Óútskýrður dauði ungrar blaðakonu í haldi Rússa Kjartan Kjartansson skrifar 13. október 2024 10:00 Frá minningarathöfn um Viktoriiu Roshchynu í miðborg Kænugarðs á föstudag. Hún var aðeins 27 ára þegar hún lést í rússnesku fangelsi. Vísir/EPA Rússneska varnarmálaráðuneytið hefur engar skýringar á dauða Viktoriiu Roshchynu, úkraínskrar blaðakonu, í rússnesku fangelsi. Blaðakonan, sem var 27 ára gömul, hvarf í hernumdri Austur-Úkraínu í ágúst í fyrra. Það tók rússnesk yfirvöld níu mánuði að viðurkenna að Roshchyna hefði verið handtekin eftir að hún hvarf sporlaust í Austur-Úkraínu. Þau gáfu aldrei neina ástæðu fyrir því hvers vegna hún hefði verið tekin höndum, að sögn breska ríkisútvarpsins BBC. Enn var ekkert um skýringar þegar faðir Roshchynu fékk stuttort bréf frá rússneska varnarmálaráðuneytinu um að dóttir hans hefði látist 19. september í síðustu viku. Ekki kom fram hvert banamein hennar hefði verið, aðeins að líkinu yrði skilað í reglegum skiptum Rússa og Úkraínumanna á líkum fallinna hermanna. Færð í „rússneska Guantánamo“ Ritstjóri Roshchynu hjá Ukrayinska Pravda segir BBC að hún hafi viljað sýna hvernig fólk lifði í borgum Austur-Úkraínu undir hernámi Rússa þrátt fyrir að það væri stórhættulegt. Hún hafi aldrei notað dulnefni heldur alltaf skrifað undir eigin nafni. Vitað er að Roshchynu var haldið í Taganrog, alræmdu fangelsi í sunnanverðu Rússlandi. Úkraínumenn kalla það „rússneska Guantánamo“ með vísun í bandarísku herstöðina á Kúbu þar sem meintum hryðjuverkamönnum hefur verið haldið utan dóms og laga um árabil. Úkraínskur fangi þar sem slapp úr haldi í síðasta mánuði sagði fjölskyldu blaðakonunnar að hann hefði séð hana þar í fyrri hluta mánaðarins. Ritstjóri hennar sagðist hafa fengið upplýsingar um að hún yrði hluti af fyrirhuguðum fangaskiptum um miðjan september. Roshchyna er hins vegar sögð hafa verið færð í annað fangelsi, Lefortovo, sem rússneska leyniþjónustan FSB rekur. Þar er meintum njósnurum meðal annars haldið föngnum. Ekki er vitað til þess að hún hafi nokkru sinni verið ákærð fyrir glæp í Rússlandi. Samkvæmt heimildum BBC ræddi faðir Roshchynu við hana 30. ágúst eftir að hún hafði talað um að grípa til hungurverkfalls. Faðirinn hafi hvatt hana til að hætta því og hún hafi orðið við því. Fá litlar sem engar upplýsingar um ástvini í haldi Rússa Rússar hafa tekið fjölda óbreyttra úkraínskra borgara til fanga frá því að þeir hernámu hluta Úkraínu í innrás sinni. Fjölskyldum fanganna hefur verið haldið í nær algeru myrkri um hvar þeir eru niður komnir og hvort að þeim verði nokkru sinni sleppt. Hvorki lögmenn né fulltrúar Rauða krossins hafa fengið að hitta fangana. „Það er alls kyns fólk, þar á meðal uppgjafarhermenn og lögreglumenn og sveitarstjórnarmenn eins og borgarstjórar. Og svo kunna auðvitað að vera mun fleiri sem við vitum ekki um,“ segir Tetyana Katrytsjenkó, framkvæmdastjóri samtakanna Media Initiative for Human Rights, við BBC. Samtök hennar hafa tekið saman lista um óbreytta borgara í haldi Rússa sem telur 1.886 manns. Úkraína Rússland Innrás Rússa í Úkraínu Mannréttindi Fjölmiðlar Tjáningarfrelsi Mest lesið Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Innlent „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Innlent Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Sendi Dönum tóninn Erlent Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það Innlent Rak sex eftir fund með umdeildum samsæringi Erlent Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Innlent Russell Brand ákærður fyrir nauðganir og kynferðisbrot Erlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent Fleiri fréttir TikTok hólpið í bili Rak sex eftir fund með umdeildum samsæringi Russell Brand ákærður fyrir nauðganir og kynferðisbrot Sendi Dönum tóninn Saka Pútín um að draga lappirnar Rannsaka dráp á sjúkraliðum en neita að þeir hafi verið teknir af lífi Forseti Suður-Kóreu leystur frá embætti Rannsaka góðgerðarsamtök sem Harrý stofnaði Grunaður um að verða mæðgum að bana Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Draga sig úr Alþjóðasakamáladómstólnum fyrir heimsókn Netanjahú Kvarta sáran yfir vopnakaupum Evrópu Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Fjölga flugmóðurskipum og herþotum í Mið-Austurlöndum Skoða kostnaðinn við yfirtöku Grænlands Loka síðasta kolaorkuveri Finnlands Demókratar unnu dýrustu dómarakosningar Bandaríkjanna Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Talaði í 25 tíma og sló Bandaríkjamet Lýsa yfir vikulangri þjóðarsorg Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Sjá meira
Það tók rússnesk yfirvöld níu mánuði að viðurkenna að Roshchyna hefði verið handtekin eftir að hún hvarf sporlaust í Austur-Úkraínu. Þau gáfu aldrei neina ástæðu fyrir því hvers vegna hún hefði verið tekin höndum, að sögn breska ríkisútvarpsins BBC. Enn var ekkert um skýringar þegar faðir Roshchynu fékk stuttort bréf frá rússneska varnarmálaráðuneytinu um að dóttir hans hefði látist 19. september í síðustu viku. Ekki kom fram hvert banamein hennar hefði verið, aðeins að líkinu yrði skilað í reglegum skiptum Rússa og Úkraínumanna á líkum fallinna hermanna. Færð í „rússneska Guantánamo“ Ritstjóri Roshchynu hjá Ukrayinska Pravda segir BBC að hún hafi viljað sýna hvernig fólk lifði í borgum Austur-Úkraínu undir hernámi Rússa þrátt fyrir að það væri stórhættulegt. Hún hafi aldrei notað dulnefni heldur alltaf skrifað undir eigin nafni. Vitað er að Roshchynu var haldið í Taganrog, alræmdu fangelsi í sunnanverðu Rússlandi. Úkraínumenn kalla það „rússneska Guantánamo“ með vísun í bandarísku herstöðina á Kúbu þar sem meintum hryðjuverkamönnum hefur verið haldið utan dóms og laga um árabil. Úkraínskur fangi þar sem slapp úr haldi í síðasta mánuði sagði fjölskyldu blaðakonunnar að hann hefði séð hana þar í fyrri hluta mánaðarins. Ritstjóri hennar sagðist hafa fengið upplýsingar um að hún yrði hluti af fyrirhuguðum fangaskiptum um miðjan september. Roshchyna er hins vegar sögð hafa verið færð í annað fangelsi, Lefortovo, sem rússneska leyniþjónustan FSB rekur. Þar er meintum njósnurum meðal annars haldið föngnum. Ekki er vitað til þess að hún hafi nokkru sinni verið ákærð fyrir glæp í Rússlandi. Samkvæmt heimildum BBC ræddi faðir Roshchynu við hana 30. ágúst eftir að hún hafði talað um að grípa til hungurverkfalls. Faðirinn hafi hvatt hana til að hætta því og hún hafi orðið við því. Fá litlar sem engar upplýsingar um ástvini í haldi Rússa Rússar hafa tekið fjölda óbreyttra úkraínskra borgara til fanga frá því að þeir hernámu hluta Úkraínu í innrás sinni. Fjölskyldum fanganna hefur verið haldið í nær algeru myrkri um hvar þeir eru niður komnir og hvort að þeim verði nokkru sinni sleppt. Hvorki lögmenn né fulltrúar Rauða krossins hafa fengið að hitta fangana. „Það er alls kyns fólk, þar á meðal uppgjafarhermenn og lögreglumenn og sveitarstjórnarmenn eins og borgarstjórar. Og svo kunna auðvitað að vera mun fleiri sem við vitum ekki um,“ segir Tetyana Katrytsjenkó, framkvæmdastjóri samtakanna Media Initiative for Human Rights, við BBC. Samtök hennar hafa tekið saman lista um óbreytta borgara í haldi Rússa sem telur 1.886 manns.
Úkraína Rússland Innrás Rússa í Úkraínu Mannréttindi Fjölmiðlar Tjáningarfrelsi Mest lesið Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Innlent „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Innlent Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Sendi Dönum tóninn Erlent Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það Innlent Rak sex eftir fund með umdeildum samsæringi Erlent Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Innlent Russell Brand ákærður fyrir nauðganir og kynferðisbrot Erlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent Fleiri fréttir TikTok hólpið í bili Rak sex eftir fund með umdeildum samsæringi Russell Brand ákærður fyrir nauðganir og kynferðisbrot Sendi Dönum tóninn Saka Pútín um að draga lappirnar Rannsaka dráp á sjúkraliðum en neita að þeir hafi verið teknir af lífi Forseti Suður-Kóreu leystur frá embætti Rannsaka góðgerðarsamtök sem Harrý stofnaði Grunaður um að verða mæðgum að bana Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Draga sig úr Alþjóðasakamáladómstólnum fyrir heimsókn Netanjahú Kvarta sáran yfir vopnakaupum Evrópu Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Fjölga flugmóðurskipum og herþotum í Mið-Austurlöndum Skoða kostnaðinn við yfirtöku Grænlands Loka síðasta kolaorkuveri Finnlands Demókratar unnu dýrustu dómarakosningar Bandaríkjanna Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Talaði í 25 tíma og sló Bandaríkjamet Lýsa yfir vikulangri þjóðarsorg Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Sjá meira