Enn eitt barnið sem dettur ofan í holu Magnús Jochum Pálsson skrifar 9. október 2024 08:03 Erney Valsdóttir er önnur amman sem kemur fram til að segja frá því hvernig hún sá barnabarn sitt hverfa ofan í jörðina þegar það datt ofan í manngerða holu. Kona var á gangi með þriggja ára barnabarn sitt á Höfn í Hornafirði í sumar þegar barnið datt ofan í holu. Atvikið var ekki ósvipað því að sem gerðist í Garðabænum á föstudag þegar tveggja ára drengur datt ofan í vatnsbrunn. Um er að ræða þriðja barnið sem hefur dottið ofan í manngerða holu eða brunn vegna loks sem er illa fest. Vísir greindi frá því að tveggja ára drengur hefði dottið ofan í tveggja metra djúpan vatnsbrunn í Garðabænum á föstudag og í fyrradag greindu mbl frá því að fjögurra ára drengur hefði fallið ofan í sambærilegan brunn í Mosfellsbæ síðasta sumar. Nú hefur Eirný Valsdóttir, amma á Höfn í Hornafirði, stigið fram og greint frá sambærilegu atviki sem átti sér stað á Höfn síðasta sumar. Grét óskaplega lengi Eirný og þriggja ára ömmustrákur hennar voru úti að ganga seinni partinn í júní á svæði sem þau eru vel kunnug og er í nágrenni við leikskóla og íbúðir aldraðra. „Svo allt í einu hverfur barnið og ég sé svona lok snúast. Ég heyri öskur og hugsa... ég held ég hafi ekki hugsað, ég var bara alveg logandi hrædd og sá fyrir mér allt,“ segir hún um fall drengsins ofan í holuna. Upp í huga hennar hafi strax komið höfuðmeiðsli, varanlegur skaði eða hyldjúpt vatn „Svo tók ég lokið af og sá barnið sitjandi á botninum. Ég lagðist á magann og sagði ,Gríptu í hendurnar á ömmu' og vippaði honum upp. Ég var svo hrædd að lokið myndi detta á hausinn á honum. Þetta var hræðilegt.“ Var hann ekkert aumur eftir fallið? „Hann grét óskaplega lengi en hann var með bleyju sem hefur líklega dempað fallið,“ segir Eirný. „Þá kemur bara næsti og hrynur þarna ofan í“ Þegar hún var búin að hugga barnið reyndi Eirný að komast til botns í lausu lokinu. „Þetta var á laugardegi þannig ég reyndi að finna út úr því hvert maður gæti hringt og náði á endanum sambandi við mann sem er með útiverkin hjá sveitarfélagi Hornafjarðar,“ segir hún. Henni hafi þá verið sagt að ofan í holunni væru tengingar fyrir fjarskiptabúnað. Holan er búin til úr plaströri sem skagaði um tíu sentímetra upp úr jarðveginum þegar drengurinn datt. Að sögn Eirnýjar hafi það gert topp rörsins að mjög spennandi stökkpalli fyrir lítil börn. Hér má sjá hvernig toppurinn á holunni skagaði upp úr jörðinni áður en hann var sagaður af. Í kjölfar þess að Eirný hafði samband var toppurinn skorinn af rörinu þannig hann næmi við jörðina og var lokið síðan sett aftur ofan á án þess að það væri fest. „Ég er enginn aumingi en ég get hæglega fært lokið til. Það fellur ekki í neinar skorður heldur liggur bara ofan á þannig ég hef oft hugsað eftir þetta að að það getur einhver fært þetta til í óvitaskap og þá kemur bara næsti og hrynur þarna ofan í,“ segir Eirný. Þá bætir hún við að það þurfi meira til en að eitt verktakafyrirtæki bæti úr sínum óviðunandi frágangi. Sambærilegir brunnar og holur séu greinilega víða þar sem auðvelt er að fjarlægja af þeim lokin og detta ofan í ef maður sér þá ekki. Sveitarfélagið Hornafjörður Slysavarnir Börn og uppeldi Byggingariðnaður Mest lesið Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Innlent Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Innlent Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Innlent ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Erlent Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Innlent Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Innlent Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Innlent Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Innlent Svandís stígur til hliðar Innlent „Þessar fréttir ollu mér og fleirum vanlíðan“ Innlent Fleiri fréttir Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Vill finna bróður sinn „Þessar fréttir ollu mér og fleirum vanlíðan“ Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Virkjunarleyfi Hvammsvirkjunar endurnýjað Svandís stígur til hliðar Flugvél á leið til Egilsstaða snúið við yfir Hallormsstað Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Sigmundur Davíð og Kemi Badenoch meðal gesta í boði Meloni Keyptu ekki skýringar um neyðarvörn í Mjóddinni Bakkaði á ofsahraða með lyfjakokteil í blóðinu Laufey Rún hætt störfum hjá Miðflokknum Sanna býður sig fram undir merkjum Vors til vinstri Styggur svanur í sundi handsamaður og skilað í næstu tjörn Viðreisn stundi hræðsluáróður í stað þess að ræða málin Inflúensan á uppleið og seinni bylgjan handan við hornið Flensan á flugi og Sundlaugarmenningunni fagnað í Vesturbæjarlauginni Játaði en áfrýjaði samt og krafðist sýknu Páll Winkel meðal umsækjenda um embætti ráðuneytisstjóra Vilja takmarka fjölda barna sem getin eru með sama sæði Fjöldi svæða á landinu sambandslaus með öllu Fjölskyldur fórnarlamba krefjast ábyrgðar Sádi-Arabíu Staðsetning Íslands „hernaðarlega mjög mikilvæg“ Fjögur ár fyrir smygl á rúmum fjórum kílóum af kókaíni 325 milljónir í næsta áfanga LED-ljósavæðingar í Reykjavík Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Sjá meira
Um er að ræða þriðja barnið sem hefur dottið ofan í manngerða holu eða brunn vegna loks sem er illa fest. Vísir greindi frá því að tveggja ára drengur hefði dottið ofan í tveggja metra djúpan vatnsbrunn í Garðabænum á föstudag og í fyrradag greindu mbl frá því að fjögurra ára drengur hefði fallið ofan í sambærilegan brunn í Mosfellsbæ síðasta sumar. Nú hefur Eirný Valsdóttir, amma á Höfn í Hornafirði, stigið fram og greint frá sambærilegu atviki sem átti sér stað á Höfn síðasta sumar. Grét óskaplega lengi Eirný og þriggja ára ömmustrákur hennar voru úti að ganga seinni partinn í júní á svæði sem þau eru vel kunnug og er í nágrenni við leikskóla og íbúðir aldraðra. „Svo allt í einu hverfur barnið og ég sé svona lok snúast. Ég heyri öskur og hugsa... ég held ég hafi ekki hugsað, ég var bara alveg logandi hrædd og sá fyrir mér allt,“ segir hún um fall drengsins ofan í holuna. Upp í huga hennar hafi strax komið höfuðmeiðsli, varanlegur skaði eða hyldjúpt vatn „Svo tók ég lokið af og sá barnið sitjandi á botninum. Ég lagðist á magann og sagði ,Gríptu í hendurnar á ömmu' og vippaði honum upp. Ég var svo hrædd að lokið myndi detta á hausinn á honum. Þetta var hræðilegt.“ Var hann ekkert aumur eftir fallið? „Hann grét óskaplega lengi en hann var með bleyju sem hefur líklega dempað fallið,“ segir Eirný. „Þá kemur bara næsti og hrynur þarna ofan í“ Þegar hún var búin að hugga barnið reyndi Eirný að komast til botns í lausu lokinu. „Þetta var á laugardegi þannig ég reyndi að finna út úr því hvert maður gæti hringt og náði á endanum sambandi við mann sem er með útiverkin hjá sveitarfélagi Hornafjarðar,“ segir hún. Henni hafi þá verið sagt að ofan í holunni væru tengingar fyrir fjarskiptabúnað. Holan er búin til úr plaströri sem skagaði um tíu sentímetra upp úr jarðveginum þegar drengurinn datt. Að sögn Eirnýjar hafi það gert topp rörsins að mjög spennandi stökkpalli fyrir lítil börn. Hér má sjá hvernig toppurinn á holunni skagaði upp úr jörðinni áður en hann var sagaður af. Í kjölfar þess að Eirný hafði samband var toppurinn skorinn af rörinu þannig hann næmi við jörðina og var lokið síðan sett aftur ofan á án þess að það væri fest. „Ég er enginn aumingi en ég get hæglega fært lokið til. Það fellur ekki í neinar skorður heldur liggur bara ofan á þannig ég hef oft hugsað eftir þetta að að það getur einhver fært þetta til í óvitaskap og þá kemur bara næsti og hrynur þarna ofan í,“ segir Eirný. Þá bætir hún við að það þurfi meira til en að eitt verktakafyrirtæki bæti úr sínum óviðunandi frágangi. Sambærilegir brunnar og holur séu greinilega víða þar sem auðvelt er að fjarlægja af þeim lokin og detta ofan í ef maður sér þá ekki.
Sveitarfélagið Hornafjörður Slysavarnir Börn og uppeldi Byggingariðnaður Mest lesið Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Innlent Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Innlent Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Innlent ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Erlent Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Innlent Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Innlent Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Innlent Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Innlent Svandís stígur til hliðar Innlent „Þessar fréttir ollu mér og fleirum vanlíðan“ Innlent Fleiri fréttir Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Vill finna bróður sinn „Þessar fréttir ollu mér og fleirum vanlíðan“ Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Virkjunarleyfi Hvammsvirkjunar endurnýjað Svandís stígur til hliðar Flugvél á leið til Egilsstaða snúið við yfir Hallormsstað Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Sigmundur Davíð og Kemi Badenoch meðal gesta í boði Meloni Keyptu ekki skýringar um neyðarvörn í Mjóddinni Bakkaði á ofsahraða með lyfjakokteil í blóðinu Laufey Rún hætt störfum hjá Miðflokknum Sanna býður sig fram undir merkjum Vors til vinstri Styggur svanur í sundi handsamaður og skilað í næstu tjörn Viðreisn stundi hræðsluáróður í stað þess að ræða málin Inflúensan á uppleið og seinni bylgjan handan við hornið Flensan á flugi og Sundlaugarmenningunni fagnað í Vesturbæjarlauginni Játaði en áfrýjaði samt og krafðist sýknu Páll Winkel meðal umsækjenda um embætti ráðuneytisstjóra Vilja takmarka fjölda barna sem getin eru með sama sæði Fjöldi svæða á landinu sambandslaus með öllu Fjölskyldur fórnarlamba krefjast ábyrgðar Sádi-Arabíu Staðsetning Íslands „hernaðarlega mjög mikilvæg“ Fjögur ár fyrir smygl á rúmum fjórum kílóum af kókaíni 325 milljónir í næsta áfanga LED-ljósavæðingar í Reykjavík Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Sjá meira