Fjármálaráðherra búinn að endurskoða þjóðlendukröfur Lovísa Arnardóttir skrifar 10. október 2024 16:42 Sigurður Ingi er nú fjármála- og efnahagsráðherra en þegar málið kom upp í vor var Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir í því embætti. Vísir/Vilhelm Fjármála- og efnahagsráðherra hefur fyrir hönd íslenska ríkisins afhent óbyggðanefnd endurskoðaðar þjóðlendukröfur vegna eyja og skerja umhverfis landið. Óbyggðanefnd kallar eftir kröfum þeirra sem kunna að eiga öndverðra hagsmuna að gæta og hefur nú framlengt kröfulýsingarfrest þeirra til 13. janúar 2025. Kröfulýsingarnar og upplýsingar um málsmeðferðina er að finna á vefsíðu óbyggðanefndar. Þar er meðal annars að finna samantekt lögmanna ríkisins um endurskoðunina. Í tilkynningu um málið frá Óbyggðanefnd kemur fram að einnig hafi verið sett upp kortasjá um kröfurnar. Í henni er grá þekja yfir svæðum sem eru undanskilin kröfugerð ríkisins en blár borði er utan um eyjar og sker sem kröfur ríkisins taka til. Eyjar sem eru með bláan borða á kortinu eru til dæmis Surtsey og stór hluti Vestmannaeyja, utan Heimaeyjar. Í tilkynningu segir að kortasjáin byggi, meðal annars, á bestu fyrirliggjandi upplýsingum um fjörumörk en í kröfugerð ríkisins sé gerður fyrirvari um að ekki sé útilokað að stórstraumsfjara nái lengra og að viðbótarupplýsingar þar að lútandi kunni að hafa áhrif á afmörkun. Nánari upplýsingar um það er að finna á vefsíðu nefndarinnar. sbr. nánari upplýsingar á vefsíðu óbyggðanefndar. Skjáskot úr kortasjánnni af Vestmannaeyjum og Surtsey.Óbyggðanefnd Í tilkynningu Óbyggðanefndar er málið rakið en fyrr á þessu ári lýsti fjármála- og efnahagsráðherra þjóðlendukröfum vegna eyja og skerja í febrúar 2024. Þá var landeigendum veittur frestur til að lýsa gagnkröfum. Í apríl tilkynnti ráðherra óbyggðanefnd að ákveðið hefði verið að taka kröfugerð ríkisins til endurskoðunar. „Óbyggðanefnd hefur síðan þá framlengt kröfulýsingarfrest landeigenda nokkrum sinnum, m.a. í því skyni að tryggja landeigendum nægan tíma að því loknu til að bregðast við endurskoðuðum kröfum ríkisins og eftir atvikum lýsa gagnkröfum. Sá frestur hefur nú verið framlengdur enn frekar, þ.e. til 13. janúar 2025,“ segir í tilkynningunni. Rannsókn hafin Þá segir að rannsókn óbyggðanefndar á málunum sé hafin en hún feli í sér, meðal annars, umfangsmikla og kerfisbundna gagnaöflun í samvinnu við sérfræðinga á Þjóðskjalasafni Íslands. Leiði rannsókn nefndarinnar í ljós að einhver kunni að telja til eignarréttinda án þess að hafa lýst kröfu innan fyrrgreinds frests verður viðkomandi gefinn kostur á að gerast aðili máls. Þá kemur fram að eftir að gagnaöflun lýkur og gögn rannsökuð úrskurði óbyggðanefnd um kröfur málsaðila. Ef svæði sem ríkið hefur gert þjóðlendukröfur til reynast samkvæmt rannsókn óbyggðanefndar vera eignarlönd verður kröfum ríkisins þar hafnað. Svæði sem reynast utan eignarlanda verða hins vegar úrskurðuð þjóðlendur. Ef óbein eignarréttindi reynast til staðar innan þjóðlendna verður jafnframt úrskurðað um þau. Skipulag Jarða- og lóðamál Vestmannaeyjar Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Tengdar fréttir Ráðuneytið greitt Juris hundruð milljóna vegna þjóðlendumála Á undanförnum tíu árum hefur fjármálaráðuneytið greitt lögmannastofunni Juris slf. 354 milljónir króna vegna þjóðlendismála auk greiðslna vegna lögfræðiaðstoðar. Meðal þekktra eigenda Juris eru Sigurbjörn Magnússon, stjórnarformaður Árvarkurs og einn innsti koppur í búri Sjálfstæðisflokksins, Andri Árnason sem varði Geir H. Haarde í Landsdómsmálinu og Lárus Blöndal, forseti ÍSÍ og fyrrverandi stjórnarformaður Bankasýslunnar. 8. apríl 2024 11:14 Vill svör frá stjórnvöldum um kröfu í Kerlingarhólma Þórhildur Þorsteinsdóttir bóndi á Brekku í Borgarfirði á nú í deilum við ríkið vegna kröfu Óbyggðanefndar í sker og eyjar við Ísland. Landið sem Þórhildur á og nefndin hefur gert kröfu í er reyndar ekki eyja heldur er tún og er í um 40 kílómetra fjarlægð frá strandlengjunni. Hún hefur nú krafist skýringa frá nefndinni. 15. mars 2024 09:01 Óbyggðanefnd endurskoði afstöðu sína Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir fjármála- og efnahagsráðherra hefur farið þess á leit við óbyggðanefnd að hún endurskoði afstöðu sína vegna kröfu ríkisins í Vestmannaeyjar. 19. febrúar 2024 13:51 Mest lesið Ætlaði ekki að trúa því að sonurinn hefði sjálfur staðið upp úr bílnum Innlent Grínaðist með Möggu Stínu: „Fyrsta líflátshótunin kom 18 mínútum seinna“ Innlent Fjöldi látinn eftir að verksmiðja sprakk í loft upp Erlent Norðmenn uggandi vegna mögulegra viðbragða Trump Erlent Kourani fluttur á Klepp Innlent Þarf að una áminningu í máli móður í forsjárdeilu Innlent Tókst ekki að sanna að Brim bæri ábyrgð á dauða sonar þeirra Innlent Gengst við því að hafa grandað farþegaþotunni Erlent Nóbelsnefndin hafi valið pólitík fram yfir frið Erlent Beygjuvasarnir stórhættulegir Innlent Fleiri fréttir Hvattir til að leggja tímanlega af stað Beygjuvasarnir stórhættulegir Kourani fluttur á Klepp Fékk sýn og vakti heimsathygli Vísað út af bókasafni fyrir að drekka inni á salerni Enginn njósni um barnaafmæli borgarinnar Þarf að una áminningu í máli móður í forsjárdeilu Múhameð fær blessun mannanafnanefndar Samfylkingin með mesta fylgi allra flokka Skipaður í embætti skólameistara Framhaldsskólans í Mosó Sigurbjörg skipuð forstjóri Ráðgjafar- og greiningarstöðvar „Sorglegt“ ef börnin lesa ekki Laxness og Íslendingasögur Fyrstu skref til friðar á Gasa tekin og Friðarverðlaunin fara til Venesúela Leggja til tæplega 44 þúsund tonna loðnukvóta Grínaðist með Möggu Stínu: „Fyrsta líflátshótunin kom 18 mínútum seinna“ Magga Stína í flugi á leið til Istanbúl Bein útsending: Árleg friðarráðstefna Höfða Bein útsending: Athafnaborgin Reykjavík kynnt frá ólíkum hliðum Ætlaði ekki að trúa því að sonurinn hefði sjálfur staðið upp úr bílnum Tókst ekki að sanna að Brim bæri ábyrgð á dauða sonar þeirra Brotthvarf Laxness: „Ekkert sem kemur í staðinn fyrir að vera einn í sínum heimi með bók“ Þakklát Möggu Stínu og segir vopnahlé ljósið við enda ganganna Gummi reiður: „Kominn tími til að þeir sem ráða opni augun“ Söguleg stund Ekki sjálfsvörn að berja með steypuklumpi í höfuðið Laxnessleysið skandall eða stormur í vatnsglasi? Vegagerðin sannfærð um kosti brúar umfram göng Tólf eldislaxar fundust í sex ám Rannsaka hvort bílstjórinn hafi dottað Bein útsending: Dagur landbúnaðarins Sjá meira
Kröfulýsingarnar og upplýsingar um málsmeðferðina er að finna á vefsíðu óbyggðanefndar. Þar er meðal annars að finna samantekt lögmanna ríkisins um endurskoðunina. Í tilkynningu um málið frá Óbyggðanefnd kemur fram að einnig hafi verið sett upp kortasjá um kröfurnar. Í henni er grá þekja yfir svæðum sem eru undanskilin kröfugerð ríkisins en blár borði er utan um eyjar og sker sem kröfur ríkisins taka til. Eyjar sem eru með bláan borða á kortinu eru til dæmis Surtsey og stór hluti Vestmannaeyja, utan Heimaeyjar. Í tilkynningu segir að kortasjáin byggi, meðal annars, á bestu fyrirliggjandi upplýsingum um fjörumörk en í kröfugerð ríkisins sé gerður fyrirvari um að ekki sé útilokað að stórstraumsfjara nái lengra og að viðbótarupplýsingar þar að lútandi kunni að hafa áhrif á afmörkun. Nánari upplýsingar um það er að finna á vefsíðu nefndarinnar. sbr. nánari upplýsingar á vefsíðu óbyggðanefndar. Skjáskot úr kortasjánnni af Vestmannaeyjum og Surtsey.Óbyggðanefnd Í tilkynningu Óbyggðanefndar er málið rakið en fyrr á þessu ári lýsti fjármála- og efnahagsráðherra þjóðlendukröfum vegna eyja og skerja í febrúar 2024. Þá var landeigendum veittur frestur til að lýsa gagnkröfum. Í apríl tilkynnti ráðherra óbyggðanefnd að ákveðið hefði verið að taka kröfugerð ríkisins til endurskoðunar. „Óbyggðanefnd hefur síðan þá framlengt kröfulýsingarfrest landeigenda nokkrum sinnum, m.a. í því skyni að tryggja landeigendum nægan tíma að því loknu til að bregðast við endurskoðuðum kröfum ríkisins og eftir atvikum lýsa gagnkröfum. Sá frestur hefur nú verið framlengdur enn frekar, þ.e. til 13. janúar 2025,“ segir í tilkynningunni. Rannsókn hafin Þá segir að rannsókn óbyggðanefndar á málunum sé hafin en hún feli í sér, meðal annars, umfangsmikla og kerfisbundna gagnaöflun í samvinnu við sérfræðinga á Þjóðskjalasafni Íslands. Leiði rannsókn nefndarinnar í ljós að einhver kunni að telja til eignarréttinda án þess að hafa lýst kröfu innan fyrrgreinds frests verður viðkomandi gefinn kostur á að gerast aðili máls. Þá kemur fram að eftir að gagnaöflun lýkur og gögn rannsökuð úrskurði óbyggðanefnd um kröfur málsaðila. Ef svæði sem ríkið hefur gert þjóðlendukröfur til reynast samkvæmt rannsókn óbyggðanefndar vera eignarlönd verður kröfum ríkisins þar hafnað. Svæði sem reynast utan eignarlanda verða hins vegar úrskurðuð þjóðlendur. Ef óbein eignarréttindi reynast til staðar innan þjóðlendna verður jafnframt úrskurðað um þau.
Skipulag Jarða- og lóðamál Vestmannaeyjar Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Tengdar fréttir Ráðuneytið greitt Juris hundruð milljóna vegna þjóðlendumála Á undanförnum tíu árum hefur fjármálaráðuneytið greitt lögmannastofunni Juris slf. 354 milljónir króna vegna þjóðlendismála auk greiðslna vegna lögfræðiaðstoðar. Meðal þekktra eigenda Juris eru Sigurbjörn Magnússon, stjórnarformaður Árvarkurs og einn innsti koppur í búri Sjálfstæðisflokksins, Andri Árnason sem varði Geir H. Haarde í Landsdómsmálinu og Lárus Blöndal, forseti ÍSÍ og fyrrverandi stjórnarformaður Bankasýslunnar. 8. apríl 2024 11:14 Vill svör frá stjórnvöldum um kröfu í Kerlingarhólma Þórhildur Þorsteinsdóttir bóndi á Brekku í Borgarfirði á nú í deilum við ríkið vegna kröfu Óbyggðanefndar í sker og eyjar við Ísland. Landið sem Þórhildur á og nefndin hefur gert kröfu í er reyndar ekki eyja heldur er tún og er í um 40 kílómetra fjarlægð frá strandlengjunni. Hún hefur nú krafist skýringa frá nefndinni. 15. mars 2024 09:01 Óbyggðanefnd endurskoði afstöðu sína Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir fjármála- og efnahagsráðherra hefur farið þess á leit við óbyggðanefnd að hún endurskoði afstöðu sína vegna kröfu ríkisins í Vestmannaeyjar. 19. febrúar 2024 13:51 Mest lesið Ætlaði ekki að trúa því að sonurinn hefði sjálfur staðið upp úr bílnum Innlent Grínaðist með Möggu Stínu: „Fyrsta líflátshótunin kom 18 mínútum seinna“ Innlent Fjöldi látinn eftir að verksmiðja sprakk í loft upp Erlent Norðmenn uggandi vegna mögulegra viðbragða Trump Erlent Kourani fluttur á Klepp Innlent Þarf að una áminningu í máli móður í forsjárdeilu Innlent Tókst ekki að sanna að Brim bæri ábyrgð á dauða sonar þeirra Innlent Gengst við því að hafa grandað farþegaþotunni Erlent Nóbelsnefndin hafi valið pólitík fram yfir frið Erlent Beygjuvasarnir stórhættulegir Innlent Fleiri fréttir Hvattir til að leggja tímanlega af stað Beygjuvasarnir stórhættulegir Kourani fluttur á Klepp Fékk sýn og vakti heimsathygli Vísað út af bókasafni fyrir að drekka inni á salerni Enginn njósni um barnaafmæli borgarinnar Þarf að una áminningu í máli móður í forsjárdeilu Múhameð fær blessun mannanafnanefndar Samfylkingin með mesta fylgi allra flokka Skipaður í embætti skólameistara Framhaldsskólans í Mosó Sigurbjörg skipuð forstjóri Ráðgjafar- og greiningarstöðvar „Sorglegt“ ef börnin lesa ekki Laxness og Íslendingasögur Fyrstu skref til friðar á Gasa tekin og Friðarverðlaunin fara til Venesúela Leggja til tæplega 44 þúsund tonna loðnukvóta Grínaðist með Möggu Stínu: „Fyrsta líflátshótunin kom 18 mínútum seinna“ Magga Stína í flugi á leið til Istanbúl Bein útsending: Árleg friðarráðstefna Höfða Bein útsending: Athafnaborgin Reykjavík kynnt frá ólíkum hliðum Ætlaði ekki að trúa því að sonurinn hefði sjálfur staðið upp úr bílnum Tókst ekki að sanna að Brim bæri ábyrgð á dauða sonar þeirra Brotthvarf Laxness: „Ekkert sem kemur í staðinn fyrir að vera einn í sínum heimi með bók“ Þakklát Möggu Stínu og segir vopnahlé ljósið við enda ganganna Gummi reiður: „Kominn tími til að þeir sem ráða opni augun“ Söguleg stund Ekki sjálfsvörn að berja með steypuklumpi í höfuðið Laxnessleysið skandall eða stormur í vatnsglasi? Vegagerðin sannfærð um kosti brúar umfram göng Tólf eldislaxar fundust í sex ám Rannsaka hvort bílstjórinn hafi dottað Bein útsending: Dagur landbúnaðarins Sjá meira
Ráðuneytið greitt Juris hundruð milljóna vegna þjóðlendumála Á undanförnum tíu árum hefur fjármálaráðuneytið greitt lögmannastofunni Juris slf. 354 milljónir króna vegna þjóðlendismála auk greiðslna vegna lögfræðiaðstoðar. Meðal þekktra eigenda Juris eru Sigurbjörn Magnússon, stjórnarformaður Árvarkurs og einn innsti koppur í búri Sjálfstæðisflokksins, Andri Árnason sem varði Geir H. Haarde í Landsdómsmálinu og Lárus Blöndal, forseti ÍSÍ og fyrrverandi stjórnarformaður Bankasýslunnar. 8. apríl 2024 11:14
Vill svör frá stjórnvöldum um kröfu í Kerlingarhólma Þórhildur Þorsteinsdóttir bóndi á Brekku í Borgarfirði á nú í deilum við ríkið vegna kröfu Óbyggðanefndar í sker og eyjar við Ísland. Landið sem Þórhildur á og nefndin hefur gert kröfu í er reyndar ekki eyja heldur er tún og er í um 40 kílómetra fjarlægð frá strandlengjunni. Hún hefur nú krafist skýringa frá nefndinni. 15. mars 2024 09:01
Óbyggðanefnd endurskoði afstöðu sína Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir fjármála- og efnahagsráðherra hefur farið þess á leit við óbyggðanefnd að hún endurskoði afstöðu sína vegna kröfu ríkisins í Vestmannaeyjar. 19. febrúar 2024 13:51