Dreifðu ösku látins félaga í auga Miltons Kjartan Kjartansson skrifar 11. október 2024 08:48 Áhöfn eftirlitsflugvélar NOAA safnaðist saman til þess að heiðra minningu Peters Dodge áður en ösku hans var varpað inn í auga fellibyljarins Miltons þriðjudaginn 8. október 2024. AP/Sim Aberson/NOAA Samstarfsmenn nýlega látins vísindamanns sem rannsakaði fellibylji dreifðu ösku hans úr flugvél í auga fellibyljarins Miltons innan við sólarhring áður en hann gekk á land í Flórída. Peter Dodge var ratsjársérfræðingur og rannsakandi hjá Haf- og loftslagsstofnun Bandaríkjanna (NOAA) og sem slíkur flaug hann hundruð sinnum inn í auga fellibylja á 44 ára starfsferli. Hann lést í mars í fyrra, 72 ára að aldri. Til þess að heiðra minningu Dodge vörpuðu samstarfsmenn hans hjá NOAA ösku hans í pakka út úr flugvél sem var flogið inn í auga fellibyljarins Milton á þriðjudag. Í flugdagbók vélarinnar var vísað til flugferðarinnar sem 387. og síðustu ferðar Dodge. „Þetta er mjög hjartnæmt. Við vissum að það var markmið NOAA að láta verða af þessu,“ segir Shelley Dodge, systir Peters við AP-fréttastofuna. „Hann elskaði þennan hluta af starfinu. Þetta er ljúfsárt. Annars vegar er fellibylur á leiðinni og maður óskar fólki þess ekki. Hins vegar vildi ég virkilega að þetta gerðist,“ sagði Dodge en að minnsta kosti tíu fórust þegar Milton fór yfir Flórída. Kviknaði í hreyfli inni í fellibylnum Húgó Peter Dodge hlaut meðal annars verðlaun fyrir tæknibúnað sem var notaður til þess að rannsaka fellibylinn Katrínu sem olli gríðarlegri eyðileggingu og mannskaða í Lúisíana árið 2005. Þá var hann um borð í eftirlitsflugvél sem var flogið inn í fellibylinn Húgó árið 1989 og komst í hann krappann. Vélin lenti í mikilli ókyrrð og eldur kviknaði í einum af fjórum hreyflum hennar. Áhöfnin varpaði þungum mælitækjum frá borði og flugmaðurinn losaði sig við eldsneyti sem gerði vélinni kleift að halda áfram athugunum sínum. „Þau komust næstum ekki út úr auganu,“ segir Shelley Dodge um þá lífsreynslu bróður síns. Fellibylurinn Milton Bandaríkin Fréttir af flugi Andlát Vísindi Tengdar fréttir Tíu létust þegar Milton fór yfir Flórída Að minnsta kosti tíu létust þegar fellibylurinn Milton fór yfir Flórída í gær, þar af fimm í samfélagi fyrir eldri borgara í St. Lucie-sýslu, þar sem hvirfilbylur myndaðist áður en Milton gekk á land nærri Sarasota. 11. október 2024 07:05 Mest lesið Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Innlent Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Erlent Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Innlent Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér Innlent Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ Innlent „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Innlent Merkúr Máni sótti brons á Ólympíuleikunum í líffræði Innlent Ísraelsher stöðvaði aðra skútu með vistum Erlent Hvalfjarðargöng opin á ný Innlent Virknin minnkað þó áfram gjósi Innlent Fleiri fréttir Ísraelsher stöðvaði aðra skútu með vistum Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Forsætisráðherra segir að átökin gætu færst nær stríði Biðst afsökunar en segist hvorki þuklari, flassari né dónakarl „Góðu fréttirnar eru að það sem hann segir skiptir engu máli“ „Tími til kominn að ljúka stríðinu á Gasa“ Lýsa yfir herlögum í Taílandi Ísraelsþing ályktar um innlimun Vesturbakkans Jeremy Corbyn leiðir nýja stjórnmálahreyfingu Þrýstingur eykst á Starmer að hann fari sömu leið og Frakkar Samninganefndir ræða fund leiðtoganna Karlmaður á fertugsaldri handtekinn fyrir sprengjuhótunina Ísraelskur ráðherra kynnir áform um þjóðernishreinsun á Gasa Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Frakkland viðurkennir Palestínu sem sjálfstætt ríki Hjálparstarf og fréttaflutningur í uppnámi vegna hungursneyðar Alls 81 barn látist úr hungri Maxwell boðuð á fund með fulltrúum Trump-stjórnarinnar Columbia greiðir tvö hundruð milljóna dala sáttagreiðslu Selenskí dregur í land Danskri sjónvarpsstöð barst sprengjuhótun Heitir bótum en stendur við lögin umdeildu Rússnesk farþegaflugvél hrapaði og á fimmta tug talinn af Níu látnir er landamæradeilur blossa upp Höfða mál vegna fullyrðinga um að forsetafrúin sé karlmaður Trump látinn vita að nafn hans væri í Epstein-skjölunum Málinu lokið og Kohberger sleppur við dauðarefsingu Hvalavinurinn ekki lengur eftirlýstur Ríki mega kæra hvert annað fyrir loftslagsbreytingar Epstein mætti í brúðkaup Trumps Sjá meira
Peter Dodge var ratsjársérfræðingur og rannsakandi hjá Haf- og loftslagsstofnun Bandaríkjanna (NOAA) og sem slíkur flaug hann hundruð sinnum inn í auga fellibylja á 44 ára starfsferli. Hann lést í mars í fyrra, 72 ára að aldri. Til þess að heiðra minningu Dodge vörpuðu samstarfsmenn hans hjá NOAA ösku hans í pakka út úr flugvél sem var flogið inn í auga fellibyljarins Milton á þriðjudag. Í flugdagbók vélarinnar var vísað til flugferðarinnar sem 387. og síðustu ferðar Dodge. „Þetta er mjög hjartnæmt. Við vissum að það var markmið NOAA að láta verða af þessu,“ segir Shelley Dodge, systir Peters við AP-fréttastofuna. „Hann elskaði þennan hluta af starfinu. Þetta er ljúfsárt. Annars vegar er fellibylur á leiðinni og maður óskar fólki þess ekki. Hins vegar vildi ég virkilega að þetta gerðist,“ sagði Dodge en að minnsta kosti tíu fórust þegar Milton fór yfir Flórída. Kviknaði í hreyfli inni í fellibylnum Húgó Peter Dodge hlaut meðal annars verðlaun fyrir tæknibúnað sem var notaður til þess að rannsaka fellibylinn Katrínu sem olli gríðarlegri eyðileggingu og mannskaða í Lúisíana árið 2005. Þá var hann um borð í eftirlitsflugvél sem var flogið inn í fellibylinn Húgó árið 1989 og komst í hann krappann. Vélin lenti í mikilli ókyrrð og eldur kviknaði í einum af fjórum hreyflum hennar. Áhöfnin varpaði þungum mælitækjum frá borði og flugmaðurinn losaði sig við eldsneyti sem gerði vélinni kleift að halda áfram athugunum sínum. „Þau komust næstum ekki út úr auganu,“ segir Shelley Dodge um þá lífsreynslu bróður síns.
Fellibylurinn Milton Bandaríkin Fréttir af flugi Andlát Vísindi Tengdar fréttir Tíu létust þegar Milton fór yfir Flórída Að minnsta kosti tíu létust þegar fellibylurinn Milton fór yfir Flórída í gær, þar af fimm í samfélagi fyrir eldri borgara í St. Lucie-sýslu, þar sem hvirfilbylur myndaðist áður en Milton gekk á land nærri Sarasota. 11. október 2024 07:05 Mest lesið Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Innlent Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Erlent Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Innlent Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér Innlent Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ Innlent „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Innlent Merkúr Máni sótti brons á Ólympíuleikunum í líffræði Innlent Ísraelsher stöðvaði aðra skútu með vistum Erlent Hvalfjarðargöng opin á ný Innlent Virknin minnkað þó áfram gjósi Innlent Fleiri fréttir Ísraelsher stöðvaði aðra skútu með vistum Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Forsætisráðherra segir að átökin gætu færst nær stríði Biðst afsökunar en segist hvorki þuklari, flassari né dónakarl „Góðu fréttirnar eru að það sem hann segir skiptir engu máli“ „Tími til kominn að ljúka stríðinu á Gasa“ Lýsa yfir herlögum í Taílandi Ísraelsþing ályktar um innlimun Vesturbakkans Jeremy Corbyn leiðir nýja stjórnmálahreyfingu Þrýstingur eykst á Starmer að hann fari sömu leið og Frakkar Samninganefndir ræða fund leiðtoganna Karlmaður á fertugsaldri handtekinn fyrir sprengjuhótunina Ísraelskur ráðherra kynnir áform um þjóðernishreinsun á Gasa Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Frakkland viðurkennir Palestínu sem sjálfstætt ríki Hjálparstarf og fréttaflutningur í uppnámi vegna hungursneyðar Alls 81 barn látist úr hungri Maxwell boðuð á fund með fulltrúum Trump-stjórnarinnar Columbia greiðir tvö hundruð milljóna dala sáttagreiðslu Selenskí dregur í land Danskri sjónvarpsstöð barst sprengjuhótun Heitir bótum en stendur við lögin umdeildu Rússnesk farþegaflugvél hrapaði og á fimmta tug talinn af Níu látnir er landamæradeilur blossa upp Höfða mál vegna fullyrðinga um að forsetafrúin sé karlmaður Trump látinn vita að nafn hans væri í Epstein-skjölunum Málinu lokið og Kohberger sleppur við dauðarefsingu Hvalavinurinn ekki lengur eftirlýstur Ríki mega kæra hvert annað fyrir loftslagsbreytingar Epstein mætti í brúðkaup Trumps Sjá meira
Tíu létust þegar Milton fór yfir Flórída Að minnsta kosti tíu létust þegar fellibylurinn Milton fór yfir Flórída í gær, þar af fimm í samfélagi fyrir eldri borgara í St. Lucie-sýslu, þar sem hvirfilbylur myndaðist áður en Milton gekk á land nærri Sarasota. 11. október 2024 07:05