Ríkisstjórnin á valdi „minnsta og veikasta“ flokksins Hólmfríður Gísladóttir skrifar 9. október 2024 09:56 „Nei takk,“ segir Óli Björn um áframhaldandi ríkisstjórnarsamstarf. Vísir/Vilhelm „Framganga Vinstri grænna er með þeim hætti að útilokað er að réttlæta samstarf við þá í ríkisstjórn,“ segir Óli Björn Kárason, þingmaður Sjálfstæðisflokksins. Langlundargeð hans sé á þrotum. Í aðsendri grein í Morgunblaðinu segir Óli Björn að Vinstri grænir undir forystu Svandísar Svavarsdóttur, sem hann taldi einn klókasta stjórnmálamann samtímans, í raun hafa bundið enda á ríkisstjórnarsamstarfið. Ói Björn segir marga kjósendur Sjálfstæðisflokksins hafa verið ósátta við þá ákvörðun að halda ríkisstjórnarsamstarfinu áfram í kjölfar þess að Svandís, þá matvælaráðherra, frestaði hvalveiðum. Honum hefði sjálfum þótt ákvörðun ráðherra „blaut tuska“ í andlit þingmanna samstarfsflokkanna. „Vantraust mitt í garð Vinstri grænna vegna þessa hafði mikil áhrif á þá ákvörðun mína að segja af mér sem þingflokksformaður fyrir rúmu ári. Þingflokksformaður stærsta stjórnarflokks sem treystir ekki ráðherrum samstarfsflokks getur illa rækt skyldur sínar. Ég verð að viðurkenna að það voru mistök af minni hálfu að hafa ekki gengið lengra,“ segir Óli Björn í greininni. Það hafi legið fyrir frá upphafi að ríkisstjórnarsamstarfið yrði ekki án málamiðlana. Reyndin hefði hins vegar orðið sú að málamiðlanirnar hefðu ekki alltaf endurspeglað þá staðreynd að Sjálfstæðisflokkurinn væri fjölmennasti þingflokkurinn í ríkisstjórninni og á Alþingi. Sáttfýsi Sjálfstæðismanna hefði reynst þeim dýrkeypt og flokknum sendar kaldar kveðjur á nýafstöðnum landsfundi Vinstri grænna. „Hægriöflin (Sjálfstæðisflokkurinn) voru sögð þjóna sérhagsmunum en ekki almannahagsmunum og ala á útlendingaandúð. Gömul úrelt slagorð um auðstéttina og fjármagnsöflin fengu inni í ályktunum fundarins,“ segir Óli Björn. Landsfundurinn hafi verið til marks um að ríkisstjórnin gæti aðeins haldið áfram á forsendum „minnsta og veikasta“ stjórnmálaflokksins. „Slík ríkisstjórn nær aldrei árangri enda búin að missa erindi sitt. Það eina sem hægt er að segja er einfalt og skýrt: Nei, takk,“ segir Óli Björn. Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Alþingi Sjálfstæðisflokkurinn Vinstri græn Mest lesið Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Egill Þór er látinn Innlent Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Innlent Vaktin: Ný ríkisstjórn kynnt fyrir landanum Innlent Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Erlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Innlent „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Innlent Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Erlent Fleiri fréttir „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Fjölmenni gekk fyrir frið í miðborginni Rútur skildar eftir á Holtavörðuheiði og leiðinni lokað Vísnabók gefin til nýrra Hvergerðinga frá Hveragerðisbæ Vandræðamál sem ríkisstjórnin fær í arf Komust með flugvélinni á ögurstundu Stærstu mál stjórnarinnar bíða til 2026 Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Allt kapp lagt á að landsmenn komist heim fyrir jól Segir ríkisstjórnarsáttmálana keimlíka Eitt Egilsstaðaflug en annars öllu aflýst Hvalveiðilögin barn síns tíma Hyggst greiða atkvæði með bókun 35 Sigurður Ingi segir áberandi glufur í sáttmálanum Endurskoða lög um hvalveiðar á kjörtímabilinu Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman „Skítaveður á aðfangadagskvöld og jóladag“ Óveður um jólin og Inga tók lagið á fyrsta fundi ríkisstjórnar Brást of harkalega við dyraati Inga tók jólalag á fyrsta fundi Berglind nýr dómandi við Endurupptökudóm Flugferðum aflýst Vegur að Patreksfirði lokaður vegna snjóflóðs Egill Þór er látinn Nýir ráðherrar ætli að vinna saman og ekki loka sig af Flæddi inn í hús á Arnarnesi Ný ríkisstjórn fundar í dag „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Missti stjórn á bílnum og endaði inni í garði Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Sjá meira
Í aðsendri grein í Morgunblaðinu segir Óli Björn að Vinstri grænir undir forystu Svandísar Svavarsdóttur, sem hann taldi einn klókasta stjórnmálamann samtímans, í raun hafa bundið enda á ríkisstjórnarsamstarfið. Ói Björn segir marga kjósendur Sjálfstæðisflokksins hafa verið ósátta við þá ákvörðun að halda ríkisstjórnarsamstarfinu áfram í kjölfar þess að Svandís, þá matvælaráðherra, frestaði hvalveiðum. Honum hefði sjálfum þótt ákvörðun ráðherra „blaut tuska“ í andlit þingmanna samstarfsflokkanna. „Vantraust mitt í garð Vinstri grænna vegna þessa hafði mikil áhrif á þá ákvörðun mína að segja af mér sem þingflokksformaður fyrir rúmu ári. Þingflokksformaður stærsta stjórnarflokks sem treystir ekki ráðherrum samstarfsflokks getur illa rækt skyldur sínar. Ég verð að viðurkenna að það voru mistök af minni hálfu að hafa ekki gengið lengra,“ segir Óli Björn í greininni. Það hafi legið fyrir frá upphafi að ríkisstjórnarsamstarfið yrði ekki án málamiðlana. Reyndin hefði hins vegar orðið sú að málamiðlanirnar hefðu ekki alltaf endurspeglað þá staðreynd að Sjálfstæðisflokkurinn væri fjölmennasti þingflokkurinn í ríkisstjórninni og á Alþingi. Sáttfýsi Sjálfstæðismanna hefði reynst þeim dýrkeypt og flokknum sendar kaldar kveðjur á nýafstöðnum landsfundi Vinstri grænna. „Hægriöflin (Sjálfstæðisflokkurinn) voru sögð þjóna sérhagsmunum en ekki almannahagsmunum og ala á útlendingaandúð. Gömul úrelt slagorð um auðstéttina og fjármagnsöflin fengu inni í ályktunum fundarins,“ segir Óli Björn. Landsfundurinn hafi verið til marks um að ríkisstjórnin gæti aðeins haldið áfram á forsendum „minnsta og veikasta“ stjórnmálaflokksins. „Slík ríkisstjórn nær aldrei árangri enda búin að missa erindi sitt. Það eina sem hægt er að segja er einfalt og skýrt: Nei, takk,“ segir Óli Björn.
Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Alþingi Sjálfstæðisflokkurinn Vinstri græn Mest lesið Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Egill Þór er látinn Innlent Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Innlent Vaktin: Ný ríkisstjórn kynnt fyrir landanum Innlent Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Erlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Innlent „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Innlent Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Erlent Fleiri fréttir „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Fjölmenni gekk fyrir frið í miðborginni Rútur skildar eftir á Holtavörðuheiði og leiðinni lokað Vísnabók gefin til nýrra Hvergerðinga frá Hveragerðisbæ Vandræðamál sem ríkisstjórnin fær í arf Komust með flugvélinni á ögurstundu Stærstu mál stjórnarinnar bíða til 2026 Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Allt kapp lagt á að landsmenn komist heim fyrir jól Segir ríkisstjórnarsáttmálana keimlíka Eitt Egilsstaðaflug en annars öllu aflýst Hvalveiðilögin barn síns tíma Hyggst greiða atkvæði með bókun 35 Sigurður Ingi segir áberandi glufur í sáttmálanum Endurskoða lög um hvalveiðar á kjörtímabilinu Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman „Skítaveður á aðfangadagskvöld og jóladag“ Óveður um jólin og Inga tók lagið á fyrsta fundi ríkisstjórnar Brást of harkalega við dyraati Inga tók jólalag á fyrsta fundi Berglind nýr dómandi við Endurupptökudóm Flugferðum aflýst Vegur að Patreksfirði lokaður vegna snjóflóðs Egill Þór er látinn Nýir ráðherrar ætli að vinna saman og ekki loka sig af Flæddi inn í hús á Arnarnesi Ný ríkisstjórn fundar í dag „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Missti stjórn á bílnum og endaði inni í garði Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Sjá meira