Vænlegast fyrir alla að þjóðin fái að kjósa Heimir Már Pétursson skrifar 13. október 2024 19:46 Bjarni Benediktsson forsætisráðherra gengur á fundu Höllu Tómasdóttur forseta Íslands til að óska eftir þingrofi. Vísir/Vilhelm Bjarni Benediktsson forsætisráðherra hittir forseta Íslands klukkan níu í fyrramálið að óska eftir þingrofi sem hann vonast til að geti formlega átt sér stað á fimmtudag. Hann segir ágreiningsmálin í samstarfinu hafa verið orðin of mörg og alvarleg og því rétt að slíta stjórnarsamstarfinu. Bjarni Benediktsson forsætisráðherra boðaði óvænt til blaðamannafundar í forsætisráðuneytinu klukkan hálf fjögur. Miðað við það sem á undan er gengið undraði kannski engann að hann greindi frá því að stjórnarsamstarfinu væri lokið. Bjarni sagði að lagt hafi verið upp með í vor þegar hann tók við forsætisráðherraembættinu að megin áhersla yrði lögð á þrjú viðfangsefni; efnahagsmálin, útlendingamálin og orkumálin. Með haustinu hafi hins vegar orðið ljóst að það væri greinilega ekki að ganga upp í samstarfinu við Vinstri græn. „Það er upp ágreiningur um aðgerðir í hælisleitendmálum. Það hefur verið opinbert. Við höfum verið í ágreiningi lengi í stjórninni um framtíðarsýn varðandi orkunýtingu. Og nú er það svo að tillögur frá umhverfis-, orku og loftslagsráðherra hafa verið fastar í ríkisstjórninni um nokkurt skeið, um næsta ramma,“ sagði Bjarni. Bjarni Benediktsson segir fullreynt að Vinstri Græn og Sjálfstæðisflokkur nái ekki saman í útlendingamálum, orkumálum og lagareldismálum svo eitthvað væri nefnt.Vísir/Vilhelm Hann sæi heldur ekki að ásættanleg niðurstaða náist um önnur mikilvæg mál fyrir kosningar. Þar mætti nefna frumvarp um lagareldið sem væri dottið út af þingmálaskrá ríkisstjórnarinnar þar sem verið væri að fjárfesta fyrir milljarða. Eftir fundi með þingflokki Sjálfstæðisflokksins og oddvitum hinna stjórnarflokkanna um helgina teldi hann ekki miklar líkur á samstöðu um þessi mál. Ríkisstjórnin hafi aftur á móti þrátt fyrir allt náð miklum árangri á sjö árum. „En svo breytast verkefnin. Hælisleitendamálin sem hafa verið í vissum ágreiningi milli flokkanna á þessu kjörtímabili. Og eru að mati okkar áfram mikið forgangsmál. Að tryggja landamærin og grípa til aðgerða til að auka skilvirkni í afgreiðslu mála,“ segir fráfarandi forsætisráðherra. Efnahagsstjórnin verði að gefa svör til komandi ára. „Það þýðir að ríkisstjórnin þarf að geta svarað því hvað stendur til í grænni orkuöflun og nýtingu grænnrar orku til að byggja samfélagið upp til lengri tíma og fara í orkuskiptin. Það þýðir að þegar við erum með nýjar atvinnugreinar að ríkisstjórnin verður að hafa burði til þess að leysa úr efnislegum ágreiningi um lagalegt umhverfi slíkrar atvinnuuppbyggingar til lengri tíma,“ segir Bjarni. Þverrandi fylgi Sjálfstæðisflokksins í könnunum megi örugglega að hluta rekja til óánægju stuðningsmanna með gang stefnumála flokksins. Enda bersýnilegt að Vinstri græn og Sjálfstæðisflokur hefðu mjög ólíka sýn sem hafi birst víða. Þetta verður í annað sinn sem ríkisstjórn þar sem Bjarni Benediktsson er forsætisráðherra klárar ekki kjörtímabilið.Vísir/Vilhelm „Það hefur birst í málum allt frá utanríkisstefnu yfir í hælisleitendamál, sem hér eru nefnd. Ég er að nefna hér orkumálin og vonandi þarf ég ekki að eyða löngum tíma í að útskýra, til dæmis eftir landsfund Vinstri grænna, hversu ólíka framtíðarsýn sá flokkur hefur borið saman við það sem ég vil standa fyrir,“ segir formaður Sjálfstæðisflokksins. Besti færi á því að stjórnarflokkar hefðu sameiginlega sýn á lykilþætti og á það hefði skort í vaxandi mæli. Því væri farsælast fyrir þjóðina og stjórnarflokkanna að ganga til kosninga. „Og veita þjóðinni það vald að svara þessum stóru spurningum sem flokkarnir geta hver fyrir sig kynnt fyrir kjósendum sínum framtíðarsýn á. Og ef allt gengur eins og ég er hér að leggja upp með munum við Íslendingar ganga til kosninga undir lok nóvembermánaðar,“ sagði Bjarni Benediktsson. Bjarni á fund með forseta Íslands á Bessastöðum klukkan níu í fyrramálið. Forsetinn mun síðan væntanlega eiga fundi með formönnum annarra flokka á morgun. Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Alþingi Forseti Íslands Alþingiskosningar 2024 Sjálfstæðisflokkurinn Framsóknarflokkurinn Vinstri græn Mest lesið Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Innlent Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Innlent Rok og rigning sama hvert er litið Veður Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ Innlent „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ Innlent MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Innlent Hjólreiðamaður slasaður við Kerlingarfjöll Innlent Erlendur ferðamaður lést við Hrafntinnusker Innlent Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Innlent Bátar brenna í Bolungarvík Innlent Fleiri fréttir Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Áhyggjur af tollum ESB, olíuþjófur gómaður og fífldjarfir ferðamenn „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Hjólreiðamaður slasaður við Kerlingarfjöll Árekstur í Öxnadal Ung stúlka varð fyrir húsbíl og hljóp af vettvangi Vilja að ríkisstjórnin leggi allt kapp í að afstýra tollunum Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Ekkert hægt að gera nema húseigendur kæri Segir afkomu hundraða ógnað með beinum hætti Mikil umferð á gosstöðvunum og óvissa á Grundartanga Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Sóttu veikan ferðamann í Loðmundarfjörð Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Vara fólk við því að ganga á nýrunnu hrauninu Stór jarðskjálfti í Vatnajökli Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Sjáanlega nóg komið þegar þjóðarleiðtogar taka undir Eldur í yfirgefnu húsi í Borgartúni Tvítugur Akureyringur með rafskutluleigu fyrir ferðamenn Þekktum Íslendingum lögð orð í munn með gervigreind Fulltrúar minnihlutans á einu um að tollarnir hafi ekki verið ræddir Gervigreind leggur Íslendingum orð í munn, bátabruni og veðrið um versló Atvinnubílstjóri með farþega undir áhrifum áfengis í vinnunni Sjá meira
Bjarni Benediktsson forsætisráðherra boðaði óvænt til blaðamannafundar í forsætisráðuneytinu klukkan hálf fjögur. Miðað við það sem á undan er gengið undraði kannski engann að hann greindi frá því að stjórnarsamstarfinu væri lokið. Bjarni sagði að lagt hafi verið upp með í vor þegar hann tók við forsætisráðherraembættinu að megin áhersla yrði lögð á þrjú viðfangsefni; efnahagsmálin, útlendingamálin og orkumálin. Með haustinu hafi hins vegar orðið ljóst að það væri greinilega ekki að ganga upp í samstarfinu við Vinstri græn. „Það er upp ágreiningur um aðgerðir í hælisleitendmálum. Það hefur verið opinbert. Við höfum verið í ágreiningi lengi í stjórninni um framtíðarsýn varðandi orkunýtingu. Og nú er það svo að tillögur frá umhverfis-, orku og loftslagsráðherra hafa verið fastar í ríkisstjórninni um nokkurt skeið, um næsta ramma,“ sagði Bjarni. Bjarni Benediktsson segir fullreynt að Vinstri Græn og Sjálfstæðisflokkur nái ekki saman í útlendingamálum, orkumálum og lagareldismálum svo eitthvað væri nefnt.Vísir/Vilhelm Hann sæi heldur ekki að ásættanleg niðurstaða náist um önnur mikilvæg mál fyrir kosningar. Þar mætti nefna frumvarp um lagareldið sem væri dottið út af þingmálaskrá ríkisstjórnarinnar þar sem verið væri að fjárfesta fyrir milljarða. Eftir fundi með þingflokki Sjálfstæðisflokksins og oddvitum hinna stjórnarflokkanna um helgina teldi hann ekki miklar líkur á samstöðu um þessi mál. Ríkisstjórnin hafi aftur á móti þrátt fyrir allt náð miklum árangri á sjö árum. „En svo breytast verkefnin. Hælisleitendamálin sem hafa verið í vissum ágreiningi milli flokkanna á þessu kjörtímabili. Og eru að mati okkar áfram mikið forgangsmál. Að tryggja landamærin og grípa til aðgerða til að auka skilvirkni í afgreiðslu mála,“ segir fráfarandi forsætisráðherra. Efnahagsstjórnin verði að gefa svör til komandi ára. „Það þýðir að ríkisstjórnin þarf að geta svarað því hvað stendur til í grænni orkuöflun og nýtingu grænnrar orku til að byggja samfélagið upp til lengri tíma og fara í orkuskiptin. Það þýðir að þegar við erum með nýjar atvinnugreinar að ríkisstjórnin verður að hafa burði til þess að leysa úr efnislegum ágreiningi um lagalegt umhverfi slíkrar atvinnuuppbyggingar til lengri tíma,“ segir Bjarni. Þverrandi fylgi Sjálfstæðisflokksins í könnunum megi örugglega að hluta rekja til óánægju stuðningsmanna með gang stefnumála flokksins. Enda bersýnilegt að Vinstri græn og Sjálfstæðisflokur hefðu mjög ólíka sýn sem hafi birst víða. Þetta verður í annað sinn sem ríkisstjórn þar sem Bjarni Benediktsson er forsætisráðherra klárar ekki kjörtímabilið.Vísir/Vilhelm „Það hefur birst í málum allt frá utanríkisstefnu yfir í hælisleitendamál, sem hér eru nefnd. Ég er að nefna hér orkumálin og vonandi þarf ég ekki að eyða löngum tíma í að útskýra, til dæmis eftir landsfund Vinstri grænna, hversu ólíka framtíðarsýn sá flokkur hefur borið saman við það sem ég vil standa fyrir,“ segir formaður Sjálfstæðisflokksins. Besti færi á því að stjórnarflokkar hefðu sameiginlega sýn á lykilþætti og á það hefði skort í vaxandi mæli. Því væri farsælast fyrir þjóðina og stjórnarflokkanna að ganga til kosninga. „Og veita þjóðinni það vald að svara þessum stóru spurningum sem flokkarnir geta hver fyrir sig kynnt fyrir kjósendum sínum framtíðarsýn á. Og ef allt gengur eins og ég er hér að leggja upp með munum við Íslendingar ganga til kosninga undir lok nóvembermánaðar,“ sagði Bjarni Benediktsson. Bjarni á fund með forseta Íslands á Bessastöðum klukkan níu í fyrramálið. Forsetinn mun síðan væntanlega eiga fundi með formönnum annarra flokka á morgun.
Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Alþingi Forseti Íslands Alþingiskosningar 2024 Sjálfstæðisflokkurinn Framsóknarflokkurinn Vinstri græn Mest lesið Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Innlent Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Innlent Rok og rigning sama hvert er litið Veður Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ Innlent „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ Innlent MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Innlent Hjólreiðamaður slasaður við Kerlingarfjöll Innlent Erlendur ferðamaður lést við Hrafntinnusker Innlent Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Innlent Bátar brenna í Bolungarvík Innlent Fleiri fréttir Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Áhyggjur af tollum ESB, olíuþjófur gómaður og fífldjarfir ferðamenn „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Hjólreiðamaður slasaður við Kerlingarfjöll Árekstur í Öxnadal Ung stúlka varð fyrir húsbíl og hljóp af vettvangi Vilja að ríkisstjórnin leggi allt kapp í að afstýra tollunum Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Ekkert hægt að gera nema húseigendur kæri Segir afkomu hundraða ógnað með beinum hætti Mikil umferð á gosstöðvunum og óvissa á Grundartanga Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Sóttu veikan ferðamann í Loðmundarfjörð Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Vara fólk við því að ganga á nýrunnu hrauninu Stór jarðskjálfti í Vatnajökli Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Sjáanlega nóg komið þegar þjóðarleiðtogar taka undir Eldur í yfirgefnu húsi í Borgartúni Tvítugur Akureyringur með rafskutluleigu fyrir ferðamenn Þekktum Íslendingum lögð orð í munn með gervigreind Fulltrúar minnihlutans á einu um að tollarnir hafi ekki verið ræddir Gervigreind leggur Íslendingum orð í munn, bátabruni og veðrið um versló Atvinnubílstjóri með farþega undir áhrifum áfengis í vinnunni Sjá meira