Óvissan tekur við hjá Hákoni Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 5. júlí 2025 08:01 Hákon Rafn Valdimarsson hefur notið frísins vel á Íslandi. Ákveðin óvissa tekur við þegar hann snýr aftur til æfinga hjá Brentford í næstu viku. Vísir/Lýður Eftir gott sumarfrí á Íslandi tekur óvissa við hjá landsliðsmarkverðinum Hákoni Rafni Valdimarssyni þegar hann snýr aftur til æfinga hjá Brentford á Englandi þar sem hann hittir nýjan þjálfara og nýjan aðalmarkvörð. Hákon Rafn hefur notið sín vel í fríi hér heima og verið óvenju mikið á Íslandi. Hann hefur þannig verið fastagestur á leikjum í Bestu deildinni síðustu vikur. Hákon kann þó best við sig á golfvellinum, sem og á Seltjarnarnesi. Koma svo fullur af orku til baka „Mér finnst það mjög fínt að koma hingað og hitta fjölskyldu og vini. Taka sér tíma hérna og koma svo fullur af orku til baka,“ sagði Hákon í samtali við Val Pál Eiríksson. Hvernig er hann búinn að nýta tímann á Íslandi í fríinu? „Aðallega í golfi en veðrið er búið að vera agalegt. Maður verður samt að venjast því að spila í því líka,“ sagði Hákon brosandi. Tíminn líður svo hratt í fríinu „Síðan bara að hitta fjölskylduna og vini. Tíminn líður bara svo hratt í fríinu og þetta er alveg að verða búið,“ sagði Hákon. Er það eitthvað sem þarf að gera eða borða þegar hann kemur heim til Íslands. „Það er geggjað að fara út á Nes og ég bý þar náttúrulega þar hjá fjölskyldunni. Nesvöllurinn, golfvöllurinn, og fara í sund á Nesinu,“ sagði Hákon Eftir gott frí hér heima kemur aftur á móti eilítil óvissa við hjá kappanum. Frá því að tímabilinu lauk hefur Thomas Frank, sem er goðsögn hjá félaginu, yfirgefið Brentford og óreyndur þjálfari, Keith Andrews tekið við. Þá er Mark Flekken, sem var aðalmarkvörður liðsins í fyrra, einnig horfinn á braut og var Caoimhin Kelleher keyptur dýrum dómum frá Liverpool í hans stað. Breyttir tímar hjá Brentford „Breyttir tímar hjá Brentford en samt held ég að þetta ætti ekki að breytast það mikið. Þeir vilja halda í sömu gildi og allt fyrir utan þjálfarana er það sama. Þetta er ekki það mikil breyting en samt mikil breyting,“ sagði Hákon. Er einhver möguleiki að Hákon skoði það að komast á lán eða eitthvað slíkt, til að fá að spila meira? „Já klárlega. Ég mun skoða það núna ef það þarf. Að taka annað tímabil, ef ég verð á bekknum, þá er það kannski ekki það besta fyrir mig á ferlinum,“ sagði Hákon. Enski boltinn Landslið karla í fótbolta Mest lesið Sagt að hann spili ekki aftur meðan Craig er með liðið Körfubolti Kylfusveinninn græðir meiri pening en meðalkylfingurinn á PGA Golf Sjúkar kýr sveigja leiðina á Tour de France Sport Frá sólinni í Tampa yfir í Bestu deild kvenna á Íslandi Íslenski boltinn „Auðvitað skoraði Orri, hann skorar alls staðar“ Fótbolti Ekki gild afsökun að hafa drukkið teið hennar mömmu sinnar Sport Chicharito biðst afsökunar á karlrembunni Fótbolti Miðarnir langdýrastir hjá Fulham Enski boltinn Gyökeres á leið í læknisskoðun og fær númerið hans Henry Enski boltinn Gagnrýnd af forsetanum fyrir að vilja sofa hjá strákunum á EM Sport Fleiri fréttir Gyökeres í flugvél á leið til London Sádarnir spenntir fyrir Antony Newcastle íhugar að kaupa Sesko Gyökeres á leið í læknisskoðun og fær númerið hans Henry Textor á ekkert í Crystal Palace lengur Miðarnir langdýrastir hjá Fulham Enski kvennaboltinn leyfir áfengi á áhorfendapöllunum Eigendur Man. City græða pening á kaupum Man. United Bað sjálfur um frí og vill fara frá Newcastle Úlfarnir kaupa kólumbíska Pelé Isak fer ekki í æfingaferðina Son eftirsóttur í LA og Tottenham tilbúið að selja en ekki strax Zubimendi fór ekki til Liverpool af því að hann vildi gæðaþjálfara Eiginkona Diogo Jota með vasaklútaskilaboð Liverpool staðfestir Ekitike og fljúga honum strax til Hong Kong Fyrsti bikar í húsi hjá Arsenal Hefur trú á að Rashford láti ljós sitt skína í Katalóníu Palace áfrýjar og vill spila í Evrópudeildinni Sögunni endalausu um Gyökeres loksins að ljúka Amorim og Guardiola vilja fyrrum lærisvein þess fyrrnefnda Mbeumo staðfestur hjá félagi drauma sinna Nýi Liverpool maðurinn í fámennum hópi með Mo Salah Will Ferrell stal athyglinni frá daufum leik Man.United í gær Liverpool kaupir Ekitike fyrir meira en níutíu milljónir evra Rannsaka Íslendingafélagið Burton Albion Rashford nálgast Barcelona Hvar mun Mbeumo spila fyrir Man United? Hrókeringar í markmannsmálum Man City Ince missir prófið og þarf að borga yfir milljón í sekt Madueke skrifar undir hjá Arsenal Sjá meira
Hákon Rafn hefur notið sín vel í fríi hér heima og verið óvenju mikið á Íslandi. Hann hefur þannig verið fastagestur á leikjum í Bestu deildinni síðustu vikur. Hákon kann þó best við sig á golfvellinum, sem og á Seltjarnarnesi. Koma svo fullur af orku til baka „Mér finnst það mjög fínt að koma hingað og hitta fjölskyldu og vini. Taka sér tíma hérna og koma svo fullur af orku til baka,“ sagði Hákon í samtali við Val Pál Eiríksson. Hvernig er hann búinn að nýta tímann á Íslandi í fríinu? „Aðallega í golfi en veðrið er búið að vera agalegt. Maður verður samt að venjast því að spila í því líka,“ sagði Hákon brosandi. Tíminn líður svo hratt í fríinu „Síðan bara að hitta fjölskylduna og vini. Tíminn líður bara svo hratt í fríinu og þetta er alveg að verða búið,“ sagði Hákon. Er það eitthvað sem þarf að gera eða borða þegar hann kemur heim til Íslands. „Það er geggjað að fara út á Nes og ég bý þar náttúrulega þar hjá fjölskyldunni. Nesvöllurinn, golfvöllurinn, og fara í sund á Nesinu,“ sagði Hákon Eftir gott frí hér heima kemur aftur á móti eilítil óvissa við hjá kappanum. Frá því að tímabilinu lauk hefur Thomas Frank, sem er goðsögn hjá félaginu, yfirgefið Brentford og óreyndur þjálfari, Keith Andrews tekið við. Þá er Mark Flekken, sem var aðalmarkvörður liðsins í fyrra, einnig horfinn á braut og var Caoimhin Kelleher keyptur dýrum dómum frá Liverpool í hans stað. Breyttir tímar hjá Brentford „Breyttir tímar hjá Brentford en samt held ég að þetta ætti ekki að breytast það mikið. Þeir vilja halda í sömu gildi og allt fyrir utan þjálfarana er það sama. Þetta er ekki það mikil breyting en samt mikil breyting,“ sagði Hákon. Er einhver möguleiki að Hákon skoði það að komast á lán eða eitthvað slíkt, til að fá að spila meira? „Já klárlega. Ég mun skoða það núna ef það þarf. Að taka annað tímabil, ef ég verð á bekknum, þá er það kannski ekki það besta fyrir mig á ferlinum,“ sagði Hákon.
Enski boltinn Landslið karla í fótbolta Mest lesið Sagt að hann spili ekki aftur meðan Craig er með liðið Körfubolti Kylfusveinninn græðir meiri pening en meðalkylfingurinn á PGA Golf Sjúkar kýr sveigja leiðina á Tour de France Sport Frá sólinni í Tampa yfir í Bestu deild kvenna á Íslandi Íslenski boltinn „Auðvitað skoraði Orri, hann skorar alls staðar“ Fótbolti Ekki gild afsökun að hafa drukkið teið hennar mömmu sinnar Sport Chicharito biðst afsökunar á karlrembunni Fótbolti Miðarnir langdýrastir hjá Fulham Enski boltinn Gyökeres á leið í læknisskoðun og fær númerið hans Henry Enski boltinn Gagnrýnd af forsetanum fyrir að vilja sofa hjá strákunum á EM Sport Fleiri fréttir Gyökeres í flugvél á leið til London Sádarnir spenntir fyrir Antony Newcastle íhugar að kaupa Sesko Gyökeres á leið í læknisskoðun og fær númerið hans Henry Textor á ekkert í Crystal Palace lengur Miðarnir langdýrastir hjá Fulham Enski kvennaboltinn leyfir áfengi á áhorfendapöllunum Eigendur Man. City græða pening á kaupum Man. United Bað sjálfur um frí og vill fara frá Newcastle Úlfarnir kaupa kólumbíska Pelé Isak fer ekki í æfingaferðina Son eftirsóttur í LA og Tottenham tilbúið að selja en ekki strax Zubimendi fór ekki til Liverpool af því að hann vildi gæðaþjálfara Eiginkona Diogo Jota með vasaklútaskilaboð Liverpool staðfestir Ekitike og fljúga honum strax til Hong Kong Fyrsti bikar í húsi hjá Arsenal Hefur trú á að Rashford láti ljós sitt skína í Katalóníu Palace áfrýjar og vill spila í Evrópudeildinni Sögunni endalausu um Gyökeres loksins að ljúka Amorim og Guardiola vilja fyrrum lærisvein þess fyrrnefnda Mbeumo staðfestur hjá félagi drauma sinna Nýi Liverpool maðurinn í fámennum hópi með Mo Salah Will Ferrell stal athyglinni frá daufum leik Man.United í gær Liverpool kaupir Ekitike fyrir meira en níutíu milljónir evra Rannsaka Íslendingafélagið Burton Albion Rashford nálgast Barcelona Hvar mun Mbeumo spila fyrir Man United? Hrókeringar í markmannsmálum Man City Ince missir prófið og þarf að borga yfir milljón í sekt Madueke skrifar undir hjá Arsenal Sjá meira