Taldi þingrof og kosningar ekki vera næst á dagskrá Elín Margrét Böðvarsdóttir og Heimir Már Pétursson skrifa 13. október 2024 16:57 Svandís Svavarsdóttir formaður VG. Vísir/Vilhelm Formaður Vinstri grænna er hugsi yfir þeirri stöðu sem upp er komin í stjórnmálunum eftir að forsætisráðherra tilkynnti um að hann vilji rjúfa þing og boða til kosninga. Þá sé það umhugsunarefni fyrir Sjálfstæðisflokkinn að þetta sé í annað sinn sem stjórn undir forystu Bjarna Benediktssonar heldur ekki út kjörtímabilið. Ákvörðun Bjarna hafi því komið sér á óvart. „Svona tíðindi eru auðvitað alltaf stór í pólitík þegar tekin er ákvörðun um það að slíta stjórnarsamstarfi,“ segir Svandís Svavarsdóttir, formaður Vinstri grænna, um ákvörðun forsætisráðherra um að óska eftir þingrofi og boða kosningar í lok nóvember. „Ég er hugsi vegna þess að við höfðum setið yfir málunum, formenn stjórnarflokkanna í gær, og farið yfir stöðuna og ég taldi þetta ekki vera miðað við þann fund næst á dagskrá. En svo reyndist það vera svo og við bara vinnum úr því. Það hlýtur að vera umhugsunarefni fyrir Sjálfstæðisflokkinn að þetta er í annað skiptið sem ríkisstjórn undir forystu formanns flokksins þrýtur erindið í rauninni og ræður ekki við að klára verkefnið,“ segir Svandís. Það sé veruleiki sem Sjálfstæðisflokkurinn þurfi að vinna úr. Þá veki það athygli hennar að Bjarni hafi nefnt mál á borð við útlendingamál og orkumál sem dæmi um það hvar flokkunum hafi illa gengið að ná saman. „Við hefðum viljað segja að okkar mikilvægustu og brýnustu verkefni væru verkefni venjulegs fólks og viðfangsefnin sem snúast um það að ná endum saman. Efnahagsmálin og húsnæðismálin og þau mál sem eru efst á blaði í hugum venjulegs fólks. Það er líka umhugsunarefni fyrir okkur,“ segir Svandís. Viðtal Heimis Más Péturssonar fréttamanns við Svandísi má sjá í heild sinni í spilaranum hér að neðan: Alþingi Vinstri græn Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Alþingiskosningar 2024 Mest lesið Egill Þór er látinn Innlent Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Brást of harkalega við dyraati Innlent Flugferðum aflýst Innlent Hyggst greiða atkvæði með bókun 35 Innlent Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman Innlent Hvalveiðilögin barn síns tíma Innlent Lokað um Þrengsli og vegir víða á óvissustigi Veður Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Erlent Segir Grænland ekki falt Erlent Fleiri fréttir Allt kapp lagt á að landsmenn komist heim fyrir jól Segir ríkisstjórnarsáttmálana keimlíka Eitt Egilsstaðaflug en annars öllu aflýst Hvalveiðilögin barn síns tíma Hyggst greiða atkvæði með bókun 35 Sigurður Ingi segir áberandi glufur í sáttmálanum Endurskoða lög um hvalveiðar á kjörtímabilinu Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman „Skítaveður á aðfangadagskvöld og jóladag“ Óveður um jólin og Inga tók lagið á fyrsta fundi ríkisstjórnar Brást of harkalega við dyraati Inga tók jólalag á fyrsta fundi Berglind nýr dómandi við Endurupptökudóm Flugferðum aflýst Vegur að Patreksfirði lokaður vegna snjóflóðs Egill Þór er látinn Nýir ráðherrar ætli að vinna saman og ekki loka sig af Flæddi inn í hús á Arnarnesi Ný ríkisstjórn fundar í dag „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Missti stjórn á bílnum og endaði inni í garði Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Kirkjutröppurnar opnaðar að nýju og hiti í hverju þrepi Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Umferðartafir vegna bílveltu á Mýrum Lyklaskipti og afmæli elsta Íslendingsins Sjá meira
„Svona tíðindi eru auðvitað alltaf stór í pólitík þegar tekin er ákvörðun um það að slíta stjórnarsamstarfi,“ segir Svandís Svavarsdóttir, formaður Vinstri grænna, um ákvörðun forsætisráðherra um að óska eftir þingrofi og boða kosningar í lok nóvember. „Ég er hugsi vegna þess að við höfðum setið yfir málunum, formenn stjórnarflokkanna í gær, og farið yfir stöðuna og ég taldi þetta ekki vera miðað við þann fund næst á dagskrá. En svo reyndist það vera svo og við bara vinnum úr því. Það hlýtur að vera umhugsunarefni fyrir Sjálfstæðisflokkinn að þetta er í annað skiptið sem ríkisstjórn undir forystu formanns flokksins þrýtur erindið í rauninni og ræður ekki við að klára verkefnið,“ segir Svandís. Það sé veruleiki sem Sjálfstæðisflokkurinn þurfi að vinna úr. Þá veki það athygli hennar að Bjarni hafi nefnt mál á borð við útlendingamál og orkumál sem dæmi um það hvar flokkunum hafi illa gengið að ná saman. „Við hefðum viljað segja að okkar mikilvægustu og brýnustu verkefni væru verkefni venjulegs fólks og viðfangsefnin sem snúast um það að ná endum saman. Efnahagsmálin og húsnæðismálin og þau mál sem eru efst á blaði í hugum venjulegs fólks. Það er líka umhugsunarefni fyrir okkur,“ segir Svandís. Viðtal Heimis Más Péturssonar fréttamanns við Svandísi má sjá í heild sinni í spilaranum hér að neðan:
Alþingi Vinstri græn Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Alþingiskosningar 2024 Mest lesið Egill Þór er látinn Innlent Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Brást of harkalega við dyraati Innlent Flugferðum aflýst Innlent Hyggst greiða atkvæði með bókun 35 Innlent Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman Innlent Hvalveiðilögin barn síns tíma Innlent Lokað um Þrengsli og vegir víða á óvissustigi Veður Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Erlent Segir Grænland ekki falt Erlent Fleiri fréttir Allt kapp lagt á að landsmenn komist heim fyrir jól Segir ríkisstjórnarsáttmálana keimlíka Eitt Egilsstaðaflug en annars öllu aflýst Hvalveiðilögin barn síns tíma Hyggst greiða atkvæði með bókun 35 Sigurður Ingi segir áberandi glufur í sáttmálanum Endurskoða lög um hvalveiðar á kjörtímabilinu Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman „Skítaveður á aðfangadagskvöld og jóladag“ Óveður um jólin og Inga tók lagið á fyrsta fundi ríkisstjórnar Brást of harkalega við dyraati Inga tók jólalag á fyrsta fundi Berglind nýr dómandi við Endurupptökudóm Flugferðum aflýst Vegur að Patreksfirði lokaður vegna snjóflóðs Egill Þór er látinn Nýir ráðherrar ætli að vinna saman og ekki loka sig af Flæddi inn í hús á Arnarnesi Ný ríkisstjórn fundar í dag „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Missti stjórn á bílnum og endaði inni í garði Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Kirkjutröppurnar opnaðar að nýju og hiti í hverju þrepi Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Umferðartafir vegna bílveltu á Mýrum Lyklaskipti og afmæli elsta Íslendingsins Sjá meira