Varaþingmaður Miðflokksins vill skoða að stofna íslenskt varnarlið Kjartan Kjartansson skrifar 8. október 2024 14:33 Íslenskir varnarliðsmenn gætu hlotið þjálfun hjá norska hernum, að sögn Ágústu Ágústsdóttur, varaþingmanns Miðflokksins. Vísir Skoða ætti kosti þess að stofna íslenskt varnarlið sem hefði hernaðarlega þjálfun, að mati varaþingmanns Miðflokksins í Norðausturkjördæmi. Dýrmætt væri fyrir þjóðina að Íslendingar gætu gengið í norska herinn til þess að fá þjálfun og reynslu. Ágústa Ágústsdóttir, varaþingmaðurinn, segist ekki leggja það til að stofna íslenskan her ásamt tilheyrandi tækjum og tólum í aðsendri grein sem hún skrifar á Vísi í dag. Hins vegar telur hún mögulegt að starfrækja varnarlið. „Teymi sem væri með hernaðarlega þjálfun á bakinu og hefði það markmið að verja þjóðina og innviði þar til liðsauki bærist,“ skrifar Ágústa og segir að slíkt teymi gæti til dæmis heyrt undir Landhelgisgæsluna. Grundvöllur slíks teymis væri náið samstarf við erlend herþjóð eins og Noreg sem standi Íslandi landfræðilega nálægt og hafi reynslu af herþjálfun á norðurslóðum. „Að gera Íslendingum kleift að ganga í norska herinn, fá viðeigandi þjálfun og reynslu til svo að þjóna sínu landi væri gríðarlega dýrmætt fyrir þjóðina og myndi auka öryggi til muna,“ segir Ágústa sem var í fjórða sæti á lista Miðflokksins fyrir síðustu Alþingiskosningar. Ætlast til þess að börn annarra þjóða komi okkur til bjargar Vísar Ágústa til þess að varnir Íslands séu máttlausar gagnvart alvarlegri hernaðarlegri árás á landið. Uppgefinn viðbragðstími Atlantshafsbandalagsins við árás á aðildarríki sé allt frá fimm og upp í þrjátíu daga. „Íslenska þjóðin væri því berskjölduð fyrstu dagana ef til árásar eða innrásar kæmi og klárt að mikill skaði hlytist af,“ skrifar varaþingmaðurinn. Spyrja megi hvers vegna Ísland sé í NATO ef landið ætli ekki að gera neitt til þess að verja sig sjálft. „Við viljum vera með í partýinu en ætlumst til þess að dætur og synir annarra þjóða komi hlaupandi okkur til bjargar. Það er ekki bara órökrétt heldur ótrúlega hrokafullt,“ segir Ágústa. Varnarlið gæti einnig komið að öðrum störfum eins og eftirliti af ýmsu tagi og viðbrögðum við náttúruvá í samstarfi við björgunarsveitir og lögreglu. Miðflokkurinn NATO Utanríkismál Öryggis- og varnarmál Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Innlent „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Innlent Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Innlent KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ Innlent Spennandi og sögulegar kosningar: Fjórir flokkar berjast fyrir lífi sínu í fallbaráttu Innlent Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Innlent Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Innlent Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Erlent Uppnám á COP29 er fulltrúar þjóða strunsuðu út Erlent Fleiri fréttir Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Hildur hnýtir í Sigurð og sakar hann um ýkjur Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Byggt og byggt á Suðurlandi og það þarf að byggja enn meira KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Bein útsending: Hvar eru umhverfis- og loftslagsmálin í kosningabaráttunni? Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Spennandi og sögulegar kosningar: Fjórir flokkar berjast fyrir lífi sínu í fallbaráttu „Dapurlegt“ útspil kennara og opnun Bláa lónsins Sigmundur fjarverandi allar atkvæðagreiðslur Styrkja möstrin með möl eftir góða vinnu í nótt Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Hlutverk flokksforingja stórlega ofmetið í kosningabaráttunni Braut rúðu í lögreglubíl Stöðugt gos og engir skjálftar „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Boða verkföll í tíu leikskólum í desember Í beinni frá gosstöðvum, undrun á vegferð seðlabankans og lokasprettur Atburðarás gærdagsins í myndum Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Sjá meira
Ágústa Ágústsdóttir, varaþingmaðurinn, segist ekki leggja það til að stofna íslenskan her ásamt tilheyrandi tækjum og tólum í aðsendri grein sem hún skrifar á Vísi í dag. Hins vegar telur hún mögulegt að starfrækja varnarlið. „Teymi sem væri með hernaðarlega þjálfun á bakinu og hefði það markmið að verja þjóðina og innviði þar til liðsauki bærist,“ skrifar Ágústa og segir að slíkt teymi gæti til dæmis heyrt undir Landhelgisgæsluna. Grundvöllur slíks teymis væri náið samstarf við erlend herþjóð eins og Noreg sem standi Íslandi landfræðilega nálægt og hafi reynslu af herþjálfun á norðurslóðum. „Að gera Íslendingum kleift að ganga í norska herinn, fá viðeigandi þjálfun og reynslu til svo að þjóna sínu landi væri gríðarlega dýrmætt fyrir þjóðina og myndi auka öryggi til muna,“ segir Ágústa sem var í fjórða sæti á lista Miðflokksins fyrir síðustu Alþingiskosningar. Ætlast til þess að börn annarra þjóða komi okkur til bjargar Vísar Ágústa til þess að varnir Íslands séu máttlausar gagnvart alvarlegri hernaðarlegri árás á landið. Uppgefinn viðbragðstími Atlantshafsbandalagsins við árás á aðildarríki sé allt frá fimm og upp í þrjátíu daga. „Íslenska þjóðin væri því berskjölduð fyrstu dagana ef til árásar eða innrásar kæmi og klárt að mikill skaði hlytist af,“ skrifar varaþingmaðurinn. Spyrja megi hvers vegna Ísland sé í NATO ef landið ætli ekki að gera neitt til þess að verja sig sjálft. „Við viljum vera með í partýinu en ætlumst til þess að dætur og synir annarra þjóða komi hlaupandi okkur til bjargar. Það er ekki bara órökrétt heldur ótrúlega hrokafullt,“ segir Ágústa. Varnarlið gæti einnig komið að öðrum störfum eins og eftirliti af ýmsu tagi og viðbrögðum við náttúruvá í samstarfi við björgunarsveitir og lögreglu.
Miðflokkurinn NATO Utanríkismál Öryggis- og varnarmál Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Innlent „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Innlent Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Innlent KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ Innlent Spennandi og sögulegar kosningar: Fjórir flokkar berjast fyrir lífi sínu í fallbaráttu Innlent Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Innlent Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Innlent Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Erlent Uppnám á COP29 er fulltrúar þjóða strunsuðu út Erlent Fleiri fréttir Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Hildur hnýtir í Sigurð og sakar hann um ýkjur Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Byggt og byggt á Suðurlandi og það þarf að byggja enn meira KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Bein útsending: Hvar eru umhverfis- og loftslagsmálin í kosningabaráttunni? Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Spennandi og sögulegar kosningar: Fjórir flokkar berjast fyrir lífi sínu í fallbaráttu „Dapurlegt“ útspil kennara og opnun Bláa lónsins Sigmundur fjarverandi allar atkvæðagreiðslur Styrkja möstrin með möl eftir góða vinnu í nótt Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Hlutverk flokksforingja stórlega ofmetið í kosningabaráttunni Braut rúðu í lögreglubíl Stöðugt gos og engir skjálftar „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Boða verkföll í tíu leikskólum í desember Í beinni frá gosstöðvum, undrun á vegferð seðlabankans og lokasprettur Atburðarás gærdagsins í myndum Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Sjá meira