Niðurskurður fjölbreytileikans í íslenskri kvikmyndagerð Dögg Mósesdóttir og Helga Rakel Rafnsdóttir skrifa 8. október 2024 14:30 Ísland var hástökkvari í Evrópu þegar að kom að aukningu á kvenleikstjórum sem leikstýrðu kvikmyndum frá árunum 2018 til 2022 (sjá mynd 1). Hlutfall kvenleikstjóra fór úr rúmum 13% í rúm 35% leikstjóra á Íslandi samkvæmt rannsókn the European Audiovisual Observatory, sjá hér. Á sama tíma var aukning á kvenkyns klippurum, framleiðendum og kvikmyndatökukonum en erlendar rannsóknir hafa sýnt að með aukningu kvenleikstjóra aukast líkur á að konur séu ráðnar í önnur störf í framleiðslunni. Þessi aukning átti sér stað þegar framlög til Kvikmyndasjóðs Íslands náðu ákveðnu hámarki (sjá mynd 2) og við viljum meina að tengsl séu þarna á milli, þar sem aukið framlag gefur rými fyrir nýliðun í faginu. Það gefur auga leið að til þess að fjölga konum úr 13% í 35% þarf að eiga sér stað mikil nýliðun kvenna. Með auknum framlögum til Kvikmyndasjóðs Íslands myndaðist rými fyrir nýliðun og rými fyrir konur til að segja sínar sögur. Nú stendur til að skera Kvikmyndasjóð Íslands um a.m.k. fjórðung og má því leiða líkur að því að Ísland taki tvö skref aftur á bak í átt að jöfnuði í faginu. Okkur vantaði ekki nema tæp 15% til að ná í jafnt hlutfall kven- og karlleikstjóra , fyrst allra Evrópuþjóða. Árið 2024 er gert ráð fyrir að 82,7% allra kvikmynda á heimsvísu verði leikstýrt af körlum. Ísland er þjóð sem leggur mikla áherslu á jafnréttissjónarmið og hefur lengi verið fremst þjóða þegar kemur að jafnrétti kynjanna. Viljum við ekki sporna við þessari kynjuðu heimsmynd? Til þess þarf pláss og fjármagn fyrir nýliðun kvenna og kvára. Á þessu ári fengu aðeins tvær kvikmyndir framleiðslustyrk en ekki fjórar til sex eins og venjan er. Örfáar konur á Íslandi hafa afrekað að leikstýra fleiri en einni kvikmynd í fullri lengd og mjög lítil nýliðun hefur orðið þar. Þegar kemur að umsókn um fjármögnun frá Kvikmyndasjóði verður því erfitt fyrir konur og kynsegin fólk að keppa við margverðlaunaða karlleikstjóra sem eru með fjölda kvikmynda á ferilskránni, þegar að sjóðurinn ætlar aðeins að fjármagna tvær kvikmyndir á ári. Hér er líklegt að þegar niðurskurður verður þá eru konur, sem margar enn bera mesta ábyrgð á heimilunum, líklegastar til að hrökklast frá starfi. Afleiðingarnar eru alvarlegar ekki bara fyrir inngildingu almennt og fjölbreytileika í faginu heldur einnig í birtingamynd kynjanna á þessum öflugasta miðli samtímans auk afleiðingana sem þetta hefur á sjónarhorn okkar sameiginlega sagnarheims og áhrif þess á menningararfleið okkar. WIFT, Félag Kvenna í Kvikmyndum og Sjónvarpi, lýsir því yfir verulegum áhyggjum yfir niðurskurði þessum og mögulegra afleiðinga hans á stöðu jafnréttismála í kvikmyndageiranum. Ekki er um að ræða smávægilegan niðurskurð og hann gæti bitnað óhóflega á kvenkyns og kynsegin kvikmyndagerðarfólki. Virðingarfyllst, Höfundar eru í stjórn Wift á Íslandi. Ágústa Margrét Jóhannsdóttir, Dögg Mósesdóttir, Hafdís Kristín Lárusdóttir, Helga Rakel Rafnsdóttir, María Lea Ævarsdóttir, Ragnheiður Davíðsdóttir, Sol Berruezo Pichon-Rivière. Sólrún Freyja Sen, Vera Wonder Sölvadóttir Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kvikmyndagerð á Íslandi Mest lesið Óvirðing við lýðræðislegar hefðir, gegn stjórnarskrá, trúnaðarbrot gagnvart kjósendum Arnar Þór Jónsson Skoðun Hver á að fá súrefnisgrímuna fyrst? Davíð Bergmann. Skoðun Lík brennd í Grafarvogi Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Þeir sem verja stórútgerðina – og heimsvaldastefnuna Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun Elsku Íslendingar, styðjum saman Grindavík Dagmar Valsdóttir Skoðun Betri vegur til Þorlákshafnar er samkeppnismál Ólafur Stephensen Skoðun Gervigreindin beisluð Hanna Kristín Skaftadóttir,Helga Sigrún Harðardóttir Skoðun Óboðlegt ástand á Landspítala – okkar sjónarhorn Hildur Jónsdóttir,Einar Freyr Ingason,Þórir Bergsson Skoðun Á jaðrinum með Jesú Daníel Ágúst Gautason Skoðun Er handahlaup valdeflandi? Davíð Már Sigurðsson Skoðun Skoðun Skoðun Hver á að fá súrefnisgrímuna fyrst? Davíð Bergmann. skrifar Skoðun Baráttan um kjör eldra fólks Jónína Björk Óskarsdóttir skrifar Skoðun Menntamál íslenskra grunnskólabarna hafa verið til umfjöllunar – sem er vel. Miklu verra er tilefnið Karen Rúnarsdóttir skrifar Skoðun Elsku Íslendingar, styðjum saman Grindavík Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Svigrúm Eydísar á fölskum grunni Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Betri vegur til Þorlákshafnar er samkeppnismál Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Óvirðing við lýðræðislegar hefðir, gegn stjórnarskrá, trúnaðarbrot gagnvart kjósendum Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Lík brennd í Grafarvogi Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Er handahlaup valdeflandi? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Á jaðrinum með Jesú Daníel Ágúst Gautason skrifar Skoðun Þeir sem verja stórútgerðina – og heimsvaldastefnuna Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Gervigreindin beisluð Hanna Kristín Skaftadóttir,Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Kúnstin að vera ósammála sjálfum sér Heiða Ingimarsdóttir skrifar Skoðun Óboðlegt ástand á Landspítala – okkar sjónarhorn Hildur Jónsdóttir,Einar Freyr Ingason,Þórir Bergsson skrifar Skoðun Geislameðferð sem lífsbjörg Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Þetta eru ekki eðlileg vinnubrögð Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Stöðvum helvíti á jörðu Birna Þórarinsdóttir,Bjarni Gíslason,Gísli Rafn Ólafsson,Sigríður Schram,Stella Samúelsdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Hversu mikið er nóg? Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Til þeirra sem fagna Sigurður Gísli Bond Snorrason skrifar Skoðun Að semja er ekki veikleiki – það er forsenda lýðræðis Elliði Vignisson skrifar Skoðun Tekist á um hvort lýðræðið á Íslandi sé virkt eða hvort hefðaréttur sé á völdum Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Sumar og sól – en ekki alltaf sátt í sálinni Ellen Calmon skrifar Skoðun Að flokka hver vinnur og hver tapar Tryggvi Rúnar Brynjarsson skrifar Skoðun Hagur hluthafanna alltaf og undantekningarlaust í forgangi Jón Kaldal skrifar Skoðun Má berja blaðamenn? Sigríður Dögg Auðunsdóttir skrifar Skoðun Nýr rektor og 2025 – tímamót í háskólamálum Ástráður Eysteinsson,Magnús Karl Magnússon,Margrét Helga Ögmundsdóttir,Tinna Laufey Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Vonir um vopnahlé eins og hálmstrá Sveinn Rúnar Hauksson skrifar Skoðun Samfélagið innan samfélagsins Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Til hamingju Íslendingar með nýja Óperu Andri Björn Róbertsson skrifar Skoðun Hvers vegna hatar SFS smábáta? Svarið tengist veiðigjöldum Kjartan Páll Sveinsson skrifar Sjá meira
Ísland var hástökkvari í Evrópu þegar að kom að aukningu á kvenleikstjórum sem leikstýrðu kvikmyndum frá árunum 2018 til 2022 (sjá mynd 1). Hlutfall kvenleikstjóra fór úr rúmum 13% í rúm 35% leikstjóra á Íslandi samkvæmt rannsókn the European Audiovisual Observatory, sjá hér. Á sama tíma var aukning á kvenkyns klippurum, framleiðendum og kvikmyndatökukonum en erlendar rannsóknir hafa sýnt að með aukningu kvenleikstjóra aukast líkur á að konur séu ráðnar í önnur störf í framleiðslunni. Þessi aukning átti sér stað þegar framlög til Kvikmyndasjóðs Íslands náðu ákveðnu hámarki (sjá mynd 2) og við viljum meina að tengsl séu þarna á milli, þar sem aukið framlag gefur rými fyrir nýliðun í faginu. Það gefur auga leið að til þess að fjölga konum úr 13% í 35% þarf að eiga sér stað mikil nýliðun kvenna. Með auknum framlögum til Kvikmyndasjóðs Íslands myndaðist rými fyrir nýliðun og rými fyrir konur til að segja sínar sögur. Nú stendur til að skera Kvikmyndasjóð Íslands um a.m.k. fjórðung og má því leiða líkur að því að Ísland taki tvö skref aftur á bak í átt að jöfnuði í faginu. Okkur vantaði ekki nema tæp 15% til að ná í jafnt hlutfall kven- og karlleikstjóra , fyrst allra Evrópuþjóða. Árið 2024 er gert ráð fyrir að 82,7% allra kvikmynda á heimsvísu verði leikstýrt af körlum. Ísland er þjóð sem leggur mikla áherslu á jafnréttissjónarmið og hefur lengi verið fremst þjóða þegar kemur að jafnrétti kynjanna. Viljum við ekki sporna við þessari kynjuðu heimsmynd? Til þess þarf pláss og fjármagn fyrir nýliðun kvenna og kvára. Á þessu ári fengu aðeins tvær kvikmyndir framleiðslustyrk en ekki fjórar til sex eins og venjan er. Örfáar konur á Íslandi hafa afrekað að leikstýra fleiri en einni kvikmynd í fullri lengd og mjög lítil nýliðun hefur orðið þar. Þegar kemur að umsókn um fjármögnun frá Kvikmyndasjóði verður því erfitt fyrir konur og kynsegin fólk að keppa við margverðlaunaða karlleikstjóra sem eru með fjölda kvikmynda á ferilskránni, þegar að sjóðurinn ætlar aðeins að fjármagna tvær kvikmyndir á ári. Hér er líklegt að þegar niðurskurður verður þá eru konur, sem margar enn bera mesta ábyrgð á heimilunum, líklegastar til að hrökklast frá starfi. Afleiðingarnar eru alvarlegar ekki bara fyrir inngildingu almennt og fjölbreytileika í faginu heldur einnig í birtingamynd kynjanna á þessum öflugasta miðli samtímans auk afleiðingana sem þetta hefur á sjónarhorn okkar sameiginlega sagnarheims og áhrif þess á menningararfleið okkar. WIFT, Félag Kvenna í Kvikmyndum og Sjónvarpi, lýsir því yfir verulegum áhyggjum yfir niðurskurði þessum og mögulegra afleiðinga hans á stöðu jafnréttismála í kvikmyndageiranum. Ekki er um að ræða smávægilegan niðurskurð og hann gæti bitnað óhóflega á kvenkyns og kynsegin kvikmyndagerðarfólki. Virðingarfyllst, Höfundar eru í stjórn Wift á Íslandi. Ágústa Margrét Jóhannsdóttir, Dögg Mósesdóttir, Hafdís Kristín Lárusdóttir, Helga Rakel Rafnsdóttir, María Lea Ævarsdóttir, Ragnheiður Davíðsdóttir, Sol Berruezo Pichon-Rivière. Sólrún Freyja Sen, Vera Wonder Sölvadóttir
Óvirðing við lýðræðislegar hefðir, gegn stjórnarskrá, trúnaðarbrot gagnvart kjósendum Arnar Þór Jónsson Skoðun
Óboðlegt ástand á Landspítala – okkar sjónarhorn Hildur Jónsdóttir,Einar Freyr Ingason,Þórir Bergsson Skoðun
Skoðun Menntamál íslenskra grunnskólabarna hafa verið til umfjöllunar – sem er vel. Miklu verra er tilefnið Karen Rúnarsdóttir skrifar
Skoðun Óvirðing við lýðræðislegar hefðir, gegn stjórnarskrá, trúnaðarbrot gagnvart kjósendum Arnar Þór Jónsson skrifar
Skoðun Óboðlegt ástand á Landspítala – okkar sjónarhorn Hildur Jónsdóttir,Einar Freyr Ingason,Þórir Bergsson skrifar
Skoðun Stöðvum helvíti á jörðu Birna Þórarinsdóttir,Bjarni Gíslason,Gísli Rafn Ólafsson,Sigríður Schram,Stella Samúelsdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar
Skoðun Tekist á um hvort lýðræðið á Íslandi sé virkt eða hvort hefðaréttur sé á völdum Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Nýr rektor og 2025 – tímamót í háskólamálum Ástráður Eysteinsson,Magnús Karl Magnússon,Margrét Helga Ögmundsdóttir,Tinna Laufey Ásgeirsdóttir skrifar
Óvirðing við lýðræðislegar hefðir, gegn stjórnarskrá, trúnaðarbrot gagnvart kjósendum Arnar Þór Jónsson Skoðun
Óboðlegt ástand á Landspítala – okkar sjónarhorn Hildur Jónsdóttir,Einar Freyr Ingason,Þórir Bergsson Skoðun