Dómur yfir Alberti kveðinn upp á fimmtudag Árni Sæberg skrifar 7. október 2024 16:29 Albert mætti í aðalmeðferðina ásamt verjanda sínum, Vilhjálmi Vilhjálmssyni. Vísir/Vilhelm Dómur í nauðgunarmáli Alberts Guðmundssonar verður kveðinn upp í Héraðsdómi Reykjavíkur á fimmtudag. Verði hann sakfelldur á hann yfir höfði sér allt að sextán ára fangelsisdóm. Á dagskrá Héraðsdóms Reykjavíkur má sjá að dómurinn verður kveðinn upp á milli klukkan 12:45 og 12:55. Á fimmtudag verða sléttar fjórar vikur liðnar frá fyrri degi aðalmeðferðar í málinu en í lögum um meðferð sakamála segir að hafi dómur ekki verið kveðinn upp í máli, sem var munnlega flutt, innan fjögurra vikna frá því að það var dómtekið skuli það flutt að nýju nema dómari og aðilar telji það óþarft. Aðalmeðferð í málinu tók tvo heila daga, sem er óvenjulangur tími í kynferðisbrotamálum, vegna umfangs málsins og mikils fjölda vitna sem munu bera vitni. Harðlokað þinghald Þinghald í málinu var lokað öllum óviðkomandi, líkt og venjan er í kynferðisbrotamálum. Það er gert til þess að vernda friðhelgi brotaþola og ekki er hnikað frá þeirri venju nema að beiðni brotaþola. Dómsuppsaga verður sömuleiðis lokuð og reikna má með því að dómurinn verði ekki birtur strax á fimmtudag. Neitar sök Albert er ákærður fyrir nauðgun með því að hafa haft önnur kynferðismök en samræði við konu án hennar samþykkis. Í ákærunni segir að Albert hafi beitt nauðung en hvernig hann hafi gert það hefur verið afmáð. Ákæruvaldið krefst þess að Albert verði dæmdur til refsingar og greiðslu alls sakarkostnaðar. Þá er þess krafist fyrir hönd konunnar að Albert greiði henni þrjár milljónir króna í miskabætur. Ákæra á hendur Alberti var þingfest þann 3. júlí síðastliðinn. Albert mætti ekki við þingfestinguna en verjandi hans neitaði sök fyrir hans hönd. Landsliðsmenn sakaðir um kynferðisofbeldi Kynferðisofbeldi Dómsmál Reykjavík Tengdar fréttir Albert neitaði sök Ákæra á hendur Alberti Guðmundssyni, landsliðsmanni í knattspyrnu, fyrir kynferðisbrot var þingfest í morgun í Héraðsdómi Reykjavíkur. Albert mætti ekki við þingfestinguna en samkvæmt heimildum Vísis neitaði verjandi hans sök fyrir hans hönd. 3. júlí 2024 12:55 Albert ákærður fyrir kynferðisbrot Ákæra hefur verið gefin út á hendur Alberti Guðmundssyni, landsliðsmanni í knattspyrnu, fyrir kynferðisbrot. 2. júlí 2024 10:21 Fiorentina þarf ekki að kaupa Albert verði hann dæmdur Albert Guðmundsson var lánaður frá Genoa til Fiorentina í sumar en í samningi félaganna er ákvæði sem þýðir að Fiorentina þarf að kaupa leikmanninn að tímabilinu loknu. Sú klásúla fellur úr gildi verði Albert dæmdur fyrir kynferðisbrot. 13. september 2024 22:45 Stjarnan Villi vekur athygli Ítala Vilhjálmur H. Vilhjálmsson lögmaður hefur vakið athygli út fyrir landsteinana. Ítalskur samfélagsmiðlanotandi sýnir Vilhjálmi mikinn áhuga og fer um víðan völl í umfjöllun sinni um stjörnulögmanninn. 14. september 2024 11:49 Mest lesið Veita útlendingum greiðari aðgang að heilbrigðiskerfinu en er skylt Innlent Talsverðar skemmdir eftir mikinn eld í Hafnarfirði Innlent Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Erlent „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Innlent Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Innlent Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu Innlent Umfangsmikil gagnárás Úkraínumanna Erlent Selenskí mun funda með Trump Erlent Sextug kona lést í lestarslysi í Danmörku Erlent Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Innlent Fleiri fréttir Talsverðar skemmdir eftir mikinn eld í Hafnarfirði Veita útlendingum greiðari aðgang að heilbrigðiskerfinu en er skylt Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Sveitastjórn Rangárþings ytra gefur út framkvæmdaleyfi fyrir Hvammsvirkjun Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Vatnstjón á Kjarvalsstöðum og sautján öðrum stöðum Kynferðisbrot á leikskóla og tímamótafundur forseta Líkamsárás á borði lögreglu Hjólhýsi hafa „sprungið“ á Holtavörðuheiðinni Fíkniefnarannsókn á Raufarhöfn „langt frá því að vera lokið“ Segir eldislaxinn sannarlega eldislax: „Það eru þeirra mistök“ Segir undirverktaka ekki hafa látið vita af gatinu „Stórfurðulegt“ að bjóða foreldrum ekki strax á fund Litlu mátti muna þegar ferðamaður svínaði fyrir hjón á Hellu Barnið lét foreldra sína vita af brotinu Pólitískur refur og samningamaður mætast „Maður skilur ekki alveg hvernig á þessu stendur“ Spá því að vextir muni ekki lækka frekar á árinu Kynferðisbrot gegn barni til rannsóknar, leiðtogafundur og eldislax Netlaust í Ráðhúsinu vegna öryggisráðstafana Bíða þess enn að ráðherra svari neyðarkalli um mönnun Mannanafnanefnd: Nú má heita Kaleo Stefán Kristjánsson er látinn Ungur leikskólastarfsmaður grunaður um kynferðisbrot gegn barni Spá eldingum á Vesturlandi Þrír handteknir grunaðir um að hafa rænt mann „Hamfarir og ekkert annað“ 30 ára afmæli Blómstrandi daga í Hveragerði Sjá meira
Á dagskrá Héraðsdóms Reykjavíkur má sjá að dómurinn verður kveðinn upp á milli klukkan 12:45 og 12:55. Á fimmtudag verða sléttar fjórar vikur liðnar frá fyrri degi aðalmeðferðar í málinu en í lögum um meðferð sakamála segir að hafi dómur ekki verið kveðinn upp í máli, sem var munnlega flutt, innan fjögurra vikna frá því að það var dómtekið skuli það flutt að nýju nema dómari og aðilar telji það óþarft. Aðalmeðferð í málinu tók tvo heila daga, sem er óvenjulangur tími í kynferðisbrotamálum, vegna umfangs málsins og mikils fjölda vitna sem munu bera vitni. Harðlokað þinghald Þinghald í málinu var lokað öllum óviðkomandi, líkt og venjan er í kynferðisbrotamálum. Það er gert til þess að vernda friðhelgi brotaþola og ekki er hnikað frá þeirri venju nema að beiðni brotaþola. Dómsuppsaga verður sömuleiðis lokuð og reikna má með því að dómurinn verði ekki birtur strax á fimmtudag. Neitar sök Albert er ákærður fyrir nauðgun með því að hafa haft önnur kynferðismök en samræði við konu án hennar samþykkis. Í ákærunni segir að Albert hafi beitt nauðung en hvernig hann hafi gert það hefur verið afmáð. Ákæruvaldið krefst þess að Albert verði dæmdur til refsingar og greiðslu alls sakarkostnaðar. Þá er þess krafist fyrir hönd konunnar að Albert greiði henni þrjár milljónir króna í miskabætur. Ákæra á hendur Alberti var þingfest þann 3. júlí síðastliðinn. Albert mætti ekki við þingfestinguna en verjandi hans neitaði sök fyrir hans hönd.
Landsliðsmenn sakaðir um kynferðisofbeldi Kynferðisofbeldi Dómsmál Reykjavík Tengdar fréttir Albert neitaði sök Ákæra á hendur Alberti Guðmundssyni, landsliðsmanni í knattspyrnu, fyrir kynferðisbrot var þingfest í morgun í Héraðsdómi Reykjavíkur. Albert mætti ekki við þingfestinguna en samkvæmt heimildum Vísis neitaði verjandi hans sök fyrir hans hönd. 3. júlí 2024 12:55 Albert ákærður fyrir kynferðisbrot Ákæra hefur verið gefin út á hendur Alberti Guðmundssyni, landsliðsmanni í knattspyrnu, fyrir kynferðisbrot. 2. júlí 2024 10:21 Fiorentina þarf ekki að kaupa Albert verði hann dæmdur Albert Guðmundsson var lánaður frá Genoa til Fiorentina í sumar en í samningi félaganna er ákvæði sem þýðir að Fiorentina þarf að kaupa leikmanninn að tímabilinu loknu. Sú klásúla fellur úr gildi verði Albert dæmdur fyrir kynferðisbrot. 13. september 2024 22:45 Stjarnan Villi vekur athygli Ítala Vilhjálmur H. Vilhjálmsson lögmaður hefur vakið athygli út fyrir landsteinana. Ítalskur samfélagsmiðlanotandi sýnir Vilhjálmi mikinn áhuga og fer um víðan völl í umfjöllun sinni um stjörnulögmanninn. 14. september 2024 11:49 Mest lesið Veita útlendingum greiðari aðgang að heilbrigðiskerfinu en er skylt Innlent Talsverðar skemmdir eftir mikinn eld í Hafnarfirði Innlent Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Erlent „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Innlent Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Innlent Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu Innlent Umfangsmikil gagnárás Úkraínumanna Erlent Selenskí mun funda með Trump Erlent Sextug kona lést í lestarslysi í Danmörku Erlent Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Innlent Fleiri fréttir Talsverðar skemmdir eftir mikinn eld í Hafnarfirði Veita útlendingum greiðari aðgang að heilbrigðiskerfinu en er skylt Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Sveitastjórn Rangárþings ytra gefur út framkvæmdaleyfi fyrir Hvammsvirkjun Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Vatnstjón á Kjarvalsstöðum og sautján öðrum stöðum Kynferðisbrot á leikskóla og tímamótafundur forseta Líkamsárás á borði lögreglu Hjólhýsi hafa „sprungið“ á Holtavörðuheiðinni Fíkniefnarannsókn á Raufarhöfn „langt frá því að vera lokið“ Segir eldislaxinn sannarlega eldislax: „Það eru þeirra mistök“ Segir undirverktaka ekki hafa látið vita af gatinu „Stórfurðulegt“ að bjóða foreldrum ekki strax á fund Litlu mátti muna þegar ferðamaður svínaði fyrir hjón á Hellu Barnið lét foreldra sína vita af brotinu Pólitískur refur og samningamaður mætast „Maður skilur ekki alveg hvernig á þessu stendur“ Spá því að vextir muni ekki lækka frekar á árinu Kynferðisbrot gegn barni til rannsóknar, leiðtogafundur og eldislax Netlaust í Ráðhúsinu vegna öryggisráðstafana Bíða þess enn að ráðherra svari neyðarkalli um mönnun Mannanafnanefnd: Nú má heita Kaleo Stefán Kristjánsson er látinn Ungur leikskólastarfsmaður grunaður um kynferðisbrot gegn barni Spá eldingum á Vesturlandi Þrír handteknir grunaðir um að hafa rænt mann „Hamfarir og ekkert annað“ 30 ára afmæli Blómstrandi daga í Hveragerði Sjá meira
Albert neitaði sök Ákæra á hendur Alberti Guðmundssyni, landsliðsmanni í knattspyrnu, fyrir kynferðisbrot var þingfest í morgun í Héraðsdómi Reykjavíkur. Albert mætti ekki við þingfestinguna en samkvæmt heimildum Vísis neitaði verjandi hans sök fyrir hans hönd. 3. júlí 2024 12:55
Albert ákærður fyrir kynferðisbrot Ákæra hefur verið gefin út á hendur Alberti Guðmundssyni, landsliðsmanni í knattspyrnu, fyrir kynferðisbrot. 2. júlí 2024 10:21
Fiorentina þarf ekki að kaupa Albert verði hann dæmdur Albert Guðmundsson var lánaður frá Genoa til Fiorentina í sumar en í samningi félaganna er ákvæði sem þýðir að Fiorentina þarf að kaupa leikmanninn að tímabilinu loknu. Sú klásúla fellur úr gildi verði Albert dæmdur fyrir kynferðisbrot. 13. september 2024 22:45
Stjarnan Villi vekur athygli Ítala Vilhjálmur H. Vilhjálmsson lögmaður hefur vakið athygli út fyrir landsteinana. Ítalskur samfélagsmiðlanotandi sýnir Vilhjálmi mikinn áhuga og fer um víðan völl í umfjöllun sinni um stjörnulögmanninn. 14. september 2024 11:49