Milton safnar aftur krafti Samúel Karl Ólason skrifar 8. október 2024 22:24 Talið er að Milton geti valdið mikilli eyðileggingu í Flórída. AP/NOAA Fellibylurinn Milton er aftur orðinn að fimmta stigs fellibyl, eftir að hann var lækkaður í fjórða flokk í dag. Búist er við því að fellibylurinn muni valda mikilli eyðileggingu á vesturströnd Flórída seinna í vikunni, gangi spár eftir. Áfram er búist við því að styrkur Miltons muni sveiflast til og frá áður en hann nær landi í Flórída á miðvikudagskvöld eða fimmtudagsmorgun. Þrátt fyrir að hann muni missa kraft er reiknað með því að sjávarstaða muni hækka gífurlega mikið og sjór muni ná langt inn á land. Þá mun Milton valda mikilli rigningu með meðfylgjandi hættu á skyndiflóðum og flóðum í byggðum. Skilgreiningin á hvaða stigs fellibyljir eru veltur á vindhraða. Til að verða fimmta stigs þarf vindhraði fellibyls að vera að minnsta kosti sjötíu metrar á sekúndu. Sjá einnig: Koma sér í skjól undan fellibylnum Milton Embættismenn hafa varað fólk við því að treysta á að Milton muni missa mikinn kraft og hvatt fólk til að hlýða skipunum um brottflutning. Hurricane Milton filmed from Orbit during our public livestream on 08 October at 2:40pm - captured from our 4K cameras on the ISS. Follow @Sen for more live videos of Earth and space pic.twitter.com/UHFvW2Pxen— sen (@sen) October 8, 2024 Ron DeSantis, ríkisstjóri Flórída, hvatti fólk í dag til að flýja. „Þetta óveður mun fara yfir Flórída-skagann og fara út á Atlantshafið, líklega enn sem fellibylur,“ sagði DeStantis. „Svo hann mun hafa mikil áhrif um allt ríkið.“ Hann sagði að fólk þyrfti að hafa hraðar hendur ef það ætlaði sér að flýja undan Milton. Hér að neðan má sjá myndband sem tekið var upp í dag þegar flugvél var flogið inn í Milton svo hægt væri að afla gagna um fellibylinn. Bumpy ride into Hurricane #Milton on @NOAA WP-3D Orion #NOAA43 "Miss Piggy" to collect data to help improve the forecast and support hurricane research.Visit https://t.co/3phpgKNx0q for the latest forecasts and advisoriesVisit https://t.co/UoRa967zK0 for information that you… pic.twitter.com/ezmXu2Zqta— NOAA Aircraft Operations Center (@NOAA_HurrHunter) October 8, 2024 Fellibylurinn Helena er nýbúinn að leika Flórída og önnur ríki á svæðinu grátt. Fregnir hafa borist af því að eldsneyti sé búið í Flórída og að langar raðir hafi myndast við þær bensínstöðvar sem enn eru opnar. Þá segir Washington Post frá því að einhverjir íbúar hafi ákveðið að taka slaginn og ætli að halda kyrru fyrir í Tampa Bay, þar sem talið er að Milton geti valdið miklum skaða. Ein kona sem rætt var við sagði að hún og eiginmaður hennar hefðu ekki flúið þegar Helena fór yfir svæðið og ætli að gera að sama aftur. Þau búi á fjórðu hæð og séu nokkuð örugg þar. Einnig var rætt við tvo háskólanemendur sem ætluðu að koma sér fyrir á hóteli sem hannað er til að þola fellibylji. Þeir segja bæinn undarlega tóman og óvissuna erfiða. 4pm CDT Oct 8th Key Messages for #Hurricane #Milton which has become a Category 5 hurricane again:Large area of destructive storm surge expected along portion of west-central coast of #Florida Peninsula. If you are in a Storm Surge Warning area, please evacuate if told by local… pic.twitter.com/JRNnFfKLu5— National Hurricane Center (@NHC_Atlantic) October 8, 2024 Bandaríkin Loftslagsmál Mexíkó Fellibylurinn Milton Tengdar fréttir Úr óveðri í kröftugasta fellibyl ársins á sólarhring Fellibylurinn Milton hefur stækkað mjög hratt yfir Karíbahafinu og er nú skilgreindur sem fimmta flokks fellibylur og sá kröftugasti á þessu ári. Hann stefnir hraðbyr að Flórída en Helena, annar öflugur fellibylur fór þar einnig yfir á dögunum og olli miklum skaða. 7. október 2024 18:38 Trump lét sér ekki segjast og endurtók lygina Donald Trump heimsótti í gær bæinn Valdosta í Georgíuríki en bærinn er sem rústir einar eftir að fellibylurinn Helena gekk þar yfir. 1. október 2024 07:24 „Fordæmalausar“ hörmungar eftir Helenu Neyðarástand ríkir víða í Norður-Karólínu í Bandaríkjunum eftir að fellibylurinn Helena olli þar „fordæmalausum“ hörmungum. Úrhellið sem fylgdi Helenu olli þar stórum skyndiflóðum og aurskriðum og eru minnst 37 dánir en búist er við að talan muni hækka enn frekar. 30. september 2024 15:16 Mest lesið Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent „Við erum með stórt sár á sálinni“ Innlent Friðuð Árbæjarstífla fái nýtt útlit og verði „upplifunarbrú“ Innlent Makar Bandaríkjamanna handteknir í dvalarleyfisviðtölum Erlent Að minnsta kosti 44 látnir og 280 saknað Erlent Framsóknarmenn boða til blaðamannafundar Innlent Fundar með Kristrúnu, Þorgerði og þingmönnum á Íslandi í dag Innlent Átta ára fangelsi fyrir að skipuleggja fjöldamorð á Eurovision Erlent Tíu milljarða fjárfesting í Helguvíkurhöfn vegna NATO Innlent Grunaður um að byrla konum svo þær migu á sig í starfsviðtali Erlent Fleiri fréttir Pólverjar kaupa kafbáta af Svíum Átta ára fangelsi fyrir að skipuleggja fjöldamorð á Eurovision Bað forsætisráðherra Japan að ögra ekki Kínverjum Fyrirskipar ítarlegar rannsóknir á öllum Afgönum í Bandaríkjunum Makar Bandaríkjamanna handteknir í dvalarleyfisviðtölum Að minnsta kosti 44 látnir og 280 saknað Tveir þjóðvarðliðar skotnir nálægt Hvíta húsinu Tugir orðnir eldinum að bráð og hundruða saknað Þriðja málið gegn Trump fellt niður Grunaður um að byrla konum svo þær migu á sig í starfsviðtali Segir Rússa ekki hafa alvöru áhuga á viðræðum Játaði óvænt sök í Liverpool Enn eitt valdaránið í Vestur-Afríku Sagði ráðgjafa Pútíns hvernig hann gæti talað Trump til Nokkur fjölbýlishús í ljósum logum Þingmenn segja Trump reyna að hræða þá með rannsókn FBI Höfða mál gegn nýju samfélagsmiðlabanni í Ástralíu Þetta eru fjölmennustu borgir í heimi Ítalir lögfesta lífstíðarfangelsi fyrir kvennamorð Sagði Campbell´s „gjörunninn“ mat fyrir „fátækt fólk“ Ítalir skylda skíðafólk til að nota hjálm Trump og Selenskí eiga eftir að ræða stóru málin Ákærur gegn Comey og James felldar niður Telja sig með alla ræningjana í haldi Segir stjórnendur BBC hafa ritskoðað gagnrýni á Trump Fundað um frið í Abú Dabí Fyrrverandi forsætisráðherra með krabbamein Fannst lifandi í kistu í líkbrennslu Sendu nýtt far til strandaðra geimfara Drottning dýragarðsins í San Diego er dauð Sjá meira
Áfram er búist við því að styrkur Miltons muni sveiflast til og frá áður en hann nær landi í Flórída á miðvikudagskvöld eða fimmtudagsmorgun. Þrátt fyrir að hann muni missa kraft er reiknað með því að sjávarstaða muni hækka gífurlega mikið og sjór muni ná langt inn á land. Þá mun Milton valda mikilli rigningu með meðfylgjandi hættu á skyndiflóðum og flóðum í byggðum. Skilgreiningin á hvaða stigs fellibyljir eru veltur á vindhraða. Til að verða fimmta stigs þarf vindhraði fellibyls að vera að minnsta kosti sjötíu metrar á sekúndu. Sjá einnig: Koma sér í skjól undan fellibylnum Milton Embættismenn hafa varað fólk við því að treysta á að Milton muni missa mikinn kraft og hvatt fólk til að hlýða skipunum um brottflutning. Hurricane Milton filmed from Orbit during our public livestream on 08 October at 2:40pm - captured from our 4K cameras on the ISS. Follow @Sen for more live videos of Earth and space pic.twitter.com/UHFvW2Pxen— sen (@sen) October 8, 2024 Ron DeSantis, ríkisstjóri Flórída, hvatti fólk í dag til að flýja. „Þetta óveður mun fara yfir Flórída-skagann og fara út á Atlantshafið, líklega enn sem fellibylur,“ sagði DeStantis. „Svo hann mun hafa mikil áhrif um allt ríkið.“ Hann sagði að fólk þyrfti að hafa hraðar hendur ef það ætlaði sér að flýja undan Milton. Hér að neðan má sjá myndband sem tekið var upp í dag þegar flugvél var flogið inn í Milton svo hægt væri að afla gagna um fellibylinn. Bumpy ride into Hurricane #Milton on @NOAA WP-3D Orion #NOAA43 "Miss Piggy" to collect data to help improve the forecast and support hurricane research.Visit https://t.co/3phpgKNx0q for the latest forecasts and advisoriesVisit https://t.co/UoRa967zK0 for information that you… pic.twitter.com/ezmXu2Zqta— NOAA Aircraft Operations Center (@NOAA_HurrHunter) October 8, 2024 Fellibylurinn Helena er nýbúinn að leika Flórída og önnur ríki á svæðinu grátt. Fregnir hafa borist af því að eldsneyti sé búið í Flórída og að langar raðir hafi myndast við þær bensínstöðvar sem enn eru opnar. Þá segir Washington Post frá því að einhverjir íbúar hafi ákveðið að taka slaginn og ætli að halda kyrru fyrir í Tampa Bay, þar sem talið er að Milton geti valdið miklum skaða. Ein kona sem rætt var við sagði að hún og eiginmaður hennar hefðu ekki flúið þegar Helena fór yfir svæðið og ætli að gera að sama aftur. Þau búi á fjórðu hæð og séu nokkuð örugg þar. Einnig var rætt við tvo háskólanemendur sem ætluðu að koma sér fyrir á hóteli sem hannað er til að þola fellibylji. Þeir segja bæinn undarlega tóman og óvissuna erfiða. 4pm CDT Oct 8th Key Messages for #Hurricane #Milton which has become a Category 5 hurricane again:Large area of destructive storm surge expected along portion of west-central coast of #Florida Peninsula. If you are in a Storm Surge Warning area, please evacuate if told by local… pic.twitter.com/JRNnFfKLu5— National Hurricane Center (@NHC_Atlantic) October 8, 2024
Bandaríkin Loftslagsmál Mexíkó Fellibylurinn Milton Tengdar fréttir Úr óveðri í kröftugasta fellibyl ársins á sólarhring Fellibylurinn Milton hefur stækkað mjög hratt yfir Karíbahafinu og er nú skilgreindur sem fimmta flokks fellibylur og sá kröftugasti á þessu ári. Hann stefnir hraðbyr að Flórída en Helena, annar öflugur fellibylur fór þar einnig yfir á dögunum og olli miklum skaða. 7. október 2024 18:38 Trump lét sér ekki segjast og endurtók lygina Donald Trump heimsótti í gær bæinn Valdosta í Georgíuríki en bærinn er sem rústir einar eftir að fellibylurinn Helena gekk þar yfir. 1. október 2024 07:24 „Fordæmalausar“ hörmungar eftir Helenu Neyðarástand ríkir víða í Norður-Karólínu í Bandaríkjunum eftir að fellibylurinn Helena olli þar „fordæmalausum“ hörmungum. Úrhellið sem fylgdi Helenu olli þar stórum skyndiflóðum og aurskriðum og eru minnst 37 dánir en búist er við að talan muni hækka enn frekar. 30. september 2024 15:16 Mest lesið Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent „Við erum með stórt sár á sálinni“ Innlent Friðuð Árbæjarstífla fái nýtt útlit og verði „upplifunarbrú“ Innlent Makar Bandaríkjamanna handteknir í dvalarleyfisviðtölum Erlent Að minnsta kosti 44 látnir og 280 saknað Erlent Framsóknarmenn boða til blaðamannafundar Innlent Fundar með Kristrúnu, Þorgerði og þingmönnum á Íslandi í dag Innlent Átta ára fangelsi fyrir að skipuleggja fjöldamorð á Eurovision Erlent Tíu milljarða fjárfesting í Helguvíkurhöfn vegna NATO Innlent Grunaður um að byrla konum svo þær migu á sig í starfsviðtali Erlent Fleiri fréttir Pólverjar kaupa kafbáta af Svíum Átta ára fangelsi fyrir að skipuleggja fjöldamorð á Eurovision Bað forsætisráðherra Japan að ögra ekki Kínverjum Fyrirskipar ítarlegar rannsóknir á öllum Afgönum í Bandaríkjunum Makar Bandaríkjamanna handteknir í dvalarleyfisviðtölum Að minnsta kosti 44 látnir og 280 saknað Tveir þjóðvarðliðar skotnir nálægt Hvíta húsinu Tugir orðnir eldinum að bráð og hundruða saknað Þriðja málið gegn Trump fellt niður Grunaður um að byrla konum svo þær migu á sig í starfsviðtali Segir Rússa ekki hafa alvöru áhuga á viðræðum Játaði óvænt sök í Liverpool Enn eitt valdaránið í Vestur-Afríku Sagði ráðgjafa Pútíns hvernig hann gæti talað Trump til Nokkur fjölbýlishús í ljósum logum Þingmenn segja Trump reyna að hræða þá með rannsókn FBI Höfða mál gegn nýju samfélagsmiðlabanni í Ástralíu Þetta eru fjölmennustu borgir í heimi Ítalir lögfesta lífstíðarfangelsi fyrir kvennamorð Sagði Campbell´s „gjörunninn“ mat fyrir „fátækt fólk“ Ítalir skylda skíðafólk til að nota hjálm Trump og Selenskí eiga eftir að ræða stóru málin Ákærur gegn Comey og James felldar niður Telja sig með alla ræningjana í haldi Segir stjórnendur BBC hafa ritskoðað gagnrýni á Trump Fundað um frið í Abú Dabí Fyrrverandi forsætisráðherra með krabbamein Fannst lifandi í kistu í líkbrennslu Sendu nýtt far til strandaðra geimfara Drottning dýragarðsins í San Diego er dauð Sjá meira
Úr óveðri í kröftugasta fellibyl ársins á sólarhring Fellibylurinn Milton hefur stækkað mjög hratt yfir Karíbahafinu og er nú skilgreindur sem fimmta flokks fellibylur og sá kröftugasti á þessu ári. Hann stefnir hraðbyr að Flórída en Helena, annar öflugur fellibylur fór þar einnig yfir á dögunum og olli miklum skaða. 7. október 2024 18:38
Trump lét sér ekki segjast og endurtók lygina Donald Trump heimsótti í gær bæinn Valdosta í Georgíuríki en bærinn er sem rústir einar eftir að fellibylurinn Helena gekk þar yfir. 1. október 2024 07:24
„Fordæmalausar“ hörmungar eftir Helenu Neyðarástand ríkir víða í Norður-Karólínu í Bandaríkjunum eftir að fellibylurinn Helena olli þar „fordæmalausum“ hörmungum. Úrhellið sem fylgdi Helenu olli þar stórum skyndiflóðum og aurskriðum og eru minnst 37 dánir en búist er við að talan muni hækka enn frekar. 30. september 2024 15:16
Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent
Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent