Svaraði spurningum um Netanyahu, Pútín og reynslu af skotvopnum Hólmfríður Gísladóttir skrifar 8. október 2024 08:05 Repúblikanar hafa gagnrýnt Harris fyrir að gefa ekki kost á viðtölum en að þessu sinni var það Trump sem dró sig út úr viðtali við 60 Minutes. Getty/Jeff Swensen Kamala Harris vék sér fimlega undan því að svara því hvort Benjamin Netanyahu, forsætisráðherra Ísrael, væri „náinn bandamaður“ í fréttaskýringaþættinum 60 Minutes sem sýndur var í gærkvöldi. „Betri spurningin er: Er mikilvægt bandalag milli Bandaríkjamanna og Ísraelsmanna? Og svarið við þeirri spurningu er Já,“ sagði varaforsetinn og forsetaefni Demókrataflokksins. Harris, sem hefur verið harðlega gagnrýnd af andstæðingum sínum og samherjum fyrir að mæta ekki í viðtöl og svara spurningum, hyggst venda kvæði sínu í kross á næstu dögum og vikum og verða áberandi í hinum ýmsu fjölmiðlum. Hún sat meðal annars fyrir svörum í hinu gríðarvinsæla hlaðvarpi Call Her Daddy um helgina og mun mæta til útvarpsmannsins Howard Stern á næstunni og í sjónvarpsþættina The View og Late Night með Stephen Colbert. Harris sagði þvert nei þegar hún var spurð að því af fréttamanni 60 Minutes hvort hún myndi sem forseti eiga viðræður við Vladimir Pútín Rússlandsforseta án aðkomu Vólódímírs Selenskís Úkraínuforseta. Þá gaf hún lítið fyrir stórkarlalegar yfirlýsingar Donalds Trump um áhrif hans á átök erlendis. „Ef Donald Trump væri forseti væri Pútín í Kænugarði. Hann segist geta bundið enda á stríðið á fyrsta degi. Þú veist hvað felst í því. Það snýst um uppgjöf,“ sagði Harris. Trump hætti við viðtal við 60 Minutes. For more than half a century, the major party candidates for president have sat down with 60 Minutes. This year, Vice President Kamala Harris and former President Donald Trump accepted our invitation. Unfortunately, last week Trump canceled. https://t.co/7t5jr5nyFJ pic.twitter.com/VDJDDNYFab— 60 Minutes (@60Minutes) October 8, 2024 Harris neyddist í viðtalinu til að svara spurningum sem hún hefur áður getað vikið sér undan og varði meðal annars stefnubreytingu sína inn á miðjuna með því að segja að gildi hennar væru óbreytt. Þá sagði hún störf sín á þinginu og ferðalög sín um landið hafa sýnt henni fram á nauðsyn þess að finna sameiginlegan flöt til að vinna útfrá. Harris var einnig spurð út í skotvopnið sem hún sagðist eiga í samtali við Opruh Winfrey. Hefur hún hleypt af því? „Að sjálfsögðu hef ég gert það,“ svaraði hún hlæjandi. „Á æfingasvæðinu, já.“ Fréttamaður 60 Minutes ræddi einnig við Tim Walz, varaforsetaefni Harris, sem svaraði því aðspurður að líklega óskaði Harris þess stundum að hann vandaði orð sín betur. Þá játaði hann því að hafa talað um fortíð sína með ónákvæmum hætti en sagði skýran mun á sér og Trump. Trump væri raðlygari en „þeir sem standa mér næst vita að ég er maður orða minna,“ sagði Walz. Bandaríkin Kamala Harris Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2024 Mest lesið Appelsínugular viðvaranir taka gildi: Stormur og sums staðar ofsaveður Veður Trump segir Bandaríkjamenn munu taka yfir og „eignast“ Gasa Erlent Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Erlent „Svona endaði baráttan vegna skiltisins umtalaða“ Innlent „Þú ert í grunninn að mynda annað fólk og hvaða heimild hefur þú til þess?“ Innlent Harkaleg umræða fái kennara til að hugsa sína stöðu Innlent Ellefu létust í skotárásinni Erlent Segir engan vilja búa á Gasa Erlent Gagnrýnir deilur um þingflokksherbergi á meðan bráðamóttakan er yfirfull Innlent Fylgi flokks borgarstjórans dalar Innlent Fleiri fréttir Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Trump segir Bandaríkjamenn munu taka yfir og „eignast“ Gasa Ellefu létust í skotárásinni Segir engan vilja búa á Gasa „Versta fjöldaskotárás sem hefur verið gerð í okkar landi“ Kosningar í Grænlandi framundan Íslenskur skólastjóri meðal þeirra sem flúðu skotárásina Skotárás í sænskum skóla Vilja endurskoða dóm hjúkrunarfræðings vegna barnadauða Stoltenberg með óvænta endurkomu í norskum stjórnmálum Jafngildir það að eyða meðvitaðri gervigreind því að drepa dýr? El Salvador býðst til að taka við hættulegum glæpamönnum Kínverjar grípa til aðgerða mínútum eftir að nýir tollar taka gildi Blátt bann við erlendum fjárframlögum Tollahækkunum gegn Kanada líka frestað Starfsmenn DOGE tóku yfir USAID og læstu starfsmenn úti Hermenn halda að landamærum og Trump frestar tollum Sautján ára stúlka lést í hákarlaárás Hvað gengur Trump til með tollum? Skotmark sprengingar í Moskvu herforingi frá Austur-Úkraínu Einn látinn eftir sprengjutilræði í lúxusblokk í Moskvu Rubio fundaði með Mulino og ítrekaði hótanir Trump Hyggst hækka tolla á Evrópuríkin innan tíðar Mexíkó og Kanada svara tollum Trump með sínum eigin Allir farþegarnir látnir Hamas lætur þrjá gísla lausa Sjúkraflugvél hrapaði í Fíladelfíu Læknir ákærður fyrir að ávísa þungunarrofslyfi Trump leggur háa tolla á nágrannaþjóðirnar Morð á kóranbrennumanni gæti tengst erlendu ríki Sjá meira
„Betri spurningin er: Er mikilvægt bandalag milli Bandaríkjamanna og Ísraelsmanna? Og svarið við þeirri spurningu er Já,“ sagði varaforsetinn og forsetaefni Demókrataflokksins. Harris, sem hefur verið harðlega gagnrýnd af andstæðingum sínum og samherjum fyrir að mæta ekki í viðtöl og svara spurningum, hyggst venda kvæði sínu í kross á næstu dögum og vikum og verða áberandi í hinum ýmsu fjölmiðlum. Hún sat meðal annars fyrir svörum í hinu gríðarvinsæla hlaðvarpi Call Her Daddy um helgina og mun mæta til útvarpsmannsins Howard Stern á næstunni og í sjónvarpsþættina The View og Late Night með Stephen Colbert. Harris sagði þvert nei þegar hún var spurð að því af fréttamanni 60 Minutes hvort hún myndi sem forseti eiga viðræður við Vladimir Pútín Rússlandsforseta án aðkomu Vólódímírs Selenskís Úkraínuforseta. Þá gaf hún lítið fyrir stórkarlalegar yfirlýsingar Donalds Trump um áhrif hans á átök erlendis. „Ef Donald Trump væri forseti væri Pútín í Kænugarði. Hann segist geta bundið enda á stríðið á fyrsta degi. Þú veist hvað felst í því. Það snýst um uppgjöf,“ sagði Harris. Trump hætti við viðtal við 60 Minutes. For more than half a century, the major party candidates for president have sat down with 60 Minutes. This year, Vice President Kamala Harris and former President Donald Trump accepted our invitation. Unfortunately, last week Trump canceled. https://t.co/7t5jr5nyFJ pic.twitter.com/VDJDDNYFab— 60 Minutes (@60Minutes) October 8, 2024 Harris neyddist í viðtalinu til að svara spurningum sem hún hefur áður getað vikið sér undan og varði meðal annars stefnubreytingu sína inn á miðjuna með því að segja að gildi hennar væru óbreytt. Þá sagði hún störf sín á þinginu og ferðalög sín um landið hafa sýnt henni fram á nauðsyn þess að finna sameiginlegan flöt til að vinna útfrá. Harris var einnig spurð út í skotvopnið sem hún sagðist eiga í samtali við Opruh Winfrey. Hefur hún hleypt af því? „Að sjálfsögðu hef ég gert það,“ svaraði hún hlæjandi. „Á æfingasvæðinu, já.“ Fréttamaður 60 Minutes ræddi einnig við Tim Walz, varaforsetaefni Harris, sem svaraði því aðspurður að líklega óskaði Harris þess stundum að hann vandaði orð sín betur. Þá játaði hann því að hafa talað um fortíð sína með ónákvæmum hætti en sagði skýran mun á sér og Trump. Trump væri raðlygari en „þeir sem standa mér næst vita að ég er maður orða minna,“ sagði Walz.
Bandaríkin Kamala Harris Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2024 Mest lesið Appelsínugular viðvaranir taka gildi: Stormur og sums staðar ofsaveður Veður Trump segir Bandaríkjamenn munu taka yfir og „eignast“ Gasa Erlent Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Erlent „Svona endaði baráttan vegna skiltisins umtalaða“ Innlent „Þú ert í grunninn að mynda annað fólk og hvaða heimild hefur þú til þess?“ Innlent Harkaleg umræða fái kennara til að hugsa sína stöðu Innlent Ellefu létust í skotárásinni Erlent Segir engan vilja búa á Gasa Erlent Gagnrýnir deilur um þingflokksherbergi á meðan bráðamóttakan er yfirfull Innlent Fylgi flokks borgarstjórans dalar Innlent Fleiri fréttir Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Trump segir Bandaríkjamenn munu taka yfir og „eignast“ Gasa Ellefu létust í skotárásinni Segir engan vilja búa á Gasa „Versta fjöldaskotárás sem hefur verið gerð í okkar landi“ Kosningar í Grænlandi framundan Íslenskur skólastjóri meðal þeirra sem flúðu skotárásina Skotárás í sænskum skóla Vilja endurskoða dóm hjúkrunarfræðings vegna barnadauða Stoltenberg með óvænta endurkomu í norskum stjórnmálum Jafngildir það að eyða meðvitaðri gervigreind því að drepa dýr? El Salvador býðst til að taka við hættulegum glæpamönnum Kínverjar grípa til aðgerða mínútum eftir að nýir tollar taka gildi Blátt bann við erlendum fjárframlögum Tollahækkunum gegn Kanada líka frestað Starfsmenn DOGE tóku yfir USAID og læstu starfsmenn úti Hermenn halda að landamærum og Trump frestar tollum Sautján ára stúlka lést í hákarlaárás Hvað gengur Trump til með tollum? Skotmark sprengingar í Moskvu herforingi frá Austur-Úkraínu Einn látinn eftir sprengjutilræði í lúxusblokk í Moskvu Rubio fundaði með Mulino og ítrekaði hótanir Trump Hyggst hækka tolla á Evrópuríkin innan tíðar Mexíkó og Kanada svara tollum Trump með sínum eigin Allir farþegarnir látnir Hamas lætur þrjá gísla lausa Sjúkraflugvél hrapaði í Fíladelfíu Læknir ákærður fyrir að ávísa þungunarrofslyfi Trump leggur háa tolla á nágrannaþjóðirnar Morð á kóranbrennumanni gæti tengst erlendu ríki Sjá meira