Sjálfstæðisflokkurinn tilbúinn í kosningar Bjarki Sigurðsson og Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifa 11. október 2024 16:37 Bryndís Haraldsdóttir er þingmaður Sjálfstæðisflokksins. Vísir/Ívar Fannar Bryndís Haraldsdóttir þingmaður Sjálfstæðisflokksins segir alla stjórnmálamenn og -flokka ávallt eiga að vera tilbúna í kosningar. Hún vill meina að Sjálfstæðisflokkurinn sé tilbúinn í kosningar. „Það eru erfiðir tímar í ríkisstjórninni, ég held það sé hægt að segja það. Þetta er nú ríkisstjórn sem er búin að ganga í gegnum ýmislegt. En enn erum við hér með ofboðslega mikinn árangur,“ segir Bryndís. Hún ræddi við fréttastofu fyrr í dag, áður en óvænt var boðað til þingflokksfundar hjá flokknum. Hún segir ágreiningasteina hafa verið í vegi ríkisstjórnarinnar síðustu ár. Nú séu þeir nokkrir og annað hvort komist flokkarnir yfir þá eða ekki. Þrjú mál, efnahagsmálin, orkumálin og útlendingamálin, sé brýnt að klára. „En ef að við getum það ekki, þá er allt eins gott að fara að boða til kosninga,“ segir Bryndís. „Mér finnst að stjórnmálamenn og flokkar eigi alltaf að vera til í kosningar og ég vil meina að við í Sjálfstæðisflokknum séum það.“ Samstarfsflokkarnir hafi oft verið í brekku og nú séu þeir svo sannarlega þar. En á meðan sofi hún róleg, andi inn og út og leyfir oddvitum flokkanna að finna út úr því hvað best sé að gera. „Það er hluti af lýðræðislegu samfélagi að það séu skiptar skoðanir á hlutunum. Það er mjög gott, við skulum átta okkur á því að það er ekki lýðræði alls staðar í heiminum og það er virt hér á Íslandi. Þrátt fyrir að það hafa komið mál þar sem ríkisstjórnarflokkarnir eru ekki sammála, þá höfum við náð alveg ofboðslega miklum árangri. Hér er hagvöxtur með því mesta sem þekkist og hér er íslenskt samfélag á toppinum samanborið við öll önnur samfélög, hvort sem það er í kringum okkur eða heiminum öllum. Þannig að þrátt fyrir það að við séum ekki alltaf sammála um hlutina hefur okkur tekist að leysa úr þessum málum, þjóðinni allri til heilla,“ segir Bryndís. Sjálfstæðisflokkurinn Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Alþingi Vinstri græn Framsóknarflokkurinn Tengdar fréttir „Mönnum finnst að lögin eigi ekki að gilda þegar réttlæti þeirra er annað“ Brynjar Níelsson, fyrrverandi þingmaður Sjálfstæðisflokksins, segir það blasa við að kosningar muni fara fram fyrr en í vor. Brynjar telur samskipti innan ríkisstjórnarinnar og við ríkislögreglustjóra í aðdraganda brottvísunar Tamimi fjölskyldunnar óeðlilega. 11. október 2024 08:59 Óeðlilegt að Guðmundur Ingi hafi hringt í ríkislögreglustjóra Forsætisráðherra segir mjög óeðlilegt að ráðherra hringi beint í undirmann annars ráðherra líkt og Guðmundur Ingi Guðbrandsson gerði til þess að fresta mætti brottvísun Yasans Tamini. 10. október 2024 12:07 Vísa á bug kenningu um að stjórnarsamstarfið tóri á styrkveitingum Þingflokksformenn VG og Sjálfstæðisflokks þverneita að fjárstyrkir til stjórnmálaflokkanna séu ástæða þess að ríkisstjórnin ætli að þrauka út kjörtímabilið. Flokkarnir eiga von á tugum, og jafnvel hundruð, milljóna styrkveitingu í lok janúar. 9. október 2024 21:03 Mest lesið Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Innlent Trump-liðar heita hefndum Erlent Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Innlent Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Innlent Skýrt að Ísland sé ekki griðastaður stríðsglæpamanna Innlent Vonar að fólk taki ekki mark á auglýsingum þar sem farið er með rangindi Innlent Sagði frá fyrirætlunum sínum í SMS-i fyrir morðið Erlent „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Innlent Trump höfðar 15 milljarða dala mál gegn New York Times Erlent Eldgos geti hafist hvenær sem er Innlent Fleiri fréttir Stöðugildum á vegum ríkisins fjölgaði um rúm 500 á síðasta ári Eldgos geti hafist hvenær sem er Rændi bíl í Veiðivötnum og ók undir áhrifum af vettvangi Vonar að fólk taki ekki mark á auglýsingum þar sem farið er með rangindi Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Merki um að gjá í samfélaginu sé að stækka Skýrt að Ísland sé ekki griðastaður stríðsglæpamanna Stjórnvöld ætli að hafa yfirhöndina gagnvart skipulögðum glæpahópum Ísraelar sakaðir um þjóðarmorð og dómsmálaráðherra styður lögregluna í aðgerðum gegn Hells Angels Lokun Sorpu á Dalvegi enn frestað Munu áfram stýra fastanefndunum Fá að halda framkvæmdum áfram í bili Eldur í geymslu í blokk á Selfossi Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Flestir sem skráðu sig í Skorradalshrepp fá að kjósa Frumvarp um afnám laga um orlof húsmæðra lagt fram í tíunda sinn Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Sló töskunni í vélarhlíf lögreglubifreiðar „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Hefur ekki áhyggjur af svindli með nýju námsmati Þrjú innbrot og alltaf fúlsað við verkunum: „Þetta er kannski smá yfirlýsing“ Ísland ekki óhult ef til átaka kemur í Evrópu „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Fjöldi glæpahópa á Íslandi hefur tvöfaldast á tíu árum „Ekki algengt að svona lekar verði“ Stóraukning skipulagðrar glæpastarfsemi og innbrotahrina hjá listamanni Flugvél með fjórum innanborðs fór út af flugbraut Kallar eftir náðun Kouranis og brottvísun strax á morgun Tiltekt ríkisstjórnar eins og að taka sokk af gólfi unglings Ingvar aftur kominn í leyfi frá þingstörfum Sjá meira
„Það eru erfiðir tímar í ríkisstjórninni, ég held það sé hægt að segja það. Þetta er nú ríkisstjórn sem er búin að ganga í gegnum ýmislegt. En enn erum við hér með ofboðslega mikinn árangur,“ segir Bryndís. Hún ræddi við fréttastofu fyrr í dag, áður en óvænt var boðað til þingflokksfundar hjá flokknum. Hún segir ágreiningasteina hafa verið í vegi ríkisstjórnarinnar síðustu ár. Nú séu þeir nokkrir og annað hvort komist flokkarnir yfir þá eða ekki. Þrjú mál, efnahagsmálin, orkumálin og útlendingamálin, sé brýnt að klára. „En ef að við getum það ekki, þá er allt eins gott að fara að boða til kosninga,“ segir Bryndís. „Mér finnst að stjórnmálamenn og flokkar eigi alltaf að vera til í kosningar og ég vil meina að við í Sjálfstæðisflokknum séum það.“ Samstarfsflokkarnir hafi oft verið í brekku og nú séu þeir svo sannarlega þar. En á meðan sofi hún róleg, andi inn og út og leyfir oddvitum flokkanna að finna út úr því hvað best sé að gera. „Það er hluti af lýðræðislegu samfélagi að það séu skiptar skoðanir á hlutunum. Það er mjög gott, við skulum átta okkur á því að það er ekki lýðræði alls staðar í heiminum og það er virt hér á Íslandi. Þrátt fyrir að það hafa komið mál þar sem ríkisstjórnarflokkarnir eru ekki sammála, þá höfum við náð alveg ofboðslega miklum árangri. Hér er hagvöxtur með því mesta sem þekkist og hér er íslenskt samfélag á toppinum samanborið við öll önnur samfélög, hvort sem það er í kringum okkur eða heiminum öllum. Þannig að þrátt fyrir það að við séum ekki alltaf sammála um hlutina hefur okkur tekist að leysa úr þessum málum, þjóðinni allri til heilla,“ segir Bryndís.
Sjálfstæðisflokkurinn Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Alþingi Vinstri græn Framsóknarflokkurinn Tengdar fréttir „Mönnum finnst að lögin eigi ekki að gilda þegar réttlæti þeirra er annað“ Brynjar Níelsson, fyrrverandi þingmaður Sjálfstæðisflokksins, segir það blasa við að kosningar muni fara fram fyrr en í vor. Brynjar telur samskipti innan ríkisstjórnarinnar og við ríkislögreglustjóra í aðdraganda brottvísunar Tamimi fjölskyldunnar óeðlilega. 11. október 2024 08:59 Óeðlilegt að Guðmundur Ingi hafi hringt í ríkislögreglustjóra Forsætisráðherra segir mjög óeðlilegt að ráðherra hringi beint í undirmann annars ráðherra líkt og Guðmundur Ingi Guðbrandsson gerði til þess að fresta mætti brottvísun Yasans Tamini. 10. október 2024 12:07 Vísa á bug kenningu um að stjórnarsamstarfið tóri á styrkveitingum Þingflokksformenn VG og Sjálfstæðisflokks þverneita að fjárstyrkir til stjórnmálaflokkanna séu ástæða þess að ríkisstjórnin ætli að þrauka út kjörtímabilið. Flokkarnir eiga von á tugum, og jafnvel hundruð, milljóna styrkveitingu í lok janúar. 9. október 2024 21:03 Mest lesið Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Innlent Trump-liðar heita hefndum Erlent Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Innlent Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Innlent Skýrt að Ísland sé ekki griðastaður stríðsglæpamanna Innlent Vonar að fólk taki ekki mark á auglýsingum þar sem farið er með rangindi Innlent Sagði frá fyrirætlunum sínum í SMS-i fyrir morðið Erlent „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Innlent Trump höfðar 15 milljarða dala mál gegn New York Times Erlent Eldgos geti hafist hvenær sem er Innlent Fleiri fréttir Stöðugildum á vegum ríkisins fjölgaði um rúm 500 á síðasta ári Eldgos geti hafist hvenær sem er Rændi bíl í Veiðivötnum og ók undir áhrifum af vettvangi Vonar að fólk taki ekki mark á auglýsingum þar sem farið er með rangindi Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Merki um að gjá í samfélaginu sé að stækka Skýrt að Ísland sé ekki griðastaður stríðsglæpamanna Stjórnvöld ætli að hafa yfirhöndina gagnvart skipulögðum glæpahópum Ísraelar sakaðir um þjóðarmorð og dómsmálaráðherra styður lögregluna í aðgerðum gegn Hells Angels Lokun Sorpu á Dalvegi enn frestað Munu áfram stýra fastanefndunum Fá að halda framkvæmdum áfram í bili Eldur í geymslu í blokk á Selfossi Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Flestir sem skráðu sig í Skorradalshrepp fá að kjósa Frumvarp um afnám laga um orlof húsmæðra lagt fram í tíunda sinn Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Sló töskunni í vélarhlíf lögreglubifreiðar „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Hefur ekki áhyggjur af svindli með nýju námsmati Þrjú innbrot og alltaf fúlsað við verkunum: „Þetta er kannski smá yfirlýsing“ Ísland ekki óhult ef til átaka kemur í Evrópu „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Fjöldi glæpahópa á Íslandi hefur tvöfaldast á tíu árum „Ekki algengt að svona lekar verði“ Stóraukning skipulagðrar glæpastarfsemi og innbrotahrina hjá listamanni Flugvél með fjórum innanborðs fór út af flugbraut Kallar eftir náðun Kouranis og brottvísun strax á morgun Tiltekt ríkisstjórnar eins og að taka sokk af gólfi unglings Ingvar aftur kominn í leyfi frá þingstörfum Sjá meira
„Mönnum finnst að lögin eigi ekki að gilda þegar réttlæti þeirra er annað“ Brynjar Níelsson, fyrrverandi þingmaður Sjálfstæðisflokksins, segir það blasa við að kosningar muni fara fram fyrr en í vor. Brynjar telur samskipti innan ríkisstjórnarinnar og við ríkislögreglustjóra í aðdraganda brottvísunar Tamimi fjölskyldunnar óeðlilega. 11. október 2024 08:59
Óeðlilegt að Guðmundur Ingi hafi hringt í ríkislögreglustjóra Forsætisráðherra segir mjög óeðlilegt að ráðherra hringi beint í undirmann annars ráðherra líkt og Guðmundur Ingi Guðbrandsson gerði til þess að fresta mætti brottvísun Yasans Tamini. 10. október 2024 12:07
Vísa á bug kenningu um að stjórnarsamstarfið tóri á styrkveitingum Þingflokksformenn VG og Sjálfstæðisflokks þverneita að fjárstyrkir til stjórnmálaflokkanna séu ástæða þess að ríkisstjórnin ætli að þrauka út kjörtímabilið. Flokkarnir eiga von á tugum, og jafnvel hundruð, milljóna styrkveitingu í lok janúar. 9. október 2024 21:03
Ísraelar sakaðir um þjóðarmorð og dómsmálaráðherra styður lögregluna í aðgerðum gegn Hells Angels