Óútskýrður dauði ungrar blaðakonu í haldi Rússa Kjartan Kjartansson skrifar 13. október 2024 10:00 Frá minningarathöfn um Viktoriiu Roshchynu í miðborg Kænugarðs á föstudag. Hún var aðeins 27 ára þegar hún lést í rússnesku fangelsi. Vísir/EPA Rússneska varnarmálaráðuneytið hefur engar skýringar á dauða Viktoriiu Roshchynu, úkraínskrar blaðakonu, í rússnesku fangelsi. Blaðakonan, sem var 27 ára gömul, hvarf í hernumdri Austur-Úkraínu í ágúst í fyrra. Það tók rússnesk yfirvöld níu mánuði að viðurkenna að Roshchyna hefði verið handtekin eftir að hún hvarf sporlaust í Austur-Úkraínu. Þau gáfu aldrei neina ástæðu fyrir því hvers vegna hún hefði verið tekin höndum, að sögn breska ríkisútvarpsins BBC. Enn var ekkert um skýringar þegar faðir Roshchynu fékk stuttort bréf frá rússneska varnarmálaráðuneytinu um að dóttir hans hefði látist 19. september í síðustu viku. Ekki kom fram hvert banamein hennar hefði verið, aðeins að líkinu yrði skilað í reglegum skiptum Rússa og Úkraínumanna á líkum fallinna hermanna. Færð í „rússneska Guantánamo“ Ritstjóri Roshchynu hjá Ukrayinska Pravda segir BBC að hún hafi viljað sýna hvernig fólk lifði í borgum Austur-Úkraínu undir hernámi Rússa þrátt fyrir að það væri stórhættulegt. Hún hafi aldrei notað dulnefni heldur alltaf skrifað undir eigin nafni. Vitað er að Roshchynu var haldið í Taganrog, alræmdu fangelsi í sunnanverðu Rússlandi. Úkraínumenn kalla það „rússneska Guantánamo“ með vísun í bandarísku herstöðina á Kúbu þar sem meintum hryðjuverkamönnum hefur verið haldið utan dóms og laga um árabil. Úkraínskur fangi þar sem slapp úr haldi í síðasta mánuði sagði fjölskyldu blaðakonunnar að hann hefði séð hana þar í fyrri hluta mánaðarins. Ritstjóri hennar sagðist hafa fengið upplýsingar um að hún yrði hluti af fyrirhuguðum fangaskiptum um miðjan september. Roshchyna er hins vegar sögð hafa verið færð í annað fangelsi, Lefortovo, sem rússneska leyniþjónustan FSB rekur. Þar er meintum njósnurum meðal annars haldið föngnum. Ekki er vitað til þess að hún hafi nokkru sinni verið ákærð fyrir glæp í Rússlandi. Samkvæmt heimildum BBC ræddi faðir Roshchynu við hana 30. ágúst eftir að hún hafði talað um að grípa til hungurverkfalls. Faðirinn hafi hvatt hana til að hætta því og hún hafi orðið við því. Fá litlar sem engar upplýsingar um ástvini í haldi Rússa Rússar hafa tekið fjölda óbreyttra úkraínskra borgara til fanga frá því að þeir hernámu hluta Úkraínu í innrás sinni. Fjölskyldum fanganna hefur verið haldið í nær algeru myrkri um hvar þeir eru niður komnir og hvort að þeim verði nokkru sinni sleppt. Hvorki lögmenn né fulltrúar Rauða krossins hafa fengið að hitta fangana. „Það er alls kyns fólk, þar á meðal uppgjafarhermenn og lögreglumenn og sveitarstjórnarmenn eins og borgarstjórar. Og svo kunna auðvitað að vera mun fleiri sem við vitum ekki um,“ segir Tetyana Katrytsjenkó, framkvæmdastjóri samtakanna Media Initiative for Human Rights, við BBC. Samtök hennar hafa tekið saman lista um óbreytta borgara í haldi Rússa sem telur 1.886 manns. Úkraína Rússland Innrás Rússa í Úkraínu Mannréttindi Fjölmiðlar Tjáningarfrelsi Mest lesið Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Innlent „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Innlent Ferðamaður lést við Breiðamerkursand Innlent Falið ofbeldi gegn eldri borgurum: „Þetta er barnið mitt, ég ól það upp, gerði ég mistök?“ Innlent „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Innlent Lögregla biðst afsökunar vegna myndarinnar Innlent Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Innlent Hafi látið högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent Í áfalli eftir að hafa fengið bréf frá árásarmanninum inn um lúguna Erlent „Í Evrópumálum tel ég að þetta sé ekki rétti tíminn að fara í þá vegferð“ Innlent Fleiri fréttir Leynilega geimfarið sent á sporbraut í áttunda sinn Samþykkja ný lög um spillingarrannsóknir eftir mótmæli Múhameð eykur forskotið og enginn nefndur Keir Gera miklar breytingar á kjördæmum Texas, að beiðni Trumps Suðureyjargöng skilyrt hækkun eftirlaunaaldurs Kínverjar leita leiða til að granda gervihnöttum Musks Í áfalli eftir að hafa fengið bréf frá árásarmanninum inn um lúguna Dregur í land og segir Starmer og félaga verðlauna Hamas Létu sprengjum rigna á Kænugarð Segja 30 hafa látist í skotárás Ísraelshers við dreifingu neyðargagna Kanada í hóp þeirra sem hyggjast viðurkenna sjálfstæði Palestínu Sjö dáið úr hungri síðasta sólarhringinn Rannsaka tengsl þyngdarstjórnunarlyfja við bráða brisbólgu Gargaði á flokksfélaga sína Fyrsta ástralska geimflaugin flaug í fjórtán sekúndur Maxwell vill friðhelgi fyrir vitnisburðinn Vill greiða sex milljarða tryggingu til að losna úr haldi Pokrovsk riðar til falls 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Arabaríki og lönd ESB kalla eftir tveggja ríkja lausn og afvopnun Hamas Ísland ekki í fararbroddi heldur fylgi öðrum í humátt á eftir „Hann stal henni“ Bretar hyggjast viðurkenna Palestínu sem sjálfstætt ríki Færeyingar heita refsiaðgerðum gegn Rússlandi: „Eigum eftir að sjá hvernig efndirnar verða“ Gefa lítið fyrir afarkosti Trumps Ætlaði í höfuðstöðvar NFL Bandarískir trúboðar herja á einangraða ættbálka með drónum og sólarknúnum afspilunartækjum Trump um Epstein: „Hann stal fólki sem vann fyrir mig“ Íhuga að greiða sextíu milljarða til að friðþægja Trump Hyggjast greiða 60 þúsund á ári fyrir öll börn undir þriggja ára Sjá meira
Það tók rússnesk yfirvöld níu mánuði að viðurkenna að Roshchyna hefði verið handtekin eftir að hún hvarf sporlaust í Austur-Úkraínu. Þau gáfu aldrei neina ástæðu fyrir því hvers vegna hún hefði verið tekin höndum, að sögn breska ríkisútvarpsins BBC. Enn var ekkert um skýringar þegar faðir Roshchynu fékk stuttort bréf frá rússneska varnarmálaráðuneytinu um að dóttir hans hefði látist 19. september í síðustu viku. Ekki kom fram hvert banamein hennar hefði verið, aðeins að líkinu yrði skilað í reglegum skiptum Rússa og Úkraínumanna á líkum fallinna hermanna. Færð í „rússneska Guantánamo“ Ritstjóri Roshchynu hjá Ukrayinska Pravda segir BBC að hún hafi viljað sýna hvernig fólk lifði í borgum Austur-Úkraínu undir hernámi Rússa þrátt fyrir að það væri stórhættulegt. Hún hafi aldrei notað dulnefni heldur alltaf skrifað undir eigin nafni. Vitað er að Roshchynu var haldið í Taganrog, alræmdu fangelsi í sunnanverðu Rússlandi. Úkraínumenn kalla það „rússneska Guantánamo“ með vísun í bandarísku herstöðina á Kúbu þar sem meintum hryðjuverkamönnum hefur verið haldið utan dóms og laga um árabil. Úkraínskur fangi þar sem slapp úr haldi í síðasta mánuði sagði fjölskyldu blaðakonunnar að hann hefði séð hana þar í fyrri hluta mánaðarins. Ritstjóri hennar sagðist hafa fengið upplýsingar um að hún yrði hluti af fyrirhuguðum fangaskiptum um miðjan september. Roshchyna er hins vegar sögð hafa verið færð í annað fangelsi, Lefortovo, sem rússneska leyniþjónustan FSB rekur. Þar er meintum njósnurum meðal annars haldið föngnum. Ekki er vitað til þess að hún hafi nokkru sinni verið ákærð fyrir glæp í Rússlandi. Samkvæmt heimildum BBC ræddi faðir Roshchynu við hana 30. ágúst eftir að hún hafði talað um að grípa til hungurverkfalls. Faðirinn hafi hvatt hana til að hætta því og hún hafi orðið við því. Fá litlar sem engar upplýsingar um ástvini í haldi Rússa Rússar hafa tekið fjölda óbreyttra úkraínskra borgara til fanga frá því að þeir hernámu hluta Úkraínu í innrás sinni. Fjölskyldum fanganna hefur verið haldið í nær algeru myrkri um hvar þeir eru niður komnir og hvort að þeim verði nokkru sinni sleppt. Hvorki lögmenn né fulltrúar Rauða krossins hafa fengið að hitta fangana. „Það er alls kyns fólk, þar á meðal uppgjafarhermenn og lögreglumenn og sveitarstjórnarmenn eins og borgarstjórar. Og svo kunna auðvitað að vera mun fleiri sem við vitum ekki um,“ segir Tetyana Katrytsjenkó, framkvæmdastjóri samtakanna Media Initiative for Human Rights, við BBC. Samtök hennar hafa tekið saman lista um óbreytta borgara í haldi Rússa sem telur 1.886 manns.
Úkraína Rússland Innrás Rússa í Úkraínu Mannréttindi Fjölmiðlar Tjáningarfrelsi Mest lesið Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Innlent „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Innlent Ferðamaður lést við Breiðamerkursand Innlent Falið ofbeldi gegn eldri borgurum: „Þetta er barnið mitt, ég ól það upp, gerði ég mistök?“ Innlent „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Innlent Lögregla biðst afsökunar vegna myndarinnar Innlent Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Innlent Hafi látið högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent Í áfalli eftir að hafa fengið bréf frá árásarmanninum inn um lúguna Erlent „Í Evrópumálum tel ég að þetta sé ekki rétti tíminn að fara í þá vegferð“ Innlent Fleiri fréttir Leynilega geimfarið sent á sporbraut í áttunda sinn Samþykkja ný lög um spillingarrannsóknir eftir mótmæli Múhameð eykur forskotið og enginn nefndur Keir Gera miklar breytingar á kjördæmum Texas, að beiðni Trumps Suðureyjargöng skilyrt hækkun eftirlaunaaldurs Kínverjar leita leiða til að granda gervihnöttum Musks Í áfalli eftir að hafa fengið bréf frá árásarmanninum inn um lúguna Dregur í land og segir Starmer og félaga verðlauna Hamas Létu sprengjum rigna á Kænugarð Segja 30 hafa látist í skotárás Ísraelshers við dreifingu neyðargagna Kanada í hóp þeirra sem hyggjast viðurkenna sjálfstæði Palestínu Sjö dáið úr hungri síðasta sólarhringinn Rannsaka tengsl þyngdarstjórnunarlyfja við bráða brisbólgu Gargaði á flokksfélaga sína Fyrsta ástralska geimflaugin flaug í fjórtán sekúndur Maxwell vill friðhelgi fyrir vitnisburðinn Vill greiða sex milljarða tryggingu til að losna úr haldi Pokrovsk riðar til falls 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Arabaríki og lönd ESB kalla eftir tveggja ríkja lausn og afvopnun Hamas Ísland ekki í fararbroddi heldur fylgi öðrum í humátt á eftir „Hann stal henni“ Bretar hyggjast viðurkenna Palestínu sem sjálfstætt ríki Færeyingar heita refsiaðgerðum gegn Rússlandi: „Eigum eftir að sjá hvernig efndirnar verða“ Gefa lítið fyrir afarkosti Trumps Ætlaði í höfuðstöðvar NFL Bandarískir trúboðar herja á einangraða ættbálka með drónum og sólarknúnum afspilunartækjum Trump um Epstein: „Hann stal fólki sem vann fyrir mig“ Íhuga að greiða sextíu milljarða til að friðþægja Trump Hyggjast greiða 60 þúsund á ári fyrir öll börn undir þriggja ára Sjá meira