Sveitarfélögin okkar eiga alls ekki að skipta við Rapyd Hópur íbúa í sveitarfélögum sem stunda viðskipti við Rapyd skrifar 8. október 2024 11:31 Samkvæmt skoðanakönnun frá því fyrr á þessu ári vilja næstum 60% íbúa á Íslandi ekki skipta við fyrirtæki og stofnanir sem nota þjónustu greiðslumiðlunarfyrirtækisins Rapyd. Við undirrituð tilheyrum þessum stóra og vaxandi hópi. Við eigum það líka sameiginlegt að búa í sveitarfélögum sem eru með samning við Rapyd sem þýðir að þegar við förum í sund eða greiðum fyrir bókasafnskort með greiðslukorti í okkar nærsamfélagi fer greiðslan í gegnum Rapyd. Þetta getum við ekki sætt okkur við. Af hverju viljum við ekki að sveitarfélögin skipti við Rapyd? Rapyd Europe er ísraelskt fyrirtæki. Stofnandi, alþjóðlegur forstjóri og skráður eigandi Rapyd Europe á Íslandi er Arik Shtilman sem hefur opinberlega lýst yfir stuðningi fyrirtækisins við stríðsrekstur Ísraels og dráp á óbreyttum borgurum í Palestínu. Þar að auki hefur Rapyd lagt hernaði Ísraels lið með því að setja á fót svokallað „war room“ þar sem Rapyd vinnur að tæknilegum úrlausnum með ísraelska hernum. Rapyd styður því ekki bara hernaðinn heldur tekur beinan þátt í honum. Alþjóðadómstóllinn telur árásir Ísraels á Gaza fela í sér tilraun til þjóðarmorðs og Alþjóðaglæpadómstóllinn rannsakar nú glæpi gegn mannkyni og stríðsglæpi sem ísraelski herinn hefur framið í Palestínu á liðnu ári. Viðskipti við fyrirtæki sem styður þessa óhæfu ganga þvert gegn öllu siðferði, réttlæti og mannúð. Þess vegna viljum að sveitarfélögin sem við búum í hætti viðskiptum við Rapyd. En fleira kemur til. Viðskipti við Rapyd eru stuðningur við ólöglega landtöku Ísraels í Palestínu Landrán Ísraels í Palestínu er skýlaust brot á alþjóðalögum líkt og úrskurður Alþjóðadómstólsins frá því í júlí staðfestir. Í kjölfar úrskurðarins ber ríkjum heims að endurskoða pólitísk, diplómatísk og efnahagsleg tengsl sín við Ísrael og tryggja að þau viðhaldi ekki eða styðji ólöglegt landrán og hernám Ísraels í Palestínu. Þennan úrskurð tók utanríkisráðuneyti Íslands undir í opinberri tilkynningu á samskiptamiðlinum X. Dómur Alþjóðadómstólsins hefur bein áhrif á stöðu Rapyd. Stjórnvöld víðsvegar um Evrópu hafa varað evrópsk fyrirtæki við að stunda viðskipti á hernumdu svæðunum í Palestínu þar sem slíkt viðhaldi ólöglegu hernámi og landtöku Ísraels og geti jafngilt þátttöku í brotum á alþjóðalögum. Rapyd starfar í landtökubyggðunum á Vesturbakkanum og hagnast þannig á ólöglegu hernámi og landtöku Ísraels. Fyrirtækið er því þátttakandi í brotum á alþjóðalögum. Opinberir aðilar líkt og sveitarfélög geta ekki verið í viðskiptasambandi við slíkt fyrirtæki, það stríðir bæði gegn lagalegri skyldu Íslands og stefnu íslenska ríkisins á alþjóðavettvangi. Viðvaranir evrópskra stjórnvalda eiga líka við hér á landi og við trúum ekki öðru en að sveitarfélögin okkar íhugi stöðu sína hvað þetta varðar. Viðskipti við Rapyd samræmast ekki mannréttindastefnu sveitarfélaganna Með því að stunda viðskipti við Rapyd senda sveitarfélögin þau skilaboð að starfsemi Rapyd í ólöglegum landtökubyggðum og stuðningur fyrirtækisins við árásir og innrás á Gaza sé innan ásættanlegra siðferðislegra marka. Því mótmælum við sem íbúar og borgarar. Í þessu sambandi viljum við minna á að mörg af sveitarfélögunum sem við búum í hafa sett sér mannréttinda- eða samfélagsstefnu. Geta sveitarfélög sem vilja starfa á grundvelli mannréttinda átt viðskipti við fyrirtæki sem styður í orði og verki lögbrot gegn palestínsku þjóðinni? Nei, það geta þau ekki. Hve mörg sveitarfélög á Íslandi eru í viðskiptum við Rapyd og af hverju? Samkvæmt okkar upplýsingum er a.m.k. 27 sveitarfélag af 63 á landinu í viðskiptum við Rapyd.[1] Á sínum tíma gerðu Ríkiskaup rammasamning við Valitor fyrir hönd ríkisstofnana. Mörg sveitarfélög kusu að fylgja fordæmi Ríkiskaupa og sömdu því við Valitor um færsluhirðingu. Ísraelska fyrirtækið Rapyd keypti svo Valitor árið 2022 og fluttust þá viðskipti sveitarfélaganna yfir til Rapyd. Þó svo að fyrirtækið sé með starfsstöð á Íslandi er móðurfyrirtækið eftir sem áður ísraelskt og styður stríðsrekstur Ísraelsríkis. Sveitarfélögum ber alls engin skylda til að fylgja þessum rammasamningi Ríkiskaupa. Hann er aðeins bindandi fyrir svokallaðar A-hluta stofnanir ríkisins. Sveitarfélögunum er því frjálst að skipta við þann færsluhirði sem þau kjósa. Að minnsta kosti eitt sveitarfélag, Súðavíkurhreppur, hefur nú þegar brugðist við ákalli almennings um að skipta um færsluhirði. Sjö önnur sveitarfélög eru samkvæmt okkar upplýsingum að vinna í að skipta um færsluhirði eins og stendur en það eru Ísafjörður, Vestmannaeyjar, Dalvík, Skagaströnd, Kaldrananeshreppur, Skeiða- og Gnúpverjahreppur og Þingeyjarsveit. Færsluhirðing rædd á vettvangi bæjarstjórna Viðskipti við Rapyd hafa þegar komið til álita hjá bæjar- og sveitarstjórnum. Tillögur um að skipta um færsluhirði hafa m.a. verið lagðar fram í Hafnarfirði og Skagafirði en ekki verið samþykktar. Sum sveitarfélög segjast vilja fylgja fordæmi ríkisins áfram en útboðs Fjársýslunnar á færsluhirðingu ríkisstofnana hefur verið beðið síðan í sumar. Í vor skrifuðu yfir 1000 manns undir áskorun til Akureyrarbæjar um að slíta viðskiptum við Rapyd og var málið tekið fyrir á bæjarstjórnarfundi í kjölfar þess. Undirskriftalistinn var afhentur bæjarstjóra Akureyrar þann 23. september síðastliðinn. Við hvetjum sveitarfélögin til að slíta viðskiptum við Rapyd Árásir Ísraels á Gaza hafa nú staðið yfir í heilt ár. Allan þann tíma höfum við fylgst með her Ísraels drepa almenna borgara, gjöreyða heimilum og innviðum á Gaza og gera líf palestínufólks óbærilegt með öllum tiltækum ráðum. Viðskipti við fyrirtæki sem tekur beinan þátt í hernaði Ísraelsríkis samræmast engan veginn þeim lagalegu og siðferðislegu skyldum sem hvíla á ríkjum heims um að gera allt sem í þeirra valdi stendur til að stöðva þjóðarmorð. Sveitarfélögin eru opinberir aðilar og geta ekki verið undanskilin þeirri ábyrgð. Við sættum okkur ekki við að þurfa að greiða Rapyd peninga þegar við nýtum okkur þjónustu í okkar nærsamfélagi. Við viljum að sveitarfélögin slíti öllum viðskiptum við fyrirtækið. Þannig geta þau sent skýr skilaboð um að þau ætli ekki að gerast meðsek í brotum á alþjóðalögum. Við hvetjum eftirfarandi 27 sveitarfélög til að slíta viðskiptum við Rapyd og feta þannig í fótspor þeirra hundruða fyrirtækja sem þegar hafa skipt líkt og sjá má á vefsíðunni www.hirdir.is Akureyrarbæ Bláskógabyggð Bolungarvíkurkaupstað Dalvík Eyjafjarðarsveit Fjarðabyggð Garðabæ Grímsnes- og Grafningshrepp Grundarfjarðarbæ Hafnarfjarðarbæ Hrunamannahrepp Húnabyggð Hveragerðisbæ Hörgársveit Ísafjarðarbæ Kaldrananeshrepp Kópavog Múlaþing Norðurþing Rangárþing ytra Seltjarnarnesbæ Skagafjörð Skagaströnd Skeiða- og Gnúpverjahrepp Strandabyggð Suðurnesjabæ Vestmannaeyjabæ Guðjón Magnússon, Akureyrarbæ Þóra Þöll Meldal Tryggvadóttir, Bláskógabyggð Halldóra Sigrún Ásgeirsdóttir, Bolungarvíkurkaupstað/Hnífsdal Inga Vala Gísladóttir, Eyjafjarðarsveit Berglind Bjørk Arnfinnsdóttir Nielsen, Fjarðabyggð Sverrir Björnsson, Garðabæ Áslaug Einarsdóttir, Grímsnes- og Grafningshreppi Georgia Lamprou, Grundarfjarðarbæ Hrönn G. Guðmundsdóttir, Hafnarfirði Ottó Geir Borg, Hveragerðisbæ Steinunn Lilja Svövudóttir, Hrunamannahreppi Anna Bergljót Thorarensen, Kópavogi Karólína Rún Helgadóttir, Múlaþingi Sigurborg Ósk Haraldsdóttir, Norðurþingi Ösp Viðarsdóttir, Rangárþingi ytra Hrönn Guðmundsdóttir, Seltjarnarnesi Álfhildur Leifsdóttir, Skagafirði Esther Ösp Valdimarsdóttir, Strandabyggð Fríða Stefánsdóttir, Suðurnesjabæ Oddný Björg Rafnsdóttir, Þingeyjarsveit [1]Upplýsinga um færsluhirðingu sveitarfélaga var aflað frá febrúarlokum til júní 2024. Ekki svöruðu öll sveitarfélög skriflegum fyrirspurnum greinarhöfunda og var þá upplýsinga aflað eftir öðrum leiðum. Það sem fram kemur hér um hvaða sveitarfélög séu í viðskiptum við Rapyd er birt með þeim fyrirvara að eitthvað gæti hafa skolast til eða breyst frá því að upplýsingaöflun lauk. Auk þess eru sveitarfélög í einhverjum tilfellum með samning við fleiri en eitt greiðslumiðlunarfyrirtæki. Einnig viljum við taka fram að öll geta sent inn ábendingar og leiðréttingar á www.hirdir.is en þar er listi yfir færsluhirðingu hjá sveitarfélögunum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Greiðslumiðlun Sveitarstjórnarmál Mest lesið Mýtan um sætið við borðið Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Ný kynslóð – sama ofbeldið Linda Dröfn Gunnarsdóttir Skoðun Það eru leiðir til að lækka vexti íbúðalána – viljum við gera eitthvað í því? Benedikt Gíslason Skoðun Enginn á að vera hryggur um jólin Aldís Amah Hamilton,Hulda Jónsdóttir Tölgyes,Klara Ósk Elíasdóttir,Ragnheiður Gröndal,Rósa Líf Darradóttir,Valgerður Árnadóttir Skoðun Stórútgerðin og ESB Atli Hermannsson Skoðun Ólögmæt leyfisveiting til hvalveiða Jón Frímann Jónsson Skoðun Eru konur betri en karlar? Skoðun Fyrstu jólin eftir ástvinamissi Anna Sigurðardóttir Skoðun Hörmungarsaga viðbyggingar við leikskólann Óskaland Friðrik Sigurbjörnsson Skoðun ADHD og jólin: Að finna jafnvægi á milli gleði og áskorana Steindór Þórarinsson Skoðun Skoðun Skoðun Ný kynslóð – sama ofbeldið Linda Dröfn Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Mýtan um sætið við borðið Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun ADHD og jólin: Að finna jafnvægi á milli gleði og áskorana Steindór Þórarinsson skrifar Skoðun Stórútgerðin og ESB Atli Hermannsson skrifar Skoðun Enginn á að vera hryggur um jólin Aldís Amah Hamilton,Hulda Jónsdóttir Tölgyes,Klara Ósk Elíasdóttir,Ragnheiður Gröndal,Rósa Líf Darradóttir,Valgerður Árnadóttir skrifar Skoðun Ólögmæt leyfisveiting til hvalveiða Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Eru konur betri en karlar? skrifar Skoðun Hæstu raunvextir síðan í hruninu Stefán Ólafsson skrifar Skoðun Styttum biðtímann í umferðinni Ó. Ingi Tómasson skrifar Skoðun Sjálfbær nýting náttúruauðlinda og framtíð íslenskrar matvælaframleiðslu Oddur Már Gunnarsson,Salvör Jónsdóttir skrifar Skoðun Hörmungarsaga viðbyggingar við leikskólann Óskaland Friðrik Sigurbjörnsson skrifar Skoðun Dýraverndin til Flokks fólksins Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Frjálslega farið með sannleikann Sveinn Ægir Birgisson skrifar Skoðun Sjálfboðaliðar Rauða krossins: 100 ára saga samfélagslegra umbóta Sigurbjörg Birgisdóttir skrifar Skoðun Jarðvarmi í þágu samfélagsins: Orkan sem heldur Íslandi heitu Hildur Æsa Oddsdóttir skrifar Skoðun Við þökkum traustið Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Verkefnalisti nýrrar ríkisstjórnar í öryggis- og varnarmálum Erlingur Erlingsson skrifar Skoðun Hagsmunamál okkar allra í stjórnarsáttmálann Trausti Hjálmarsson skrifar Skoðun Hvenær er jafnrétti náð? Védís Drótt Cortez,Agnes Brynjarsdóttir,Vigdís Kristín Rohleder,Embla Bachmann,Eygló Ruth Rohleder skrifar Skoðun Það eru leiðir til að lækka vexti íbúðalána – viljum við gera eitthvað í því? Benedikt Gíslason skrifar Skoðun Sagnaarfur Biblíunnar – Abrahamísku trúarbrögðin Dr. Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Skoðun „Nei“ Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Burðarásar samfélagsins skrifar Skoðun Fyrstu jólin eftir ástvinamissi Anna Sigurðardóttir skrifar Skoðun Skyndihjálp: Lykillinn að öruggara samfélagi Hildur Vattnes Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Það er ekki nóg að vera klár stelpa/strákur/stálp Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Kosningum lokið og hvað nú? Ólafur Ágúst Hraundal skrifar Skoðun „Þetta er ekki hægt, en það verður samt að gera þetta“ Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Mýtan um sæstreng! Andrés Pétursson skrifar Skoðun Kvennaárið 2025 Drífa Snædal skrifar Sjá meira
Samkvæmt skoðanakönnun frá því fyrr á þessu ári vilja næstum 60% íbúa á Íslandi ekki skipta við fyrirtæki og stofnanir sem nota þjónustu greiðslumiðlunarfyrirtækisins Rapyd. Við undirrituð tilheyrum þessum stóra og vaxandi hópi. Við eigum það líka sameiginlegt að búa í sveitarfélögum sem eru með samning við Rapyd sem þýðir að þegar við förum í sund eða greiðum fyrir bókasafnskort með greiðslukorti í okkar nærsamfélagi fer greiðslan í gegnum Rapyd. Þetta getum við ekki sætt okkur við. Af hverju viljum við ekki að sveitarfélögin skipti við Rapyd? Rapyd Europe er ísraelskt fyrirtæki. Stofnandi, alþjóðlegur forstjóri og skráður eigandi Rapyd Europe á Íslandi er Arik Shtilman sem hefur opinberlega lýst yfir stuðningi fyrirtækisins við stríðsrekstur Ísraels og dráp á óbreyttum borgurum í Palestínu. Þar að auki hefur Rapyd lagt hernaði Ísraels lið með því að setja á fót svokallað „war room“ þar sem Rapyd vinnur að tæknilegum úrlausnum með ísraelska hernum. Rapyd styður því ekki bara hernaðinn heldur tekur beinan þátt í honum. Alþjóðadómstóllinn telur árásir Ísraels á Gaza fela í sér tilraun til þjóðarmorðs og Alþjóðaglæpadómstóllinn rannsakar nú glæpi gegn mannkyni og stríðsglæpi sem ísraelski herinn hefur framið í Palestínu á liðnu ári. Viðskipti við fyrirtæki sem styður þessa óhæfu ganga þvert gegn öllu siðferði, réttlæti og mannúð. Þess vegna viljum að sveitarfélögin sem við búum í hætti viðskiptum við Rapyd. En fleira kemur til. Viðskipti við Rapyd eru stuðningur við ólöglega landtöku Ísraels í Palestínu Landrán Ísraels í Palestínu er skýlaust brot á alþjóðalögum líkt og úrskurður Alþjóðadómstólsins frá því í júlí staðfestir. Í kjölfar úrskurðarins ber ríkjum heims að endurskoða pólitísk, diplómatísk og efnahagsleg tengsl sín við Ísrael og tryggja að þau viðhaldi ekki eða styðji ólöglegt landrán og hernám Ísraels í Palestínu. Þennan úrskurð tók utanríkisráðuneyti Íslands undir í opinberri tilkynningu á samskiptamiðlinum X. Dómur Alþjóðadómstólsins hefur bein áhrif á stöðu Rapyd. Stjórnvöld víðsvegar um Evrópu hafa varað evrópsk fyrirtæki við að stunda viðskipti á hernumdu svæðunum í Palestínu þar sem slíkt viðhaldi ólöglegu hernámi og landtöku Ísraels og geti jafngilt þátttöku í brotum á alþjóðalögum. Rapyd starfar í landtökubyggðunum á Vesturbakkanum og hagnast þannig á ólöglegu hernámi og landtöku Ísraels. Fyrirtækið er því þátttakandi í brotum á alþjóðalögum. Opinberir aðilar líkt og sveitarfélög geta ekki verið í viðskiptasambandi við slíkt fyrirtæki, það stríðir bæði gegn lagalegri skyldu Íslands og stefnu íslenska ríkisins á alþjóðavettvangi. Viðvaranir evrópskra stjórnvalda eiga líka við hér á landi og við trúum ekki öðru en að sveitarfélögin okkar íhugi stöðu sína hvað þetta varðar. Viðskipti við Rapyd samræmast ekki mannréttindastefnu sveitarfélaganna Með því að stunda viðskipti við Rapyd senda sveitarfélögin þau skilaboð að starfsemi Rapyd í ólöglegum landtökubyggðum og stuðningur fyrirtækisins við árásir og innrás á Gaza sé innan ásættanlegra siðferðislegra marka. Því mótmælum við sem íbúar og borgarar. Í þessu sambandi viljum við minna á að mörg af sveitarfélögunum sem við búum í hafa sett sér mannréttinda- eða samfélagsstefnu. Geta sveitarfélög sem vilja starfa á grundvelli mannréttinda átt viðskipti við fyrirtæki sem styður í orði og verki lögbrot gegn palestínsku þjóðinni? Nei, það geta þau ekki. Hve mörg sveitarfélög á Íslandi eru í viðskiptum við Rapyd og af hverju? Samkvæmt okkar upplýsingum er a.m.k. 27 sveitarfélag af 63 á landinu í viðskiptum við Rapyd.[1] Á sínum tíma gerðu Ríkiskaup rammasamning við Valitor fyrir hönd ríkisstofnana. Mörg sveitarfélög kusu að fylgja fordæmi Ríkiskaupa og sömdu því við Valitor um færsluhirðingu. Ísraelska fyrirtækið Rapyd keypti svo Valitor árið 2022 og fluttust þá viðskipti sveitarfélaganna yfir til Rapyd. Þó svo að fyrirtækið sé með starfsstöð á Íslandi er móðurfyrirtækið eftir sem áður ísraelskt og styður stríðsrekstur Ísraelsríkis. Sveitarfélögum ber alls engin skylda til að fylgja þessum rammasamningi Ríkiskaupa. Hann er aðeins bindandi fyrir svokallaðar A-hluta stofnanir ríkisins. Sveitarfélögunum er því frjálst að skipta við þann færsluhirði sem þau kjósa. Að minnsta kosti eitt sveitarfélag, Súðavíkurhreppur, hefur nú þegar brugðist við ákalli almennings um að skipta um færsluhirði. Sjö önnur sveitarfélög eru samkvæmt okkar upplýsingum að vinna í að skipta um færsluhirði eins og stendur en það eru Ísafjörður, Vestmannaeyjar, Dalvík, Skagaströnd, Kaldrananeshreppur, Skeiða- og Gnúpverjahreppur og Þingeyjarsveit. Færsluhirðing rædd á vettvangi bæjarstjórna Viðskipti við Rapyd hafa þegar komið til álita hjá bæjar- og sveitarstjórnum. Tillögur um að skipta um færsluhirði hafa m.a. verið lagðar fram í Hafnarfirði og Skagafirði en ekki verið samþykktar. Sum sveitarfélög segjast vilja fylgja fordæmi ríkisins áfram en útboðs Fjársýslunnar á færsluhirðingu ríkisstofnana hefur verið beðið síðan í sumar. Í vor skrifuðu yfir 1000 manns undir áskorun til Akureyrarbæjar um að slíta viðskiptum við Rapyd og var málið tekið fyrir á bæjarstjórnarfundi í kjölfar þess. Undirskriftalistinn var afhentur bæjarstjóra Akureyrar þann 23. september síðastliðinn. Við hvetjum sveitarfélögin til að slíta viðskiptum við Rapyd Árásir Ísraels á Gaza hafa nú staðið yfir í heilt ár. Allan þann tíma höfum við fylgst með her Ísraels drepa almenna borgara, gjöreyða heimilum og innviðum á Gaza og gera líf palestínufólks óbærilegt með öllum tiltækum ráðum. Viðskipti við fyrirtæki sem tekur beinan þátt í hernaði Ísraelsríkis samræmast engan veginn þeim lagalegu og siðferðislegu skyldum sem hvíla á ríkjum heims um að gera allt sem í þeirra valdi stendur til að stöðva þjóðarmorð. Sveitarfélögin eru opinberir aðilar og geta ekki verið undanskilin þeirri ábyrgð. Við sættum okkur ekki við að þurfa að greiða Rapyd peninga þegar við nýtum okkur þjónustu í okkar nærsamfélagi. Við viljum að sveitarfélögin slíti öllum viðskiptum við fyrirtækið. Þannig geta þau sent skýr skilaboð um að þau ætli ekki að gerast meðsek í brotum á alþjóðalögum. Við hvetjum eftirfarandi 27 sveitarfélög til að slíta viðskiptum við Rapyd og feta þannig í fótspor þeirra hundruða fyrirtækja sem þegar hafa skipt líkt og sjá má á vefsíðunni www.hirdir.is Akureyrarbæ Bláskógabyggð Bolungarvíkurkaupstað Dalvík Eyjafjarðarsveit Fjarðabyggð Garðabæ Grímsnes- og Grafningshrepp Grundarfjarðarbæ Hafnarfjarðarbæ Hrunamannahrepp Húnabyggð Hveragerðisbæ Hörgársveit Ísafjarðarbæ Kaldrananeshrepp Kópavog Múlaþing Norðurþing Rangárþing ytra Seltjarnarnesbæ Skagafjörð Skagaströnd Skeiða- og Gnúpverjahrepp Strandabyggð Suðurnesjabæ Vestmannaeyjabæ Guðjón Magnússon, Akureyrarbæ Þóra Þöll Meldal Tryggvadóttir, Bláskógabyggð Halldóra Sigrún Ásgeirsdóttir, Bolungarvíkurkaupstað/Hnífsdal Inga Vala Gísladóttir, Eyjafjarðarsveit Berglind Bjørk Arnfinnsdóttir Nielsen, Fjarðabyggð Sverrir Björnsson, Garðabæ Áslaug Einarsdóttir, Grímsnes- og Grafningshreppi Georgia Lamprou, Grundarfjarðarbæ Hrönn G. Guðmundsdóttir, Hafnarfirði Ottó Geir Borg, Hveragerðisbæ Steinunn Lilja Svövudóttir, Hrunamannahreppi Anna Bergljót Thorarensen, Kópavogi Karólína Rún Helgadóttir, Múlaþingi Sigurborg Ósk Haraldsdóttir, Norðurþingi Ösp Viðarsdóttir, Rangárþingi ytra Hrönn Guðmundsdóttir, Seltjarnarnesi Álfhildur Leifsdóttir, Skagafirði Esther Ösp Valdimarsdóttir, Strandabyggð Fríða Stefánsdóttir, Suðurnesjabæ Oddný Björg Rafnsdóttir, Þingeyjarsveit [1]Upplýsinga um færsluhirðingu sveitarfélaga var aflað frá febrúarlokum til júní 2024. Ekki svöruðu öll sveitarfélög skriflegum fyrirspurnum greinarhöfunda og var þá upplýsinga aflað eftir öðrum leiðum. Það sem fram kemur hér um hvaða sveitarfélög séu í viðskiptum við Rapyd er birt með þeim fyrirvara að eitthvað gæti hafa skolast til eða breyst frá því að upplýsingaöflun lauk. Auk þess eru sveitarfélög í einhverjum tilfellum með samning við fleiri en eitt greiðslumiðlunarfyrirtæki. Einnig viljum við taka fram að öll geta sent inn ábendingar og leiðréttingar á www.hirdir.is en þar er listi yfir færsluhirðingu hjá sveitarfélögunum.
Það eru leiðir til að lækka vexti íbúðalána – viljum við gera eitthvað í því? Benedikt Gíslason Skoðun
Enginn á að vera hryggur um jólin Aldís Amah Hamilton,Hulda Jónsdóttir Tölgyes,Klara Ósk Elíasdóttir,Ragnheiður Gröndal,Rósa Líf Darradóttir,Valgerður Árnadóttir Skoðun
Skoðun Enginn á að vera hryggur um jólin Aldís Amah Hamilton,Hulda Jónsdóttir Tölgyes,Klara Ósk Elíasdóttir,Ragnheiður Gröndal,Rósa Líf Darradóttir,Valgerður Árnadóttir skrifar
Skoðun Sjálfbær nýting náttúruauðlinda og framtíð íslenskrar matvælaframleiðslu Oddur Már Gunnarsson,Salvör Jónsdóttir skrifar
Skoðun Sjálfboðaliðar Rauða krossins: 100 ára saga samfélagslegra umbóta Sigurbjörg Birgisdóttir skrifar
Skoðun Jarðvarmi í þágu samfélagsins: Orkan sem heldur Íslandi heitu Hildur Æsa Oddsdóttir skrifar
Skoðun Hvenær er jafnrétti náð? Védís Drótt Cortez,Agnes Brynjarsdóttir,Vigdís Kristín Rohleder,Embla Bachmann,Eygló Ruth Rohleder skrifar
Skoðun Það eru leiðir til að lækka vexti íbúðalána – viljum við gera eitthvað í því? Benedikt Gíslason skrifar
Það eru leiðir til að lækka vexti íbúðalána – viljum við gera eitthvað í því? Benedikt Gíslason Skoðun
Enginn á að vera hryggur um jólin Aldís Amah Hamilton,Hulda Jónsdóttir Tölgyes,Klara Ósk Elíasdóttir,Ragnheiður Gröndal,Rósa Líf Darradóttir,Valgerður Árnadóttir Skoðun