Innlent

Veitir samstarfsflokkunum nokkurra sólar­hringa frest

Árni Sæberg skrifar
Sigurður Ingi Jóhannsson  er fjármálaráðherra og formaður Framsóknarflokksins.
Sigurður Ingi Jóhannsson  er fjármálaráðherra og formaður Framsóknarflokksins. Vísir/Vilhelm

„Ef hinir stjórnarflokkarnir treysta sér ekki til að standa við og vinna að stjórnarsáttmálanum verður það að koma fram á allra næstu sólarhringum,“ segir formaður Framsóknarflokksins.

Þetta segir Sigurður Ingi Jóhannsson í færslu á Facebook. Þar segir hann að fjölmiðlar hafi mikið sóst eftir viðtölum í dag.

„Ég hef ekki svarað spurningum þar sem ég get ekki og vil ekki geta í hvað gerist á einstökum fundum samstarfsflokkanna. Það verður að spyrja forystufólk þeirra flokka um þeirra mál.“

Þar vísar hann til fundar þingflokks Sjálfstæðisflokksins, sem boðað var til með skömmum fyrirvara síðdegis í gær. Þar ræddu þingmenn flokksins ríkisstjórnarsamstarfið og stöðuna í stjórnmálunum almennt. Engin formleg niðurstaða varð á fundinum.

Sigurður Ingi segir það deginum ljósara að ákaflega brýnt sé að vinnufriður skapist í ríkisstjórninni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×