sem hann sendi frá sér í gær, um að það væri mikilvægt að stjórnarflokkarnir kæmu að því borði og tækju ákvörðun um hvort þeir vildu halda áfram að taka þátt í stjórnarsamstarfinu. Það gengi ekki að halda áfram í „því tómarúmi“ sem hafi ríkt síðan eftir landsfund Vinstri grænna. Við tókum þetta samtal auðvitað í gær þar sem við vorum að velta vöngum yfir því hvort hægt væri að ná saman,“ sagði Sigurður Ingi. Hann nefnir sem dæmi útlendingamálin sem hann hafi talið að hægt væri að ná saman um. Sú hafi ekki verið raunin að mati Sjálfstæðisflokksins. „Þeir treysta sér ekki til að halda áfram og ákveða svolítið að henda inn handklæðinu. Sem mér finnst vera ábyrgðarhluti þegar það gengur, við erum á góðri leið með að ná niður verðbólgunni. Ég hef áhyggjur af því að svona ákvörðun geti truflað það ferli,“ sagði Sigurður Ingi. Þingið geti þó tekið utan um ákveðin mál og reynt að klára þau þótt að starfstjórn sé við völdin þar til kosið verður. Þá segist hann ítrekað hafa séð þingmenn VG, og ekki síður þingmenn Sjálfstæðisflokksins, segjast ekki vilja gera ákveðnar málamiðlanir. Slíkt gangi ekki ef þriggja flokka stjórn á að ganga. Fréttastofa hefur ítrekað óskað eftir viðtali við Sigurð Inga síðan síðdegis í dag, án árangurs. Framsóknarflokkurinn Alþingi Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Alþingiskosningar 2024 Mest lesið Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku Innlent Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Innlent „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Innlent „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Innlent „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ Innlent Það helsta úr fyrsta skammti Epstein-skjalanna Erlent Pútín sagður hafa valið Witkoff Erlent Svona á að raða í uppþvottavélina Innlent Epstein-skjölin birt Erlent Bindur vonir við Vor til vinstri Innlent Fleiri fréttir Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Bindur vonir við Vor til vinstri Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Sjá meira
„Ég get svo sem tekið undir með Svandísi að það að þetta gerist í dag eftir ágætan fund okkar í gær kom svolítið á óvart. En mitt mat hefur verið það hingað til að það sé alveg hægt að ná saman,” sagði Sigurður Ingi í fréttum Rúv. Þá vitnaði hann í yfirlýsingu sem hann sendi frá sér í gær, um að það væri mikilvægt að stjórnarflokkarnir kæmu að því borði og tækju ákvörðun um hvort þeir vildu halda áfram að taka þátt í stjórnarsamstarfinu. Það gengi ekki að halda áfram í „því tómarúmi“ sem hafi ríkt síðan eftir landsfund Vinstri grænna. Við tókum þetta samtal auðvitað í gær þar sem við vorum að velta vöngum yfir því hvort hægt væri að ná saman,“ sagði Sigurður Ingi. Hann nefnir sem dæmi útlendingamálin sem hann hafi talið að hægt væri að ná saman um. Sú hafi ekki verið raunin að mati Sjálfstæðisflokksins. „Þeir treysta sér ekki til að halda áfram og ákveða svolítið að henda inn handklæðinu. Sem mér finnst vera ábyrgðarhluti þegar það gengur, við erum á góðri leið með að ná niður verðbólgunni. Ég hef áhyggjur af því að svona ákvörðun geti truflað það ferli,“ sagði Sigurður Ingi. Þingið geti þó tekið utan um ákveðin mál og reynt að klára þau þótt að starfstjórn sé við völdin þar til kosið verður. Þá segist hann ítrekað hafa séð þingmenn VG, og ekki síður þingmenn Sjálfstæðisflokksins, segjast ekki vilja gera ákveðnar málamiðlanir. Slíkt gangi ekki ef þriggja flokka stjórn á að ganga. Fréttastofa hefur ítrekað óskað eftir viðtali við Sigurð Inga síðan síðdegis í dag, án árangurs.
Framsóknarflokkurinn Alþingi Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Alþingiskosningar 2024 Mest lesið Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku Innlent Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Innlent „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Innlent „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Innlent „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ Innlent Það helsta úr fyrsta skammti Epstein-skjalanna Erlent Pútín sagður hafa valið Witkoff Erlent Svona á að raða í uppþvottavélina Innlent Epstein-skjölin birt Erlent Bindur vonir við Vor til vinstri Innlent Fleiri fréttir Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Bindur vonir við Vor til vinstri Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Sjá meira