Sprengdu upp vöruskemmu fulla af drónum Samúel Karl Ólason skrifar 9. október 2024 22:34 Shahed-dróni sýndur í skrúðgöngu íranska hersins fyrir nokkrum vikum. Getty/Morteza Nikoubaz Úkraínumenn gerðu í kvöld árás á vöruskemmu í sunnanverðu Rússlandi sem þeir segja að hafi hýst fjögur hundruð Shahed-sjálfsprengidróna. Myndbönd sem birt hafa verið á samfélagsmiðlum í Rússlandi renna stoðum undir frásögn úkraínska hersins. Árásin er sögð hafa verið gerð af sjóher Úkraínu og er talið að notast hafi verið við svokallað Neptune-eldflaug, sem er úkraínsk hönnun en þær eru hannaðar til að granda skipum. Umrædd vöruskemma er nærri Oktyabrskiy í Krasnodar-héraði í Rússlandi. Í frétt Forbes segir að frá því Rússar fengu fyrstu Shahed-drónana frá Íran árið 2022 hafi þeir notað rúmlega átta þúsund slíka í Úkraínu. Úkraínumenn segjast skjóta flesta þeirra niður en nokkrir komast alltaf í gegn og valda skemmdum. Hver dróni ber um fimmtíu kíló af sprengiefni og sumir þeirra fljúga með hefðbundnum hreyflum en aðrir með þotuhreyflum. Sjá einnig: Hafa fengið skotflaugar frá Íran Reynist það rétt að Rússar hafi misst fjögur hundruð dróna mun það að öllum líkindum koma niður á árásum þeirra um tíma. Rússar geta þó fengið fleiri frá Íran og eru byrjaðir að framleiða sína eigin í austanverðu Rússlandi. The Defense Forces struck a Shahed UAV storage base near Oktyabrsky in the Krasnodar region of the Russian Federation.According to the General Staff, around 400 combat drones were stored there. A direct hit on the target was confirmed, and secondary explosions were observed at… pic.twitter.com/d8tcTRO1k0— WarTranslated (Dmitri) (@wartranslated) October 9, 2024 Another video of explosions at an ammo depot in the village of Oktyabrsky in the Yeisk district of Krasnodar Krai after an attack by unknown drones earlier today, with a comment from an eyewitness. pic.twitter.com/wYcviGYQNp— WarTranslated (Dmitri) (@wartranslated) October 9, 2024 Úkraínumenn hafa á undanförnum vikum gert ítrekaðar árásir á vopnageymslur Rússa, olíugeymslur og önnur skotmörk, bæði með drónum og eldflaugum en ekki hefur fengist leyfi til að nota vopn frá bakhjörlum Úkraínu til þessara árása. Þær hafa þó nokkrum sinnum borið árangur. Sjá einnig: Önnur vopnageymsla í ljósum logum í Rússlandi Vólódímír Selenskí, forseti Úkraínu, sagði í ávarpi í kvöld að Úkraínumenn þyrftu að koma höndum yfir betri langdrægari eldflaugar og nota þær með áframhaldandi árangri. Úkraínumenn hafa unnið hörðum höndum að þróun eigin eldflauga og dróna til að nota gegn Rússum. Samkvæmt frétt Reuters sagði Selenskí að sérstök áhersla væri lögð á eldflaugaþróun ríkisins og enn væri verið að spýta í lófana á því sviði. Rustum Umerov, varnarmálaráðherra Úkraínu, sagði í síðasta mánuði að Úkraínumenn myndu á næstunni tilkynna þróun nýrra eldflauga og þar á meðal skotflauga, sem erfiðara er að skjóta niður með loftvarnarkerfum. Úkraína Innrás Rússa í Úkraínu Rússland Hernaður Tengdar fréttir Segja hermenn Kim líklega á leið til liðs við Rússa Hermenn frá Norður-Kóreu verða líklega sendir til liðs við rússneska hermenn í Úkraínu. Sex hermenn frá einræðisríkinu einangraða eru þar að auki sagðir hafa fallið í eldflaugaárás í Úkraínu fyrr í mánuðinum. 8. október 2024 19:32 Skutu niður eigin dróna yfir Úkraínu Flugmaður rússneskrar herþotu skaut á laugardaginn niður sjaldgæfan rússneskan dróna yfir Úkraínu. Svo virðist sem að Rússar hafi verið að nota drónann, sem er búinn tækni svo hann sést verr á ratsjám, til að varpa svifsprengjum á Úkraínu þegar þeir misstu stjórn á honum. 7. október 2024 21:33 „Sölumaður dauðans“ aftur í vopnasölu Viktor Bout, alræmdur vopnasali sem gekk lengi undir nafninu „Sölumaður dauðans“ er aftur farinn að selja vopn, tæpum tveimur árum eftir að honum var sleppt úr fangelsi í Bandaríkjunum. Honum var sleppt í fangaskiptum en Rússar slepptu þá körfuboltakonunni Brittney Griner, sem hafði verið dæmd í níu ára fangelsi fyrir að vera með smávægilegt magn af hassolíu í farangri sínum. 7. október 2024 20:03 Mest lesið Hæstiréttur Brasilíu hafnar kröfu Sverris Þórs Innlent Grunaður um að fá alls konar búnað frá fyrirtæki fyrir fíkniefnarækt Innlent Sánuferðir hafi svipuð áhrif á hjartað og líkamsrækt Innlent Hafa náð stjórn á sinueldi í sumarhúsabyggð Innlent „Það eru krakkar þarna núna sem eru bara í lífshættu” Innlent Fölsuð ökuskírteini aldrei fleiri og aldrei verið eins fullkomin Innlent Níu drepnir í drónaárás á rútu Erlent Tugir látnir eftir hvirfilbyl í Bandaríkjunum Erlent Svalt þokuloft ekki langt undan Innlent Hryðjuverkamálið gæti haft verulega þýðingu Innlent Fleiri fréttir Fimm látnir eftir þyrluslys í Finnlandi Tugir látnir eftir hvirfilbyl í Bandaríkjunum Árásirnar sagðar þær umfangsmestu síðan viðræðurnar fóru fyrir bí Níu drepnir í drónaárás á rútu Samþykktu fangaskipti á næstu dögum Hlýtur 25 ára dóm fyrir banatilræðið við Rushdie Gerðu umfangsmiklar árásir á Jemen Óásættanlegar kröfur frá Rússum á stuttum fundi Diplómatinn sem grunaður var um njósnir er látinn Sakaður um að kalla eftir dauða Trumps með mynd af skeljum „Rússland vill augljóslega stríð“ Rekja fjöldamorðið í Örebro til gremju byssumannsins vegna lífs síns Íhuga að refsa Pakistönum með stíflum og fráveituskurðum Litlar væntingar til fyrstu beinu friðarviðræðnanna í meira en þrjú ár Láta heiladauða konu ganga áfram með fóstur vegna þungunarrofsbanns Tekið tíma að bera kennsl á illa farin lík Létu Cassie lesa upp kynferðisleg skilaboð til Diddy „Við getum ekki hlaupið um heiminn í leit að Pútín“ Undirbúa að verja mun meira til varnarmála Hnattræn hlýnun nær í skottið á einni af perlum Patagóníu ESB tapar máli um samskipti von der Leyen og Pfizer-forstjóra Vill gera Gasa að „frelsissvæði“ Rússar segja Selenskí aumkunarverðan trúð Alþjóðaglæpadómstóllinn lamaður vegna þvingana Bandaríkjanna Loftárásir héldu áfram og segja enn harðari árásir framundan Hvorki Pútín né Trump ætla á fund Selenskí „Fátækasti forseti heims“ látinn Einn lifði rúmlega hundrað metra fall af og gekk eftir hjálp Breyttur tónn og reiður yfir gagnrýni vegna flugvélagjafarinnar Tugir sagðir liggja í valnum eftir loftárásir Sjá meira
Árásin er sögð hafa verið gerð af sjóher Úkraínu og er talið að notast hafi verið við svokallað Neptune-eldflaug, sem er úkraínsk hönnun en þær eru hannaðar til að granda skipum. Umrædd vöruskemma er nærri Oktyabrskiy í Krasnodar-héraði í Rússlandi. Í frétt Forbes segir að frá því Rússar fengu fyrstu Shahed-drónana frá Íran árið 2022 hafi þeir notað rúmlega átta þúsund slíka í Úkraínu. Úkraínumenn segjast skjóta flesta þeirra niður en nokkrir komast alltaf í gegn og valda skemmdum. Hver dróni ber um fimmtíu kíló af sprengiefni og sumir þeirra fljúga með hefðbundnum hreyflum en aðrir með þotuhreyflum. Sjá einnig: Hafa fengið skotflaugar frá Íran Reynist það rétt að Rússar hafi misst fjögur hundruð dróna mun það að öllum líkindum koma niður á árásum þeirra um tíma. Rússar geta þó fengið fleiri frá Íran og eru byrjaðir að framleiða sína eigin í austanverðu Rússlandi. The Defense Forces struck a Shahed UAV storage base near Oktyabrsky in the Krasnodar region of the Russian Federation.According to the General Staff, around 400 combat drones were stored there. A direct hit on the target was confirmed, and secondary explosions were observed at… pic.twitter.com/d8tcTRO1k0— WarTranslated (Dmitri) (@wartranslated) October 9, 2024 Another video of explosions at an ammo depot in the village of Oktyabrsky in the Yeisk district of Krasnodar Krai after an attack by unknown drones earlier today, with a comment from an eyewitness. pic.twitter.com/wYcviGYQNp— WarTranslated (Dmitri) (@wartranslated) October 9, 2024 Úkraínumenn hafa á undanförnum vikum gert ítrekaðar árásir á vopnageymslur Rússa, olíugeymslur og önnur skotmörk, bæði með drónum og eldflaugum en ekki hefur fengist leyfi til að nota vopn frá bakhjörlum Úkraínu til þessara árása. Þær hafa þó nokkrum sinnum borið árangur. Sjá einnig: Önnur vopnageymsla í ljósum logum í Rússlandi Vólódímír Selenskí, forseti Úkraínu, sagði í ávarpi í kvöld að Úkraínumenn þyrftu að koma höndum yfir betri langdrægari eldflaugar og nota þær með áframhaldandi árangri. Úkraínumenn hafa unnið hörðum höndum að þróun eigin eldflauga og dróna til að nota gegn Rússum. Samkvæmt frétt Reuters sagði Selenskí að sérstök áhersla væri lögð á eldflaugaþróun ríkisins og enn væri verið að spýta í lófana á því sviði. Rustum Umerov, varnarmálaráðherra Úkraínu, sagði í síðasta mánuði að Úkraínumenn myndu á næstunni tilkynna þróun nýrra eldflauga og þar á meðal skotflauga, sem erfiðara er að skjóta niður með loftvarnarkerfum.
Úkraína Innrás Rússa í Úkraínu Rússland Hernaður Tengdar fréttir Segja hermenn Kim líklega á leið til liðs við Rússa Hermenn frá Norður-Kóreu verða líklega sendir til liðs við rússneska hermenn í Úkraínu. Sex hermenn frá einræðisríkinu einangraða eru þar að auki sagðir hafa fallið í eldflaugaárás í Úkraínu fyrr í mánuðinum. 8. október 2024 19:32 Skutu niður eigin dróna yfir Úkraínu Flugmaður rússneskrar herþotu skaut á laugardaginn niður sjaldgæfan rússneskan dróna yfir Úkraínu. Svo virðist sem að Rússar hafi verið að nota drónann, sem er búinn tækni svo hann sést verr á ratsjám, til að varpa svifsprengjum á Úkraínu þegar þeir misstu stjórn á honum. 7. október 2024 21:33 „Sölumaður dauðans“ aftur í vopnasölu Viktor Bout, alræmdur vopnasali sem gekk lengi undir nafninu „Sölumaður dauðans“ er aftur farinn að selja vopn, tæpum tveimur árum eftir að honum var sleppt úr fangelsi í Bandaríkjunum. Honum var sleppt í fangaskiptum en Rússar slepptu þá körfuboltakonunni Brittney Griner, sem hafði verið dæmd í níu ára fangelsi fyrir að vera með smávægilegt magn af hassolíu í farangri sínum. 7. október 2024 20:03 Mest lesið Hæstiréttur Brasilíu hafnar kröfu Sverris Þórs Innlent Grunaður um að fá alls konar búnað frá fyrirtæki fyrir fíkniefnarækt Innlent Sánuferðir hafi svipuð áhrif á hjartað og líkamsrækt Innlent Hafa náð stjórn á sinueldi í sumarhúsabyggð Innlent „Það eru krakkar þarna núna sem eru bara í lífshættu” Innlent Fölsuð ökuskírteini aldrei fleiri og aldrei verið eins fullkomin Innlent Níu drepnir í drónaárás á rútu Erlent Tugir látnir eftir hvirfilbyl í Bandaríkjunum Erlent Svalt þokuloft ekki langt undan Innlent Hryðjuverkamálið gæti haft verulega þýðingu Innlent Fleiri fréttir Fimm látnir eftir þyrluslys í Finnlandi Tugir látnir eftir hvirfilbyl í Bandaríkjunum Árásirnar sagðar þær umfangsmestu síðan viðræðurnar fóru fyrir bí Níu drepnir í drónaárás á rútu Samþykktu fangaskipti á næstu dögum Hlýtur 25 ára dóm fyrir banatilræðið við Rushdie Gerðu umfangsmiklar árásir á Jemen Óásættanlegar kröfur frá Rússum á stuttum fundi Diplómatinn sem grunaður var um njósnir er látinn Sakaður um að kalla eftir dauða Trumps með mynd af skeljum „Rússland vill augljóslega stríð“ Rekja fjöldamorðið í Örebro til gremju byssumannsins vegna lífs síns Íhuga að refsa Pakistönum með stíflum og fráveituskurðum Litlar væntingar til fyrstu beinu friðarviðræðnanna í meira en þrjú ár Láta heiladauða konu ganga áfram með fóstur vegna þungunarrofsbanns Tekið tíma að bera kennsl á illa farin lík Létu Cassie lesa upp kynferðisleg skilaboð til Diddy „Við getum ekki hlaupið um heiminn í leit að Pútín“ Undirbúa að verja mun meira til varnarmála Hnattræn hlýnun nær í skottið á einni af perlum Patagóníu ESB tapar máli um samskipti von der Leyen og Pfizer-forstjóra Vill gera Gasa að „frelsissvæði“ Rússar segja Selenskí aumkunarverðan trúð Alþjóðaglæpadómstóllinn lamaður vegna þvingana Bandaríkjanna Loftárásir héldu áfram og segja enn harðari árásir framundan Hvorki Pútín né Trump ætla á fund Selenskí „Fátækasti forseti heims“ látinn Einn lifði rúmlega hundrað metra fall af og gekk eftir hjálp Breyttur tónn og reiður yfir gagnrýni vegna flugvélagjafarinnar Tugir sagðir liggja í valnum eftir loftárásir Sjá meira
Segja hermenn Kim líklega á leið til liðs við Rússa Hermenn frá Norður-Kóreu verða líklega sendir til liðs við rússneska hermenn í Úkraínu. Sex hermenn frá einræðisríkinu einangraða eru þar að auki sagðir hafa fallið í eldflaugaárás í Úkraínu fyrr í mánuðinum. 8. október 2024 19:32
Skutu niður eigin dróna yfir Úkraínu Flugmaður rússneskrar herþotu skaut á laugardaginn niður sjaldgæfan rússneskan dróna yfir Úkraínu. Svo virðist sem að Rússar hafi verið að nota drónann, sem er búinn tækni svo hann sést verr á ratsjám, til að varpa svifsprengjum á Úkraínu þegar þeir misstu stjórn á honum. 7. október 2024 21:33
„Sölumaður dauðans“ aftur í vopnasölu Viktor Bout, alræmdur vopnasali sem gekk lengi undir nafninu „Sölumaður dauðans“ er aftur farinn að selja vopn, tæpum tveimur árum eftir að honum var sleppt úr fangelsi í Bandaríkjunum. Honum var sleppt í fangaskiptum en Rússar slepptu þá körfuboltakonunni Brittney Griner, sem hafði verið dæmd í níu ára fangelsi fyrir að vera með smávægilegt magn af hassolíu í farangri sínum. 7. október 2024 20:03