Lýsir hrottafengnu ofbeldi í Reykholti: Bundinn á meðan köldu vatni var bunað á hann Jón Þór Stefánsson skrifar 11. október 2024 16:18 Vettvangur meintrar frelsissviptingar, líkamsárásar og fjárkúgunar í Reykholti. Vísir Maltneskur karlmaður hefur lýst hrottafenginni meðferð af hálfu þriggja einstaklinga um nokkurra daga skeið í lok aprílmánaðar á þessu ári í Reykholti í Biskupstungum. Hann segir að þrír einstaklingar hafi ráðist inn á heimili hans að kvöldi föstudagsins 19. apríl síðastliðinn. Fólkið hafi ráðist á hann með margvíslegu líkamlegu ofbeldi, til að mynda með hnúajárnum. Sparkað hafi verið í hann og hann kýldur víðs vegar um líkamann. Þá hafi hann verið bundinn á höndum og fótum, og látinn liggja löngum stundum á sturtugólfi þar sem köldu vatni hafi verið bunað yfir hann. Einnig hafi hann verið sveltur. Þetta hafi staðið yfir til mánudagsins 22. apríl, en markmið fólksins hafi verið að fá manninn til að gefa upp aðgangsorð á bankareikninga sína þannig að hægt væri að hafa af honum fé. Lýsing mannsins kemur fram í úrskurði Héraðsdóms Suðurlands sem Landsréttur staðfesti í byrjun júlímánaðar. Lögreglan hefur haft málið til rannsóknar frá 23. apríl eftir að einhver sagði henni að ekki næðist í manninn. Sá sem tilkynnti sagðist óttast um afdrif mannsins og þótti ýmist óvanalegt vera að eiga sér stað sem benti til þess að ekki væri allt með felldu. Stórslasaður fluttur úr landi Tveimur dögum síðar bárust lögreglu upplýsingar um að maðurinn hefði fundist í Möltu, illa haldinn og með áverka víðs vegar um líkamann sem væru sumir alvarlegir. Hann hefði lýst frelsisviptingunni og ofbeldinu og sagt að fé hafi verið haft af honum af þremur einstaklingum. Fólkinu hafi gengið illa að hafa fé frá manninum. Þau hafi neytt hann upp í bíl og fólkið farið með hann í verslun til að afla rafrænna skilríkja fyrir hann, enn í þeim tilgangi að komast yfir fjármuni á bankareikningi hans. Þar á eftir hafi fólkið flutt hann nauðugan og stórslasaðan á flugvöll þar sem honum hafi verið gert að yfirgefa landið. Honum hafi verið hótað að fjölskyldu hans yrði gert mein ef hann myndi leita aðstoðar. Hann hafi því farið úr landi með flugi til Möltu án þess að gera nokkrum viðvart, en hann hafi misst meðvitund fljótlega eftir komuna til landsins. Óttast enn um líf sitt Í upphafi hafi hann talið að ekki hafi tekist að ná fjármunum af bankareikningi hans, en síðan hafi komið í ljós að það hafi tekist taka ríflega 17 milljónir króna, sem var nánast allt sparifé hans, af reikningum hans. Í úrskurði héraðsdóms segir að maðurinn eigi fyrir höndum langt og strangt bataferli, líkamlega sem andlega. Þá óttist hann enn þá mjög um líf sitt. Framburður konu fjarstæðukenndur Úrskurðurinn varðaði gæsluvarðhald konu, sem er einn sakborningur málsins, en Landsréttur felldi hann úr gildi. Haft er eftir lögreglu að hún telji konuna vera annan tveggja sakborninga sem gegndu lykilhlutverki við skipulagningu, undirbúning og framkvæmd brotanna. Framburður konunnar er einkar ótrúverðugur að mati lögreglu og fjarstæðukenndur um margt. Hann hafi tekið miklum breytingum við rannsókn málsins og sé í andstöðu við skýran framburð Maltverjans og rannsóknargögn málsins. Landsréttur felldi úrskurðinn úr gildi, meðal annars vegna þess að læknisfræðileg gögn málsins bendi ekki til þess að maðurinn hafi verið í lífshættu, eða líkur séu á líkamlegum afleiðingum. Vænn og nægjusamur maður Greint var frá málinu í maímánuði. Þá var greint frá því að í fyrstu hafi fjórir Íslendingar verið handteknir. Það væru karlmaður á áttræðisaldri, dóttir hans og tengdasonur um þrítugt, og bróðir tengdasonarins. Eitt af öðru var þetta fólk látið laust úr haldi. Þá hafði fréttastofa eftir íbúum í Reykholti og Laugarási að maltneski karlmaðurinn hefði búið og starfað þar til fleiri ára. Þau báru honum vel söguna. Hann var sagður mjög vænn og nægjusamur maður. Sökum nægjusemi sinnar hafa komið sér upp einhverjum sjóði. Sakborningarnir eru grunaðir um að hafa reynt að sækja í þann sjóð. Fjárkúgun í Reykholti Lögreglumál Bláskógabyggð Mest lesið Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Innlent Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Innlent Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ Innlent Trump-liðar heita hefndum Erlent Reikna með gosi í lok mánaðar Innlent Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Innlent Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Innlent Skýrt að Ísland sé ekki griðastaður stríðsglæpamanna Innlent Vonar að fólk taki ekki mark á auglýsingum þar sem farið er með rangindi Innlent Sagði frá fyrirætlunum sínum í SMS-i fyrir morðið Erlent Fleiri fréttir Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Afgerandi niðurstaða um þjóðarmorð og óþreyjufullir foreldar á Nesinu Sósíalistar vilja Sönnu burt en hún kveðst koma af fjöllum Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ „Ég veit ekki hversu hátt þarf að öskra orðið þjóðarmorð“ Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Stöðugildum á vegum ríkis fjölgaði um rúm 500 á síðasta ári Reikna með gosi í lok mánaðar Rændi bíl í Veiðivötnum og ók undir áhrifum af vettvangi Vonar að fólk taki ekki mark á auglýsingum þar sem farið er með rangindi Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Merki um að gjá í samfélaginu sé að stækka Skýrt að Ísland sé ekki griðastaður stríðsglæpamanna Stjórnvöld ætli að hafa yfirhöndina gagnvart skipulögðum glæpahópum Ísraelar sakaðir um þjóðarmorð og dómsmálaráðherra styður lögregluna í aðgerðum gegn Hells Angels Lokun Sorpu á Dalvegi enn frestað Munu áfram stýra fastanefndunum Fá að halda framkvæmdum áfram í bili Eldur í geymslu í blokk á Selfossi Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Flestir sem skráðu sig í Skorradalshrepp fá að kjósa Frumvarp um afnám laga um orlof húsmæðra lagt fram í tíunda sinn Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Sló töskunni í vélarhlíf lögreglubifreiðar „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Hefur ekki áhyggjur af svindli með nýju námsmati Þrjú innbrot og alltaf fúlsað við verkunum: „Þetta er kannski smá yfirlýsing“ Ísland ekki óhult ef til átaka kemur í Evrópu „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Fjöldi glæpahópa á Íslandi hefur tvöfaldast á tíu árum Sjá meira
Hann segir að þrír einstaklingar hafi ráðist inn á heimili hans að kvöldi föstudagsins 19. apríl síðastliðinn. Fólkið hafi ráðist á hann með margvíslegu líkamlegu ofbeldi, til að mynda með hnúajárnum. Sparkað hafi verið í hann og hann kýldur víðs vegar um líkamann. Þá hafi hann verið bundinn á höndum og fótum, og látinn liggja löngum stundum á sturtugólfi þar sem köldu vatni hafi verið bunað yfir hann. Einnig hafi hann verið sveltur. Þetta hafi staðið yfir til mánudagsins 22. apríl, en markmið fólksins hafi verið að fá manninn til að gefa upp aðgangsorð á bankareikninga sína þannig að hægt væri að hafa af honum fé. Lýsing mannsins kemur fram í úrskurði Héraðsdóms Suðurlands sem Landsréttur staðfesti í byrjun júlímánaðar. Lögreglan hefur haft málið til rannsóknar frá 23. apríl eftir að einhver sagði henni að ekki næðist í manninn. Sá sem tilkynnti sagðist óttast um afdrif mannsins og þótti ýmist óvanalegt vera að eiga sér stað sem benti til þess að ekki væri allt með felldu. Stórslasaður fluttur úr landi Tveimur dögum síðar bárust lögreglu upplýsingar um að maðurinn hefði fundist í Möltu, illa haldinn og með áverka víðs vegar um líkamann sem væru sumir alvarlegir. Hann hefði lýst frelsisviptingunni og ofbeldinu og sagt að fé hafi verið haft af honum af þremur einstaklingum. Fólkinu hafi gengið illa að hafa fé frá manninum. Þau hafi neytt hann upp í bíl og fólkið farið með hann í verslun til að afla rafrænna skilríkja fyrir hann, enn í þeim tilgangi að komast yfir fjármuni á bankareikningi hans. Þar á eftir hafi fólkið flutt hann nauðugan og stórslasaðan á flugvöll þar sem honum hafi verið gert að yfirgefa landið. Honum hafi verið hótað að fjölskyldu hans yrði gert mein ef hann myndi leita aðstoðar. Hann hafi því farið úr landi með flugi til Möltu án þess að gera nokkrum viðvart, en hann hafi misst meðvitund fljótlega eftir komuna til landsins. Óttast enn um líf sitt Í upphafi hafi hann talið að ekki hafi tekist að ná fjármunum af bankareikningi hans, en síðan hafi komið í ljós að það hafi tekist taka ríflega 17 milljónir króna, sem var nánast allt sparifé hans, af reikningum hans. Í úrskurði héraðsdóms segir að maðurinn eigi fyrir höndum langt og strangt bataferli, líkamlega sem andlega. Þá óttist hann enn þá mjög um líf sitt. Framburður konu fjarstæðukenndur Úrskurðurinn varðaði gæsluvarðhald konu, sem er einn sakborningur málsins, en Landsréttur felldi hann úr gildi. Haft er eftir lögreglu að hún telji konuna vera annan tveggja sakborninga sem gegndu lykilhlutverki við skipulagningu, undirbúning og framkvæmd brotanna. Framburður konunnar er einkar ótrúverðugur að mati lögreglu og fjarstæðukenndur um margt. Hann hafi tekið miklum breytingum við rannsókn málsins og sé í andstöðu við skýran framburð Maltverjans og rannsóknargögn málsins. Landsréttur felldi úrskurðinn úr gildi, meðal annars vegna þess að læknisfræðileg gögn málsins bendi ekki til þess að maðurinn hafi verið í lífshættu, eða líkur séu á líkamlegum afleiðingum. Vænn og nægjusamur maður Greint var frá málinu í maímánuði. Þá var greint frá því að í fyrstu hafi fjórir Íslendingar verið handteknir. Það væru karlmaður á áttræðisaldri, dóttir hans og tengdasonur um þrítugt, og bróðir tengdasonarins. Eitt af öðru var þetta fólk látið laust úr haldi. Þá hafði fréttastofa eftir íbúum í Reykholti og Laugarási að maltneski karlmaðurinn hefði búið og starfað þar til fleiri ára. Þau báru honum vel söguna. Hann var sagður mjög vænn og nægjusamur maður. Sökum nægjusemi sinnar hafa komið sér upp einhverjum sjóði. Sakborningarnir eru grunaðir um að hafa reynt að sækja í þann sjóð.
Fjárkúgun í Reykholti Lögreglumál Bláskógabyggð Mest lesið Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Innlent Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Innlent Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ Innlent Trump-liðar heita hefndum Erlent Reikna með gosi í lok mánaðar Innlent Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Innlent Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Innlent Skýrt að Ísland sé ekki griðastaður stríðsglæpamanna Innlent Vonar að fólk taki ekki mark á auglýsingum þar sem farið er með rangindi Innlent Sagði frá fyrirætlunum sínum í SMS-i fyrir morðið Erlent Fleiri fréttir Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Afgerandi niðurstaða um þjóðarmorð og óþreyjufullir foreldar á Nesinu Sósíalistar vilja Sönnu burt en hún kveðst koma af fjöllum Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ „Ég veit ekki hversu hátt þarf að öskra orðið þjóðarmorð“ Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Stöðugildum á vegum ríkis fjölgaði um rúm 500 á síðasta ári Reikna með gosi í lok mánaðar Rændi bíl í Veiðivötnum og ók undir áhrifum af vettvangi Vonar að fólk taki ekki mark á auglýsingum þar sem farið er með rangindi Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Merki um að gjá í samfélaginu sé að stækka Skýrt að Ísland sé ekki griðastaður stríðsglæpamanna Stjórnvöld ætli að hafa yfirhöndina gagnvart skipulögðum glæpahópum Ísraelar sakaðir um þjóðarmorð og dómsmálaráðherra styður lögregluna í aðgerðum gegn Hells Angels Lokun Sorpu á Dalvegi enn frestað Munu áfram stýra fastanefndunum Fá að halda framkvæmdum áfram í bili Eldur í geymslu í blokk á Selfossi Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Flestir sem skráðu sig í Skorradalshrepp fá að kjósa Frumvarp um afnám laga um orlof húsmæðra lagt fram í tíunda sinn Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Sló töskunni í vélarhlíf lögreglubifreiðar „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Hefur ekki áhyggjur af svindli með nýju námsmati Þrjú innbrot og alltaf fúlsað við verkunum: „Þetta er kannski smá yfirlýsing“ Ísland ekki óhult ef til átaka kemur í Evrópu „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Fjöldi glæpahópa á Íslandi hefur tvöfaldast á tíu árum Sjá meira
Ísraelar sakaðir um þjóðarmorð og dómsmálaráðherra styður lögregluna í aðgerðum gegn Hells Angels