Möguleiki á að Albert komi til móts við landsliðið: „Verðum bara að bíða og sjá“ Aron Guðmundsson skrifar 10. október 2024 18:47 Albert Guðmundsson og Age Hareide, landsliðsþjálfari Íslands Vísir/Samsett mynd Möguleiki er á því að Albert Guðmundsson komi til móts við íslenska landsliðið í yfirstandandi landsliðsverkefni. Þetta segir Age Hareide landsliðsþjálfari Íslands. Líkt og greint var frá fyrr í dag var Albert, sem er leikmaður ítalska úrvalsdeildarfélagsins Fiorentina, sýknaður af ákæru um nauðgun í héraðsdómi Reykjavíkur í dag. Ekki hefur verið tekin ákvörðun um það hvort málinu verði áfrýjað. Niðurstaða dagsins gerir það að verkum að velja má Albert á nýjan leik í íslenska landsliðið. Þorvaldur Örlygsson, formaður KSÍ, greindi frá því í samtali við Vísi í dag eftir að niðurstaðan í máli Alberts var ljós að það væri nú í höndum Age Hareide, landsliðsþjálfara Íslands, að ákveða hvort kallað yrði í Albert núna. Í uppfærðri viðbragðsáætlun Knattspyrnusambands Íslands vegna meintra alvarlegra brota einstaklinga, sem samþykkt var í júní fyrra á þessu ári, segir að: Þegar mál hafa verið felld niður, eða að loknum sýknudómi, þá megi einstaklingur njóta vafans þannig að mál teljist ekki vera til meðferðar frá þeim tímapunkti. Það eigi við þó svo ákvörðun um niðurfellingu sé kærð eða sýknudómi áfrýjað. Ísland mætir Wales á Laugardalsvelli annað kvöld og svo Tyrklandi á mánudaginn kemur. Möguleiki er fyrir hendi að Albert verði kallaður inn í landsliðshópinn þó það verði að teljast ólíklegt að hann verði mættur frá Ítalíu á Laugardalsvöll strax á morgun. Nokkur flækjustig eru fyrir hendi líkt og Hareide tjáði sig um í samtali við Stöð 2 Sport eftir blaðamannafund Íslands í dag. „Við þurfum fyrst að líta á reglurnar sem gilda þegar að landslið vilja fá leikmenn frá félagsliðum í landsliðsverkefni,“ sagði Hareide. „Kerfið er þannig að við þurfum að tilkynna félagsliðum okkar landsliðsmanna að við ætlum okkur kannski að velja þá í landsliðsverkefni. Þetta eru reglur settar af Evrópska knattspyrnusambandinu. Við þurfum fyrst og fremst að komast að því hvort það sé í raun og veru möguleiki fyrir okkur að fá Albert inn í landsliðshópinn núna.“ Þannig að það er möguleiki á að Albert komi til móts við landsliðið og spili fyrir Ísland í þessu landsliðsverkefni? „Ég veit það ekki á þessari stundu. En við þurfum að komast að því. Við þurfum líka að ræða við Albert. Þetta er knappur tími. En auðvitað er möguleikinn til staðar. Við verðum bara að bíða og sjá.“ Hefurðu verið í sambandi við Albert undanfarna daga eða vikur? „Ekki undanfarna daga. Ég talaði við hann þegar að hann var að glíma við meiðsli í upphafi tímabilsins. Ég ræddi ekkert við hann fyrir þetta tiltekna verkefni því ég vissi að ég mætti ekki velja hann. Ég þurfti því að einbeita mér að þeim leikmönnum sem ég mátti velja.“ Leikur Íslands og Wales í Þjóðadeild UEFA á föstudaginn kemur verður sýndur í beinni útsendingu og í opinni dagskrá á Stöð 2 Sport. Leikurinn hefst klukkan korter í sjö en upphitun hefst hálftíma fyrr á Stöð 2 Sport. Landslið karla í fótbolta Þjóðadeild karla í fótbolta Mál Alberts Guðmundssonar Mest lesið Sauð upp úr á blaðamannafundi Hollands á EM Fótbolti Liverpool borgar fjölskyldu Jota það sem hann átti eftir af samningnum Sport Taka ákvörðun um Glódísi á leikdag Fótbolti Óvissan tekur við hjá Hákoni Enski boltinn Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 0-0 | Hundleiðinlegt í Eyjum Íslenski boltinn Heimir og Lagerbäck sameinaðir á ný Fótbolti Uppgjörið: Vestri - Valur 0-2 | Valur heldur pressu á Víkingum Íslenski boltinn Þrennubikar Man. United geymdur á Anfield Enski boltinn Uppgjörið: ÍA - Fram 0-1 | Vuk heldur áfram að skora Íslenski boltinn Oasis tileinkaði Diogo Jota lag á fyrstu tónleikunum í sextán ár Enski boltinn Fleiri fréttir „Búnir að vera á smá hrakhólum“ Í beinni: Frakkland - England | Risaleikur í Zurich Evrópumeistararnir kláruðu Bayern tveimur mönnum færri Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 0-0 | Hundleiðinlegt í Eyjum „Ég er bara þokkalega sáttur með okkar leik í dag“ Diego Leon orðinn leikmaður Manchester United Hundur vildi prófa nýja gervigrasið og fór inn á völlinn í Eyjum Wales - Holland 0-3 | Holland númeri of stórt fyrir Wales Æfðu ekki á vellinum: Vildu sleppa við rútuferð og tímapressu Taka ákvörðun um Glódísi á leikdag Svona var fundur Íslands fyrir stórleikinn við Sviss á EM Uppgjörið: ÍA - Fram 0-1 | Vuk heldur áfram að skora Uppgjörið: Vestri - Valur 0-2 | Valur heldur pressu á Víkingum Sauð upp úr á blaðamannafundi Hollands á EM EM í dag: Kubbmót, bljúg bæn í kirkju og Lehmann í rassvasanum „Vitum hvað það var sem að klikkaði“ Fimmta flokks stelpur með sterk skilaboð til Sviss Þurfti að forgangsraða í lífinu og landsliðið fékk að víkja „Fullkomið kvöld“ þegar Chelsea fór áfram í undanúrslit HM Tími Söndru eftir barnsburð og meiðsli: „Trúi og vona að þetta verði mitt mót“ Óvissan tekur við hjá Hákoni Þrennubikar Man. United geymdur á Anfield Heimir og Lagerbäck sameinaðir á ný Oasis tileinkaði Diogo Jota lag á fyrstu tónleikunum í sextán ár Vilja allar það sem Sveindís hefur: „Margt sem ég myndi vilja taka frá þeim“ ÍR á toppinn en fjögur rauð spjöld og allt vitlaust í lokin Man. City banarnir duttu út á móti brasilísku liði Fyrirliði þýska liðsins fór grátandi af velli en þær þýsku unnu Allison með fyrsta markið á nýjum Hásteinsvelli Umboðsmaður með Íslandstengingu sakaður um að nauðga konu í sex ár Sjá meira
Líkt og greint var frá fyrr í dag var Albert, sem er leikmaður ítalska úrvalsdeildarfélagsins Fiorentina, sýknaður af ákæru um nauðgun í héraðsdómi Reykjavíkur í dag. Ekki hefur verið tekin ákvörðun um það hvort málinu verði áfrýjað. Niðurstaða dagsins gerir það að verkum að velja má Albert á nýjan leik í íslenska landsliðið. Þorvaldur Örlygsson, formaður KSÍ, greindi frá því í samtali við Vísi í dag eftir að niðurstaðan í máli Alberts var ljós að það væri nú í höndum Age Hareide, landsliðsþjálfara Íslands, að ákveða hvort kallað yrði í Albert núna. Í uppfærðri viðbragðsáætlun Knattspyrnusambands Íslands vegna meintra alvarlegra brota einstaklinga, sem samþykkt var í júní fyrra á þessu ári, segir að: Þegar mál hafa verið felld niður, eða að loknum sýknudómi, þá megi einstaklingur njóta vafans þannig að mál teljist ekki vera til meðferðar frá þeim tímapunkti. Það eigi við þó svo ákvörðun um niðurfellingu sé kærð eða sýknudómi áfrýjað. Ísland mætir Wales á Laugardalsvelli annað kvöld og svo Tyrklandi á mánudaginn kemur. Möguleiki er fyrir hendi að Albert verði kallaður inn í landsliðshópinn þó það verði að teljast ólíklegt að hann verði mættur frá Ítalíu á Laugardalsvöll strax á morgun. Nokkur flækjustig eru fyrir hendi líkt og Hareide tjáði sig um í samtali við Stöð 2 Sport eftir blaðamannafund Íslands í dag. „Við þurfum fyrst að líta á reglurnar sem gilda þegar að landslið vilja fá leikmenn frá félagsliðum í landsliðsverkefni,“ sagði Hareide. „Kerfið er þannig að við þurfum að tilkynna félagsliðum okkar landsliðsmanna að við ætlum okkur kannski að velja þá í landsliðsverkefni. Þetta eru reglur settar af Evrópska knattspyrnusambandinu. Við þurfum fyrst og fremst að komast að því hvort það sé í raun og veru möguleiki fyrir okkur að fá Albert inn í landsliðshópinn núna.“ Þannig að það er möguleiki á að Albert komi til móts við landsliðið og spili fyrir Ísland í þessu landsliðsverkefni? „Ég veit það ekki á þessari stundu. En við þurfum að komast að því. Við þurfum líka að ræða við Albert. Þetta er knappur tími. En auðvitað er möguleikinn til staðar. Við verðum bara að bíða og sjá.“ Hefurðu verið í sambandi við Albert undanfarna daga eða vikur? „Ekki undanfarna daga. Ég talaði við hann þegar að hann var að glíma við meiðsli í upphafi tímabilsins. Ég ræddi ekkert við hann fyrir þetta tiltekna verkefni því ég vissi að ég mætti ekki velja hann. Ég þurfti því að einbeita mér að þeim leikmönnum sem ég mátti velja.“ Leikur Íslands og Wales í Þjóðadeild UEFA á föstudaginn kemur verður sýndur í beinni útsendingu og í opinni dagskrá á Stöð 2 Sport. Leikurinn hefst klukkan korter í sjö en upphitun hefst hálftíma fyrr á Stöð 2 Sport.
Þegar mál hafa verið felld niður, eða að loknum sýknudómi, þá megi einstaklingur njóta vafans þannig að mál teljist ekki vera til meðferðar frá þeim tímapunkti. Það eigi við þó svo ákvörðun um niðurfellingu sé kærð eða sýknudómi áfrýjað.
Landslið karla í fótbolta Þjóðadeild karla í fótbolta Mál Alberts Guðmundssonar Mest lesið Sauð upp úr á blaðamannafundi Hollands á EM Fótbolti Liverpool borgar fjölskyldu Jota það sem hann átti eftir af samningnum Sport Taka ákvörðun um Glódísi á leikdag Fótbolti Óvissan tekur við hjá Hákoni Enski boltinn Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 0-0 | Hundleiðinlegt í Eyjum Íslenski boltinn Heimir og Lagerbäck sameinaðir á ný Fótbolti Uppgjörið: Vestri - Valur 0-2 | Valur heldur pressu á Víkingum Íslenski boltinn Þrennubikar Man. United geymdur á Anfield Enski boltinn Uppgjörið: ÍA - Fram 0-1 | Vuk heldur áfram að skora Íslenski boltinn Oasis tileinkaði Diogo Jota lag á fyrstu tónleikunum í sextán ár Enski boltinn Fleiri fréttir „Búnir að vera á smá hrakhólum“ Í beinni: Frakkland - England | Risaleikur í Zurich Evrópumeistararnir kláruðu Bayern tveimur mönnum færri Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 0-0 | Hundleiðinlegt í Eyjum „Ég er bara þokkalega sáttur með okkar leik í dag“ Diego Leon orðinn leikmaður Manchester United Hundur vildi prófa nýja gervigrasið og fór inn á völlinn í Eyjum Wales - Holland 0-3 | Holland númeri of stórt fyrir Wales Æfðu ekki á vellinum: Vildu sleppa við rútuferð og tímapressu Taka ákvörðun um Glódísi á leikdag Svona var fundur Íslands fyrir stórleikinn við Sviss á EM Uppgjörið: ÍA - Fram 0-1 | Vuk heldur áfram að skora Uppgjörið: Vestri - Valur 0-2 | Valur heldur pressu á Víkingum Sauð upp úr á blaðamannafundi Hollands á EM EM í dag: Kubbmót, bljúg bæn í kirkju og Lehmann í rassvasanum „Vitum hvað það var sem að klikkaði“ Fimmta flokks stelpur með sterk skilaboð til Sviss Þurfti að forgangsraða í lífinu og landsliðið fékk að víkja „Fullkomið kvöld“ þegar Chelsea fór áfram í undanúrslit HM Tími Söndru eftir barnsburð og meiðsli: „Trúi og vona að þetta verði mitt mót“ Óvissan tekur við hjá Hákoni Þrennubikar Man. United geymdur á Anfield Heimir og Lagerbäck sameinaðir á ný Oasis tileinkaði Diogo Jota lag á fyrstu tónleikunum í sextán ár Vilja allar það sem Sveindís hefur: „Margt sem ég myndi vilja taka frá þeim“ ÍR á toppinn en fjögur rauð spjöld og allt vitlaust í lokin Man. City banarnir duttu út á móti brasilísku liði Fyrirliði þýska liðsins fór grátandi af velli en þær þýsku unnu Allison með fyrsta markið á nýjum Hásteinsvelli Umboðsmaður með Íslandstengingu sakaður um að nauðga konu í sex ár Sjá meira