Hægt að hafa vinnufrið „ef engin er vinnan“ Ólafur Björn Sverrisson skrifar 13. október 2024 12:22 Hildur Sverrisdóttir, þingkona Sjálfstæðisflokksins. Vísir/Vilhelm Hildur Sverrisdóttir þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins segir flokkinn ekki geta horft framhjá yfirlýsingu Vinstri grænna um að ákveðin mál stjórnarsáttmálans muni ekki klárast. Það sé vissulega hægt að hafa vinnufrið á meðan vinnan sé engin. Þetta segir Hildur um ákall Sigurðar Inga Jóhannssyni formanni Framsóknarflokksins eftir vinnufriði innan ríkisstjórnarinnar. Sigurður Ingi gaf samstarfsflokkunum Vinstri grænum og Sjálfsræðisflokki nokkurra sólarhringa frest til að sættast um áframhaldandi samstarf. Mikil óvissa ríkir því um framtíð ríkisstjórnarinnar. Eftir fund þingflokks Sjálfstæðisflokksins á föstudag hafa þingmenn flokksins lítið sem ekkert viljað tjá sig við fjölmiðla. Hildur segir nýjustu vendingar, yfirlýsingar Vinstri grænna um að ekki verði gengið lengra í útlendinga- og orkumálum, gefa flokknum enn ríkari ástæðu til að hafa áhyggjur af samstarfinu. „Ég var aðeins hugsi yfir þessu með þennan vinnufrið. Það er vissulega hægt að hafa mjög mikinn frið ef engin er vinnan. Í mínum huga kristallast þetta í áherslumun flokkanna og við Sjálfstæðismenn erum mjög skýr með þá ábyrgð okkar að þetta snúist um að klára mál, segir Hildur Sverrisdóttir sem ræddi málið á Sprengisandi á Bylgjunni í dag. Grundvallarágreiningur hefur verið á milli Vinstri grænna og Sjálfstæðisflokks í útlendingamálum og orkumálum. Hildur segir yfirlýsingar VG gefa flokknum tilefni til að endurmeta stöðuna. „Stíga inn og gera það öllum ljóst að við munum ekki sitja á þessum stólum til að sitjá þessum stólum í friði og ró.“ „Það sem er nýtt í þessari stöðu núna er að það sé álitið sem ábyrgðarhluti hjá okkur að það megi ekki horfa framhjá því, þegar það er búið að setja það í orð. Að ákveðin mál, sem við teljum mikilvæg fyrir samfélagið, muni ekki klárast,“ segir Hildur Sverrisdóttir þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins. Hlusta má á viðtalið við hana á Sprengisandi í spilaranum hér að ofan. Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Sjálfstæðisflokkurinn Vinstri græn Framsóknarflokkurinn Alþingi Tengdar fréttir Ríkisstjórnin á hengiflugi Formenn stjórnarflokkanna munu að öllum líkindum nota dagana fram að reglulegum ríkisstjórnarfundi á þriðjudag til að ræða óróleikann í stjórnarsamstarfinu. Bjarni Benediktsson forsætisráðherra sagði eftir skyndifund þingflokks Sjálfstæðisflokksins í Valhöll í gær að afstaða Vinstri grænna til frekari breytinga á útlendingalögum væri „vandamál.“ 12. október 2024 11:10 Of vandræðalegt fyrir Sjálfstæðisflokkinn að halda áfram Sigmundur Davíð Gunnlaugsson formaður Miðflokksins gerir ráð fyrir því að Bjarni Benediktsson formaður Sjálfstæðisflokksins hafi óskað eftir umboði flokks síns til þess að slíta samstarfi ríkisstjórnarinnar á fundi þingflokksins í Valhöll í gær. Í ljósi yfirlýsinga innan úr VG væri of vandræðalegt fyrir Sjálfstæðisflokkinn að halda áfram samstarfinu. 12. október 2024 15:01 Mest lesið Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Ætlar ekki að láta „óða“ Demókrata kúga sig Erlent Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Innlent Ódæðin í Súdan mögulega glæpir gegn mannkyninu Erlent „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Innlent Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Málar myndir með vinstri hendi eftir heilablóðfall Innlent Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina Innlent Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Innlent Þúsundir hafi orðið af milljónum Innlent Fleiri fréttir Lögreglan innsiglaði Flóka Málar myndir með vinstri hendi eftir heilablóðfall „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Lögreglumenn ákærðir fyrir uppflettingar og hlerun Sækja slasaðan sjómann djúpt austur af landinu Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Óvænt stólaskipti skyggðu ekki á Bandaríkjareisuna Ákærður fyrir að birta fjölda nektarmynda af fyrrverandi Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Georgíumaður hafi kvænst Letta til þess að fá dvalarleyfi Eldur í bíl á Hellisheiði Líklegra að það gjósi nær áramótum Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Vélfag kvartar til ESA og ræður kanónu „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Álftin fæli bændur frá kornrækt Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Húsnæðismálin í brennidepli og Alvotech lækkar á mörkuðum Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Viðreisn stillir upp á lista í Mosfellsbæ Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra tekur upp nýtt nafn Foreldrar langveikra barna einangruð og endi jafnvel sem öryrkjar Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Tvö pör handtekin og afskipti höfð af tvímenningum Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Sjá meira
Þetta segir Hildur um ákall Sigurðar Inga Jóhannssyni formanni Framsóknarflokksins eftir vinnufriði innan ríkisstjórnarinnar. Sigurður Ingi gaf samstarfsflokkunum Vinstri grænum og Sjálfsræðisflokki nokkurra sólarhringa frest til að sættast um áframhaldandi samstarf. Mikil óvissa ríkir því um framtíð ríkisstjórnarinnar. Eftir fund þingflokks Sjálfstæðisflokksins á föstudag hafa þingmenn flokksins lítið sem ekkert viljað tjá sig við fjölmiðla. Hildur segir nýjustu vendingar, yfirlýsingar Vinstri grænna um að ekki verði gengið lengra í útlendinga- og orkumálum, gefa flokknum enn ríkari ástæðu til að hafa áhyggjur af samstarfinu. „Ég var aðeins hugsi yfir þessu með þennan vinnufrið. Það er vissulega hægt að hafa mjög mikinn frið ef engin er vinnan. Í mínum huga kristallast þetta í áherslumun flokkanna og við Sjálfstæðismenn erum mjög skýr með þá ábyrgð okkar að þetta snúist um að klára mál, segir Hildur Sverrisdóttir sem ræddi málið á Sprengisandi á Bylgjunni í dag. Grundvallarágreiningur hefur verið á milli Vinstri grænna og Sjálfstæðisflokks í útlendingamálum og orkumálum. Hildur segir yfirlýsingar VG gefa flokknum tilefni til að endurmeta stöðuna. „Stíga inn og gera það öllum ljóst að við munum ekki sitja á þessum stólum til að sitjá þessum stólum í friði og ró.“ „Það sem er nýtt í þessari stöðu núna er að það sé álitið sem ábyrgðarhluti hjá okkur að það megi ekki horfa framhjá því, þegar það er búið að setja það í orð. Að ákveðin mál, sem við teljum mikilvæg fyrir samfélagið, muni ekki klárast,“ segir Hildur Sverrisdóttir þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins. Hlusta má á viðtalið við hana á Sprengisandi í spilaranum hér að ofan.
Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Sjálfstæðisflokkurinn Vinstri græn Framsóknarflokkurinn Alþingi Tengdar fréttir Ríkisstjórnin á hengiflugi Formenn stjórnarflokkanna munu að öllum líkindum nota dagana fram að reglulegum ríkisstjórnarfundi á þriðjudag til að ræða óróleikann í stjórnarsamstarfinu. Bjarni Benediktsson forsætisráðherra sagði eftir skyndifund þingflokks Sjálfstæðisflokksins í Valhöll í gær að afstaða Vinstri grænna til frekari breytinga á útlendingalögum væri „vandamál.“ 12. október 2024 11:10 Of vandræðalegt fyrir Sjálfstæðisflokkinn að halda áfram Sigmundur Davíð Gunnlaugsson formaður Miðflokksins gerir ráð fyrir því að Bjarni Benediktsson formaður Sjálfstæðisflokksins hafi óskað eftir umboði flokks síns til þess að slíta samstarfi ríkisstjórnarinnar á fundi þingflokksins í Valhöll í gær. Í ljósi yfirlýsinga innan úr VG væri of vandræðalegt fyrir Sjálfstæðisflokkinn að halda áfram samstarfinu. 12. október 2024 15:01 Mest lesið Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Ætlar ekki að láta „óða“ Demókrata kúga sig Erlent Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Innlent Ódæðin í Súdan mögulega glæpir gegn mannkyninu Erlent „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Innlent Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Málar myndir með vinstri hendi eftir heilablóðfall Innlent Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina Innlent Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Innlent Þúsundir hafi orðið af milljónum Innlent Fleiri fréttir Lögreglan innsiglaði Flóka Málar myndir með vinstri hendi eftir heilablóðfall „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Lögreglumenn ákærðir fyrir uppflettingar og hlerun Sækja slasaðan sjómann djúpt austur af landinu Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Óvænt stólaskipti skyggðu ekki á Bandaríkjareisuna Ákærður fyrir að birta fjölda nektarmynda af fyrrverandi Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Georgíumaður hafi kvænst Letta til þess að fá dvalarleyfi Eldur í bíl á Hellisheiði Líklegra að það gjósi nær áramótum Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Vélfag kvartar til ESA og ræður kanónu „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Álftin fæli bændur frá kornrækt Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Húsnæðismálin í brennidepli og Alvotech lækkar á mörkuðum Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Viðreisn stillir upp á lista í Mosfellsbæ Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra tekur upp nýtt nafn Foreldrar langveikra barna einangruð og endi jafnvel sem öryrkjar Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Tvö pör handtekin og afskipti höfð af tvímenningum Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Sjá meira
Ríkisstjórnin á hengiflugi Formenn stjórnarflokkanna munu að öllum líkindum nota dagana fram að reglulegum ríkisstjórnarfundi á þriðjudag til að ræða óróleikann í stjórnarsamstarfinu. Bjarni Benediktsson forsætisráðherra sagði eftir skyndifund þingflokks Sjálfstæðisflokksins í Valhöll í gær að afstaða Vinstri grænna til frekari breytinga á útlendingalögum væri „vandamál.“ 12. október 2024 11:10
Of vandræðalegt fyrir Sjálfstæðisflokkinn að halda áfram Sigmundur Davíð Gunnlaugsson formaður Miðflokksins gerir ráð fyrir því að Bjarni Benediktsson formaður Sjálfstæðisflokksins hafi óskað eftir umboði flokks síns til þess að slíta samstarfi ríkisstjórnarinnar á fundi þingflokksins í Valhöll í gær. Í ljósi yfirlýsinga innan úr VG væri of vandræðalegt fyrir Sjálfstæðisflokkinn að halda áfram samstarfinu. 12. október 2024 15:01