Dæmdur fyrir að nema eigið barn á brott Jón Þór Stefánsson skrifar 11. október 2024 14:59 Héraðsdómur Reykjavíkur dæmdi í málinu. Vísir/Vilhelm Karlmaður hefur hlotið tíu mánaða fangelsisdóm, skilorðsbundinn til tveggja ára, í Héraðsdómi Reykjavíkur fyrir sifskaparbrot. Hann var ákærður fyrir að svipta fyrrverandi eiginkonu sína valdi og umsjón yfir barnungri dóttur þeirra um margra mánuða skeið, eða frá maímánuði árið 2020 til nóvembermánaðar ári síðar. Í ákæru segir að maðurinn hafi neitað að afhenda móðurinni stúlkuna eftir að hún dvaldi hjá honum. Stúlkan hafi verið með skráð lögheimili hjá móðurinni en í sameiginlegri forsjá í fyrstu, frá og með lokum marsmánaðar 2021 hafi móðirin ein verið með forræði yfir stúlkunni eftir að dómur var kveðinn upp um það í héraði. Bæði hafi hann tekið hana úr skóla og sinnt heimakennslu sjálfur, en líka farið með hana út á land og farið með hana í skóla þar. Sagði móðurina hafa beitt ofbeldi Fyrir dómi viðurkenndi faðirinn að hann hefði verið með dótturina hjá sér, fyrst í trássi við umgengissamning og svo í trássi við dóm héraðsdóm. Hann vildi meina að ekki væri um sifskaparbrot að ræða því hann hafi beitt eins konar neyðarrétti. Það væri vegna þess að móðirin hefði beitt dótturina ofbeldi. Hann sagðist meðal annars hafa lofað dótturinni að neyða hana ekki til að fara til móður hennar og það loforð gæti hann ekki svikið. Fram kemur að margir þeirra sem hittu dótturina á ákveðnu tímabili hefðu borið um frásagnir hennar af meintu ofbeldi móðurinnar. Þetta væru fjölskyldumeðlimir föðurins og kunningjafólk sem umgekkst hann sem og sérfræðingar sem voru kvaddir til af hálfu Barnaverndar og dómstóla. Móðirin sagðist aldrei hafa beitt dótturina ofbeldi, hvorki andlegu né líkamlegu. Hún sagði föðurinn hafa innrætt stúlkunni slíkar frásagnir. Ásakanirnar lítilvægari Í dómi héraðsdóms er vísað til fjölda sérfræðinga sem hafi ekki tekið undir afstöðu föðurins um að stúlkan gæti ekki umgengist móðurina. Þvert á móti væri það á ábyrgð föðurins að samband móðurinnar og dótturinnar hefði rofnað. Dómkvaddir matsmenn sem, eru sagðir hafa skoðað málið mjög ítarlega, komust að þeirri niðurstöðu að faðirinn hefði brugðist uppeldishlutverki sínu með því að hindra að hún færi aftur til föðurins. Þess í stað hefði hann numið hana á brott til að einangra hana enn frekar gagnvart móðurinni og móðurfjölskyldu. Þessir matsmenn mátu ásakanirnar gagnvart móðurinni talsvert lítilvægari en svo að hægt væri að réttlæta framgöngu föðurins. Dómurinn sagðist ekki hafa neina ástæðu til að draga þetta í efa. Stundaði nám í skóla þar sem hún var ekki nemandi Dómurinn benti líka á að faðirinn hefði komið í veg fyrir skólasókn dótturinnar þrátt fyrir að skólastjórnendur hefðu gert honum grein fyrir því að honum væri ekki heimilt að taka stúlkuna úr skóla og annast heimakennslu. Hann hafi brugðist við með því að flytja stúlkuna út á land og gert stúlkunni að stunda nám í skóla þar án þess að hún væri nemandi í skólanum og í trássi við skólayfirvöld þar. Líkt og áður segir hlaut maðurinn tíu mánaða skilorðsbundinn dóm. Þá er honum gert að greiða móðurinni 1,5 milljónir króna. Þá þarf hann að greiða 1,6 milljónir til einkaréttarkröfuhafa, og tæplega 3,9 milljónir í sakarkostnað. Dómsmál Ofbeldi gegn börnum Börn og uppeldi Fjölskyldumál Mest lesið Einmana feður snúa vörn í sókn Innlent Læknir sem sagður er kenna öllum öðrum um sviptur leyfi Innlent Réttarhöld yfir Margréti Löf hefjast Innlent Ljóslaust á fjölförnum gatnamótum Innlent Grunaður um að myrða stúlku sem fannst látin í skotti Teslu hans Erlent Lögregla í Vestmannaeyjum rannsakar mál tengt 764-glæpahópnum Innlent Sífellt yngra fólk að greinast með heilabilun Innlent Loka síðustu ræðismannsskrifstofu Rússa Erlent Umboðsmaður óskar svara um notkun lögreglu á hrákagrímum Innlent Ísland vildi varnagla í EES-samninginn sem nú er notaður gegn EES-ríkjunum Innlent Fleiri fréttir Stór útvegsfyrirtæki meðal stærstu bakhjarla Viðreisnar Ísland vildi varnagla í EES-samninginn sem nú er notaður gegn EES-ríkjunum Mun funda með Karli konungi Stýrivaxtalækkun og áhrif verndaraðgerða ESB metin Samfylkingin blæs til prófkjörs í borginni Skora á Lilju eftir hörfun Einars Sigurður Flosason til liðs við Þjóðkirkjuna Framsóknarmenn í Garðabæ stilla upp og skora á Willum Læknir sem sagður er kenna öllum öðrum um sviptur leyfi Réttarhöld yfir Margréti Löf hefjast Ljóslaust á fjölförnum gatnamótum Umboðsmaður óskar svara um notkun lögreglu á hrákagrímum Rúmlega tvöhundruð skjálftar frá því í gærkvöldi Einmana feður snúa vörn í sókn Lögregla í Vestmannaeyjum rannsakar mál tengt 764-glæpahópnum „Getum ekki setið undir því að menn séu með ögrandi framgöngu af þessu tagi“ Kæra niðurstöðu lögreglu að loka rannsókn á meintu ofbeldi Sífellt yngra fólk að greinast með heilabilun Slökkvilið við hreinsun vegna áreksturs á Hringbraut Íþróttafélög keyra áfengi heim að dyrum Bilunin hjá Cloudflare óvenjulega löng Guðrún líkir Evrópusambandinu við glæpamann Sakborningar undir og yfir tvítugt: „Höfum verið að sjá þetta öðru hvoru á samfélagsmiðlum“ Evrópuólga, handtökur eftir TikTok-myndband og lögregla skoðar bjórsölu Skora á Lilju að bjóða sig fram sem formann Jana vill áfram leiða lista VG á Akureyri Fer ekki í formanninn Óttast að þurfa að loka Berginu fái þau ekki samning Blendin viðbrögð kylfinga við reglum um golfbíla Deila ekkju og stjúpdóttur tekin til skoðunar Sjá meira
Í ákæru segir að maðurinn hafi neitað að afhenda móðurinni stúlkuna eftir að hún dvaldi hjá honum. Stúlkan hafi verið með skráð lögheimili hjá móðurinni en í sameiginlegri forsjá í fyrstu, frá og með lokum marsmánaðar 2021 hafi móðirin ein verið með forræði yfir stúlkunni eftir að dómur var kveðinn upp um það í héraði. Bæði hafi hann tekið hana úr skóla og sinnt heimakennslu sjálfur, en líka farið með hana út á land og farið með hana í skóla þar. Sagði móðurina hafa beitt ofbeldi Fyrir dómi viðurkenndi faðirinn að hann hefði verið með dótturina hjá sér, fyrst í trássi við umgengissamning og svo í trássi við dóm héraðsdóm. Hann vildi meina að ekki væri um sifskaparbrot að ræða því hann hafi beitt eins konar neyðarrétti. Það væri vegna þess að móðirin hefði beitt dótturina ofbeldi. Hann sagðist meðal annars hafa lofað dótturinni að neyða hana ekki til að fara til móður hennar og það loforð gæti hann ekki svikið. Fram kemur að margir þeirra sem hittu dótturina á ákveðnu tímabili hefðu borið um frásagnir hennar af meintu ofbeldi móðurinnar. Þetta væru fjölskyldumeðlimir föðurins og kunningjafólk sem umgekkst hann sem og sérfræðingar sem voru kvaddir til af hálfu Barnaverndar og dómstóla. Móðirin sagðist aldrei hafa beitt dótturina ofbeldi, hvorki andlegu né líkamlegu. Hún sagði föðurinn hafa innrætt stúlkunni slíkar frásagnir. Ásakanirnar lítilvægari Í dómi héraðsdóms er vísað til fjölda sérfræðinga sem hafi ekki tekið undir afstöðu föðurins um að stúlkan gæti ekki umgengist móðurina. Þvert á móti væri það á ábyrgð föðurins að samband móðurinnar og dótturinnar hefði rofnað. Dómkvaddir matsmenn sem, eru sagðir hafa skoðað málið mjög ítarlega, komust að þeirri niðurstöðu að faðirinn hefði brugðist uppeldishlutverki sínu með því að hindra að hún færi aftur til föðurins. Þess í stað hefði hann numið hana á brott til að einangra hana enn frekar gagnvart móðurinni og móðurfjölskyldu. Þessir matsmenn mátu ásakanirnar gagnvart móðurinni talsvert lítilvægari en svo að hægt væri að réttlæta framgöngu föðurins. Dómurinn sagðist ekki hafa neina ástæðu til að draga þetta í efa. Stundaði nám í skóla þar sem hún var ekki nemandi Dómurinn benti líka á að faðirinn hefði komið í veg fyrir skólasókn dótturinnar þrátt fyrir að skólastjórnendur hefðu gert honum grein fyrir því að honum væri ekki heimilt að taka stúlkuna úr skóla og annast heimakennslu. Hann hafi brugðist við með því að flytja stúlkuna út á land og gert stúlkunni að stunda nám í skóla þar án þess að hún væri nemandi í skólanum og í trássi við skólayfirvöld þar. Líkt og áður segir hlaut maðurinn tíu mánaða skilorðsbundinn dóm. Þá er honum gert að greiða móðurinni 1,5 milljónir króna. Þá þarf hann að greiða 1,6 milljónir til einkaréttarkröfuhafa, og tæplega 3,9 milljónir í sakarkostnað.
Dómsmál Ofbeldi gegn börnum Börn og uppeldi Fjölskyldumál Mest lesið Einmana feður snúa vörn í sókn Innlent Læknir sem sagður er kenna öllum öðrum um sviptur leyfi Innlent Réttarhöld yfir Margréti Löf hefjast Innlent Ljóslaust á fjölförnum gatnamótum Innlent Grunaður um að myrða stúlku sem fannst látin í skotti Teslu hans Erlent Lögregla í Vestmannaeyjum rannsakar mál tengt 764-glæpahópnum Innlent Sífellt yngra fólk að greinast með heilabilun Innlent Loka síðustu ræðismannsskrifstofu Rússa Erlent Umboðsmaður óskar svara um notkun lögreglu á hrákagrímum Innlent Ísland vildi varnagla í EES-samninginn sem nú er notaður gegn EES-ríkjunum Innlent Fleiri fréttir Stór útvegsfyrirtæki meðal stærstu bakhjarla Viðreisnar Ísland vildi varnagla í EES-samninginn sem nú er notaður gegn EES-ríkjunum Mun funda með Karli konungi Stýrivaxtalækkun og áhrif verndaraðgerða ESB metin Samfylkingin blæs til prófkjörs í borginni Skora á Lilju eftir hörfun Einars Sigurður Flosason til liðs við Þjóðkirkjuna Framsóknarmenn í Garðabæ stilla upp og skora á Willum Læknir sem sagður er kenna öllum öðrum um sviptur leyfi Réttarhöld yfir Margréti Löf hefjast Ljóslaust á fjölförnum gatnamótum Umboðsmaður óskar svara um notkun lögreglu á hrákagrímum Rúmlega tvöhundruð skjálftar frá því í gærkvöldi Einmana feður snúa vörn í sókn Lögregla í Vestmannaeyjum rannsakar mál tengt 764-glæpahópnum „Getum ekki setið undir því að menn séu með ögrandi framgöngu af þessu tagi“ Kæra niðurstöðu lögreglu að loka rannsókn á meintu ofbeldi Sífellt yngra fólk að greinast með heilabilun Slökkvilið við hreinsun vegna áreksturs á Hringbraut Íþróttafélög keyra áfengi heim að dyrum Bilunin hjá Cloudflare óvenjulega löng Guðrún líkir Evrópusambandinu við glæpamann Sakborningar undir og yfir tvítugt: „Höfum verið að sjá þetta öðru hvoru á samfélagsmiðlum“ Evrópuólga, handtökur eftir TikTok-myndband og lögregla skoðar bjórsölu Skora á Lilju að bjóða sig fram sem formann Jana vill áfram leiða lista VG á Akureyri Fer ekki í formanninn Óttast að þurfa að loka Berginu fái þau ekki samning Blendin viðbrögð kylfinga við reglum um golfbíla Deila ekkju og stjúpdóttur tekin til skoðunar Sjá meira