Sjúkrahús í Kaliforníu ákært fyrir að neita óléttri konu um neyðaraðstoð Hólmfríður Gísladóttir skrifar 8. október 2024 10:55 Starfsemi sjúkrahússins byggir á kaþólskum gildum og læknarnir sögðust ekki mega framkvæma þungunarrof á meðan þeir næmu hjartslátt. Wikimedia Commons/Ellin Beltz „Ég hélt að ég yrði örugg hérna frá uppákomum sem þessum. Að fólk tæki valið af mér og setti mig í hættu.“ Þetta segir Dr. Anna Nusslock, 36 ára, sem var neitað um þjónustu þegar hún mætti á bráðadeild Providence St. Joseph-sjúkrahúsinu í Eureka í Kaliforníu. Kaliforníuríki hefur höfðað mál á hendur sjúkrahúskeðjunni. Nusslock var ólétt af tvíburum og komin fimmtán vikur á leið þegar fæðing fór skyndilega af stað. Læknar á sjúkrahúsinu sögðu að annar tvíburinn myndi örugglega deyja og hinn sennilega líka og að ef endir yrði ekki bundin á meðgönguna þá og þegar gæti hún fengið blæðingu, sýkingu og mögulega orðið ófrjó. Þeir neituðu hins vegar að framkvæma aðgerð á Nusslock, það er að segja framkvæma þungunarrof, þar sem þeir námu enn hjartslátt fóstranna. Læknir sagði sjúkrahúsið, sem stofnað var af nunnum og byggir á kaþólskum gildum, ekki heimila þungunarrof nema líf konunnar væri í augljósri hættu. Máttu ekki neita um þjónustu á grundvelli trúar Eftir þref voru Nusslock og eiginmaður hennar send leiðar sinnar með fötu og handklæði. Óku þau í um 20 mínútur á annað sjúkrahús, þar sem Nusslock reyndist með mikla blæðingu og sýkingu í leginu. Læknar á nýja sjúkrahúsinu sögðust hafa reynslu af því að taka á móti sjúklingum í svipuðu ástandi, sem var neitað um þjónustu af heilbrigðisstarfsmönnum Providence. Ríkissaksóknari Kaliforníu hefur, eins og fyrr segir, gefið út ákærur á hendur fyrirtækinu sem rekur Providence St. Joseph, og segir starfsmenn þess hafa brotið gegn lögum í ríkinu sem skylda bráðamóttökur til að veita þjónustu, bæði þegar líf eru í hættu en einnig þegar um er að ræða alvarleg veikindi eða slys. Yfirvöld segja það hvorki samræmast lögum né fordæmum að neita einstaklingum um bráðaþjónustu með tilvísun í undanþágur á grundvelli trúarbragða, eins og virðist hafa verið gert í þessu tilviki. Þungunarrofslöggjöfin er óvíða jafn frjálslynd og í Kaliforníu en saksóknarinn Rob Bonta segir mál Nusslock sýna að uppákomur á borð við þessar geti átt sér stað jafnvel þótt stuðningur við þungunarrof sé mikill og víðtækur. Stjórnendur Providence segja málið í athugun. Ítarlega umfjöllun um málið má finna hjá New York Times. Þungunarrof Bandaríkin Heilbrigðismál Trúmál Mest lesið Magnús Guðmundsson er látinn Innlent Gulli Reynis látinn Innlent Engin heimild til að granda skipum vegna gruns um smygl við Ísland Innlent Bílastæðasjóður hætti eftirliti á bílastæðum við Landspítala og HR Innlent Vill að handhafar forsetavalds fái hundrað þúsund krónur árlega Innlent Þjóðin skiptist í fylkingar um göng eða brú Innlent Mótmæla fyrirhuguðum þungaflutningum í gegnum Selfoss Innlent Um 6.000 flóttamenn og hælisleitendur á Íslandi Innlent Kom óánægju sinni á framfæri við von der Leyen Innlent Viðurkenndu að kviðdómendur sáu ekki ákæruskjalið Erlent Fleiri fréttir Breski raðnauðgarinn fær enn einn lífstíðardóminn Viðurkenndu að kviðdómendur sáu ekki ákæruskjalið Trump staðfestir Epstein-lögin Tugir látnir eftir árás á íbúðarhúsnæði Tilkynna yngri en 16 ára að reikningum að Facebook og Instagram verði lokað Reiði í Hvíta húsinu: „Demókratar munu sjá eftir þessu“ Sagðir vinna að nýju friðarsamkomulagi án Úkraínu og Evrópu Grunaður um að myrða stúlku sem fannst látin í skotti Teslu hans Loka síðustu ræðismannsskrifstofu Rússa Stærsti bæjarbruni í landinu frá 1976 Merz í vandræðum með ungliðana 100 ára yfirráðum Jafnaðarmanna í Kaupmannahöfn lokið Gerði lítið úr morðinu á Khashoggi á blaðamannafundi með bin Salman Öldungadeild samþykkir líka birtingu Epstein-skjalanna Fulltrúadeild samþykkir að birta Epstein-skjölin Úkraínskir útsendarar Rússa sagðir að baki skemmdarverkunum Hvíta húsið hlutaðist til um rannsókn á Tate-bræðrum Dregur sig í hlé af skömm vegna tengsla við Epstein Mislingafaraldurinn í Bandaríkjunum breiðir úr sér Hægri beygja Mette gæti kostað Jafnaðarmenn Kaupmannahöfn Undirrituðu viljayfirlýsingu um kaup á allt að 100 Rafale herþotum Öryggisráðið samþykkir tillögu Bandaríkjanna um framtíð Gasa Þekktir vísindamenn lögðu lag sitt við Epstein Rússar sagðir hafa drepið ekkju fyrsta fórnarlambs Tsjernobylslyssins Forsætisráðherrann fyrrverandi dæmdur til dauða Telja að lestarteinar hafi verið sprengdir viljandi í Póllandi Enn og aftur tilkynnt um dróna í Danaveldi Játuðu morð á almennum borgurum en voru aldrei sóttir til saka Kallar nú sjálfur eftir birtingu Epstein-skjalanna Loftslagskvíði geti ýtt undir fíkniefnaneyslu Sjá meira
Þetta segir Dr. Anna Nusslock, 36 ára, sem var neitað um þjónustu þegar hún mætti á bráðadeild Providence St. Joseph-sjúkrahúsinu í Eureka í Kaliforníu. Kaliforníuríki hefur höfðað mál á hendur sjúkrahúskeðjunni. Nusslock var ólétt af tvíburum og komin fimmtán vikur á leið þegar fæðing fór skyndilega af stað. Læknar á sjúkrahúsinu sögðu að annar tvíburinn myndi örugglega deyja og hinn sennilega líka og að ef endir yrði ekki bundin á meðgönguna þá og þegar gæti hún fengið blæðingu, sýkingu og mögulega orðið ófrjó. Þeir neituðu hins vegar að framkvæma aðgerð á Nusslock, það er að segja framkvæma þungunarrof, þar sem þeir námu enn hjartslátt fóstranna. Læknir sagði sjúkrahúsið, sem stofnað var af nunnum og byggir á kaþólskum gildum, ekki heimila þungunarrof nema líf konunnar væri í augljósri hættu. Máttu ekki neita um þjónustu á grundvelli trúar Eftir þref voru Nusslock og eiginmaður hennar send leiðar sinnar með fötu og handklæði. Óku þau í um 20 mínútur á annað sjúkrahús, þar sem Nusslock reyndist með mikla blæðingu og sýkingu í leginu. Læknar á nýja sjúkrahúsinu sögðust hafa reynslu af því að taka á móti sjúklingum í svipuðu ástandi, sem var neitað um þjónustu af heilbrigðisstarfsmönnum Providence. Ríkissaksóknari Kaliforníu hefur, eins og fyrr segir, gefið út ákærur á hendur fyrirtækinu sem rekur Providence St. Joseph, og segir starfsmenn þess hafa brotið gegn lögum í ríkinu sem skylda bráðamóttökur til að veita þjónustu, bæði þegar líf eru í hættu en einnig þegar um er að ræða alvarleg veikindi eða slys. Yfirvöld segja það hvorki samræmast lögum né fordæmum að neita einstaklingum um bráðaþjónustu með tilvísun í undanþágur á grundvelli trúarbragða, eins og virðist hafa verið gert í þessu tilviki. Þungunarrofslöggjöfin er óvíða jafn frjálslynd og í Kaliforníu en saksóknarinn Rob Bonta segir mál Nusslock sýna að uppákomur á borð við þessar geti átt sér stað jafnvel þótt stuðningur við þungunarrof sé mikill og víðtækur. Stjórnendur Providence segja málið í athugun. Ítarlega umfjöllun um málið má finna hjá New York Times.
Þungunarrof Bandaríkin Heilbrigðismál Trúmál Mest lesið Magnús Guðmundsson er látinn Innlent Gulli Reynis látinn Innlent Engin heimild til að granda skipum vegna gruns um smygl við Ísland Innlent Bílastæðasjóður hætti eftirliti á bílastæðum við Landspítala og HR Innlent Vill að handhafar forsetavalds fái hundrað þúsund krónur árlega Innlent Þjóðin skiptist í fylkingar um göng eða brú Innlent Mótmæla fyrirhuguðum þungaflutningum í gegnum Selfoss Innlent Um 6.000 flóttamenn og hælisleitendur á Íslandi Innlent Kom óánægju sinni á framfæri við von der Leyen Innlent Viðurkenndu að kviðdómendur sáu ekki ákæruskjalið Erlent Fleiri fréttir Breski raðnauðgarinn fær enn einn lífstíðardóminn Viðurkenndu að kviðdómendur sáu ekki ákæruskjalið Trump staðfestir Epstein-lögin Tugir látnir eftir árás á íbúðarhúsnæði Tilkynna yngri en 16 ára að reikningum að Facebook og Instagram verði lokað Reiði í Hvíta húsinu: „Demókratar munu sjá eftir þessu“ Sagðir vinna að nýju friðarsamkomulagi án Úkraínu og Evrópu Grunaður um að myrða stúlku sem fannst látin í skotti Teslu hans Loka síðustu ræðismannsskrifstofu Rússa Stærsti bæjarbruni í landinu frá 1976 Merz í vandræðum með ungliðana 100 ára yfirráðum Jafnaðarmanna í Kaupmannahöfn lokið Gerði lítið úr morðinu á Khashoggi á blaðamannafundi með bin Salman Öldungadeild samþykkir líka birtingu Epstein-skjalanna Fulltrúadeild samþykkir að birta Epstein-skjölin Úkraínskir útsendarar Rússa sagðir að baki skemmdarverkunum Hvíta húsið hlutaðist til um rannsókn á Tate-bræðrum Dregur sig í hlé af skömm vegna tengsla við Epstein Mislingafaraldurinn í Bandaríkjunum breiðir úr sér Hægri beygja Mette gæti kostað Jafnaðarmenn Kaupmannahöfn Undirrituðu viljayfirlýsingu um kaup á allt að 100 Rafale herþotum Öryggisráðið samþykkir tillögu Bandaríkjanna um framtíð Gasa Þekktir vísindamenn lögðu lag sitt við Epstein Rússar sagðir hafa drepið ekkju fyrsta fórnarlambs Tsjernobylslyssins Forsætisráðherrann fyrrverandi dæmdur til dauða Telja að lestarteinar hafi verið sprengdir viljandi í Póllandi Enn og aftur tilkynnt um dróna í Danaveldi Játuðu morð á almennum borgurum en voru aldrei sóttir til saka Kallar nú sjálfur eftir birtingu Epstein-skjalanna Loftslagskvíði geti ýtt undir fíkniefnaneyslu Sjá meira