Fjallað er um málið í hádegisfréttum Bylgjunnar sem og rætt við framkvæmdastjóra Geðhjálpar um fjársvelt geðheilbrigðiskerfi. Alþjóðlegi geðheilbrigðisdagurinn er á morgun og hefur Pieta boðað til vitundarvakningar og verðum við í beinni útsendingu frá ráðhúsinu þar sem átakinu var hrint af stað.
Einnig verðum við í beinni útsendingu frá Kaupmannahöfn þar sem fréttamaður okkar, Elín Margrét, greinir frá því nýjasta úr heimsókn forseta Íslands.
Þetta og margt fleira í hádegisfréttum sem hægt er að hlusta á í spilaranum að neðan.