Ýmsar áhyggjur varðandi flóttamenn í JL-húsinu Bjarki Sigurðsson skrifar 8. október 2024 19:24 Sem stendur líta herbergin svona út sem umsækjendur um alþjóðlega vernd munu búa í. Vísir/Bjarni Íbúar í nágrenni við JL-húsið hafa áhyggjur af fyrirætlunum yfirvalda um úrræði fyrir allt að fjögur hundruð umsækjendur um alþjóðlega vernd. Ekkert samráð var haft við íbúa áður en fréttir voru sagðar af áformum þessum. Greint var frá þessum fyrirætlunum í síðustu viku. Í fyrra keypti fyrirtækið HB121 húsið og í vor flutti Myndlistaskólinn úr þeim hluta húsnæðisins sem hann hafði átt í aldarfjórðung. JL húsið sem hýst hefur fjöldann allan af fyrirtækjum og stofnunum í gegnum tíðina.Vísir/Vilhelm Íbúar á svæðinu í kringum JL-húsið fengu ekki að vita af áformum yfirvalda fyrr en þau voru tilkynnt í fjölmiðlum. Í yfirlýsingu sem nokkrir íbúanna sendu fréttastofu kvarta þeir yfir samskiptaleysinu. Þeir hefðu viljað fá tækifæri til að eiga samtal við yfirvöld. Formaður velferðarsviðs segir allt við áformin í takti við deiliskipulag og því ekki nauðsynlegt að boða til grenndarkynningar. „Ég held það sé alltaf gott að upplýsa fólk og íbúa. En auðvitað, þetta er húsnæði og þarna hefur verið rekin gististarfsemi. Mér sýnist að það verði áfram, það verður þjónusturými á fyrstu hæðinni þannig þetta er allt saman samkvæmt skipulagi,“ segir Heiða Björg. Heiða Björg Hilmisdóttir er borgarfulltrúi Samfylkingarinnar og formaður velferðarráðs.Vísir/Einar Hildur Björnsdóttir borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins skrifaði í gær grein á Vísi þar sem hún sakaði stjórnvöld um að búa til gettó í JL-húsinu. Það muni hvorki gagnast umsækjendunum né íbúunum í nágrenninu. Í skriflegu svari við fyrirspurn fréttastofu segir Unnur Sverrisdóttir, forstjóri Vinnumálastofnunar, sem sér um úrræðið, það ekki vera á hendi stofnunarinnar að hafa samráð við íbúa heldur sé það Framkvæmdasýslu ríkisins. Þá sé það alls ekki víst að það verði 400 manns í húsinu á sama tíma. Það fari eftir fjölda umsókna. Hins vegar geti stjórnvöld veitt umsækjendum um alþjóðlega vernd betri þjónustu þegar fleiri búa á sama stað. Þá sé augljóst hagræði af því að geta sinnt mikilli þjónustu á sama bletti. Unnur Sverrisdóttir er forstjóri Vinnumálastofnunar.Vísir/Arnar Reykjavík Borgarstjórn Flóttafólk á Íslandi Innflytjendamál Hælisleitendur Tengdar fréttir JL húsið verður búsetuúrræði fyrir flóttafólk Vinnumálastofnun og forsvarsmenn HB121 ehf., nýs eiganda JL hússins, hafa náð samkomulagi um að stór hluti húsnæðisins verði nýttur til að hýsa gistirými fyrir umsækjendur um alþjóðlega vernd. 30. september 2024 17:43 Myndlistaskólinn yfirgefur JL-húsið Myndlistaskólinn í Reykjavík flytur starfsemi sína frá Hringbrautinni þar sem hann hefur verið til húsa í aldarfjórðung. Flutningar í nýtt húsnæði á Rauðarárstíg 10 við Hlemm fara fram um mánaðarmótin. 25. júlí 2024 17:11 Mest lesið Þúsundir hafi orðið af milljónum Innlent Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Erlent Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Innlent Moskítóflugan lifði kuldakastið af Innlent Níu í lífshættu eftir stunguárásina Erlent Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Erlent Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Innlent Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Erlent Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Innlent Fleiri fréttir Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Moskítóflugan lifði kuldakastið af „Þorsti í auglýsingafé er talsverður hjá Ríkisútvarpinu“ Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Þúsundir hafi orðið af milljónum Hundrað þúsund færri kindur í dag en fyrir tíu árum Dökk mynd í byggingariðnaði, umsvif RÚV og fækkun fjár Losun gróðurhúsalofttegunda jókst í Reykjavík Húsnæðismálin og staða Ríkisútvarpsins Ölvaður undir stýri með börn í bílnum Kosningahugur í eigendum frístundahúsa Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Söguleg óvissa á fasteignamarkaði og meðvirk gervigreind Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Kostnaður við stjórnsýslu borgarinnar mun hærri en landsmeðaltalið Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Breytingar sem litlu breyta og mokstursmenn þakka veðurguðunum Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Borgin tekur út framkvæmdir við Vesturbæjarlaug Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Tilkynnt um bíl fullan af flugeldum Valhöll auglýst til sölu Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Reiði meðal lögreglumanna Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Sjá meira
Greint var frá þessum fyrirætlunum í síðustu viku. Í fyrra keypti fyrirtækið HB121 húsið og í vor flutti Myndlistaskólinn úr þeim hluta húsnæðisins sem hann hafði átt í aldarfjórðung. JL húsið sem hýst hefur fjöldann allan af fyrirtækjum og stofnunum í gegnum tíðina.Vísir/Vilhelm Íbúar á svæðinu í kringum JL-húsið fengu ekki að vita af áformum yfirvalda fyrr en þau voru tilkynnt í fjölmiðlum. Í yfirlýsingu sem nokkrir íbúanna sendu fréttastofu kvarta þeir yfir samskiptaleysinu. Þeir hefðu viljað fá tækifæri til að eiga samtal við yfirvöld. Formaður velferðarsviðs segir allt við áformin í takti við deiliskipulag og því ekki nauðsynlegt að boða til grenndarkynningar. „Ég held það sé alltaf gott að upplýsa fólk og íbúa. En auðvitað, þetta er húsnæði og þarna hefur verið rekin gististarfsemi. Mér sýnist að það verði áfram, það verður þjónusturými á fyrstu hæðinni þannig þetta er allt saman samkvæmt skipulagi,“ segir Heiða Björg. Heiða Björg Hilmisdóttir er borgarfulltrúi Samfylkingarinnar og formaður velferðarráðs.Vísir/Einar Hildur Björnsdóttir borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins skrifaði í gær grein á Vísi þar sem hún sakaði stjórnvöld um að búa til gettó í JL-húsinu. Það muni hvorki gagnast umsækjendunum né íbúunum í nágrenninu. Í skriflegu svari við fyrirspurn fréttastofu segir Unnur Sverrisdóttir, forstjóri Vinnumálastofnunar, sem sér um úrræðið, það ekki vera á hendi stofnunarinnar að hafa samráð við íbúa heldur sé það Framkvæmdasýslu ríkisins. Þá sé það alls ekki víst að það verði 400 manns í húsinu á sama tíma. Það fari eftir fjölda umsókna. Hins vegar geti stjórnvöld veitt umsækjendum um alþjóðlega vernd betri þjónustu þegar fleiri búa á sama stað. Þá sé augljóst hagræði af því að geta sinnt mikilli þjónustu á sama bletti. Unnur Sverrisdóttir er forstjóri Vinnumálastofnunar.Vísir/Arnar
Reykjavík Borgarstjórn Flóttafólk á Íslandi Innflytjendamál Hælisleitendur Tengdar fréttir JL húsið verður búsetuúrræði fyrir flóttafólk Vinnumálastofnun og forsvarsmenn HB121 ehf., nýs eiganda JL hússins, hafa náð samkomulagi um að stór hluti húsnæðisins verði nýttur til að hýsa gistirými fyrir umsækjendur um alþjóðlega vernd. 30. september 2024 17:43 Myndlistaskólinn yfirgefur JL-húsið Myndlistaskólinn í Reykjavík flytur starfsemi sína frá Hringbrautinni þar sem hann hefur verið til húsa í aldarfjórðung. Flutningar í nýtt húsnæði á Rauðarárstíg 10 við Hlemm fara fram um mánaðarmótin. 25. júlí 2024 17:11 Mest lesið Þúsundir hafi orðið af milljónum Innlent Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Erlent Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Innlent Moskítóflugan lifði kuldakastið af Innlent Níu í lífshættu eftir stunguárásina Erlent Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Erlent Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Innlent Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Erlent Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Innlent Fleiri fréttir Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Moskítóflugan lifði kuldakastið af „Þorsti í auglýsingafé er talsverður hjá Ríkisútvarpinu“ Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Þúsundir hafi orðið af milljónum Hundrað þúsund færri kindur í dag en fyrir tíu árum Dökk mynd í byggingariðnaði, umsvif RÚV og fækkun fjár Losun gróðurhúsalofttegunda jókst í Reykjavík Húsnæðismálin og staða Ríkisútvarpsins Ölvaður undir stýri með börn í bílnum Kosningahugur í eigendum frístundahúsa Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Söguleg óvissa á fasteignamarkaði og meðvirk gervigreind Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Kostnaður við stjórnsýslu borgarinnar mun hærri en landsmeðaltalið Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Breytingar sem litlu breyta og mokstursmenn þakka veðurguðunum Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Borgin tekur út framkvæmdir við Vesturbæjarlaug Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Tilkynnt um bíl fullan af flugeldum Valhöll auglýst til sölu Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Reiði meðal lögreglumanna Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Sjá meira
JL húsið verður búsetuúrræði fyrir flóttafólk Vinnumálastofnun og forsvarsmenn HB121 ehf., nýs eiganda JL hússins, hafa náð samkomulagi um að stór hluti húsnæðisins verði nýttur til að hýsa gistirými fyrir umsækjendur um alþjóðlega vernd. 30. september 2024 17:43
Myndlistaskólinn yfirgefur JL-húsið Myndlistaskólinn í Reykjavík flytur starfsemi sína frá Hringbrautinni þar sem hann hefur verið til húsa í aldarfjórðung. Flutningar í nýtt húsnæði á Rauðarárstíg 10 við Hlemm fara fram um mánaðarmótin. 25. júlí 2024 17:11