Netverjar keppast við að tjá sig um fundinn Tómas Arnar Þorláksson skrifar 11. október 2024 21:14 Bjarni Benediktsson, forsætisráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins er hann yfirgaf fundinn um hálf sex í dag. Vísir/Vilhelm „Eftir mikið haverí verður stærsta fréttin úr Valhöll þennan sólarhringinn hvort MR eða Versló vinnur ræðukeppni.“ Þetta segir Sigmar Guðmundsson, þingmaður Viðreisnar, í Facebook-færslu en fjölmargir hafa tekið til máls á samfélagsmiðlum til að ræða ríkisstjórnina, skyndilegan fund Sjálfstæðisflokksins í dag og framtíð stjórnmála á Íslandi. Sigmar vísar í færslu sinni til þess að boðað var til þingflokksfundar Sjálfstæðisflokksins með skömmum fyrirvara í dag í Valhöll þar sem var lagt mat á stjórnarsamstarfið en formenn ríkisstjórnarflokkanna hafa sagt stöðu ríkisstjórnarinnar strembna. Menntskælingar fögnuðu er fundinum lauk Í kvöld hafði verið skipulögð ræðukeppni á milli Verzlunarskóla Íslands og MR í Valhöll en þegar að fundurinn var boðaður var óljóst hvort að það myndi verða úr keppninni enda óvíst hve lengi fundurinn myndi standa yfir. Fundinum lauk þó um hálf sex og gátu menntskælingar því tekið upp gleði sína á ný. skjáskot Lögmaðurinn Sveinn Andri Sveinsson velti því fyrir sér hvort að ríkisstjórnin myndi falla í dag. Skjáskot Anna Sigrún Baldursdóttir, skrifstofustjóri hjá Reykjavíkurborg, stakk upp á því í athugasemd við færslu Sveins að einhver myndi setja upp vefslóðina www.errikisstjorninfallin.is. Leiðtogafundurinn í Höfða og Valhöll Bergur Þorri Benjamínsson, fyrrverandi formaður Sjálfsbjargar um bifreiðastyrki, líkti biðinni fyrir utan Valhöll og þögninni sem fylgdi við biðina fyrir utan Höfða þegar að leiðtogafundurinn fór fram árið 1986. Skjáskot Helga Vala Helgadóttir, fyrrverandi þingmaður Samfylkingarinnar, tjáði sig einnig um ríkisstjórnina og sagði að núverandi ástand væri ekki boðlegt en það var rétt áður en að fundur Sjálfstæðisflokksins hófst. Skjáskot Þá spurði hún kímin í athugasemd hvort að Sjálfstæðisflokkurinn hafi lesið færslu hennar eftir að fundur þingflokksins hófst. X lét til sín taka Gunnar Smári Egilsson, ritstjóri Samstöðvarinnar, lét sig ekki vanta í umræðunni um ríkisstjórnina. Skjáskot Notendur á samfélagsmiðlinum X tjáðu létu sig ekki vanta í umræðuna. Spennandi að sjá ef það verður ný rikisstjorn hvort BB stokkar upp í eigin ràðherraliði og hvort lesa megi í það einhverjar átakalínur varðandi komandi formannskjör XD. pic.twitter.com/UmNwCaz1ls— Andrés Jónsson (@andresjons) October 11, 2024 slúttið bara þessari ríkisstjórn og gefið okkur kosningar það trúir enginn á þetta samstarf lengur. Just make it stop— 💎 Donna 💎 @naglalakk.bsky.social (@naglalakk) October 11, 2024 Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Sjálfstæðisflokkurinn Alþingi Mest lesið Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Erlent Lögreglumenn með brotnar tennur og harðorður Elon Musk Erlent Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Innlent Jóhannes Valgeir er látinn Innlent Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Erlent Halla mun funda með Xi Jinping Innlent Ekki blettur á ferlinum að missa vinnuna Innlent Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Erlent Í fangaklefa grunaðir um ólöglega dvöl Innlent Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Innlent Fleiri fréttir Tæplega fimmtíu komast ekki um borð eftir að neyðarrenna var opnuð fyrir mistök Ekki blettur á ferlinum að missa vinnuna Myndband: Lögregla stóð vörð vegna Vítisenglaveislu Útgjöld vegna útlendingamála lækka um þriðjung Halla mun funda með Xi Jinping 40 ára afmæli Þorlákskirkju fagnað í Þorlákshöfn Vítisenglar lausir úr haldi og týndir ferðamenn Mikilvægt að sýna Grænlendingum stuðning Allir þrír lausir úr haldi Forseti Íslands ræðir fyrsta árið í embætti Í fangaklefa grunaðir um ólöglega dvöl Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Mikillar vanþekkingar gæti á þjónustu við trans börn Sungið og sungið í Tungnaréttum Jóhannes Valgeir er látinn ÁTVR græði á misnotkun kerfisins sem bitni á úrvali Jóhannes Óli er nýr forseti Ungs jafnaðarfólks ÁTVR stórgræði á misnotuðu kerfi og lögreglustöð í Breiðholti „Það er ekkert ósætti eða rifrildi“ Sýkt vatnsból á Stöðvarfirði eigi brátt að heyra sögunni til Íbúum Bláskógabyggðar fjölgar og fjölgar Fangelsismál í krísu og rannsókn á morðinu á Kirk „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Heimsótti heimaslóðirnar 52 árum eftir nauðlendinguna Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Stebbi í Lúdó látinn Ölvaðir einstaklingar víða til vandræða „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Sjá meira
Þetta segir Sigmar Guðmundsson, þingmaður Viðreisnar, í Facebook-færslu en fjölmargir hafa tekið til máls á samfélagsmiðlum til að ræða ríkisstjórnina, skyndilegan fund Sjálfstæðisflokksins í dag og framtíð stjórnmála á Íslandi. Sigmar vísar í færslu sinni til þess að boðað var til þingflokksfundar Sjálfstæðisflokksins með skömmum fyrirvara í dag í Valhöll þar sem var lagt mat á stjórnarsamstarfið en formenn ríkisstjórnarflokkanna hafa sagt stöðu ríkisstjórnarinnar strembna. Menntskælingar fögnuðu er fundinum lauk Í kvöld hafði verið skipulögð ræðukeppni á milli Verzlunarskóla Íslands og MR í Valhöll en þegar að fundurinn var boðaður var óljóst hvort að það myndi verða úr keppninni enda óvíst hve lengi fundurinn myndi standa yfir. Fundinum lauk þó um hálf sex og gátu menntskælingar því tekið upp gleði sína á ný. skjáskot Lögmaðurinn Sveinn Andri Sveinsson velti því fyrir sér hvort að ríkisstjórnin myndi falla í dag. Skjáskot Anna Sigrún Baldursdóttir, skrifstofustjóri hjá Reykjavíkurborg, stakk upp á því í athugasemd við færslu Sveins að einhver myndi setja upp vefslóðina www.errikisstjorninfallin.is. Leiðtogafundurinn í Höfða og Valhöll Bergur Þorri Benjamínsson, fyrrverandi formaður Sjálfsbjargar um bifreiðastyrki, líkti biðinni fyrir utan Valhöll og þögninni sem fylgdi við biðina fyrir utan Höfða þegar að leiðtogafundurinn fór fram árið 1986. Skjáskot Helga Vala Helgadóttir, fyrrverandi þingmaður Samfylkingarinnar, tjáði sig einnig um ríkisstjórnina og sagði að núverandi ástand væri ekki boðlegt en það var rétt áður en að fundur Sjálfstæðisflokksins hófst. Skjáskot Þá spurði hún kímin í athugasemd hvort að Sjálfstæðisflokkurinn hafi lesið færslu hennar eftir að fundur þingflokksins hófst. X lét til sín taka Gunnar Smári Egilsson, ritstjóri Samstöðvarinnar, lét sig ekki vanta í umræðunni um ríkisstjórnina. Skjáskot Notendur á samfélagsmiðlinum X tjáðu létu sig ekki vanta í umræðuna. Spennandi að sjá ef það verður ný rikisstjorn hvort BB stokkar upp í eigin ràðherraliði og hvort lesa megi í það einhverjar átakalínur varðandi komandi formannskjör XD. pic.twitter.com/UmNwCaz1ls— Andrés Jónsson (@andresjons) October 11, 2024 slúttið bara þessari ríkisstjórn og gefið okkur kosningar það trúir enginn á þetta samstarf lengur. Just make it stop— 💎 Donna 💎 @naglalakk.bsky.social (@naglalakk) October 11, 2024
Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Sjálfstæðisflokkurinn Alþingi Mest lesið Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Erlent Lögreglumenn með brotnar tennur og harðorður Elon Musk Erlent Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Innlent Jóhannes Valgeir er látinn Innlent Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Erlent Halla mun funda með Xi Jinping Innlent Ekki blettur á ferlinum að missa vinnuna Innlent Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Erlent Í fangaklefa grunaðir um ólöglega dvöl Innlent Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Innlent Fleiri fréttir Tæplega fimmtíu komast ekki um borð eftir að neyðarrenna var opnuð fyrir mistök Ekki blettur á ferlinum að missa vinnuna Myndband: Lögregla stóð vörð vegna Vítisenglaveislu Útgjöld vegna útlendingamála lækka um þriðjung Halla mun funda með Xi Jinping 40 ára afmæli Þorlákskirkju fagnað í Þorlákshöfn Vítisenglar lausir úr haldi og týndir ferðamenn Mikilvægt að sýna Grænlendingum stuðning Allir þrír lausir úr haldi Forseti Íslands ræðir fyrsta árið í embætti Í fangaklefa grunaðir um ólöglega dvöl Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Mikillar vanþekkingar gæti á þjónustu við trans börn Sungið og sungið í Tungnaréttum Jóhannes Valgeir er látinn ÁTVR græði á misnotkun kerfisins sem bitni á úrvali Jóhannes Óli er nýr forseti Ungs jafnaðarfólks ÁTVR stórgræði á misnotuðu kerfi og lögreglustöð í Breiðholti „Það er ekkert ósætti eða rifrildi“ Sýkt vatnsból á Stöðvarfirði eigi brátt að heyra sögunni til Íbúum Bláskógabyggðar fjölgar og fjölgar Fangelsismál í krísu og rannsókn á morðinu á Kirk „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Heimsótti heimaslóðirnar 52 árum eftir nauðlendinguna Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Stebbi í Lúdó látinn Ölvaðir einstaklingar víða til vandræða „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Sjá meira