Dökk heimsmynd Jóhanns Páls Hildur Sverrisdóttir skrifar 10. október 2024 08:33 Í ræðustól Alþingis á dögunum stóð Jóhann Páll Jóhannsson, þingmaður Samfylkingarinnar, og hélt því blákalt fram að ríkisstjórnarflokkarnir héldu samstarfi sínu gangandi einvörðungu til að tryggja sér háa styrki úr vösum skattgreiðenda, sem koma til greiðslu í janúar. Góðar samsæriskenningar geta verið safaríkar og spennandi en verra er þegar þær standast ekki minnstu skoðun. Sjálfstæðisflokkurinn vill afnema ríkisvæðingu stjórnmálaflokka Enginn þarf að leita langt eða lengi að afstöðu Sjálfstæðisflokksins til ríkisstyrkja til stjórnmálaflokka. Flokkurinn hefur lengi talað fyrir breytingum á fjármögnun stjórnmálaflokka, þar á meðal algjöru afnámi opinberra styrkja. Tilefnið er að lög um stjórnmálaflokka frá árinu 2006 sníða stjórnmálaflokkum þröngan stakk í samhengi við fjármögnun með fjárframlögum frá einstaklingum og fyrirtækjum. Þess í stað eru opinberir styrkir nú þeirra helsta tekjulind og opinber framlög til stjórnmálaflokka margfaldast frá setningu laganna. Hefur Sjálfstæðisflokkurinn ítrekað lýst því yfir að endurskoða þurfi þetta fyrirkomulag. Á síðasta landsfundi Sjálfstæðisflokksins ályktaði fundurinn að afnema skyldi opinbera styrki til stjórnmálaflokka og hækka hámarksframlag annarra aðila í staðinn. Þessari ályktun hafa þingmenn flokksins fylgt eftir í verki. Hefur Diljá Mist Einarsdóttir t.a.m. ítrekað lagt fram frumvarp sem miðar að því að draga úr opinberum styrkjum til stjórnmálaflokka og auðvelda þeim sjálfstæða tekjuöflun. Í því frumvarpi er einnig lagt til að þröskuldurinn til að hljóta framlag frá hinu opinbera skuli hækkaður úr 2,5% í 4% atkvæðamagn. Þetta tryggir að flokkarnir verði áfram bundnir af skýrum reglum um gagnsæi, og framlög frá óþekktum aðilum verða áfram bönnuð. Pólitískur ásetningur og dylgjur Hugarórar um að ríkisstjórnarsamstarfið byggi á von umfjárframlög eiga sér væntanlega rætur í pólitískum ásetningi fremur en því að þingmaðurinn trúi þessu sjálfur. Sú heimsmynd að flokkarnir sem stýra landinu geri það í þeim eina tilgangi að fá fjárgreiðslur frá ríkinu er dökk og hryggileg. Það vona ég innilega og trúi ekki að nokkur flokkur vinni út frá slíkri hugmyndafræði. Stjórnmálaflokkar eiga að hafa möguleika á að axla ábyrgð á eigin fjármálum með sjálfstæðri fjármögnun, án þess að styrkir frá ríkinu séu þeirra helstu tekjulind. Opinber fjárframlög eiga ekki og ættu ekki að vera stjórnmálaflokkum haldreipi, öllu heldur þarf að hvetja til aukinnar ábyrgðar og gegnsæis. Eitt er allavega víst, Sjálfstæðisflokkurinn óttast ekki kosningar, nú sem endranær, hvenær sem þær kunna að verða haldnar. Höfundur er þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hildur Sverrisdóttir Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Alþingi Sjálfstæðisflokkurinn Mest lesið Halldór 24.01.2026 Halldór Yfir 250 milljarðar út í loftið Lárus Bl. Sigurðsson Skoðun Steinunni í borgarstjórn Sigríður Ingibjörg Ingadóttir Skoðun Samfylking til framtíðar Bjarnveig Birta Bjarnadóttir,Stein Olav Romslo Skoðun Við þurfum Dóru Björt í borgarstjórn Íris Stefanía Skúladóttir Skoðun Ó borg, mín borg Eva Þorsteinsdóttir Skoðun Drengirnir á matseðlinum Sigurður Árni Reynisson Skoðun Gervigreindin er risi á brauðfótum: Hve tæpt stöndum við í raun? Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun Siðlaust en fullkomlega löglegt Jónas Yngvi Ásgrímsson Skoðun Formannsslagur FF – breytingar, samfella og spurningin um forgangsröðun Bogi Ragnarsson Skoðun Skoðun Skoðun Eru kórallar á leið í sögubækurnar? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Formannsslagur FF – breytingar, samfella og spurningin um forgangsröðun Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Frjálshyggja með fyrirvara Finnur Th. Eiríksson skrifar Skoðun Apar í fæðingarorlofi Haukur Þorgeirsson skrifar Skoðun Hvaða eðli? Viktor Orri Valgarðsson skrifar Skoðun Við þurfum Dóru Björt í borgarstjórn Íris Stefanía Skúladóttir skrifar Skoðun Samfylking til framtíðar Bjarnveig Birta Bjarnadóttir,Stein Olav Romslo skrifar Skoðun Steinunni í borgarstjórn Sigríður Ingibjörg Ingadóttir skrifar Skoðun Drengirnir á matseðlinum Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Ó borg, mín borg Eva Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Villtur lax má ekki vera fórnarkostnaður Dagur Fannar Ólafsson skrifar Skoðun Ísland á krossgötum: Raunsæi eða tálsýn? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Gervigreindin er risi á brauðfótum: Hve tæpt stöndum við í raun? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Fjárfesting í vatni er fjárfesting í framtíðinni Jón Pétur Wilke Gunnarsson skrifar Skoðun Lýðræðisveisla Guðný Birna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Mótmæli bænda í ESB náðu eyrum þingsins í Strassborg Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Borgin sem við byggjum er borg framtíðarinnar Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Um tvo frídaga að vetri: Annan nýjan, hinn eldri Guðmundur D. Haraldsson skrifar Skoðun Viðhaldsstjórnun Sveinn V. Ólafsson skrifar Skoðun Yfir 250 milljarðar út í loftið Lárus Bl. Sigurðsson skrifar Skoðun Inga Sæland Árný Björg Blandon skrifar Skoðun Afnám lagaskyldu til jafnlaunavottunar er gott - en gullhúðað Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Happafengur í Reykjavík Hjálmar Sveinsson skrifar Skoðun Hver leyfði aðgangsgjald að náttúruperlum? Runólfur Ólafsson,Breki Karlsson skrifar Skoðun Varúðarmörk eru ekki markmið Jóhann Helgi Stefánsson skrifar Skoðun Opið bréf til meirihluta Reykjavíkurborgar: 850% hækkun gjalda hjá Reykjavíkurborg og skekkt samkeppnisstaða Erik Figueras Torras skrifar Skoðun Fyrir hvern er verið að byggja í Kópavogi? María Ellen Steingrímsdóttir skrifar Skoðun Klappstýrur iðnaðarins Árni Pétur Hilmarsson skrifar Skoðun Af hverju ætti ungt fólk að flytja heim eftir nám? Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Þegar allir fá rödd — frá prentvél til samfélagsmiðla Ásgeir Jónsson skrifar Sjá meira
Í ræðustól Alþingis á dögunum stóð Jóhann Páll Jóhannsson, þingmaður Samfylkingarinnar, og hélt því blákalt fram að ríkisstjórnarflokkarnir héldu samstarfi sínu gangandi einvörðungu til að tryggja sér háa styrki úr vösum skattgreiðenda, sem koma til greiðslu í janúar. Góðar samsæriskenningar geta verið safaríkar og spennandi en verra er þegar þær standast ekki minnstu skoðun. Sjálfstæðisflokkurinn vill afnema ríkisvæðingu stjórnmálaflokka Enginn þarf að leita langt eða lengi að afstöðu Sjálfstæðisflokksins til ríkisstyrkja til stjórnmálaflokka. Flokkurinn hefur lengi talað fyrir breytingum á fjármögnun stjórnmálaflokka, þar á meðal algjöru afnámi opinberra styrkja. Tilefnið er að lög um stjórnmálaflokka frá árinu 2006 sníða stjórnmálaflokkum þröngan stakk í samhengi við fjármögnun með fjárframlögum frá einstaklingum og fyrirtækjum. Þess í stað eru opinberir styrkir nú þeirra helsta tekjulind og opinber framlög til stjórnmálaflokka margfaldast frá setningu laganna. Hefur Sjálfstæðisflokkurinn ítrekað lýst því yfir að endurskoða þurfi þetta fyrirkomulag. Á síðasta landsfundi Sjálfstæðisflokksins ályktaði fundurinn að afnema skyldi opinbera styrki til stjórnmálaflokka og hækka hámarksframlag annarra aðila í staðinn. Þessari ályktun hafa þingmenn flokksins fylgt eftir í verki. Hefur Diljá Mist Einarsdóttir t.a.m. ítrekað lagt fram frumvarp sem miðar að því að draga úr opinberum styrkjum til stjórnmálaflokka og auðvelda þeim sjálfstæða tekjuöflun. Í því frumvarpi er einnig lagt til að þröskuldurinn til að hljóta framlag frá hinu opinbera skuli hækkaður úr 2,5% í 4% atkvæðamagn. Þetta tryggir að flokkarnir verði áfram bundnir af skýrum reglum um gagnsæi, og framlög frá óþekktum aðilum verða áfram bönnuð. Pólitískur ásetningur og dylgjur Hugarórar um að ríkisstjórnarsamstarfið byggi á von umfjárframlög eiga sér væntanlega rætur í pólitískum ásetningi fremur en því að þingmaðurinn trúi þessu sjálfur. Sú heimsmynd að flokkarnir sem stýra landinu geri það í þeim eina tilgangi að fá fjárgreiðslur frá ríkinu er dökk og hryggileg. Það vona ég innilega og trúi ekki að nokkur flokkur vinni út frá slíkri hugmyndafræði. Stjórnmálaflokkar eiga að hafa möguleika á að axla ábyrgð á eigin fjármálum með sjálfstæðri fjármögnun, án þess að styrkir frá ríkinu séu þeirra helstu tekjulind. Opinber fjárframlög eiga ekki og ættu ekki að vera stjórnmálaflokkum haldreipi, öllu heldur þarf að hvetja til aukinnar ábyrgðar og gegnsæis. Eitt er allavega víst, Sjálfstæðisflokkurinn óttast ekki kosningar, nú sem endranær, hvenær sem þær kunna að verða haldnar. Höfundur er þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins.
Gervigreindin er risi á brauðfótum: Hve tæpt stöndum við í raun? Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun
Skoðun Formannsslagur FF – breytingar, samfella og spurningin um forgangsröðun Bogi Ragnarsson skrifar
Skoðun Gervigreindin er risi á brauðfótum: Hve tæpt stöndum við í raun? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Opið bréf til meirihluta Reykjavíkurborgar: 850% hækkun gjalda hjá Reykjavíkurborg og skekkt samkeppnisstaða Erik Figueras Torras skrifar
Gervigreindin er risi á brauðfótum: Hve tæpt stöndum við í raun? Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun